Jafnréttið viljum við nú svo trúgjörn, ljóð frá 23. febrúar 2002.

Ýtir á takkann og óðara hlýðir

undirfólk, viðfangið, jörðum á lægri.

"Jafn er réttur", jarma þau,

jafnvel þókt staðreyndin önnur sé.

Hvers vegna skiptir um skoðun þræll?

(Skyldaða ambáttin hafði það gert).

Telur hinn fróði að nútímans andsvari anzi sæll?

(Allir í hlekkjum svo blíðir).

Auðvelt að meðhöndla umbreytt tau,

annars svo lítilsvert.

Ausið þar úr nauðvörn nægri.

(Neðsta holdið skemmt svo bert).

Rökstuddur ekki rúinn stæll,

raunir, flækja, ekkert hlé.

 

Jafnréttið viljum nú við svo trúgjörn,

villan er þetta sem fjöldinn á kallar.

"Aðeins hlýðum, allra lög",

ógnanir, frelsið burt streymdi því.

Innstreymið, doktorinn, Helgi hár,

hugsunin alfyrsta, skýringin rétt.

Háskólar nútímans villtust af veginum, falla tár.

(Varla erum skárri hér núgjörn).

Sniðmátin fastmótað, snemmbær drög.

(Snældan er jafnan grett).

Meður rangýgð rétt um fjallar,

raun á torgin varla sett.

Birtist hinn mikli meginnár,

mynstur reglu þoku í.

 

Tæknin er augljós og tíminn það sýnir,

tafir og pirringur, refsing og minnkun.

Yfirvaldið einnig féll,

undarleg framtíð og nútímaborg.

Bjartsýnin ljómar og birtist von,

brutustu til valda þær konur í hóp.

Mitt inni í fjöldanum kemur hann, eignar sér annan son.

(Einhver þar reikning sinn brýnir).

Menningin missir sig þann við skell.

(Munar um trúmáladóp).

Dýrðin mín er þarflaus þynnkun,

þú ei heyrir sannleikshróp.

Virðingin þeirra keypt í Kron.

(Kannast ekki við þá sorg).

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 89
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 748
  • Frá upphafi: 107210

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 569
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband