Margt er undarlegt við stjórnsýslu Dags B. Eggertssonar. Borgarlínan er ekki það eina. Ég hélt að áherzlan á unglingamenninguna væri að verða sífellt meiri í landinu, miðað við yngri þingmenn, þætti í sjónvarpinu sem minna á skólablöðin í menntaskólunum, yngra listafólk, og ungt fólk áberandi í næstum öllu sem gerist og margt þesslegt.
Síðan kemur þessi ákvörðun, að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva sem er harðlega mótmælt. Ennþá ein birtingarmynd af sparnaðaraðgerðum í Reykjavík?
Vigdís Hauksdóttir var flæmd í burtu úr borgarstjórninni í Reykjavík því hún var lögð í einelti einmitt fyrir að gagnrýna óráðsíuna í borginni og skuldasöfnunina.
Hefði ekki verið betra að taka mark á Vigdísi í Miðflokknum og þeim sjálfstæðismönnum sem hafa talað á sama veg?
![]() |
Algjörlega óskiljanlegt hjá Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvers vegna gerir ekki ungt fólk á Íslandi uppreisn gegn komm...
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 63
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 787
- Frá upphafi: 137110
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 599
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg merkilegt þegar á að "spara", þá ganga ALLAR sparnaðartillögurnar út á að draga saman í ÞJÓNUSTU og þá helst í þjónustu við þá sem minnst mega sín en ALDREI KEMUR TIL ÞESS AÐ DRAGA EIGI SAMAN Í "BÁKNINU" EN ÞAR ERU MESTIR MÖGULEIKAR TIL SPARNAÐARAÐGERÐA.....
Jóhann Elíasson, 7.12.2022 kl. 09:53
Nákvæmlega Jóhann. Millistjórnendur, og eitthvað starf sem var búið til í góðæri. Eins og venjulega bitnar þetta á þeim verst settu og láglaunuðu. Þó á Samfylkingin að heita talsmaður þess hóps, og Dagur segist gera sitt bezta. Kannski Reykvíkingar kjósi loks aðra borgarstjórn næst.
Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.