Er Þórólfur loksins farinn að efast um gildi þess að bólusetja alla, börn til dæmis?

Í þessari frétt er ákveðin lykilsetning, "Foreldrar átta sig kannski ekki alveg á því að það er vegna þess að sóttvarnarlæknir vill bíða og sjá betur niðurstöður rannsókna á þessum hópi". (12 - 15 ára unglingar). Einnig kemur fram að hann biðlar til foreldra að "bíða með að bóka bólusetningu gegn Covid-19" fyrir unglinga á þessum aldri.

Þetta er mjög merkilegt. Einnig er talar Ragnheiður Ósk um "mikla bólusetningarmenningu" hér á Íslandi, sem er annað orð yfir hjarðhegðun.

Núna þegar sóttvarnaryfirvöld eru loksins farin að vera á bremsunni er ástæða til að spyrja sig hvers vegna. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að þessar bólusetningar ættu aðeins að vera í ýtrustu neyð, þegar hægt er að sýna fram á að pestin sé verri en náttúrulegt ónæmisviðbragð, fyrir gamalt fólk og aðra í áhættuhópum. Þetta er nú einu sinni tilraunabóluefni, en á hitt ber að líta að búið er að sýna fram á hvað pestin er banvæn þegar hún fær að grassera óáreitt, þannig að milliveginn þarf að fara.


mbl.is „Leyfum börnunum að njóta vafans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 102
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 761
  • Frá upphafi: 107223

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband