Viðbrögð í Bandaríkjunum og Svíþjóð

Ég hlustaði á símaviðtal við Jón Baldvin á útvarpi Sögu nýlega og var það nokkuð fróðlegt eins og oft áður. Enn sem fyrr talar hann um norræna velferðarmódelið sem hið fullkomna kerfi, sem ekki geti brugðizt eða kollvarpazt, en þegar betur er að gáð vita margir að brestir eru komnir í þá heimsmynd. Mér þykir fróðlegt að bera saman Bandaríkin og Svíþjóð þegar kemur að þessari miklu heimskreppu og farsótt nútímans. Viðbrögð sænskra jafnaðarmanna, sem eru þar við völd núna, finnst mér bera vott um að þeir hafi yfirgefið jafnaðarstefnuna, sterkt heilbrigðiskerfi, að verja þegnana sem bezt og annað slíkt, en innleitt þá stefnu að reyna að koma landinu sem ódýrast í gegnum hörmungarnar sama hversu mörg mannslíf það muni kosta.

 

Á hinn bóginn er augljóst að Noregur, Finnland, Danmörk, Ísland og Færeyjar hafa enn ekki gefizt upp á þeirri stefnu, með ágætum árangri, enda eru jafnaðarmenn skástir í þessu. Mikil þrjózka er það að vilja ekki viðurkenna það að varla er hægt að tala um jafnaðarstefnu í Svíþjóð lengur. Ofurkapítalismi blasir þar við manni, alþjóðahyggjufasismi, öfgafemínismi, og þessi stefna hefur valdið miklum hörmungum víða, ekki sízt á okkar landi.

 

Það sem alltaf hneykslar mig jafn mikið er þegar jafnaðarmenn tala um að eina svarið við vandanum á því hvernig þjóðirnar hafa elzt og úrkynjazt úr hófi fram í Evrópu sé að taka við fleiri flóttamönnum og innflytjendum frá fátækari löndum. Þetta er mjög einfeldningslegt viðhorf, því hvað gerist þegar aðrar þjóðir hafa að sama skapi elzt og úrkynjazt með sama hætti? Þá deyr mannkynið út hægt og rólega, eða hratt, með svona áföllum. Að öllum líkindum mun fjórða iðnbyltingin leysa þetta vandamál að einhverju leyti, en hver veit hvaða vandamál framtíðin mun bera í skauti sér?

 

Í stað þess að berjast gegn samtökum sem hafa þjóðerniskennd að leiðarljósi ættu hin úrkynjuðu yfirvöld Evrópu að fagna því að ennþá skuli finnast lífsneisti í sumu ungu fólki, og verðlauna það eða auðvelda þeim þeirra framgöngu. Það er beinlínis hlægilegt og hættulegt að halda því fram að hægriöfgaflokkar séu raunveruleg hætta fyrir Evrópu, eins og þriðja heimsstyrjöldin upphefjist fyrir þeirra tilverknað, þegar augljóst er á okkar dögum að ótalmargar aðrar hættur virðast augljósari og verri. Þeir sem halda því fram eru fastir í fortíðinni, í þeirri heimsmynd sem uppi var fyrir miðja síðustu öld.

 

Ólaf Ragnar fyrrverandi forseti átti líka góðan leik í Silfrinu síðasta sunnudag, og þá söguskýringu hans að Asía sé að sækja í sig veðrið sem aldrei fyrr tel ég rétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 91
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 107323

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband