Baphomet og Kristur

Lengi hef ég haft áhuga á heiðnum trúarbrögðum en hef samt ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni enn. Að breyta Kristi í kynskipting finnst mér endanlega segja manni að þetta er ekki lengur ríkistrú, að það er engin ríkistrú lengur á Íslandi, eða þessi friðsama trú sem ég ólst upp við hjá ömmu og afa.

 

Ef fólk skoðar sögulegar rætur femínismans þá verður það ljóst að uppruninn er heiðinn, nornatrú og Satanismi. Auður Eir sem stofnaði kvennakirkjuna fjallar um þetta í sumum bókum sínum, en hvers vegna var kirkjan umburðarlynd gegn slíkri ógn þá? Umburðarlyndi gegn syndinni boðaði Kristur ekki.

 

Ein frægasta myndin af kölska er af goðinu Baphomet, sem Musterisriddararnir voru ákærðir fyrir að trúa á, en þar er geithafurinn með fimmhyrndu stjörnuna á enninu, með brjóst og skegg, svarta vængi púkans og mána í bakgrunni.

 

Nútímafræðimenn eru flestir sammála um að nafnið Baphomet sé ummyndun á Múhameð, sem allir þekkja sem spámann útbreiddra trúarbragða. Myndin af Baphomet eða "Hvíldardagsgeitinni" öðru nafni er ein þekktasta myndtúlkunin á Satan, ekki að furða þótt nú sé sagt að þangað sé fyrirmyndin sótt í það hvernig Kristur er nú sýndur á mynd fyrir börnin sem læra um hann.

 

Í sögulegu samhengi er því búið að etja saman andstæðum, og stór hluti fólks neitar því eða veit ekki um það.

 

Kannski er þetta bara hið besta mál, alveg frábært og meiriháttar eins og sumir halda fram. Það má vera að þetta geri alla miklu kærleiksríkari og umburðarlyndari. Ekki er þó skrýtið þótt margir íhugi úrsögn úr kirkjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 40
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 106912

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband