Dóttir æskuvinkonu mömmu sem varð bankastjóri.

Ég var að horfa á þáttinn um Gunnar Þórðarson tónlistarmann á RÚV í gær og Þorsteinn Eggertsson eitt helzta textaskáld Íslandssögunnar sagði ýmislegt um þeirra kynni, meðal annars. Þetta var góður þáttur á RÚV og minnti á blómatímann þeirra þegar nóg var um innlent efni eða gott erlent.

Allavega það rifjaðist ýmislegt upp hjá mér, og úr því að Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans er oft í fréttum finnst mér rétt að rifja upp mín kynni af henni, sem voru fátækleg, en eftirminnileg samt.

Hún var bara stelpa á mínum aldri sem ég kynntist ekki náið þarna á heimili foreldra hennar, þegar mamma fór í heimsókn og ég var með. Ég var svo mikið hjá afa og ömmu þá, þetta var kannski bara eitt skipti sem ég var með mömmu þarna í heimsókn, og þá var hún að fara að sofa og búin að bursta tennurnar eða eitthvað. En hún var strax lagleg stelpa.

Mamma sagði oft frá henni hvernig hún fór uppávið í lífinu og mikil gæfusaga. Hún hefur náð þessum árangri með persónulegum dugnaði og metnaði, samkvæmt forskrift Sjálfstæðisflokksins, sem er hið bezta mál. Ég hef ekki haft nein samskipti við hana og hitti hana bara þarna einusinni, held ég. Kannski var það oftar, en þá var ég í kringum tíu ára aldurinn. En ég get ómögulega tengt hana við hugtakið "spilltur bankastjóri", því mér finnst hún alltaf vera þessi litla stelpa á mínum aldri sem ég sá þarna á heimilinu.

Æskuminningar af þessu tagi eru skemmtilegar því þær sýna nútímann í nýju ljósi og fólk sem er þjóðþekkt.

Mamma fór oftar í heimsókn til Óskar, sem er systir Jónu, sem er mamma Lilju. Þær Jóna voru æskuvinkonur úr Kópavoginum og fóru á sama tíma í Kennaraskólann. Ósk var sambýliskona Þorsteins Eggertssonar. Mér fannst merkilegt að kynnast honum, því ég hlustaði mikið á íslenzka tónlist og vissi að hann hafði búið til mjög marga texta.

Það var samt áður en ég fór að semja tónlist, sem var 1983, þegar Bob Dylan og Megas voru orðnir átrúnaðargoð mín.

Já þetta hefur verið um það bil 1980. Merkilegt að Þorsteinn Eggertsson gerði þessa landsfrægu dægurlagatexta eins og ekkert væri eftir símtöl við þessa tónlistarmenn.

Þegar ég samdi "Borgaðu fyrir burgeisana" árið 2008 eftir hrunið var ég ekki að kenna útrásarvíkingunum um þetta allt, heldur tók það fram að þjóðin hafi verið samsek, sofandi að feigðarósi, að þetta var flónska, fólk var veitt í gildru, en þeir auðugu hafi langfæstir ef nokkrir ætlað viljandi að gera neitt af sér.

Þannig að ég er stoltur af þessari tónlist sem ég samdi í Hruninu 2008, sumt af því kom út á hljómdisknum:"Það og það", tekin upp 2008, kom út 2009 með "Ísland skal aría griðland", tekin upp 2009.


mbl.is Lilja tjáir sig ekki um kaup bankans á TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið var gaman að lesa þennan pistil .  Ef þú hefur einhvern möguleika á því þá myndi ég gjarna vilja kaupa hljómdiskinn "Það og það" af þér, gott ef þú hefðir samband við mig í tölvupósti á netfanginu; vesturholt@simnet.is svo við getum gengið frá málunum.  Ég hef lesið flest ljóðin þín sem þú hefur sett á bloggið og finnst mér þau lofa góðu.  Ég óska þér gleðilegra páska Ingólfur og vonast til að heyra frá þér sem fyrst..........

Jóhann Elíasson, 30.3.2024 kl. 13:06

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Jóhann og ég óska þér sömuleiðis gleðilegra páska. Já, ég skal hafa samband eftir páska. Þetta hefur verið að seljast misvel og sumt er uppselt. En ég læt þig vita hvað er eftir.

Bestu kveðjur enn og gleðilega páska, og takk fyrir góða pistla sömuleiðis.

Ingólfur Sigurðsson, 31.3.2024 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 51
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 710
  • Frá upphafi: 107172

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband