Evrópsk og bandarísk menning, dægurmenningin

Almenningur í Svíþjóð virðist hlynntur viðbrögðum yfirvalda sinna við kreppunni og farsóttinni, virðist segi ég, því ég efast um það. Á sama tíma virðist almenningur styðja einræðisherrann Kim Jong Un í Norður-Kóreu og fagna endurkomu hans í sviðsljósið eftir að getgátur voru uppi um hugsanlegt fráfall hans nýlega.

 

Það er viðurkennt að eftir sum áföll festast yfirvöldin í sessi, það er sálrænt viðbragð þjóðanna, að halda fast í það sem fyrir er, og að trúa að allt fari vel, og vera ekki að krefjast breytinga eða byltinga rétt á meðan ástandið er hörmulegt.

 

Mér finnst þetta mjög áhugavert viðfangsefni, hvað vill fólk í raun og veru þegar svona áföll dynja yfir? Er hægt að telja manni trú um það að unga fólkið í Svíþjóð sem segist styðja sín yfirvöld sjái ekki á eftir öfum sínum og ömmum, eða þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma? Mér finnst eitthvað bogið við þetta allt saman, og sérstaklega þá fullyrðingu að ekki kraumi þarna undir gremja með áherzlur og afrek yfirvaldanna. Að sumu leyti er ég ekkert svo mjög hissa á því þótt Bandaríkjamenn reyni að sætta sig við þetta mikla mannfall, því þeirra þjóðarvitund hefur verið lýst öðruvísi en þjóðarvitund Evrópubúa, að hetjuímyndin sé þar sterkari, og að menn sætti sig þar meira við hörmungar lífsins, og að mikil byssueign þar vestra sé til marks um þetta, meðal annars. Þó ber að taka þessu með fyrirvara, en þetta er nokkuð sem birtist í dægurmenningunni, og munurinn á bandarískri kvikmyndagerð og evrópskri endurspeglar þetta kannski einna bezt.

 

Ég tek kannanir á skoðunum fólks og viðhorfum almennt ekki mjög alvarlega. Þær skoðanir og viðhorf sem fólk gefur upp er oft ekki í miklu samhengi við það sem fólk kýs í raun í kjörklefanum eða heldur sjálft, eða segir í ýmsum hópum, litlum eða stórum.

 

Það hlýtur að vera sárt og erfitt að búa í landi þar sem velferðin fer meira eftir ytra árferði en raunverulegum innri styrk kerfisins. Jón Baldvin hélt því fram nýlega í útvarpsviðtali að kommúnisminn væri hruninn, en hvað með jafnaðarstefnuna? Er hún ekki alveg jafn hrunið hugmyndakerfi, í ljósi þeirra hörmunga sem dunið hafa á heiminum á þessu ári? Að minnsta kosti víða í Evrópu, þar sem menn styðja sig við Evrópusambandið meira en eigin styrk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 582
  • Frá upphafi: 107240

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 451
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband