Metum fortíð, sköpum ró, ljóð frá 29. janúar 2017.

Ef þau rífa ríkið þitt,

rýrnar þeirra gildi,

þeirra sigur, þróttur, vit.

Þú hinn góði, mildi.

Hugsjónir sömu allt þá hófu upp úr ryki,

hafnir þú einstaklingsgildinu spilaborg fellur.

Afi minn, og allt þitt strit

er sem heróp, krákan gellur.

Selja hýrir herragarð?

Heldur skammæ gleði ef sviki

sál og sinni, skarð,

svona er líka tapið mitt?

 

Hótel byggja á helgum reit,

helzt á Dagga slóðum.

Mammon, Schengen, miðjupóll,

magn á degi góðum.

Sjálfstæðið vex upp af verkstæði þínu,

verkamannslundin sem grundvöllinn altæka skapar.

Fellur oft sá fremdarstóll

er framarlega stendur, hrapar.

Daggi og Manni dýrka vald

og drottna yfir skrumsins pínu.

Ekki heilagt hald,

heldur fátt ég samt enn veit.

 

Verkleg mennt er virt ei nóg,

vilja sumir reisa

safn á þínum sælureit,

syndir aðrir feisa.

Kristilegt hugarfar kenna þarf börnum,

kóngsríki fortíðar skínandi langbezt það sýna.

Enn er ræðan úti heit,

æskuherir marki týna.

Blint er fórnað sögu og sál,

svo ei kemur fyr nú vörnum,

æskan, mannsins mál.

Metum fortíð, sköpum ró!

 

Skýringar á orðum og hvata til að yrkja þetta ljóð. Þetta var ort þegar ég vildi að verkstæðið hans afa fengi að standa og verkmenntasafn yrði gert úr því og húsinu, að Digranesheiði 8, en ekki voru allir ættingjar sammála því. Vinur minn Þorgils var vanur að tala um Dagga og Manna á þessum tíma, Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og Ármann sem var þá bæjarstjóri í Kópavogi, og þeir höfðu svipaða stefnu, Borgarlínu síðar og uppbyggingu, sýndu litla sem enga virðingu gömlum húsum, eins og kemur fram í ljóðinu. Takið ekki orð eins og hýrir bókstaflega í nútímaskilningi sem samkynhneigðir endilega, það er nefnilega aukamerking nútímans sem ég nota ekki alltaf þegar ég nota orðið, því ég er oft hrifnastur af fyrstu merkingu orðanna, og hér merkir orðið, glaðir, "ligeglad" eins og á dönsku, einhver sem lætur sér sumt í léttu rúmi liggja og kannski flest.

Fremdarstóll þýðir valdastóll, eða nútímavald byggt á tízkunni.

"Enn er ræðan úti heit", þarna var ég að vísa í þegar styttur voru teknar niður af Woke-fólki í útlöndum, og fornri menningu sýnd lítilsvirðing að öðru leyti einnig.

Að öðru leyti skýrir þetta sig allt sjálft, nema fólk þarf að pæla í svona hefðbundnum ljóðum, því á milli línanna eru pælingar ósagðar, auk þess sem lesandanum er ætlað andrými til að koma með eigin túlkanir einsog oft í ljóðagerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 106721

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband