Opinberar skýringar

Í Félagsriti Nýalssinna frá 1972 eða þar um bil kom viðtal við vísindamann, eða erindi sem flutt var á ráðstefnu, þar sem kom fram að mengun í heiminum myndi valda aukningu á sjúkdómum á næstu áratugum, og aukin geislavirkni í höfunum og á allri jörðinni vegna kjarnorkutilrauna og slysa var nokkuð sem vísindamaðurinn taldi sérlega að myndi fjölga krabbameinstilfellum og öðrum sjúkdómstilfellum í framtíðinni.

Nú eru 50 ár liðin síðan þetta tímarit kom út og pistill í Pressunni og DV eftir Kristján Kristjánsson kallast á við það sem þarna kom fram og lætur það rætast, Kristján Kristjánsson skrifaði í DV í gær, sunnudaginn 2. október 2022: "Mikil fjölgun krabbameinstilfella hjá fólki undir fimmtugu".

Norska ríkisútvarpaði skýrði frá þessu og hefur það út tímaritinu: "Nature Reviews Clinical Oncology".

Í stuttu máli sagt kemur fram í þessari grein í DV að æ yngra fólk fær krabbamein og hættan eykst með hverri kynslóð.

Nýlega var einnig í fréttum að niðurstöður komu úr rannsókn sem gerð var á Suðurnesjum á tengslum milli mengunar af völdum hersins í Keflavík og fjölda krabbameinstilfella á þessu svæði.

Það sem er mjög ótrúlegt eru niðurstöðurnar úr öllum þessum rannsóknum. Fólki er sagt að þetta sé því sjálfu að kenna, að það drekki of mikið áfengi, reyki of mikið og sé of feitt. Engin önnur skýring sé á þessu.

Þetta er nú eins og með Covid-19, þeir sem eru á móti bólusetningum telja að þar sé um inngrip í heilsu fólks sem hafi mjög slæm áhrif. Nei, opinberlega er því neitað.

Frænka mín ein sem hefur um langt árabil verið í Facebook hópum þar sem fólk berst gegn farsímum og hátækni, 4G og 5G fjarskiptakerfunum og ýmsu slíku. Hún hefur haldið því lengi fram að tæknin sé að drepa okkur og mengunin, og að ástæðan sé ekki að fólk drekki of mikið áfengi, reyki of mikið eða sé of feitt, heldur aðrir umhverfisþættir eins og mengun og tækni.

Hvað er sett í matinn og drykkinn ef maturinn er svona hættulegur? Það er ekki alltaf hægt að kenna fólki um allt, "þetta er bara ykkur að kenna sjálfum"... matur er lífsnauðsynlegur fyrir fólk.

Mér finnst mjög grunsamlegt hvernig þessar rannsóknir firra tæknifyrirtækin ábyrgð og firra stórfyrirtækin ábyrgð, lyfjarisana þar með.

Þessi grein sem ég las í DV og margt slíkt sannfærir mig ekki um niðurstöður vísindamannanna, að allt sé fólki að kenna sjálfu. Niðurstöðurnar eru ekki endilega réttar um ástæður sjúkdómanna, en þar er þó bent á að vandinn eykst.

Ég held að Pútín og Selenský ættu að athuga þetta, hætta stríðsrekstri og fara að byggja upp í staðinn, því nógu margar eru hætturnar sem steðja að mannkyninu.


mbl.is Vill ekki verða sendur í stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 220
  • Sl. viku: 629
  • Frá upphafi: 106684

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 447
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband