Hin fjögur fræknu og hulda veldið - eða skýstrókurinn, kom út 1991 á frönsku, óútgefin á íslenzku. Bókagagnrýni.

Þessi bók er kannski dæmigerð fyrir bækurnar um Hin fjögur fræknu. Atburðarásin er hröð, fullt af lélegum fimmaurabröndurum og myndirnar eru lifandi og vel gerðar. Í henni sést þó móta fyrir endurnýjun gæða í bókaflokknum, sem varð vart undir enda hans, en síðasta bókin kom út 2007, en löngu áður var hafið nýtt blómaskeið, að mínu áliti. Held ég að mögulega hafi það byrjað með þessari bók.

Hnignunin hófst um það bil 1974 með Hinum fjórum fræknu og Picassomálverkinu, sem var síðasta nokkuð góða bókin um langt árabil. Það var síðasta bókin sem hafði að geyma áberandi persónusköpun og djúpa, ekki ofurgrunna eins og síðar varð.

Nema í allra síðustu bókinni, sem var eftir nýja höfunda.

En þessi endurnýjun gæða fólst alls ekki í neinni persónusköpun, heldur hélt fáránleikinn áfram að aukast svo mikið eftir 1990 að bókaflokkurinn tók á sig nýja mynd, sem hreinar fantasíubókmenntir, en þó raunar á mörkum slíkra bókmennta, undarlegt nokk. Það er erfitt að vita hvað vakti fyrir höfundunum annað en að gera bækurnar söluvænar kannski.

Ég tel þessum bókum það til tekna að þarna er fáránleikastigið orðið býsna hátt, þannig að maður getur lesið bækurnar með það fyrir augum að þær lúta eigin lögmálum, á mörkum ýmissra stefna.

Hér er manngerðum skýstrókum blandað saman við eiturlyfjanotkun og heimsyfirráð skúrka. Aðalglæpamaðurinn hefur nokkuð satanískan svip og múslimar koma nokkuð við sögu, en ekki sem skúrkar. Bófarnir eru býsna hefðbundnir miðað við svona teiknimyndasögur og afþreyingarbókmenntir.

Þeir sem þekkja þessar bækur vita hvernig þær eru og um hvað þær snúast. Hér eru hversdagsleg atvik gerð fyndin, eða það er reynt, en gallinn er sá hversu yfirmáta yfirborðslegt þetta allt saman er.

Einhvernveginn verða þessar bækur um Hin fjögur fræknu einstakar og sígildar á einhvern undarlegan hátt. Þær hafa sjarma eins og gamlar B-myndir sem þóttu ekki góðar um 1960, en er hægt að hafa gaman af ef maður nennir að horfa á þær í gegn og gefa sér tíma fyrir þær.

Loftur og Lárus eru enn sem fyrr áberandi sem ótrúlega klaufalegir einkaspæjarar. Virðast þeir gegna því hlutverki að sannfæra lesandann um hæfileikaleysi þeirra. Annar gerir mistök, Loftur, og hinn gerir vart annað en að hrósa yfirmanni sínum fyrir mistökin og breiða yfir þau, Lárus. Minnir svo sem á raunveruleikann í dag.

Á meðan vinna Hin fjögur fræknu vinnuna og uppræta bófaflokkinn eins og gerist í eiginlega öllum þessum bókum, en Loftur og Lárus hirða viðurkenninguna fyrir.

Myndasöguheimurinn þenst út á alla kanta, hann vex og dafnar, en vinsældirnar koma í bylgjum nema í Frakklandi og Belgíu þar sem þær haldast stöðugar, og í Bandaríkjunum er alltaf nokkuð stór aðdáendahópurinn sem fyrr.

Án Frosks útgáfu væri útgáfa á myndasögum í mýflugumynd á Íslandi, örfáir titlar. Nú geta íslenzkir lesendur valið um manga, fantasíur, klassískar evrópskar, eða eitthvað annað.

Ég hef örlítið fengiðzt við þetta að búa til svona sögur. Það er tímafrekt en gefandi. Jafnvel þótt maður sé ekki mjög góður teiknari er hægt að koma sögunni frá sér ef maður er skipulagður og hefur einhverja hæfileika sem handritshöfundur sagna.

Vandamálið við Hin fjögur fræknu er að þær eru einsog partý sem skilur ekkert eftir, eða lítið. Mikil læti, ýkt mannlíf, litríkar myndir, fullt af skrýtnum atvikum og persónum, en léttum fáránleika er stillt í forgrunninn.

Þetta er þokkalega góð bók. Ég held að bækurnar um Hin fjögur fræknu hafi verið jafn vinsælar af stelpum og strákum, samkvæmt athugasemdum á netinu virðist það. Mannlífsfletir og þjóðir ólíkar fá nokkuð jafna athygli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 111
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 107343

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband