Kannski mun ég kjósa til vinstri í haust.

Hægristefnan er dauð. Vinstri grænir hafa sannað sig sem góður umhverfisverndarflokkur, hálendisþjóðgarðurinn er þarfamál sem ég styð, en því miður notuðu Sjálfstæðismenn það mál til að sýna sjálfstæði sitt, kjark og dug, en það hefðu þeir átt að gera í fóstureyðingarmálinu fyrr á kjörtímabilinu. Vinstri grænir voru svo snjallir að koma með hræðilegu málin fyrst, því þeir vissu að það var Bjarna metnaðarmál að sitja út kjörtímabilið vitandi hvernig fyrri stjórnir enduðu, áður en fjögur ár liðu.

Vinstri grænir eru að vísu ekki nógu beittir í vinstriáherzlunum, að hjálpa fátækum, það er að segja, en það eru miklar líkur á að næsta stjórn verði Samfylking, Vinstri grænir og Viðreisn, sem sagt dæmigerð vinstristjórn, og jafnvel lagt út í að klára Evrópusambandsaðildina sem hefur legið í frosti í fáein ár, en er ekki gleymd og sízt grafin.

Það eru fáein mál hjá öllum flokkum sem ég get ekki þolað. Þó er ég hlynntur einhverjum áherzlum í öllum flokkum og hef því alltaf kosið sitt á hvað.

Guðmundur umhverfisverndarráðherra kom á plastpokabanni sem er stórt skref í rétta átt. Óþægilegu skrefin eru virðingarverð. Hann hefur sýnt af sér meiri einurð en flestir aðrir ráðherrar, óbilgirni segja sumir, en það er það sem dugar mjög oft.

Ég mun aldrei samþykkja áróður gegn umhverfisvernd hjá Sjöllunum, eins og ég mun aldrei samþykkja alþjóðahyggjuna hjá krötunum.

Ég samdi lagið "Engar umbúðir", og ég er svo ánægður með það að sá boðskapur er loksins orðinn viðurkenndur, næstum 40 árum eftir að ég samdi lagið, en ég samdi það á fjórtánda ári í skóla eftir tilfinningaþrungnar ræður um umhverfisvernd frá líffræðikennaranum okkar í tímum, í líffræði í skólanum.

Maður verður að reyna að vera jákvæður þrátt fyrir allt útí ástandið, ef hægt er. Þá vil ég miklu frekar kjósa vinstriöfga en limlesta frjálshyggju.

Katrín Jakobsdóttir býður af sér góðan þokka, þótt hún sé vafalaust kjáni sem lætur spila með sig ennþá að mörgu leyti. Hún er indæl manneskja eins og hún kemur fram í viðtölum, og ég held að hún sé vaxandi stjórnmálamaður, manneskja sem er farin að skilja af meiri dýpt alls konar öngstræti stjórnmálanna og afleiðingar þeirra.

Ef þessir þrír flokkar mynda alveg eins stjórn eftir næstu kosningar mun ég sætta mig bærilega við það. Sárt finnst mér að sjá Sjálfstæðisflokkinn láta af stefnumálum sínum í svona samstarfi. Hollara væri honum að styrkja sig í stjórnarandstöðu.

Vinstristjórn með Samfylkingu og Viðreisn get ég einnig sætt mig við. Ég er ekki alveg andhverfur Evrópusambandsaðild, en er samt ekki alveg viss um að hún sé rétta lausnin á vandamálum þjóðarinnar.

Mér finnst í raun ekkert sárt að VG stendur sig ekki í verkalýðsbaráttunni. Árangurinn í umhverfismálunum finnst mér bæta það upp.

Ég held að ef ég skrifaði bók um lagið mitt "Engar umbúðir" og hugmyndafræðina á bak við það myndi hún seljast, því þetta er í tízku hjá ungu fólki, umhverfisverndin.

Þannig að maður verður að reyna að hætta að nöldra og líta á björtu hliðarnar. Svo tókst stjórninni vel upp í sóttvarnarmálunum, þótt enn liggi þessi stóra spurning í loftinu hvort nauðsynlegt hafi verið að bólusetja unga fólkið. Það mun vonandi ekki koma á daginn að hafi verið eitthvað skelfilegt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 733
  • Frá upphafi: 106815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband