Þær græða og verða sumar ríkar

Hver ræður hver telst svo merkilegur að vera titlaður áhrifavaldur og græða á því? í DV og Fréttablaðinu kemur að vísu fram að þetta fólk er með misjafnlega há laun og ekkert allir moldríkir, en merkilegasta fréttin var á Stöð 2, þar sem kom fram að sumar stúlknanna höfðu gert samninga við mörg ný fyrirtæki á þessu ári og því höfðu laun þeirra farið hækkandi hratt á þessu ári á meðan þau voru meira í meðallagi í fyrra.

Það er einmitt munurinn á öryrkjum og ellilífeyrisþegum og svona fólki sem getur tekið að sér ný verkefni sem gefa firnavel af sér, fyrir stórfyriræki. Bótaþegar, hvort sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar eru fastir á lágum launum á meðan áhrifavaldarnir geta stefnt uppávið og bætt tekjur sínar svo um munar án þess að fá skerðingar að ráði sem hindra slíkan gróða.

Svo er þarna annar munur sem er mikilvægur, en það er skammarstimpillinn yfir því að vera ellilífeyrisþegi eða öryrki, eða fátækur og lítt menntaður einstaklingur sem þrælar fyrir sér og sínum, á meðan þessir áhrifavaldar eru virtir og dáðir, og hátt uppi í stéttaþrepum landsins. Hér er því um margskonar aðstöðumun að ræða.

Mér segir svo hugur að þessir ágætu áhrifavaldar eigi eftir að bæta stöðu sína enn frekar í framtíðinni á margvíslegan hátt. Ekki furða að laun þeirra rati í fréttirnar.

Á meðan það krefst ekki skólamenntunnar eða meðfæddra sérhæfileika að vera áhrifavaldur, aðeins klókinda, félagstengsla, fegurðar og þesskonar fyrirbæra er hætt við að áhrifavaldar verði áfram mjög umdeilt fyrirbæri.


mbl.is Birgitta Líf launahæst í LXS-hópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vinsamlegast hættið að kalla þessar eins-manns-fyrirsætu/auglýsingastofur á eigin kennitölu, "áhrifavalda".

Þær hafa hvorki áhrif né völd, a.m.k. ekki yfir mér og ekki heldur neinum sem ég veit um.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2022 kl. 17:41

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Áhrifavaldur er enn eitt dæmi þess að elítan skeytir ekki lengur um Íslensku. Við hér, erum áhrifahvatar.

Guðjón E. Hreinberg, 18.8.2022 kl. 21:59

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já ég skil alveg að þessi notkun á orðinu áhrifavaldur er bara tilað upphefja þessa einstaklinga. En þetta er orðið nokkuð viðurkennt, ég nota bara orðfærið sem DV notar. 

Ingólfur Sigurðsson, 19.8.2022 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 106704

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband