Kári og undarleg góðsemi lyfjarisanna

Kári Stefánsson var spurður spjörunum úr á Hringbraut í vikunni, sjónvarpsstöðinni, um bóluefnin gegn Covid-19. Svör hans voru meira upplýsandi en það sem fólst í orðunum sjálfum. Þagnir og þversagnir sögðu mest.

 

Fram að þessu hef ég borið mikla virðingu fyrir gáfum Kára og geri enn, en óhjákvæmilega finnst mér ekki útilokað að hann sé sleginn menntablindunni, eða kommablindunni, að sjá ekkert gagnrýnivert við lyfjafyrirtækin bara af því að hann er hluti af þeirra elítu.

 

Það hefur mér virzt skynsamlegt þegar hann og aðrir vinstrimenn hafa talað fyrir lokunarstefnunni í Covidmálum. Þegar hann hins vegar sér ekkert grunsamlegt við að komið sé fram bóluefni við veikinni á örfáum mánuðum finnst mér tilefni til að almenningur fyllist grunsemdum yfir þeim viðbrögðum.

 

Það eru þversagnir að hann sem yfirleitt er kjaftfor og gagnrýnir menn vinstri hægri er allt í einu hið ljúfasta lamb í þessu efni og vill ekkert viðurkenna undarlegt við þetta ferli.

 

Hann sagði ekkert neikvætt um lyfjafyrirtækin og taldi þau vilja gefa bóluefnið frítt og gera þetta allt af góðmennsku. Hringir það ekki einhverjum viðvörunarbjöllum hjá fólki? Er þetta ekki undarlegt? Hann var spurður að því hvort ljón gætu breyzt í grænmetisætur og sagði nei, en að það væri hægt að lögsækja lyfjafyrirtækin ef dauðsföll eða veikindi kæmu í kjölfar bólusetningarinnar. En er það alveg víst, ef fólk verður að hlýðnum sauðum eins og trúverðugar samsæriskenningar segja fyrir um?

 

Síðan þegar hann ræddi um það í viðtalinu að bólusetja þyrfti alla heimsbyggðina fannst mér það grunsamlegt, eins og þegar í guðspjöllunum er talað um að á tímum fæðingar Jesú hafi átt að skrásetja heimsbyggðina. Það var einhver trúarblær yfir þessu hjá Kára eins og stórkostlegur atburður væri í vændum, að heimurinn væri skyndilega orðinn svo góður að kærleikur ríkti hjá risafyrirtækjum en ekki gróðahyggja, og svo framvegis.

 

Þversagnirnar í þessu eru þær að sagt er að svo fátítt sé að börn veikist eða deyi af sóttinni að óþarfi sé að bólusetja þau. Kári talaði eins og útsendari erlends lyfjafyrirtækis að auglýsa þeirra ókeypis stefnu. Af hverju ókeypis? Maður spyr eins og Linda Blöndal, breytast ljón í grænmetisætur á þessum tímum? Nei, svona hegðun lyfjafyrirtækjanna er mjög grunsamleg, að framleiða svona lyf ókeypis, dreifa þeim og finna þau upp. Hér hlýtur fiskur að liggja undir steini, því kostnaðurinn hlýtur að vera óheyrilegur á bak við þetta allt saman.

 

Hvers vegna finnst Kára Stéfanssyni ekkert undarlegt eða grunsamlegt við þetta, hann sem er vanur að hafa skoðanir á öllu? Góðsemi hjá fyrirtækjum sem eru þekkt fyrir samráð, bolabrögð í viðskiptum, spillingu og kannski eitthvað verra? Nei, nú keyrir um þverbak og fólk þarf að staldra við og athuga þetta betur.

 

Reyndar var Kári spurður að því annað hvort í þessu viðtali eða öðru um sama leyti, þennan dag eða næsta, af hverju nauðsynlegt væri að bólusetja alla í Afríku, úr því að fáir þar hafa veikzt og látizt miðað við mannfjölda. Þá kom hann með þessa mjög svo óvísindalegu skýringu að hann teldi að Afríka hefði farið verr út úr faraldinum en fréttir segðu til um, en kom ekki með neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Ekki mjög vísindalegt af vísindamanni í virðulegu embætti, verður maður að segja. Þetta svar hans var óskhyggjusvar, litað af hans stjórnmálaskoðunum, hlýtur að vera.

 

Svör Kára gefa það til kynna að gefin hafi verið út einhver lína hegðunar sem hann er að fara eftir, og að hún hafi verið gefin út af voldugum aðilum þar ytra. Eins og komið hefur fram er Þórólfur og þríeykið honum ekki endilega sammála í öllum efnum og er það ágætt.

 

Mín skoðun er sú að Covid-19 hafi verið sett af stað í þrennum tilgangi: A) Tryggja það að Donald Trump næði ekki kjöri með tvenns konar hernaði: A) Fella stóran hluta stuðningsmanna hans, því aðallega roskið fólk hefur látizt í faraldrinum, sem frekar hefði kosið hann, og B) Gefa demókrötum góða ástæðu til að gagnrýna hann, því vitað yrði um léleg viðbrögð hans við faraldrinum. Því væri búið að tryggja að hann yrði ekki endurkjörinn ef pestin yrði sett af stað.

 

B) Fækka ellilífeyrisþegum á vesturlöndum og hraða þeirri þróun að Afríkubúar, Asíubúar og aðrir sem hafa verið að auðgast og ná völdum sunnar í álfunni næðu heimsyfirráðum og ýttu gömlu vesturlandabúunum yfir í fátæktargildrur, samkvæmt stefnu samtaka Sorosar og annarra, og fækka vesturlandabúum það mikið að þeir yrðu aldrei annað en máttlaus minnihlutahópur í framtíðinni.

 

C) Að gera fólk auðsveipnara og hlýðnara bæði með Covid-19 veirunni, G5-netkerfinu og bóluefnunum, sem öll yrðu af svipaðri tegund.

 

Það er hægt að skipuleggja svona atburði. Til eru kenningar um að Covid-19 hafi verið framleitt fyrir löngu og virkni þess hafi verið þekkt lengi. Á erlendum síðum hef ég séð ljósrit af skjölum frá 2015 þar sem kemur fram einkaleyfi á Covid-19 og nafn Bill Gates þar undir. Þær eru að vísu margar þessar erlendu vefsíður þar sem rugl og falsfréttir eru í boði, en er þetta ómögulegt? Nei, þetta er nefnilega ekki ómögulegt, og þetta getur vel verið sannleikurinn, um það er erfitt að segja.

 

Það er vitað að vísindin hafa náð hraðvirkum framförum á síðastliðnum áratugum. Er það ekki mögulegt að efnið X-2000 komi inn í líkamana með húðflúrum og geri fólk auðsveipara, og að öll þessi tækni komi frá geimfarinu í Roswell 1947, jafnvel öll örtölvutæknin?

 

Til eru kenningar um að hrapið hafi verið skipulagt, til þess að breyta mannkyninu í þessar geimverur hægt og rólega. Það er mjög merkilegt að Akureyrarveikin gekk yfir á árunum 1948 - 1949, rétt á eftir atvikið í Roswell, og án efa engin tilviljun. Kórónaveirur uppgötvuðust 1968, samkvæmt vísindaritum, eða á þeim áratug, en ágizkanir eru um að veiran eða veirufjölskyldan hafi fylgt mannkyninu lengur en það. Úr því að kórónaveirur uppgötvuðust svo seint sem 1968 má setja fram þá tilgátu að þær hafi komið úr þessu geimfari sem hrapaði í Roswell, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hrekja að sá atburður hafi átt sér stað. Það bara passar ekki, miðað við þann fjölda hnatta sem talinn er með vitibornum lífverum í alheiminum að þær hafi aldrei heimsótt jörðina.

 

Annað er mjög merkilegt í þessum fræðum. Frásagnir þeirra sem hafa lýst geimverum eða slíkum atburðum líkjast ofskynjunum margra sem annaðhvort hafa veikzt af taugasjúkdómum eða veirusjúkdómum. Margt í þessum fræðum skarazt og getur átt sér vísindalegar skýringar, eða upprunalega rót, sem er veruleiki af þessu tagi sem er okkur ekki kunnur enn, því við getum verið tilraunadýr eða eitthvað slíkt.

 

Margir af þeim sem eru ósammála því sem fjallað er um í þessari grein geta þó verið sammála um það að tilhneigingar vinstrimanna til að stjórna fólki eru orðnar fasískar. Er það tilviljun að háskólasamfélagið kemur úr þannig stjórnmálabakgrunni, Joe Biden og Evrópusambandið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 66
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 789
  • Frá upphafi: 106871

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband