Áhugaleysi og deyfð einkenna kosningar á Íslandi núna

Sjálfstæðisflokkurinn er í sögulegri lægð víða í könnunum. Meirihlutar gætu fallið í komandi kosningum og áhuginn er lítill á að hefja gagnsókn. Þessar kosningar litast af þreytu og áhugaleysi almennt. Eldmóðurinn sem fylgdi Vigdísi Hauksdóttur og Miðflokknum er horfinn. Ég vona innilega að hún haldi áfram að starfa að stjórnmálum þótt hún sé ekki lengur í boði í borgarmálum Reykjavíkur. Hún myndi hreyfa við Sjálfstæðisflokknum ef hún kæmi þar inn og hífa upp fylgið þar vafalaust.

Ef Dagur B. Eggertsson vinnur borgina enn á ný verður það by default, eða vegna þess að hann er búinn að stimpla sig inn sem vald sem ekki verður sigrað.

Málefnafæðin er sorgleg og sláandi. Það er talað um skipulagsmál, en almenningur fær ekki aðkomu að þeim, þetta eru snyrtiumræður og málamyndagjörningar.

Fjórflokkurinn er búinn að festa sig í sessi og gleypa aðra flokka. Spillingin hefur sigrað. Flokkur fólksins er farinn að líkjast spilltu flokkunum, og það er gert viljandi væntanlega, til að komast til valda. Þeim verður þó ekki hleypt að völdum fyrr en þeir hafa sagt skilið við heiðarleikann og aðra góða kosti.

Tveir flokkar þurfa endilega að stækka á Íslandi, Frelsisflokkurinn og Íslenzka þjóðfylkingin. Þeir eru flokkar framtíðarinnar.

Þétting byggðar, sem gagnrýnd er vægt í fréttinni hér, er eins og annað, nokkuð sem neytt er ofaní kokið á fólki. Þeir sem tala fyrir þessu telja þetta framfaramál vegna umhverfisáhrifa. Þá er miðað við erlendar fyrirmyndir og hugmyndir. En það sem vantar í þessa umræðu er sú staðreynd að fjölgun fólks á Íslandi er tilkomin vegna innflutts mannafls mestmegnis núorðið, og því er verið að þétta byggðina til að láta jöfnur ganga upp um hagvöxt, verksmiðjuframleiðslu jafnvel og eitthvað slíkt. Ekki endilega mannhyggjusjónarmið, heldur gróðasjónarmið.

Sigur íbúanna í Bústaða- og Fossvogshverfi er mjög verður athygli. Ef íbúar í Kópavogi hefðu þennan styrk til að mótmæla yfirgangi í sambandi við risablokkir og niðurrif gamalla húsa myndi Sjálfstæðisflokkurinn nú í Kópavogi ekki vera flokkur sem gæti fallið vegna óvinsælda, og flokkur sem gæti að eilífu misst áhrif sín til Samfylkingarinnar eða annarra vinstriflokka eða jafnaðarflokka.

Sjálfstæðismenn verða að gera sér grein fyrir því að breytingar halda áfram á stjórnmálalandslaginu og þeirra ósigurgöngu lýkur ekkert endilega og að endurheimting fyrri valda er ekki sjálfgefin. Í Kópavogi hefur það lengi verið þekkt að íbúalýðræði þekkist ekki, og tími sterkra leiðtoga er liðinn.

Margrét Tryggvadóttir kom í Silfrinu síðast. Hún hefur afl til að breyta ýmsu, og hún var áberandi á fundi þar sem mótmælt var framkvæmdum í Kópavogi.

Það sem er að gerast í Frakklandi og víðar gæti alveg eins gerzt á Íslandi. Upp koma nýir flokkar sem fá völdin.

Á meðan pólitíkin er ekki rædd heldur hún áfram að breytast. Svo allt í einu verður pólitíkin rædd og fólk fer aftur að takast á.

Þéttingarstefnan og þéttingarpólitíkin er tízkufyrirbæri og frasafyrirbæri. Raunverulegur stuðningur við fyrirbærið er mjög vafasamur, nema meðal Reykvíkinga, sem eru í góðum tengslum við Evrópusambandið og þeirra hugmyndir.

Hægrimenn eru búnir að missa grasrótartenginguna yfir til vinstrisins og miðjunnar, til Pírata og þesskonar flokka. Það er eitt versta vandamál hægrimanna á Íslandi. Stöðnun og hörfun, ekki sókn eða öflug vörn.

Ef öflugt starf ungs fólks væri í Frelsisflokknum og Íslenzku þjóðfylkingunni væri hægrið í bullandi uppsveiflu á Íslandi, og þá myndi það fylgi smitast yfir til Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgi Frelsisflokksins og Íslenzku þjóðfylkingarinnar tengist fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Að vekja áhuga unga fólksins á hægristefnunni er því aðalmálið.


mbl.is Afdrifarík þétting við Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 55
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 778
  • Frá upphafi: 106860

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 564
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband