Elskum hvert annað

Mikið hefur verið fjallað um þessa auglýsingu, en ég vil benda á hvaða skilaboð er verið að senda út í samfélagið með því að slíta ákveðna texta Biblíunnar úr samhengi, eins og setninguna: "Elskum hvert annað!". Þetta er í 1. Jóhannesarbréfi eins og kemur fram í fréttinni.

 

En aðaláhrifin verða önnur, og þegar dyr vagnsins að aftan eru kallaðar "Gullna hliðið" er verið að færa myndmál Biblíunnar í allt annað samhengi en fólk hefur vanizt.

 

Ungu kynslóðirnar sem hafa alizt upp við fjölmenningu, frelsi til ásta í sem víðustum skilningi og andúð á hefðbundnum kristilegum gildum leggja þá merkingu vafalaust í þennan sirkus allan að verið sé að hvetja til lauslætis, vegna þess að sögnin að elska getur haft margvíslega merkingu á íslenzku, holdlega jafnt sem andlega. Þarna er búið að búa til listrænan gjörning sem hefur margvíslega veraldlega skírskotun, en hefur gjörsamlega snúið út úr boðskap Biblíunnar um þetta efni.

 

Það má segja að kirkjunni hafi tekizt að hrista upp í fólki. Var það markmiðið? Það verður fróðlegt að vita hvort færri eða fleiri verða í þjóðkirkjunni eftir öll þessi ósköp.

 

Í þessari frétt kemur fram að þessari herferð er ekki lokið, heldur verður haldið áfram á sömu braut, svo öllum verði það ljóst að kirkjan sé að reyna að sækja í kirkjuna sérstaklega þessa einstaklinga sem helzt hafa gagnrýnt kirkjuna upp á síðkastið. Það er ágætt hvað Geir Waage sagði í viðtali við útvarp Sögu, hér er verið að leitast eftir því sértæka á kostnað hins almenna.


mbl.is Brjóstgóður Jesús á götum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 587
  • Frá upphafi: 105983

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband