Líf plánetunnar er svo sannarlega að veði, kannski er hægristefnan allsstaðar að tapa

Það er mikil blessun fyrir hnöttinn að Joe Biden skuli hafa verið kosinn, því áherzlur demókrata eru mun skárri en áherzlur repúblikana í umhverfismálum. Að því sögðu tel ég það ekki hafa verið blessun fyrir efnahag Bandaríkjamanna að hafa fengið Joe Biden sem forseta. Ég get séð kosti Bidens og galla einnig, það sama á við um Trump, ég get viðurkennt hans kosti og galla einnig.

En ég hef verið umhverfissinni lengi. Nú virðist manni af kosningunum í Bandaríkjunum til þingsins að Trump muni ekki verða endurkjörinn, að annaðhvort verði Joe Biden endurkjörinn, eins ótrúlegt og það nú er miðað við háan aldur hans og óvinsældir nú um þessar mundir, eða einhver annar demókrati eða repúblikani annar en Trump.

Þegar ég var 14 ára skrifaði ég fleira en lagið "Engar umbúðir". Þá byrjaði ég á bók um umhverfisvernd. Sú bók á sennilega frekar erindi til útgáfu en einhverjir textar eða annað sem ég hef gert.

Ég vil ganga lengra en að banna plastpoka. Það þarf að hugsa þetta alveg upp á nýtt, og umhverfisverndin þarf að ná inná öll svið. Það þýðir að snúa aftur til náttúrunnar og sveitalífsins, þannig að fólk geti orðið sjálfbjarga aftur eins mikið og hægt er án iðnvæðingarinnar eða hátækninnar.

Það þýðir líka að þétting byggðar er ekki málið, heldur grisjun eða dreifing byggðar, þá erum við aftur komin í dreifbýlið og dreifbýlishugmyndina, dreifbýlislifnaðarhættina.

Það er eins gott að ég get glatt mig við það góða sem vinstrimenn gera og hafa gert fyrir umhverfismálin og í öðrum málum raunar líka.

Kannski er tími repúblikana endanlega liðinn og annarra hægrimanna. Þá er bara að sætta sig við það og laga sig að breyttum veruleika og breyttu mannkyni.


mbl.is „Líf plánetunnar að veði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 64
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 787
  • Frá upphafi: 106869

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband