Ýmislegt um lýðskrumara, álitsgjafa, hlutleysi, hlutdrægni og túlkanir

Umfjöllun um Trump og Biden í Fréttablaðinu, RÚV og víðar er auðvitað bara á einn veg, enda löngu búið að henda öllu hlutleysi útí hafsauga og vinstriáróðurinn fær að dafna villtur og trylltur, þvert á reglur um hlutleysi og fagmennsku í blaðamennsku og fréttamennsku. Nokkur atriði er þó vert að staldra við og fjalla um.

 

Í fréttatíma í RÚV var Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði að halda því fram að það opinberaði hversu "afspyrnulélegur leiðtogi" Trump væri hvernig Bandaríkjamenn misstu stjórn á faraldrinum. Þetta er nú kannski ekki alveg svo einfalt. Trump stjórnaði samkvæmt hugmyndafræði sinnar búbblu, eins og títt er um aðra stjórnendur. Niðurstaðan í þessu eina máli varpar ekki skýru ljósi á hann sem leiðtoga nema að hluta til.

 

Í fyrsta lagi vann Trump samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem hans flokkur aðhyllist, (eða róttækari armur hans, sem hann tilheyrir) fjárhaginn fyrst, heilsuna á eftir, eða, með öðrum orðum, samsæriskenningar um lyfjafyrirtækin frekar en traust á alþjóðasamvinnu, opnunarstefnu í Covid-19 málunum svipaða því sem til dæmis Sigríður Andersen hefur verið talsmanneskja fyrir (ekki er ég þó að fullyrða að sú stefna sé eins í öllum smáatriðum og sú bandaríska, en keimlík myndi maður halda). Eins og venjulega er yfirleitt alltaf tekið viðtal við vinstrisinnaða fræðimenn í fjölmiðlunum, bæði á RÚV og víðar.

 

Í öðru lagi eru Bandaríkin þess eðlis að algjörlega ómögulegt er að komast hjá mannfalli og miklu mannfalli í svona farsóttum öfugt við okkar litla Ísland með sína einu Leifsstöð sem meginport inní landið.

 

Það er sama hvaða forseti hefði verið við völd þegar Covid-19 brauzt út, það hefði aldrei litið vel út, en algjör lokunarstefna í upphafi hefði verið gríðarlega erfið fyrir Bandaríkin fjárhagslega, og um það bil óframkvæmanleg í ljósi þeirra gífurlegu mótmæla sem hefðu blossað upp, menn vita hversu andvígir margir Bandaríkjamenn eru þesskonar aðgerðum.

 

Það er afskaplega auðvelt fyrir sagnfræðiprófessor á Íslandi að dæma Trump og verk hans með þessum hætti, sagnfræðiprófessor sem ég býst við að sé vinstrisinnaður, einsog allt fólk sem RÚV talar við, eftir orðum hans að dæma sérstaklega.

 

Það eina góða sem kom útúr þessu viðtali við þennan sagnfræðing er sá punktur að hann viðurkenndi að í upphafi ársins 2020 hafi Trump aldrei verið vinsælli þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir embættisglöp. Ég er nokkuð viss um að pólitískir andstæðingar Trumps dreifðu Covid-19 veirunni manngerðu viljandi til að losna við hann og stóran hluta mannkynsins, pólitískir andstæðingar hans innanlands og utanlands.

 

Í þessum pistli mínum vil ég einnig leggja nokkuð út af grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu frá 14. janúar síðastliðnum, "Hættan á nýju normi".

 

Þegar hann skrifar um að popúlistar grafi undan trúverðugleika sjálfstæðra dómstóla og fjölmiðla finnst mér orðalagið mjög rangt. Það eru einmitt ekki sjálfstæðir dómstólar eða fjölmiðlar sem starfa undir merkjum frjálslynda fasismans sem flestu ræður í okkar heimshluta, stórfyrirtækin hafa keypt samvizku lærdómsmannanna og flestra sem gera sig málsmetandi með því að vera sammála elítunni, sem aftur er að hrifsa völdin, og sem aldrei fyrr, nú með valdatöku Bidens.

 

Við fáum sjálfstæðari dómstóla og fjölmiðla eftir því sem fleiri og ólíkari raddir fá að heyrast. Það er nokkuð sem fjármálaelítan í heiminum vill ekki, eða Joe Biden og hans fólk, Viðreisn eða Píratar. Þess vegna er nú reynt að þagga niður í þeim sem ekki fara eftir meginlínunni, en sömu vinnubrögð notaði Stalín, til dæmis. Við erum að fá meiri einsleitni og stjórnhörku með Demókrötum við völd í Bandaríkjunum.

 

Að lokum í þessum pistli vil ég fjalla um orð Boga Ágústssonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut nýlega. Þar hjó hann í sama knérunn og talaði á þann veg að útiloka þyrfti með öllum ráðum að maður eins og Trump kæmist aftur til valda, og taldi allt það ferli hafa verið ólýðræðislegt, hvernig hann komst til valda. Hvar betur eða fagurlegar sá mannkynið lýðræðið verða að gagni en þegar hann, utanaðkomandi maður varð forseti og breytti heimsmyndinni?

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 141
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 106799

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband