Stjórn Kamölu Harris

Tel ég líklegt að klækjakvendið Kamala Harris stjórni á bakvið tjöldin þegar öldungurinn Joe Biden sezt að völdum í Bandaríkjunum. Þá vaknar spurningin, hverjar eru hennar áherzlur og hvernig verður hennar stjórn?

 

Hún er ekki mikið eldri en ég og af blönduðum uppruna. Hún fæddist þegar Dylan var að segja skilið við þjóðlagatónlistina og umfaðma rokkið, 1964. Hún hefur grunn sem lögfræðingur og stjórnmálamaður. Ferill hennar sem stjórnmálakonu er píratízkur ef svo má segja, hún vill lögleiða kannabis og hjálpa innflytjendum, stuðla að kvenréttindum og jafnrétti í hvívetna. Hún er sem sagt dæmigerður evrópskur jafnaðarmaður með sérstakan áhuga á því að lyfta sínu fólki til valds og áhrifa, af óamerískum ættum og þeim sem tilheyra öðrum minnihlutahópum.

 

Burtséð frá því hvað Trump hefur gert eða ekki gert eða sagt eða ekki sagt verður megináherzlan hjá henni að ofsækja hann og allt sem hann stendur fyrir. Það skiptir engu hvort pólitískir andstæðingar séu sekir heldur bara að klekkja á þeim með öllum ráðum.

 

Eins og þægur krakki eða máttlaust gamalmenni mun Biden hlýða og fara sömu slóð á meðan kraftar hans endast og heilsan.

 

Í forsetatíð Kamölu eflist Kína sem heimsveldi án efa, og Indland ásamt Afríku og öðrum austurlöndum. Alþjóðasamningar verða undirritaðir sem koma þessum rísandi risum til góða en ekki Bandaríkjunum. Hún hefur áhuga á mannréttindum þegnanna í landinu sínu en stoðirnar mega morkna hennar vegna.

 

Það jákvæða er að hún mun án efa stuðla að umhverfisvernd eins og hægt er í þessu flókna og margslungna hagkerfi margra hagsmunaaðila þar vestra.

 

Á meðan munu Repúblikanar sleikja sárin og ná vopnum sínum aftur og vonandi mæta sterkir til leiks eftir 4 ár og koma forseta til valda sem hefur sömu áherzlur og Trump, nema hraðvirkari, skilvirkari og hagstæðari, forseta sem hefur kosti Trumps en ekki skapbresti, eða þá að Trump verði þá aftur kjörinn, verði hann á lífi og við fulla heilsu, sem auðvitað er óvíst. Trump er orðinn heilt heimsveldi og vörumerki, og þrátt fyrir öll sníkjudýrin í kringum hann og óvinina, málareksturinn og vandamálin mun minning hans lifa og arfleifðin hans. Fangelsisvist, andlát hetjunnar eða annar opinber ósigur breytir því ekki. Hann hefur öðlazt orðstírr, þetta sem sózt var eftir framar öllu öðru þegar Ísland byggðist.

 

Orðstírinn hennar Kamölu er að byggjast upp. Hann getur annaðhvort orðið neikvæður eða jákvæður. Orðstír jafnaðarmanna á heimsvísu verður endurmetinn og dæmdur ógildur eða gildur á sama tíma, á þessum næstu fjórum árum.

 

Næstu 4 ár verða án efa tími jafnaðarstefnunnar og vinstristefnunnar á heimsvísu. Þá mun það koma í ljós hvort jafnaðarmenn vilji í raun koma á jafnrétti og réttlæti eða hvort þeir efli stórfyrirtækin sín enn meira, George Soros, Bill Gates og aðra auðmenn sem frekar flokkast sem jafnaðarmenn eða vinstrimenn en hægrimenn. Þeir eru forríkir kommúnistar og fjölmenningarböðlar.

 

Ef ójöfnuðurinn eykst á næstu 4 árum og almenningur gerir ekkert í því hlýtur að vera hægt að fullyrða að við lifum ekki lengur í lýðræðisríkjum heldur fasískum ríkjum, þar sem jafnaðarfasisminn ríkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Eiríksson

Hvað meinar þú með því að Kamila sé af ,,óamerískum ættum" - hverjir eru af ,,amerískum ættum" eru það bara hvítir ?

Flosi Eiríksson, 5.1.2021 kl. 09:53

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Flosi Eiríksson, minn gamli samskólabróðir úr MK. Ég hef þetta beint úr Wikipediu, ekki orðalagið heldur upplýsingarnar. Faðirinn Donald J. Harris frá Jamaica og móðirin Shyamala Gopalan frá Indlandi. Bandaríkjamenn koma úr öllum heimshornum það er rétt. 

Reyndar er tilvitnunin ekki alveg rétt hjá þér, en næstum því. Ég notaði orðalagið sem er viðurkennt hér á Íslandi um hana ..."af blönduðum uppruna", en auðvitað finnst mér ekki mega banna að tala um kynþætti ef menn vilja.

Ég skrifaði á þá leið að hún vildi "lyfta fólki af óamerískum ættum" til valda og áhrifa, eða sem tilheyra minnihlutahópum. Þetta orðalag var samsett á staðnum til að endurtaka ekki frasann "af blönduðum uppruna" átti að vera samheiti yfir þann frasa. Ég held að það sé sannleikanum samkvæmt hvað varðar hennar pólitíska bakgrunn, ekki satt? Ég er vonandi ekki að ýkja neitt eða fara með fleipur þar.

Ég reyndar minntist ekkert á húðlit í greininni, en þessir frasar vísa í slíkt "af blönduðum uppruna", "óamerískum ættum". 

Í fyrsta lagi vakir fyrir mér að nota þetta stílbragð sem menn hafa gaman af, að taka ekki valdhafa of hátíðlega, hvort sem hún er forseti eða ekki er húðliturinn bara eitt af því sem minnzt er á, og ef menn lesa greinina vel er ekki verið að fullyrða að það sé neitt verra að hún sé dökk en ekki hvít á hörund. Af því að þú tekur tilvitnunina úr samhengi dregur þú þessa ályktun, en hún á ekki við um Kamölu heldur fólkið, sem hún vill hjálpa, (af óamerískum ættum), þá á ég við innflytjendur, sem hún mun væntanlega vilja frekar veita landvistarleyfi en Donald Trump. Orðalagið er ekki áfellisdómur, heldur vísar í að það er eðlilegt að þar sem hún hefur þennan bakgrunn frá Indlandi og Jamaica hafi hún áhuga á að bæta stöðu fólks með fjölþjóðlegan bakgrunn.

Ég er að tala um hana sem eftirmann Obama í tvennum skilningi - hún brýtur glerþakið á tvennan hátt, fyrsta konan sem verður forseti og fyrsta þeldökka konan til að gegna því embætti.

Ég hef gaman að hreyfa við fólki, vekja viðbrögð, fá það til að sjá hlutina frá mörgum hliðum. Þetta er mjög gamaldags orðalag. En orðalagið sýnir að minnsta kosti hvernig tímarnir hafa breyzt. Orðalagið er þessi gamla heimsmynd sem reynt er að brjóta niður, en ég stóðst ekki mátið að gera svolitla uppreisn með þessu eina orði gegn þeim sem vilja að maður fari eins og köttur í kringum heitan graut í þessum málum.

Bandaríkjamenn skilgreina sig sjálfir ekki út frá kynþætti, eða fæstir, svo ekki get ég það. Það er þeirra að skilgreina sig. (En auðvitað skilgreina þeir sig á mismunandi hátt).

Ég nota svona "ýkt" orð eins og sterka liti, til að krydda textann. Af því að ég veit af því að ég hneigist til öfgaskoðana hef ég vanið mig á að ritskoða þá texta sem ég læt frá mér nokkuð vandlega í sambandi við að forðast ákveðna áfellisdóma. 

Þessi frasi held ég að hafi ekki verið óviljandi fordómur af minni hálfu heldur orð til að krydda textann. Nokkuð meðvitað hjá mér að það er skemmtilegra að nota svona orðalag heldur alveg nota það sem er pent. 

Samfélagið er miklu skemmtilegra þegar maður stígur svolítið á jarðsprengjusvæðin eða nálægt þeim. Ég rakkaði ekki Kamölu niður, en gaf fólki möguleika á að túlka textann eins og þú gerir.

Orðalagið vísar í hefðina, sem ennþá er við lýði, Flosi, og þú veizt það, þess vegna vildi Donald Trump reisa múrinn á milli Mexíkó og Norður Ameríku. Margir innan Bandaríkjanna eru ekki hrifnir af innflytjendastraumnum þar, til dæmis frá Mexíkó.

Svo er orðalagið vísun í umræðuna sem varð um Barack Obama áður en hann varð forseti, hversu óamerískur hann væri. Það er auðvitað við hæfi að rifja það upp þegar þessi stjórnarskipti nálgast.

Þannig að ef ég myndi fara að lýsa eigin skoðunum myndi ég sennilega nota beinskeyttara orðalag. Mínar skoðanir eru þarna einhversstaðar fljótandi innámilli. 

Annars er þessi pistill hjá mér á jákvæðu nótunum og ég hef trú á því að Joe Biden og Kamala Harris geti gert eitthvað gott á sinni stjórnmálatíð. Ég bind vonir við það. Ég nenni ekki að vera með endalausa neikvæðni eins og sumir með Joe Biden og Kamölu Harris, en samt finnst mér of mikið að segja að þau búi til einhverja Paradís á jörð. Svona millivegurinn, þau geta ábyggilega bætt eitthvað og gert eitthvað jákvætt.

Takk fyrir athugasemdina, og það er ólíkt skemmtilegra að fara í málin á dýptina heldur sem kunningjar. 

Gleðilegt nýtt ár.

Ingólfur Sigurðsson, 5.1.2021 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 494
  • Frá upphafi: 106477

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 352
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband