Færsluflokkur: Bloggar

Enn um plötuna "Infidels" eftir Bob Dylan og fleira, sérstaklega fyrsta lagið.

Ég hef verið að laga Onkyo TA 2330 segulbandstæki sem ég á, eða fá úr því betri hljóm öllu heldur með. Þetta tæki keypti ég held ég í Sportmarkaðnum fyrir alllöngu, 20 árum eða svo. Oft þarf að skipta um reimar og smyrja.

Ég hef verið að taka upp á snældur Jokerman til að auka bassaupptökuna, fyrsta lagið á "Infidels" frá 1983 eftir Dylan. Enn er ég að lesa tvær bækur um tónlist, "Surviving In A Ruthless World", um Infidels eftir Dylan, og "Born to Run", ævisaga Bruce Springsteen í skemmtilegri þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Þessa færslu langar mig að hafa um lagið "Jokerman" aðallega, en margt annað vekur áhuga minn.

Eftir að hafa lesið allmikið í ævisögu Springsteen finnst mér rétt það sem menn hafa sagt, að hann er sagnamaður, og minnir á Woody Guthrie og bókina "Bound for Glory", sem er sjálfsævisöguleg skáldsaga og ævisaga í bland, sem hefur hlotið allmikið lof. Hún kom út fyrst árið 1943.

Heillandi er að lesa hvernig Springsteen lýsir ævi sinni. Maður nefnilega upplifir þetta venjulega og sammannlega í ævisögunni, og getur skilið hann betur, en hann var einn af þessum tónlistarmönnum sem ég hlustaði á ungur en náði ekki að tengjast sál hans þannig að ég skildi hann og innlifði mig í verk hans á sama hátt og til dæmis Dylans og Megasar, og nokkurra annarra.

Annað er mjög merkilegt við bókina "Fæddur til að flýja (eða hlaupa)." Það er að Bruce Springsteen hefur notað svo margt í ævi sinni til að herðast og keppast að markmiðinu og ekki gefizt upp, sem sagt, að hann hefur unnið fyrir frægð sinni með þrautseigjunni auk hæfileikanna.

Takk Magnús, þetta er fróðleg bók.

Þau eru mörg segulbandstækin sem ég hef safnað sem eru orðin útboruð því ég hef sett aukaleg stilliviðnám í þau. Ég er að spá í að láta einhver fjúka á haugana, og vil kannski taka til, og þarf því að vita hvað af þessu er skást og virkilega gott. En jafnvel tæki sem líta ekki vel út geta hljómað frábærlega vel, eftir að maður hefur lóðað viðnám og þetta rétta við, sem bæta hljóminn.

Einnig er það svo að ef gúmmíhjól og aðrir vélahlutir virka vel skiptir engu hvort eitthvað útvortis sé brotið eða laskað, ef tækið hljómar frábærlega er það fyrir mestu, ekki útlitið.

Flatur hljómur eða flöt tónjöfnun var nokkuð sem framleiðendur hljómtækja kepptust nokkuð eftir sérstaklega eftir 1980.

Til að skilja þetta þarf maður svolítið að skilja þróun hljómtækja og hvað HIFI stóð fyrir upphaflega.

Snemma á 20. öldinni voru notaðir dýnamískir hljóðnemar aðallega, eða kraftrænir. Þeir eru sennilega algengastir enn. Þeir eru eins uppbyggðir og hátalarar að mestu leyti, ein þynna sem verður vör við titring hljóðbylgna, sem sendir rafskilaboð, þar sem þynnan víbrar og er föst við vafning af vírum, einangruðum eins og í spennubreyti, í sívalningi utan um segulstál, eins og í hátalara.

Munurinn er sá að kraftrænn, dýnamískur hljóðnemi, er byggður með mjög næmu plastbyrði og fíngerðu sem víravafið hvílir á, eða á öðru efni, sem titrar við minnsta hljóm, en hátalarar þurfa sterkari sívalning til að víbra á, svo þeir springi ekki af kraftinum sem þeir gefa frá sér.

Hvað sem því líður þá eru eiginlega allir kraftrænir, dýnamískir hljóðnemar takmörkunum háðir. Þeir gefa jafnan frá sér nokkuð annan hljóm en samþjappaðir/þétta (condenser), hljóðnemar, eða rafrænir hljóðnemar.

Kraftrænir hljóðnemar voru fundnir upp á 19. öldinni, en þeir rafrænu snemma á þeirri 20., en urðu ekki algengir fyrr en talsvert síðar, eða eftir miðja 20. öldina.

Lo-Fi hljómurinn svonefndi var algengur á upptökum fram til um það bil 1950, en Hi-Fi hljómurinn fór að verða til eftir það, sem er skilgreindur suðfrír hljómur þar sem öll tíðnin fær að njóta sín sem fór getur heyrt, eða næstum því. Lo-Fi stendur fyrir lág-gæði og Hi-Fi há-gæði (í hljóm).

Segulbandstækjaframleiðendur voru því að keppast um sem mest Hi-Fi gæði, en nú er þetta orðið öðruvísi, því fólk hlustar mikið á þetta í tölvum eða heddfónum, höfuðtólum. Þar er reynt að hafa gæðin sem mest að vísu einnig, en upplifunin af því að hlusta á tónlist úr þykkum og stórum hátölurum er að vísu önnur.

Flöt tónjöfnun býður uppá lítið suð, því það kemur helzt í hliðrænum tækjum þar sem hátíðnin er ýkt og mögnuð, en það er umhverfissuðið sem veldur því, og ýmis aukahljóð sem við heyrum ekki endilega svo vel án mögnunar tækjanna.

Stafræn mögnun hefur boðið uppá suðfríari tónjöfnun og magnara, en það hljóð er oft kallað sterílíserað og ónáttúrulegt, eða sótthreinsað. Það byggist á því að endurskapa aðeins hluta náttúrulegs hljóðs, en sleppa öðru, eins og suðinu. Það kemur öðruvísi út.

Allavega, öll þessi heimilissegulbandstæki sem eru algeng byggjast á analogue, hliðrænni tækni. Hitt er aðeins fyrir spekúlanta og sérvitringa með býsna rúm fjárráð. Það hafa víst verið framleidd stafræn segulbandstæki af ýmsum lítt þekktum tegundum, og DAT (smáar, stafrænar spólur) náði allnokkurri útbreiðslu og einnig ADAT, (stafrænar hljómsnældur sem líta út eins og myndbandsspólur) en ekki þannig að það ryddi burt snældum af hliðrænu tegundinni. Nú er slíkt einnig orðið fátítt vegna netbyltingarinnar, að tölvur eru látnar spila þetta eða símar.

Fyrsta græjan mín var Crown SHC 6100, sem ég fékk í fermingargjöf. Nokkrum árum síðar eignaðist ég Crown SHC 5500, vönduðustu tegundina, sem ég keypti í Sportmarkaðnum.

Crown SHC 6100 var á markaðnum frá 1981 til 1984, og selt með SHC 6200 og SHC 6300 og fleiri tegundum. Crown SHC 5500 var á markaðnum frá 1977 til 1980, og þótti mjög vönduð græja og var sú dýrasta frá þeim.

Hugmyndin á bakvið Crown SHC 5500 var að almennur neytandi fengi bæði að hljóðrita tónlist og hlusta á tónlist sem nálgaðist hljóðverin rándýru. Það gerði Crown fyrirtækið með öðrum hætti en aðrir framleiðendur, sem sóttust eftir flatri tónjöfnun.

Jafnvel í Crown SHC 6100 mátti heyra dýpri bassahljóm en í mörgum öðrum hljómtækjum. Það var þó ekki fyrr en ég fór að taka upp með hljóðnema mína eigin tónlist sem metnaður minn vaknaði í þessu efni.

Segulbandstæki hefðbundin hljóðrita og afspila hliðrænt eins og ég kom inná fyrr í þessum pistli. Sú tækni þýðir að reynt er að hljóðrita ALLT sem heyrist, öll umhverfishljóð, og skila því eins nákvæmlega til baka og hægt er. Stafræna tæknin gengur útá annað, að búa til gervihljóð sem er fullkomið og suðfrítt. Smekkurinn er misjafnt hvort fólki líkar vel við það.

90% af öllum segulbandstækjum frá 1968 til 2000, þegar þau fóru að detta út af markaðnum, eru þannig gerð að þau hafa afspilunina frekar þannig að bassinn er ýktur, en upptakan er ekki sem sterkust á því tíðnisviði. Þetta var sennilega gert til að spólur sem keyptar voru af opinberum hljómplötuútgáfufyrirtækjum hljómuðu vel.

Jafnvægi verður þó að nást, og var einnig keppt að því.

Til dæmis, ef almennur kaupandi keypti Bítlaplötu á snældu, vildi hann að sitt einkasegulbandstæki spilaði af henni vel, og að hún hljómaði ekki mikið síður vel en hljómplata frá sama tíma.

Öll segulbandstæki sem taka upp hafa að minnsta kosti tvær hljómjöfnunarrásir, aðra við upptöku og þá seinni við afspilun. Stundum er að vísu sama rafrásin notuð, að næstum öllu leyti. Það var þó sérlega algengt fram til 1982, þegar skiptarnir fóru að detta út. Það voru sleðar, þar sem skipt var úr upptöku í afspilun.

Af því að tækin hafa tvær hljómjöfnunarrásir (misjafnlega afstilltar á hvorn veg) þá er hægt að breyta tónjöfnun bæði með upptöku og afspilun.

Framleiðendur vissu að fólk vildi að afspilunin væri góð. Því var áherzla lögð á að afspilun skilaði nokkuð góðum bassahljómi og allri tíðninni. Fólk notaði þessi snældutæki síður til að taka upp heima, en það varð þó algengara upp úr 1978, þegar hljómkröfurnar fóru að aukast og gæði hljóðsnældanna sjálfra sem óáteknar voru seldar.

Einmitt um svipað leyti fóru því framleiðendur að bæta við Dolby suðeyðingarmöguleika í þessi tæki. Upphaflega var notað Dolby-B kerfið, sem var einfalt, miðað við Dolby-A kerfið, sem var notað í upptökuverum, var flóknara og ekki fyrir almenn heimilistæki.

Dolby C þóttu beztu tækin uppúr 1981, en það var algengt að slík tækni væri notuð til 1988, þegar fleiri tegundir af Dolby suðeyðingu bættust við, eins og Pro, HX og fleira.

En aftur að Crown SHC 5500. Þetta er nokkuð sérstakt tæki miðað við markaðinn á þeim tíma. Sem sé, upptakan gefur góða bassadýpt, en minni áherzla er lögð á miðtíðni og hátíðni. Þetta er af sérstökum ástæðum sem ég get rakið hér á eftir, því ég hef átt mörg svona tæki og rannsakað þau vel, haldið mikið uppá þau.

Crown SHC er með formögnun í plötuspilara sem gefur mjög víða jöfnun, og svo aftur í kraftmagnara, mikill styrkur í djúpriðum, 80hz og jafnvel neðar. Plötuspilarinn er með frábærum formagnara, sem gefur svo mikið "búst" eða aukastyrk frá 50-150hz að það heyrist, og allt verður flottara fyrir vikið, og þetta var fyrir tíma "boomboxanna", sem unglingarnir gengu með á herðunum og varð tízkubylgja uppúr 1980, og rapparar og fleiri hafa notað.

Á sama tíma er tónjafnarinn sjálfur mjög sérstakur í þessu Crown tæki eins og mörgum. Það er að segja, BASS takkinn tekur ekki við sér fyrren nálægt í botni, en þá verður styrkurinn líka mjög mikill. Miðtíðnin verður þá útundan. Sé BASS takkinn lágt stilltur heyrist þó miðtíðnin vel.

Þannig að spólur foruppteknar frá útgefendum hljóma nokkuð vel, en bassinn kemur ekki frá formagnara afspilunarsegulbandsins heldur meira frá tónjafnaranum sem er notaður fyrir plötuspilara og útvarp einnig.

Þetta leiðir til þess að þegar tækið tekur upp þarf upptakan að innihalda aukalegan bassa, þar sem afspilunin inniheldur minni bassa en venjulegt er.

Sem aftur leiðir til þess að spólur uppteknar í Crown SHC 5500 hljóma öðruvísi en í flestum hljómtækjum, eða með meiri bassa.

Segja má að ég hafi orðið tónlistarmaður einnig vegna þess að ég hreifst af þeim hljómi sem ég fékk, hann var ekki flatur heldur víður. Jafnvel úr snældum, og ekki sízt. Það var Crown fyrirtækinu að þakka og þessari sjaldgæfu og sérstöku hönnun, eða meðal annars að minnsta kosti, þótt fleiri þættir hafi einnig komið til, einsog klapp á tónleikum, grúpppíur og athygli frá jafnöldrum og hrós.

En nú að laginu "Jokerman" eftir Bob Dylan.

Í bókinni "Að lifa af í ruddalegum heimi" eftir Terry Gans kemur margt nýtt og merkilegt fram.

Hann fjallar nákvæmlega um hvert einasta lag á plötunni og rannsóknarvinna hans var frábærlega góð.

Það kemur í ljós eftir lestur á bókinni að lagið "Jokerman" er fyrsta lagið sem Bob Dylan tók upp stafrænt og fullkomlega með þeirri tækni, þannig að hann gat leikið sér meira í hljóðverinu, eins og Bítlarnir gerðu löngu fyrr, en ekki hann.

Þannig að upptakan sem birtist á plötunni er samsett, og svo mjög samsett að engin hljóðritun er til af laginu eins og það heyrist á plötunni, heldur aðeins bútar þess lags sem heyrist á plötunni. Enn fremur, þá breytti Dylan jafnvel textanum eftir að upptökunum lauk í maí 1983, og hann tók röddina upp aftur og aftur og aftur, með breyttum texta, æ ofaní æ.

Þá loksins var þessu skeytt saman. Það er að segja, ekki allur söngurinn var tekinn upp aftur, bútar frá upptökunum í apríl 1983 voru notaðir, en margar breytingar gerðar.

Dylan hafði svo sem tekið upp hljóðfæri aðskilin, að sjálfsögðu áður, en aldrei í svona púsluspili áður.

Þannig að þegar hann var kominn með texta hljóðritaðan sem hann var ánægður með, í júní 1983, þá var bætt við hljóðfærum aftur, sömu hljóðfæraleikarar notaðir. Yfirbreiðsla er gott orð yfir overdub á ensku, orðið sem notað er yfir þetta. Nýjar upptökur eru breiddar eða lagðar yfir þær gömlu.

Hlusti maður á upptökurnar frá apríl 1983 að Jokerman heyrir maður því brot af laginu, en yfirleitt voru lögin oft tekin upp.

Bob Dylan er svo sem frægur fyrir að hafa langoftast tekið upp "læf" í hljóðverinu, eða lifandi, með hljóðfæraleikurum í öðrum klefum, og notazt við fremur fáar tökur. Þarna er hin stóra undantekning. Þetta náði hámarki með "Empire Burlesque" 1985, en hún fékk vonda gagnrýni fyrir að vera of vönduð og hljóðblönduð, yfirpródúseruð, og með alltof mikið af effektum og hljómborðum, (hljóðgervlum).

Frá og með 1992 og plötunni "Good As I Been To You" fór hann aftur í einfaldari og lífrænni upptökutækni og hefur haldið sig við hana.


Hin raunverulegu X-skjöl Svíþjóðar? Magnús Skarphéðinsson er sá sem safnað hefur slíkum gögnum á Íslandi

Það er ánægjulegt að fleiri þjóðir en Bandaríkin haldi svona frásögnum til haga. Þær eru víst til í öllum löndum, og sumir túlka álfasögur og huldufólkssögur sem sögur framandmannvera.

Eitt sinn kynntist ég Magnúsi Skarphéðinssyni, sem er áhugamaður um allskyns dulræn málefni og landsþekktur sem slíkur. Einnig komst ég að því að hann er sá Íslendingur sem er einna fróðastur um fljúgandi furðuhluti á Íslandi eða við Ísland. Ekki nóg með það heldur hefur hann með skipulögðum hætti safnað frásögnum fólks af þeim atburðum. Hann er alltaf fenginn í fjölmiðlana til að tjá sig þegar sjónvarpsstöðvarnar eru með þetta í fréttum. Hann er einn helzti opinberi og landsfrægi talsmaðurinn um þetta.

Ég hvatti hann til að gefa út bók um þetta og svo hef ég hvatt hann til þess aftur þegar við höfum hizt. Það mun hafa verið lengi í bígerð hjá honum og vonandi verður úr því. Þessar frásagnir sem hann á gætu fyllt meira en eina bók, en hann vill gera þetta vel.

Hér í fréttinni kemur fram að fólk telji sig hafa heimsótt tunglið og Júpíter. Það mun vera rangtúlkun. Það lærir maður sem Nýalssinni. Ég kynntist Magnúsi Skarphéðinssyni einmitt í sambandi við áhuga okkar á dulrænum málefnum og að báðir höfum við tengsl við Félag Nýalssinnar, byrjuðum þar ungir, hann þó á undan mér og því ekki á sama tíma heldur með margra ára millibili.

Kenningar dr. Helga Pjeturss eru nokkuð víðfeðmar og því er ekki hægt að gera þeim öllum skil í stuttum pistli eins og hér. Þetta með tunglið og Júpíter er þó nokkuð mikið á hreinu hafi maður lært þau fræði.

Draumakenning dr. Helga Pjeturss eru kannski miðjan í hans fræðum. Hún útskýrir sambönd lífvera í geimnum, "draumur eins er ævinlega vökulíf annars, sem einhversstaðar er vakandi í geimnum," eins og er nokkurnveginn orðrétt haft upp úr bókum hans.

Eins og sú kenning kemur inná þá eru rangtúlkanir algengar í draumum. Þegar fólk telur sig dreyma skyldmenni er í raun um aðra einstaklinga að ræða, sem hafa svipað útlit, en draumþeginn breytir útlitinu með skynjun sinni og vökuvitund, og telur að um sitt skyldmenni sé að ræða, eða sama umhverfi og þekkt er úr vökuvitundinni.

Dr. Helgi Pjeturss skrifaði um það í Nýal áður en flestir aðrir höfðu gert sér fulla grein fyrir því, að tunglið væri ekki byggt mönnum og að kenningar um Marsbúa eða tunglbúa væru sennilega þvæla. Þetta reyndist rétt. Skurðina á Mars taldi hann einnig tilkomna vegna þurrka, og sprungins landslags, sem einnig reyndist rétt. Þetta skrifaði hann í upphafi 20. aldarinnar, og þetta var staðfest síðar af fleiri vísindamönnum.

Á sama tíma og dr. Helgi Pjeturss efaðist um tilvist Marsbúa, og var nokkuð viss um að þeir væru ekki til, var fólk almennt skíthrædd við Marsbúa, sérstaklega á Vesturlöndum þar sem reyfarar um slíkt höfðu komið út.

Leikstjórinn snjalli Orson Wells vakti einna fyrst athygli með útvarpsleikriti sínu, "Innrásin frá Mars", sunnudagskvöld eitt í október 1938, í New Jersey í Bandaríkjunum.

Ofboð og skelfing greip um sig meðal fólks sem taldi þetta fréttir en ekki leikrit. Svo raunverulegt var þetta. Ýmsir flúðu heimili sín og keyrðu út í óbyggðirnar til að flýja frá Marsbúunum.

Þessi skelfing sem greip um sig meðal fólks árið 1938 út af leikriti um Marsbúa sýnir múgæsingu. Hún sýnir og sannar enn fremur að almennur ótti var við Marsbúa á Vesturlöndum, og ekki bara það, heldur virðist stór hluti fólks hafa trúað á að þeir væru til.

Aldrei kom það svo til tals meðal málsmetandi manna á þeim tíma að Júpíter væri byggður mönnum, enda gasrisi, en þarna í Svíþjóð eru einhverjar slíkar frásagnir eins og kemur fram í fréttinni. Slíkt töldu vísindamenn þó fráleitt og því er víst að dr. Helgi Pjeturss hefði aldrei tekið það í mál að Júpíter væri mannabústaður neinn.

Nöturlegt er til þess að hugsa að þessi rökfasti og skynsami maður, dr. Helgi Pjeturss var þó talinn klikkaður af sumum fyrir að halda því fram að geimurinn væri allur fullur af lifandi verum, bara miklu lengra í burtu. Þeir fordómar sem hann mætti fyrir þær kenningar voru eins heimskulegir og að trúa því að tunglið eða Júpíter væri byggt fólki. Enda hefur það komið í ljós að líkurnar á lífi órafjarri jörðinni eru sífellt að aukast eftir því sem fleiri reikistjörnur finnast með sólstjörnunum fjarri.

En samkvæmt Nýalsfræðunum eru það rangtúlkanir þeirra sem skynja þetta sem telja sig hafa farið til tunglsins eða Júpíters. Það munu vera fjarreikistjörnur annarsstaðar sem kannski bera svipuð nöfn, og sýngjafarnir hafa því veitt upplýsingar sem þannig eru ranglega túlkaðar af sýnþegunum.

Það gleður mig að almennur áhugi er á þessu eins og fréttin ber með sér. Íslendingar urðu þó forystuþjóð í þessum málum þegar dr. Helgi Pjeturss fór að rannsaka þetta, en snillingar eins og hann eru ekki á hverju strái, og því ekki auðvelt að halda áfram á þeirri sömu braut, en það hefur verið reynt í Sálarrannsóknarfélagi Magnúsar Skarphéðinssonar, í Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði, sem Atli Hraunfjörð stýrði með sæmd lengi, en hann er látinn, og Félagi Nýalssinna sem enn er starfandi, upprunalega félaginu sem var stofnað 1951.

X-files var þýtt sem Ráðgátur í RÚV, og sýndar frá 1993 - 1997, en frá þeim tíma á Stöð 2. Það voru fyrirtaksþættir um þessi málefni, þótt þeir hafi verið nokkuð ýktir á köflum, en þeir gerðu þetta að tízkufyrirbæri meðal fleiri einstaklinga, og vöktu mikinn áhuga á þessum málefni.

Margir efast um að geimverur séu til, en við erum geimverur. Það er því ekki gott orð yfir aliens, en það enska orð þýðir útlendingur eða framandvera. Því er betri þýðing að kalla þetta framandverur, eða geimverur eða utanheimsverur.

Dr. Helgi Pjeturss var mjög rökfastur maður, en hann fór að rannsaka mál sem fólk hló að og efaðist um, eða taldi að yrðu alltaf á sviði trúarbragðanna. Hann var því einnig mjög hugrakkur maður, að veigra sér útá það svið.

 


mbl.is Skjalasafn hins óútskýrða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast afleiðingar af ósigri Rússa - og Úkraínumanna. Þverstæður Úkraínustríðsins kannaðar.

Þegar ég var í menntaskóla og barnaskóla (það var þegar kalda stríðið var að enda með fundinum í Höfða) lærði maður að Norðurlöndin væru mestu menningarríkin og friðarlöndin. Norræna velferðarmódelið, eins og Jón Baldvin orðar þetta gjarnan var þar boðað, en þá var Svíþjóð ekki orðin það upplausnarríki sem hún er nú.

Þessi frétt að neðan sem tengd er pistlinum hún fjallar um Úkraínustríðið, og byggð á þýddum ranghugmyndum stríðshaukanna sem eru í báðum herjum. Út frá því er gengið sem vísu að stríð séu eftirsóknarverð. Þó kemur upp þessi merkilega efasemd, um að Vesturveldin hræðist einnig hvað verði ef Rússland tapar.

Hér rekst allt hvert á annars horn ef rökhyggjan er notuð og spurt sig hversvegna stríðið byrjaði og um aðdragandann. Það er svo augljóst að Úkraína er misnotað land, og að misnotkunin byrjaði með vestrænum áhrifum og bandarískum frekar en rússneskum. Fátæk lönd eru alltaf í mestri hættu að verða upplausn og stríðum að bráð, eða erlendum áhrifum, og öfgaþjóðerniskennd í kjölfarið, eins mótsagnakennt og það nú hljómar.

Saga Þýzkalands tengist Prússlandi, og hvernig landamærin hafa sífellt verið færð til og frá. Fyrri og seinni heimsstyrjöldin (eða númer 1 og 2) eru einmitt tengdar þesskonar upplausn á landakortinu.

Babýlon Berlín eru þýzkir þættir sem hafa verið sýndir á RÚV. Þar er fjallað um forsöguna fyrir seinni (eða aðra) heimsstyrjöldina. Kemur þar skýrt í ljós sódómskan, hóruhús, glæpir og eiturlyfjaneyzla, kommúnismi og almenn upplausn í þýzku samfélagi.

Nú er Úkraína ekki nákvæmlega eins og Þýzkaland var um 1930, en engu að síður eru hliðstæðurnar nokkuð sláandi, og sérstaklega þegar kemur að upplausninni, dýrkun á því vestræna hjá mörgum, en einnig sterk þjóðerniskennd og dýrkun á því rússneska hjá mörgum einnig.

Stjórnmálafræðingar og skýrendur hljóta að sjá að þetta er fyrirtakskokteill fyrir suðupott stríða og upplausnar í framtíðinni, eða jafnvel fyrir suðupott ekta fasisma, sem mikið er talað um á Vesturlöndum, en Vesturlönd hafa ekki fengið að kynnast alvöru fasisma í raun um langt skeið, en með Úkraínustríðinu er verið að hætta á að slíkt fyrirbæri komi þar upp í alvöru og breiðist út um veröldina eins og gerðist fyrir miðja 20. öldina, þótt um miðpunktinn megi deila.

Það má segja það sama um Rússland. Þótt Pútín haldi fast um stjórnartaumana er það algengt að þegar (því enginn stjórnar að eilífu) sterkar stjórnir falla getur upplausnin orðið næsta ástand.

Eitt er það sem þættirnir Babýlon Berlín kenna eða ættu að kenna, og það er að tal um fordómaleysi samfélaganna er misvísandi, því slíkt fordómaleysi, eða sódómska, einsog amma Fanney orðaði það, í föðurættinni, er oft fyrirboði fasisma, þegar fólk fær nóg.

Fólk hefur ekki hugsað þetta til enda. Pútín er sífellt líkt við Hitler, en það er skaðsamleg einföldun.

Friður er alltaf bezta lausnin. Grunnurinn að hatrinu á Pútín og Rússlandi er femínisminn, sem er alger meginvilla satanismans í eðli sínu. Ef maður stendur á slíkum röngum grundvelli sjálfur hverfur dómgreindin og réttlæti manns með.

Rétt eins og hatrið á Trump er rekið áfram af ógeðslegum wokeisma, sem er ýkt öfgavinstristefna geðveik og klikkuð.

Þó verð ég enn að gagnrýna Pútín og innrásina í Úkraínu. Þótt skilja megi að í Rússlandi sé áhugi á að verja þjóðabrotin sem eru ofsótt eða voru ofsótt vegna þessa klofnings í Úkraínu, sem byrjaði ekki 2021, heldur var til staðar, eins og forsagan sýnir, þá er greinilegt að stórveldadraumar eru í hans brjósti, að vilja gera Rússlandi að því sem það var fyrir hrun kommúnismans.

En fólk á Vesturlöndum ætti ekki að leggja sína mælistiku á Pútín. Því er svo oft haldið fram að hann haldi áfram og gleypi allan heiminn. Hverskonar ofmat er það á getu Rússa og stríðsvilja þeirra.

Þversagnakennd geðveikin í viðhorfunum til Rússa og Pútín kom sérstaklega vel fram þegar stríðið byrjaði. Sumar fréttir sögðu að Rússar væru að tapa, herinn í rúst, skipulagið ekkert, Pútín deyjandi og þar fram eftir götunum. Á sama tíma komu þó fréttir þar sem gefið var í skyn að Rússar GÆTU gleypt heimsbyggðina, og að Úkraína væri bara fyrsti bitinn.

Hvort er það? Hvort er rétt? Ætla Vesturlandabúar aldrei að láta þessar þverstæður ríma í rugli sínu? Hvort geta Rússar náð heimsyfirráðum eða ekki?

Ég held að sálfræðin segi meira um þessa geðveiki en þvælan sem vellur uppúr rugludöllunum sem kalla sig stríðssérfræðinga NATÓ eða eitthvað annað.

Já, það er óttinn við eitthvað allt annað, það er óttinn við að Vesturlönd hrynja innanfrá vegna þess að femínisminn hefur rústað okkar samfélögum innanfrá.

Þá eru það ekki Rússar sem sigra, gamla Rússagrýlan sem ekki hefur verið uppfærð, heldur satanisminn, sem birtist í femínismanum.

Þetta stríð ætti að kenna fólki á Vesturlöndum að okkar ríkisstjórnir eru ónýtar, handónýtar, og hryðjuverkafólk eru allir femínistar.

Þetta stríð ætti að kenna okkur að vandinn er hjá okkur, einnig hjá Rússum, en þeir eru að reyna að koma á skipulagi sem meira fer eftir Biblíunni, og þeim boðskap sem þar kemur fram.


mbl.is „Bölsýni gerir þig óvirkan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir æskuvinkonu mömmu sem varð bankastjóri.

Ég var að horfa á þáttinn um Gunnar Þórðarson tónlistarmann á RÚV í gær og Þorsteinn Eggertsson eitt helzta textaskáld Íslandssögunnar sagði ýmislegt um þeirra kynni, meðal annars. Þetta var góður þáttur á RÚV og minnti á blómatímann þeirra þegar nóg var um innlent efni eða gott erlent.

Allavega það rifjaðist ýmislegt upp hjá mér, og úr því að Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans er oft í fréttum finnst mér rétt að rifja upp mín kynni af henni, sem voru fátækleg, en eftirminnileg samt.

Hún var bara stelpa á mínum aldri sem ég kynntist ekki náið þarna á heimili foreldra hennar, þegar mamma fór í heimsókn og ég var með. Ég var svo mikið hjá afa og ömmu þá, þetta var kannski bara eitt skipti sem ég var með mömmu þarna í heimsókn, og þá var hún að fara að sofa og búin að bursta tennurnar eða eitthvað. En hún var strax lagleg stelpa.

Mamma sagði oft frá henni hvernig hún fór uppávið í lífinu og mikil gæfusaga. Hún hefur náð þessum árangri með persónulegum dugnaði og metnaði, samkvæmt forskrift Sjálfstæðisflokksins, sem er hið bezta mál. Ég hef ekki haft nein samskipti við hana og hitti hana bara þarna einusinni, held ég. Kannski var það oftar, en þá var ég í kringum tíu ára aldurinn. En ég get ómögulega tengt hana við hugtakið "spilltur bankastjóri", því mér finnst hún alltaf vera þessi litla stelpa á mínum aldri sem ég sá þarna á heimilinu.

Æskuminningar af þessu tagi eru skemmtilegar því þær sýna nútímann í nýju ljósi og fólk sem er þjóðþekkt.

Mamma fór oftar í heimsókn til Óskar, sem er systir Jónu, sem er mamma Lilju. Þær Jóna voru æskuvinkonur úr Kópavoginum og fóru á sama tíma í Kennaraskólann. Ósk var sambýliskona Þorsteins Eggertssonar. Mér fannst merkilegt að kynnast honum, því ég hlustaði mikið á íslenzka tónlist og vissi að hann hafði búið til mjög marga texta.

Það var samt áður en ég fór að semja tónlist, sem var 1983, þegar Bob Dylan og Megas voru orðnir átrúnaðargoð mín.

Já þetta hefur verið um það bil 1980. Merkilegt að Þorsteinn Eggertsson gerði þessa landsfrægu dægurlagatexta eins og ekkert væri eftir símtöl við þessa tónlistarmenn.

Þegar ég samdi "Borgaðu fyrir burgeisana" árið 2008 eftir hrunið var ég ekki að kenna útrásarvíkingunum um þetta allt, heldur tók það fram að þjóðin hafi verið samsek, sofandi að feigðarósi, að þetta var flónska, fólk var veitt í gildru, en þeir auðugu hafi langfæstir ef nokkrir ætlað viljandi að gera neitt af sér.

Þannig að ég er stoltur af þessari tónlist sem ég samdi í Hruninu 2008, sumt af því kom út á hljómdisknum:"Það og það", tekin upp 2008, kom út 2009 með "Ísland skal aría griðland", tekin upp 2009.


mbl.is Lilja tjáir sig ekki um kaup bankans á TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Master Of The Bars, ljóð frá 21. maí 2015.

Empty seems this entire world,

or the friends and women dare not stay.

He was king in honor ever,

always working, good and happy, clever.

Master of the bars so cold and knurled,

can they wind it, try and sway?

 

Frightened of the power, pride,

plod they through this world of lies and rust.

More than soulless machines working,

metal people teaching new things, lurking.

Fashion only? - Shouldn't have to hide,

here it's seen, and turned to dust.

 

Europe fell and robots rule.

Rigid humans, look that way but no...

Tattooes, skinny, rivers rotten,

rivals tell them, holes and come to naughton.

Better in that shining, driving drool?

Damsels from the best, they go...

 

What I thought and wanted, hold...

words are useless, fair they hear no chime...

Always thinking, all fine grooming.

Afterwards they find they died when blooming.

Alien skins and only shallow mold.

Ever thought of bans this time?

 

So it's written, must be made.

morals failed and still they think they're best.

Lust is gone and like it's nothing,

left to wonder if she's only scuffing.

Past is gone and pail the wondrous braid.

Pity how you lose the crest.


Baldur Þórhallsson hefur góða möguleika á að verða næsti forseti Íslands, hvort sem tölurnar hjá RÚV og Heimildinni eru alveg nákvæmar eða ekki.

Heimildin sýnir hærri  tölur en hjá RÚV sem Baldur Þórhallsson fær í skoðanakönnunum, RÚV sýnir hann með 37%, og líka langmesta fylgið í skoðanakönnunum fyrir þessar forsetakosningar. Heimildin sýnir Baldur Þórhallsson með 56% fylgi og því langmest fylgi, svo mikið að sigur hans virðist vís samkvæmt þeirri könnun og erfitt að sigra slíkan frambjóðenda.

Halla Tómasdóttir er næstefst í báðum könnunum, og síðan Arnar Þór Jónsson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir þar á eftir.

Arnar Þór Jónsson er langefstur á Útvarpi Sögu, og því má sjá að þessar tölur eru sennilega eitthvað hærri fyrir suma og lægri fyrir aðra.

Annars var ég búinn að spá í það áður en þessar tölur birtust að Baldur Þórhallsson yrði með þeim hæstu og líklegur til að vinna. Ég byggi það á ýmsu. Hann er auðvitað vinstrisinnaður fræðimaður eins og Guðni Th. sem nú er forseti, og er oft spurður af RÚV um stjórnmál. Auk þess er hann samkynhneigður, og hvort sem fólk hefur þannig kynhneigð eða styður þannig málstað þá er það líklegt til árangurs, eins og sjá má á því að Vinstri grænir leiða þessa ríkisstjórn, meðal annars með því að hafa sett þessi mál á oddinn fyrir tæplega tveimur kjörtímabilum.

Þetta er því tízkumálefni ennþá, og hefur verið það í 30 ár á Íslandi að minnsta kosti, eða frá því að Páll Óskar Hjálmtýsson sló í gegn, að minnsta kosti. Það er einmitt merkilegt einkenni á tízkunni að oft verður það töff og efst á baugi sem fyrri kynslóðir hötuðu, og reynsla Harðar Torfasonar er dæmi um það, þegar hann var ofsóttur fyrir kynhneigð sína og aðrir af hans kynslóð.

Síðan er það annað lögmál í lýðfræðunum eða félagsfræðinni sem virkar mjög sterkt í svona aðstæðum. Þegar ákveðinn hópur kjósenda missir trúverðuga erindreka sína á ákveðnu sviði spretta þeir einatt fram á öðru sviði menningarinnar eða þjóðfélagsins, til að jafnvægi skapist.

Þetta er vafalaust of fræðilegt orðalag fyrir marga. Ég get útskýrt þetta á annan hátt.

Vinstri grænir eru um það bil dauður flokkur. Hvort sem Katrín Jakobsdóttir segir skilið við flokkinn eða ekki og gerist forsetaframbjóðandi, sem hlýtur að vera freistandi fyrir hana, úr því að hún er búin að brenna aðrar brýr að baki sér í stjórnmálunum miðað við 6% fylgi Vinstri grænna í sumum könnunum, þá hlýtur það að vera áfall fyrir "frjálslegt" fólk, frjálslynt, fjölmenningarsinnað, að Vinstri grænir hefur ekki lengur vinsældir eða burði til að vera þeirra málpípa, með svipað mikið fylgi og smáflokkar sem ekki komast inná þing, hvað þá meira.

Þetta fólk, sem vill opin landamæri og húmanismann sem mestan, það hlýtur að notfæra sér tækifærið og reyna að koma Baldri Þórhallssyni á Bessastaði. Hann tryggir áframhaldandi mannréttindi af þessu tagi, á meðan bylgjur í andstæða átt skella á heimsbyggðinni og okkar landi líka.

Einmitt vegna þess að Vinstri grænir eru deyjandi fyrirbæri held ég að Baldur verði næsti forseti Íslands. Það eru miklar líkur á að svo verði að minnsta kosti.

Að vísu er erfitt að vera viss um hvort 56% sem hann fær hjá Heimildinni sé rétt tala eða komi uppúr kjörkössunum. Hún kann þó að vera nærri lagi, það er alls ekki útilokað.

 


mbl.is Helga ætlar í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Only Fashion, Fight, ljóð frá 28. maí 2015.

Sadness, still the saying on the wall.

Soothe me woman, need your loving arm.

Those who die and crying call,

crumbling in the fall,

didn't mean the hellish harm.

 

Empty life in every tunnel seen,

even those I thought were good and right...

Lost and lying in between,

left the robbing screen...

women, only fashion, fight!

 

Pain I feel, I'm poor and loser now...

pity myself, nothing can I do...

He or just the holy cow?

Heaven, see the Tao,

no that wasn't near it, you...

 

Days are falling, cards are crying too,

can't see nothing right, he almost gone...

Matters none what men will do,

me or someone, you,

doubting more the moor I'm on.

 

How can I be something, not the shame?

Seems like grandpa was the best of us...

Pity, still is known my name,

not in this old game,

every person on this bus...

 

Never shall I walk their vile old paths,

wasteful present, fashion just from hell!

Mourning, through the strolling straths

staring at the wraths...

like them, thought I was so well!

 

Crumbling world, I'm not the standing stone,

streets of loneliness, I can't be rich!

Do they know the telling tone?

Taverns full, their own...

if she wasn't always bitch...

 

Wish I had the means to make them see!

Mourning world he tried to change for good!

All is lost, will ever be!

Oh, and never free!

Human kind is shame, as should!


Gæðakröfur nútímans? Gróðahyggja? Mansal?

Það hef ég heyrt frá fleirum en Magnúsi sem hér bloggar að húsbyggingar nú til dags séu ekki eins góðar og þær voru. Það sama sagði mér og öðrum í hóp maður sem vann við svipuð störf en er nú kominn á eftirlaun.

Maður spyr sig: Hvers vegna er verið að rífa gömul hús vegna rakaskemmda úr því að ný hús standast ekki slíkar gæðakröfur?

Við sem erum fátæk hlýðum ambáttum alþjóðavæðingarinnar og þrælum hennar, fólki sem hefur notið langrar skólagöngu og hefur gengið inní viðurkennd og vel launuð störf, það fólk er yfir okkur hafið og gegnir veigamiklum embættum. Þetta sýnir hversu ófrjálst Ísland er og allir Íslendingar. Mínar skoðanir eru veigalitlar einsog annarra Íslendinga. Sama má segja um skoðanir 99% Bandaríkjamanna eða Evrópubúa, þeir eru ekki hluti af Elítunni, þessu eina prósenti sem er forríkt og stjórnar heiminum. Svona er óréttlætið. Svona er vestrænt "lýðræði".

Þar við bætist að fólk í sæmilega góðum embættum veit að það má ekki tjá skoðanir sem eru útfyrir boxið. Þá missir það vini og vinkonur á Facebook. Það er eitt fyrsta skrefið í þeirri skriðu sem byrjar að velta og endar með allsherjar útskúfun og ógæfu, óvinsældum innan fjölskyldu og vinahóps, færri atvinnutækifærum og fleira af því taginu. Við lifum ekki í sérlega geðslegu þjóðfélagi, sem þýðir ekki að Rússland þurfi að vera skárra með pútínsku einræðinu sem þar er.

En spurning vaknar. Ef maður tæplega eða ekki má tjá sig um stóru málin nema vera á rétta kúgunarvagninum, þeirra sem eru PC, í liði pólitískrar rétthugsunar, hvernig verður þetta um litlu málin, verður maður ekki líka að vera sammála þar?

En að öðru. Ég var að horfa á Silfur (Egils) og eftir þáttinn þar sem mest var talað við konur í seinni hlutanum finnst mér ég alltaf verða sáttari og sáttari við stjórn kvenna og stjórnmálaþátttöku þeirra. Ekki vegna þess að mér finnist allt fullkomið í nútímanum, nei, miðað við að þær eru að vinna úr spilum sem aðrir hafa gefið þeim. Þessir karlmenn sem eru eftir eru eins kvenlegir og þær og enginn munur er á stjórnsýslu karla og kvenna lengur. Þetta eru allt lömb sem jarma við jötu gjafara sinna og jarm þeirra er ekki mannlegt heldur dýrslegt, þetta er fólk sem engu ræður, og mennskan því horfin, mannleg reisn eða mannlegur vilji eða frjáls vilji, en er það konum að kenna eða þeirra stjórnsýslu? Nei, alls ekki. Rótanna verður að leita lengra aftur, áður en kvenréttindahugtak nútímans fór að mótast uppúr 1700.

Þetta er einsog að hata Evu fyrir að bíta af eplinu sem höggormurinn bauð henni að bíta af. Eðli kvenna og karla er syndsamlegt, það var vitað fyrirfram.

Ég fór í andstöðu gegn kristni þegar ég fattaði þetta augljósa að Guð Biblíunnar vissi þetta, hlaut að vita þetta. Lögmál Murphys var þannig gilt þegar á tímum Adams og Evu, sem er svohljóðandi:"Allt sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, því Murphy er ekki í bænum."

Ég þekki guðfræðinga og sannkristna menn sem eru góðir vinir mínir og við hittumst í afmælum hver hjá öðrum, og þeir veigra sér oft við að svara þessari guðfræðilegu spurningu, eða koma með fræðilega langloku sem drepur þessu á dreif: Ef Guð veit allt, vissi hann þá ekki að Eva myndi bíta af eplinu? Jú, augljóslega!

Getur maður trúað á slíkan guð sem leikur tveimur skjöldum og kennir óvini sínum um allt? Satan er ekki eiginnafn í Biblíunni, heldur merkir orðið einfaldlega andstæðingur, það er almennt orð yfir andstæðing.

Það má alveg kommenta hjá mér, þeir sem geta komið með andmæli sem virka, eða virka ekki.

Annaðhvort er guð Biblíunnar ekki algóður eða alvitur. Það segir rökfræðin, eða ekki hinn eini guð tilverunnar.

Önnur skemmtileg röksemd sem hrekur að hann sé eini guð tilverunnar er þessi:

Af hverju var hann að banna fólki að trúa á aðra guði? Er það ekki viðurkenning á tilvist annarra guða? Það lítur út fyrir það.

Kvenhatur er eins barnalegt og karlhatur. Maður á ekki að hata meðbræður eða meðsystur. Hinsvegar er hatur allt skiljanlegt einsog aðrar tilfinningar. Það gegnir hlutverki sínu, og bendir manni oft á óréttlæti sem maður verður fyrir eða aðrir.

En alþjóðavæðingin gefur okkur ekki gæði heldur hnignandi gæðastaðla. Bloggarinn Sigurður Þorsteinsson skrifaði pistil þar sem hann blandar saman kröfu um íslenzkukunnáttu og rasisma. Þetta er alls ekki það sama og á fátt skylt hvort með öðru.

Er maður rasisti ef maður gagnrýnir misgóð vinnubrögð hjá lágtlaunuðum aðilum, sem kannski eru fórnarlömb mansals, vinnuþrælkunar hjá íslenzkum fyrirtækjum? Nei, alls ekki. Þá er maður að gæta að réttindum þeirra og gæðakröfum almennt!

 


mbl.is Rakaskemmdir í ókláruðum leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að elska náungann

Maður á að elska náungann eins og sjálfan sig eru orðin sem eignuð eru Kristi. Þá er spurningin, hver er náungi þinn? Orðið þýðir í rauninni "sá sem næst þér stendur", eða "af sama þjóðerni og þú", "sem tilheyrir sama þjóðflokki, ættstofni, kynstofni", samkvæmt þeirri eðlilegu skoðun að fjölskyldan skipti mestu, en hversu langt má teygja hana er annað mál. Húmanistar vilja segja að mannkynið allt sé ein fjölskylda og að allir séu manns náungar, sama hversu langt þeir eru í burtu, en það er þeirra viðbót við það sem var öðruvísi upphaflega hugsað með orðinu.

En Kristur átti auðvitað við að gyðingar ættu að elska aðra gyðinga eins og sjálfa sig, ekki aðeins fjölskylduna og sjálfa sig. Vissulega þekktist það á þeim tíma að menn flyttust á milli landa og væru í siglingum á milli landa, en það var undantekning.

Fyrir ekki svo löngu, til að réttlæta fjölmenninguna, þá voru sagnfræðingar á Íslandi uppteknir af því að segja að þjóðerniskenndin hafi verið fundin upp á 19. öldinni og hafi ekki fylgt mannkyninu frá upphafi. Þetta er auðvitað orðhengilsháttur, að hengja sig í bókstaflega merkingu hugtakanna.

Mannkynssagan snýst svo mikið um enduruppgötvun hugmynda.

Þjóðerniskenndin er nátengd ættbálkahyggjunni sem hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Þjóðernishyggjan er varla mikið meira en útvíkkuð ættbálkahyggja.

Landamærin voru ekki fundin upp á 19. öldinni og heldur ekki þjóðir. Mannkynssagan segir frá því hvernig barizt var útaf þessum fyrirbærum um hundruði ára ef ekki lengur.

Þjóðernishyggjan var aðeins einn angi af uppreisninni gegn miðöldum og hinni kyrfilegu kristni sem var rígnjörvuð niður og þjóðfélagið allt eftir henni. Þannig mætti vel segja að þjóðerniskenndin sé systir femínismans og vísindahyggjunnar, sem spruttu upp um svipað leyti, við Upplýsinguna og Endurreisnina og efldust eins og snjóboltar veltandi niður hlíð.

Kenning Jesú Krists og fræðsla hans er talsvert mikið í anda boðunar Essena. "Árin þöglu í ævi Jesú" var bók sem kom út 1984 á íslenzku, þýdd, um Essena og hvort Jesú hafi lært hjá þeim sem unglingur, og það vanti inní Biblíuna. Sannfærandi lesning og varla guðlast, heldur bók sem gerir mýtuna um Krist jarðbundnari, og Krist mannlegri.

Alla vega, þeir kenndu að elska alla, voru nokkurskonar munkar og einsetumenn í lokuðum samfélögum, og stunduðu það að tyfta sjálfa sig og aga, losna við syndsamlegar kenndir þannig. Boðskapur Krists var því ekki alveg nýr og óþekktur þegar hann kom fram, heldur það sem gúrúar voru að finna upp víða á jörðinni þá, og var kannski jafnvel miklu eldra, eitthvað sem næstum gleymt var. Sumt er svipað í kenningum Búddah og annarra frömuða trúarbragðanna.

Fyrir 2000 árum var sjálfselskan það sem stóð fólki næst rétt eins og nú. Sjálfsást er annað eins og Linda Baldvinsdóttir skrifar um í nýjum pistli, og sjálfsvirðing.

En rétt skýring á því að elska náungann er að elska samkynþáttung sinn, eða einstakling sem tilheyrir sama kynþætti og maður sjálfur og sama þjóðerni, það er upprunaleg og rétt merking orðsins og setningarinnar.

Húmanistar þykjast betri en Jesús Kristur og Biblían og trúarbrögðin, og hjá þeim kemur upp þessi ómöguleiki, að allir geti orðið jafnir og eins. Sem er glæpur gegn mannkyninu - því það rætist aldrei og getur aldrei ræzt.

Þegar Kristur eignaðist sinn fremur litla aðdáendahóp á meðan hann var á lífi (miðað við skort á samtímaheimildum hans), sem Rómverjar sáu sér loks hag í að móta ríki sitt eftir, þá hafði valdahyggjan verið við lýði mjög lengi á jörðinni, stéttaskipting, hið mikla vald kónga og drottninga og annarra drottnara.

Þannig að kristnin var vissulega nokkurskonar kommúnismi þess tíma, valdefling alþýðunnar, kvenna ekki sízt og minnihlutahópa. Það olli vinsældunum.

En ég er á því að það að elska náungann standi í nútímamönnum og miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Einnig er ég á því að það myndi bæta líf fólks mikið ef það lærði þetta sem Kristur var að reyna að kenna.

Við eigum víst að heita kristin þjóð ennþá, en inntak þeirrar trúar er víst að víkja frá fjöldanum meira og meira. Biskupsefnin þrjú eru fremur veraldlega þenkjandi hef ég heyrt, ég kannast við Guðmund Karl og hann er ágætis maður, en ekki íhaldssamur prestur frekar en konurnar tvær sem einnig koma til greina sem biskupsefni. Þannig að inntak kristninnar er varla til staðar lengur, heldur samfélagsþjónustan, að dansa með nútímanum, femínismanum, jafnaðarstefnunni.

Ég býst við að Lindu Baldvinsdóttur gangi gott til að hvetja okkur til að efla sjálfsást okkar og það er kannski líka þáttur sem verður útundan í samfélaginu, þegar fólk er alltaf að herma eftir stöðlum í útliti og sálrænu atferli.

En ég held að enn meiri sigur væri að læra að elska náungann líka. Til þess þarf að fyrirgefa allskonar gremjuefni og móðgunarefni, eða jafnvel heift áratuganna og aldanna, eða ættanna, hvað það er sem fólk er nú að burðast með og fer í taugarnar á því.

Ég held að alþjóðahyggjan rugli fólk fullkomlega í ríminu, það er að segja að fólk eigi fullt í fangi með að læra að elska náungann, að læra að elska aðra innfædda Íslendinga, skólafélaga, bankastjóra, stjórnmálafólk, þessa sem hafa andstæðar skoðanir og við...

Kynþáttahyggja getur hjálpað manni að elska náungann. Hún getur stuðlað að samkennd á milli einstaklinga sem hafa svipað útlit. Úkraínustríðið hefði verið fullkomlega útilokað ef Rússar og Pútín hefðu verið fullir af rasisma, elskað bræður sína og systur í Úkraínu svo mjög og skilyrðislaust að styrjöld hefði verið ómögulegt.

Eða svo þetta sé orðað á annan hátt: Ef samkenndin hefði verið til staðar og náð til nágrannaþjóðarinnar, ef hún hefði verið sterkari en löngun í landsvæði, völd, eða að fylgja eftir bókstafstrú, því sem kannski stendur í Biblíunni, eða rússneskri þjóðerniskennd eða úkraínskri. Sömuleiðis, ef rasisminn hefði tengt saman Ísraelsmenn og Palestínumenn hefðu þeir ekki iðkað að drepa hverjir aðra um svona langt skeið. Kynþáttur er atriði sem sameinar og atriði sem þarf ekki að leiða til haturs eða stríðs. Það er bölvaður áróður að svo sé.

Eða svo þetta sé orðað á annan hátt: Þetta eru allt náskyldar nágrannaþjóðir sem berjast!!! Þetta er EKKI að elska náungann!!!

En við getum líka elskað náungann sem lítur allt öðruvísi út en við sjálf. Spurningin er bara hversvegna óvildin byrjar?

Stríðin á jörðinni núna eru í þessum suðupottum, og því mikilvægt að láta þau hætta. Þetta eru svæði sem tengjast valdhöfum og valdagræðgi stórþjóðanna og trúarbrögðum.

Því legg ég til að við kjósum okkur Ástþór Magnússon sem næsta forseta. Við Íslendingar þurfum slíkan friðarhöfðingja og allur heimurinn þarf slíkan leiðtoga.

 


mbl.is „Ég stefndi á margt annað en prestsskap“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er allt sem sýnist í heilsugeiranum eða hollnustugeiranum

Nútíminn er fullur af gerviefnum sem eru hættuleg fólki og ekki er alltaf að marka umbúðir og merkingar. Það hefur oft komið í ljós að gæðavottanir eða umhverfisvottanir geta verið ómarktækar, til að hylja spor óhollra efna og hættulegra.

Nýjar bækur hafa margar einkennilega efnalykt í sér og grunar mann að þar sé ekki allt með felldu, og geti verið óhollt að anda að sér. Jafnvel slíkur pappír er notaður í Kentucky Fried Chicken, eða þannig var þetta seint á síðasta ári, og vakti ekki hrifningu mína. Hvaða svör fá neytendur? Engin svör? Fólkið við afgreiðslu veit ekkert um þetta og bendir manni á netið og aðila sem varla eða ekki svara erlendis, þannig eru þessar risakeðjur.

Sífellt verða breytingar. Neytendur eru jafnvel margir hverjir sofandi yfir breytingum, og spyrja ekki hvað sé eðlilegt.


mbl.is Eiturefnið reyndist vera ólöglegt skordýraeitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 45
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 159872

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband