Það hefur að minnsta kosti verið trúað á þrumuguðinn Þór í 5000 ár, ef ekki lengur.

Þeir eru heillandi heimildaþættirnir sem RÚV endursýndi um fornleifafræði í Svíþjóð, "Fyrstu Svíarnir". Því miður eru þættirnir bara tveir. Í þessum þáttum koma fram allar nýjustu upplýsingar um fornleifarannsóknir í Svíþjóð og nýjar upplýsingar miðað við það sem áður var vitað. Þar með er ekki sagt að vísindamenn nútímans viti allt, heldur að fleiri púsluspil eru komin í myndina.

Farið er um það bil 11.000 ár aftur í tímann, og svo næstum fram að kristnitöku og víkingaöldinni.

Margt mjög merkilegt kemur þarna fram. Fyrir þann sem hefur áhuga á heiðni og Ásatrú eða telur sig heiðinn, eða mögulega, þá finnst manni eitt stórmerkilegt sem þarna er sagt frá.

Hægt er að tímasetja hvenær Ásatrú kom fram í sögunni og hvenær Vanatrú kom fram, svona með ákveðinni röksemdafærslu.

Fyrir 11.000 árum þegar ísöldin var byrjuð að hopa voru ekki margir menn sem bjuggu á norðurlöndum. Það voru helzt hirðingjar og safnarar, veiðimenn sem flökkuðu um.

Merkilegt er að vita að þessir hirðingjar voru ljósir á hörund en með brún og blá augu til jafns, og hárið brúnt eða svart en hvorki heiðgult né rautt samkvæmt fornleifarannsóknum.

Þetta ísaldarfólk hefur trúað á Hel sem hina miklu móður. Litið var á hana sem almáttuga gyðju.

Venus frá Willendorf er stytta sem var búin til fyrir um 30.000 árum. Hún fannst í Austurríki. Hún sýnir akfeita konu sem sennilega á að hafa táknað hina almáttugu móðurgyðju og kyntákn. Yfir andlitinu er net, en brjóst og magi þrútinn sem leggur áherzlu á aðalhlutverk konunnar, að eignast börn.

Þessi stytta er kannski bezta upplýsing sem mannkynið hefur um trúarbrögð kynþáttanna og mannflokkanna á ísöldunum. Þá var lífið erfitt, og óléttar konur nánast heilagar, því dýrmætt var hvert barn sem fæddist, þegar dauðinn af völdum kulda og hungurs var ætíð nálægur.

Snorra Edda er annars ein aðalheimild mannkynsins um trúarbrögðin fyrir kristni. Það er vegna þess að það er vísindalega sannað að við Norðurlandabúar og Evrópumenn, Germanir, höfum í okkur meira af genum úr ísaldarfólkinu en aðrir kynþættir. (Neanderdalsmannagen og Cromagnongen). Þessvegna er það rökrétt að okkar trúarbrögð geymi í sér menjar um trúarlíf fólksins á ísöldum, úr því að við erum erfðafræðilega skyldust ísaldarfólkinu. Merkilegt er að Covid-19 herji mest á okkur Vesturlandabúa, eins og það hafi verið búið til sérstaklega til að fækka okkur eða útrýma alveg.

Með þeim rökum að Djöfullinn í kristni geymi í sér eldri trúarhugmyndir sem reynt er að sigra, má segja að djöflan í Ásatrú, Helja, geri það sama, og tröllin. Trúarbragðarannsóknir og trúarbragðafræði eru skemmtileg fræði og mikilvæg.

Nú er það svo að fræðimenn hafa sumir sagt og jafnvel flestir að innan Ásatrúarinnar hafi ekki verið til neitt Helvíti sem slíkt, heldur hafi Helja verið staður þar sem mönnum leiddist.

Einnig hafa fræðimenn mjög deilt um það hvort Helja í Snorra Eddu sé einhverskonar tilbúningur Snorra Sturlusonar, til að herma eftir helvíti kristninnar, Gehennu, sem var ruslahaugar þar sem eilífur eldur brann.

Um þetta verður seint hægt að vita með 100% vissu. Þó er það almennt talið að Snorra Edda sé traust heimild en ekki skáldskapur. Með samanburði við önnur trúarbrögð Evrópu er hægt að finna samsvarandi mýtur sem styðja það sem þar kemur fram.

Því má fullyrða að Helja er ævaforn gyðja og frá ísöldinni eins og ég held fram. Hún var þessi almáttuga móðurgyðja sem styttan sýnir, Venus frá Willendorf.

Vanatrúin kom þar á eftir. Rétt eins og María mey yfirtók hlutverk Friggjar, eiginkonu Óðins með kristnitökunni, og Jesúbarnið yfirtók hlutverk Baldurs á armi Friggjar, þannig yfirtók Freyja frjósemigyðja hlutverk Heljar með sigri Vanatrúarinnar, fyrir um það bil 8000 árum eða jafnvel meira. Freyja hefur því sennilega verið talin akfeit gyðja og tákn um barnsfæðingar og síólétta konu.

Samfara sigri Vanatrúarinnar breyttust samfélögin og bændur komu fram.

Í þessum þáttum var fjallað um að þeir komu sumir í stórum hópum frá Tyrklandi, Mesópótamíu og Asíu, þar sem Tokkaríar bjuggu, germanskir menn í Asíu, sem dóu að lokum út, en sem áttu sér einnig stórmerkilega menningu fyrir margt löngu. Þessi bændasamfélög komu með Vanatrúna að einhverju leyti.

Síðan fyrir um 5000 árum komu Ásatrúarmenn frá Úkraínu, stríðsaxafólkið svonefnda, Yamnaya stríðsmennirnir, sem trúðu á Þór þrumuguð og önnur slík goð. Frá þeim koma um það bil 50 - 70% af genum norrænna og germanskra manna. (Það fer eftir svæðum og einstaklingum, en allsstaðar í hinum vestræna heimi eru þeirra gen í nokkrum meirihluta).

Þeir grófu sína dauðu, og í gröfunum hafa fundizt korn sem tengjast bjór og öldrykkju, framleiðslu á miði, en mjöður og hunang er hluti af Snorra Eddu, enda Óðinn sagður nærast á bjór og engu öðru.

Einnig hafa fundizt í þeirra gröfum stríðsaxir, sem heyra til trúartákni Ásatrúarmanna, Mjöllni, hamri Þórs. Þetta er svipað og að finna kristilega krossa í gröfum kristinna manna þegar allt kemur til alls.

Menning þessara Yamnaya stríðsmanna var herská, þeir komu með stéttaskiptingu og konungsvald í stórum stíl inní samfélögin, trúna á æðri guði og gyðjur, sem oftar en ekki voru stríðsguðir. Baldur er jafnvel talinn hafa verið slíkur stríðsguð á þeim tíma, eins og orðsifjafræðin kennir.

Í þessum heimildaþáttum koma þær upplýsingar sem breyta öllu í sambandi við víkingaöldina og hugmyndir okkar um hana. Þarna kemur fram að víkingaöldin er talin hafa byrjað miklu fyrr en áður var talið, samkvæmt nýjustu upplýsingum, eða fyrir 5000 árum jafnvel, með þessari Yamnaya stríðsmenningu, Ásatrúnni, sem sigraði Vanatrúna, bændasamfélögin og hirðingjasamfélögin fornu á Norðurlöndum.

Vissuð þið að Ásatrúin ríkti í 4000 ár á meðan kristnin hefur aðeins ríkt í 1000 ár á Íslandi og Norðurlöndunum? Þetta eru stórkoslegar upplýsingar og merkilegar.

Þegar ég las það í gömlu kennslubókunum um heiðna trú Íslendinga að margt benti til þess að þegar þetta var loksins skráð niður af Snorra Sturlusyni hafi lítið verið eftir, og jafnvel við kristnitökuna hafi Ásatrúin ekki verið nema leifar af því sem áður var, þá fannst mér það merkilegt, en þessi heimildamynd kemur með þær sömu upplýsingar. Sterk hefur verið trúin á þessi fornu og heiðnu goð úr því að svona mikið var eftir þegar Snorra Edda var skrifuð og þá landið alkristnað á yfirborðinu. Þó var landið heiðið í 200 ár, nokkuð ábyggilega, að langmestu leyti.

Margt annað stórmerkilegt kemur fram í þessum þáttum.

Takið eftir þessu: Eftir því sem fleiri fornleifarannsóknir eru gerðar kemur í ljós að menning Norðurlanda var miklu merkilegri til forna en talið var. Tinnuoddar flóknir og fíngerðir eru taldir hafa verið fundnir upp á Norðurlöndum og borizt til Mesópótamíu og víðar, frá Noregi, fyrir um það bil 7000 árum.

Þannig að ekki er lengur rétt að halda því fram að hámenning hafi aðeins verið í Egyptalandi og Súmer fyrir 6000 árum eða meira. Að vísu hafa hér ekki enn fundizt píramídar eða bókrollur eða meiriháttar hýróglýfur, en hverju var eytt viljandi?

Að minnsta kosti er bilið að smáminnka, og ljóst að þessi samfélög á Norðurlöndum voru skipulögð, og sennilega býsna góð miðað við tímana sem þá voru.

Enn fremur, þeir sem telja að við séum komnir af Hebreum, af ætt Benjamíns, að á einhverju tímaskeiði komu menn til Norðurlanda frá þessum landsvæðum, en erfðafræðilega erum við lítt skyldir þeim þó, eitthvað svolítið samt.

En Forn Íslendingar voru eins og Forn Hebrear, þeir gáfu mannkyninu trúarbrögð, Hebrear gáfu okkur Biblíuna en Íslendingar gáfu heimsbyggðinni Snorra Eddu. Báðar þjóðirnar eru mekka trúarbragða sem eru útbreidd um alla jörðina, þótt Abrahamstrúarbrögðin séu margfallt útbreiddari, svo sannarlega og skipulagðari en trúin á Þór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ingólfur, -góður pistill sem vekur áhuga á þessum sænsku þáttum á RUV. Ég hef áhuga á að finna þá ef hægt er, þú gætir kannski gefið mér slóð?

Annars finnst mér það áhugaverðast við Hel að hún virðist vera enn í dag höfuðgyðja vesturlandabúa, svona ef maður tekur mið af því hvað mikilvægt þykir að fólk komist í kör.

En samkvæmt Snorra fóru menn til Helju og gistu hennar kör eða dóu ótímabærum dauðdaga hetjunnar og fóru í Ásgarð. Ekki veit ég hvort Hel var komin frá Vönum eða Ásum, en það er samt athyglisvert hvað mikill grundvallarmunur var á þessu tvennu.

Í dag eru engu líkara en tilvera fólks hafi gefið upp endurkomuna, en hangi á línulegri ævi eins lengi og hægt er, sama hvað það kostar. Nú eru meir að segja farið markaðsvæða dauðann sem líkn fyrir þá sem býður við körum Heljar.

Þetta kom meðal annars upp í hugann við lestur þessa ágæta pistils. En þú myndir kannski upplýsa mig um hvernig ég finn þessa sænsku heimildaþætti á RUV.

Takk fyrir pistilinn.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2023 kl. 06:11

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Magnús og ágæt athugasemd. Seinni þátturinn var endursýndur síðasta mánudagskvöld. Ég fann þetta á Frelsi held ég að það heiti, skrunaði eftir röndinni þar sem stendur heimildamyndir á fjarstýringunni. Svo er margt komið á netið. Prófaðu að gúggla "Fyrstu Svíarnir". Já, þetta minnir á gömlu góðu tímana þegar RÚV var alltaf að sýna góðar heimildamyndir. Fyrstu Svíarnir - Þáttur 1 af 2 | RÚV Sjónvarp hér er tengill S1 E1 Fyrstu Svíarnir | NovaTV held að þetta ætti að virka.

Já ég mæli með þessu.

Ingólfur Sigurðsson, 29.11.2023 kl. 08:54

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

https://www.novatv.is/asset/f492c60f-197422898f492c60f_2F3486chttps://www.ruv.is/sjonvarp/spila/fyrstu-sviarnir/29633/8qj8oh

Ingólfur Sigurðsson, 29.11.2023 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 582
  • Frá upphafi: 107240

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 451
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband