Óvenju lítil stemmning fyrir kosningum

Fyrir 20 - 30 árum voru auglýsingar í bæjarblöðunum reglulega og frambjóðendur gengu í hús með blóm, sérstaklega Alþýðuflokkurinn, buðu jafnvel konfekt. Kannski var það í bæjarstjórnarkosningum, en fyrir alþingiskosningar voru líka uppákomur hjá flokkunum, opin hús og svoleiðis, og talsvert mikið um auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og blöðunum.

 

Nú er bara allt hljótt, og svo steinhljótt að það er furðulegt. Reyndar er Hringbraut með smá umfjöllun, en samt er eins og það sé einhver núll áhugi í gangi, og um það var rætt í þessari viku í stjórnmálaþætti á Hringbraut, að það væri núll áhugi fyrir þessum kosningum.

 

Mér fannst Katrín forsætisráðherra koma vel fyrir í sjónvarpinu í kvöld þegar hún talaði yfir sínum mönnum að þeirra flokkur væri opinn og væri ekki í útilokunarmenningunni. Það leizt mér vel á. Það gefur þeim þetta tækifæri til að geta myndað ríkisstjórnir til vinstri og hægri, sem er kjörstaða fyrir slíkan flokk.

 

Samfylkingin og Píratar lifa í þeirri fullvissu að styrkur þeirra verði slíkur að þeir geti myndað hreina vinstristjórn eftir kosningarnar. Það er auðvitað ekki fullvíst ennþá. Varla væru þessir flokkar að útloka Sjálfstæðisflokkinn annars, nema sjálfstraust þeirra sé svo mikið, hroki liggur manni við að segja, að hann lendi næst í stjórnarandstöðu og að það sé raunhæfur kostur að mynda hreina vinstristjórn næst.

 

Ekki telur Eiríkur Bergmann það sennilegt miðað við kannanir. Hann og aðrir stjórnmálafræðingar tala um að stjórnarmyndunarviðræður geti orðið erfiðar eins og staðan er, sérstaklega ef Píratar og Samfylkingin halda fast í sína útilokunar(ó)menningu.

 

Heldur finnst mér stjórnmálalitrófið ómerkilegt ef enginn af nýju smáflokkunum til hægri kemst inn, Íslenzka þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn, Lýðræðishreyfingin, Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn. Sú staða gæti komið upp. Bæði Miðflokkur og Flokkur fólksins mælast lágir núna, eða þannig að tæpt er með að þeir nái inn, og hinir þrír flokkarnir mælast enn minni.

 

Með Pírata og Samfylkingu úr leik sem samstarfsaðila eru færri möguleikar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jafnvel gæti samsteypustjórn með Viðreisn, Framsókn og Miðflokki komið betur út og orðið meira samstíga en þessir þrír flokkar, það er mögulegt, en það er þó ekki víst.

 

Svo ef Sósíalistaflokkurinn nær 10% fylgi, Samfylkingin 15%, Vinstri græn líka, þá er hrein vinstristjórn augljós og auðvelt að fá Pírata í það sennilega eða Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn er að stækka og miðað við hegðun vinstrimanna, hvernig þeir flakka á milli flokka er þetta mögulegt. Ef Vinstri græn og Samfylkingin fá hvor um sig um 10% er Framsókn það vinstrisinnuð núna að auðvelt væri að fá Sigurð Inga með í þannig samstarf, sennilega. Jafnvel þótt margir flokkar færu saman í slíka stjórn er hún ekki ósennileg. Það veltur sennilega allt á Vinstri grænum. Hvað munu þeir vilja og hvernig munu úrslitin líta út?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 106826

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 535
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband