29.4.2021 | 15:11
Skjálftavirkni sem gæti verið undanfari stórs suðurlandsskjálfta
Ef fólk er minnugt á orð jarðvísindamanna þá hafa þeir sagt að brotabeltið sé þykkara inn til landsins og þar von á stærri skjálftum. Þetta er eitt helzta áhyggjuefnið fyrir okkur á suðvesturhorninu. Að öllum líkindum er nokkur hundruð ára virkni hafin á þessum slóðum eins og okkur hefur verið tjáð. Uggvænlegt hvað atburðir geta gerzt hratt. Þetta nýlega gos er aðeins einn angi af þessari virkni.
Enn fremur ber að hafa það í huga að þessir skjálftar geta farið uppí 6.5 eða jafnvel meira, hver veit. Orkan sem þarna er hefur ekki brotizt út nema að litlu leyti árið 2000 og 2008.
Stór eru þau orð, en hvers vegna er ekki höfuðborgarsvæðið flutt austur eða norður, eða þangað sem jörðin er rólegri? Ekki hægt að gera það allt í einu, en rétt væri að stefna að því og hafa það framtíðarstefnu, það hlýtur að vera skynsamlegast fyrir landsmenn að búa þar sem friðvænlegast er í sambandi við svona stóratburði.
![]() |
Yfir þrjú hundruð skjálftar á Mosfellsheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Ekki þarf að líta til útlanda til að finna eymdina
- Felix og Klara - Fúll, fúlari, fúlastur? Jón Gnarr og Ragnar ...
- Já það eru til menn sem ekki hata Trump eins og Silfrið sýndi
- Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thun...
- Góðar hryllingsmyndir vísa í margar áttir og snúast ekki endi...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 14
- Sl. sólarhring: 240
- Sl. viku: 970
- Frá upphafi: 160797
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 730
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.