Bloggfærslur mánaðarins, september 2022
5.9.2022 | 12:41
Fólk sem eyðir eigin jörð, ljóð 18. maí 2022.
Fólk sem eyðir eigin jörð
ekki skapar gæfukarma.
Lít ég fleiri larma.
Loki togar, klækjabrögðin,
firrtu, grimmu flögðin,
fögur heilla þræl.
Trúum títt á stæl,
trúðabylgjan hörð.
Fjöldans vald er villa,
varla er þar rétt gæfuhilla.
Uppreisn gerðu í anda þínum,
ætíð reyni í mínum.
Mammon heimtar mengun enn,
og meiri völd og jarðarríki.
Heilmynd hans í líki
heillar þig og lætur kjósa.
Á máli mildra rósa,
muntu kjósa rétt?
Kyrrist þann við klett?
Komast skjól í menn?
Steinast þjóðir stjarfar,
stundum virðast jafnvel þarfar,
allt þó hefst með einum manni,
sem elskar starf með sanni.
Fyrirgefur guð þinn slíkt?
Geta menn svo heyrt rétt boðin?
Finnst sú friðarstoðin?
fjöldinn eykst en þrælkast meira,
um heiminn vill ei heyra.
Helja þetta er.
Friður burtu fer,
flest allt lifir sýkt.
Hundar Heljar gelta,
hörkudræsur tíðzku elta.
Samvitzkuna sæktu þína,
síðan Guð mun skína.
Orðskýringar:Larmur tár, frönskusletta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2022 | 13:27
Þýzka ríkisstjórnin er algerlega samstíga Bidenstjórninni í aðgerðapökkum. Demókratar eru allsstaðar eins greinilega.
Nú berast fréttir frá æ fleiri löndum þar sem svonefndir "aðgerðapakkar" eru samþykktir upp á milljarða og billjarða til bjargar ríkjunum og löndunum, hvort sem það er í Ameríku eða í Evrópu. Bidenstjórnin hefur verið iðin við þessa aðgerðapakka sína til að koma baráttumálum í gegn og fjármagna miklar áætlanir. Þessir aðgerðapakkar eru eiginlega einkenni kommúnismastjórna nútímans og jafnaðarstjórna nútímans.
Það er svo sem augljóst að hefðbundin vinstristjórnmál leiða til svona lausna, útþensla ríkisins og rándýr stefnumál efnd.
Ég vil þó minna á mikinn samfélagsrýni sem lézt á þessu ári, hann Jóhannes Björn Lúðvíksson, en hann var búinn að benda á að þessi stjórnsýsla vinstrimanna og jafnaðarmanna væri að búa til aðstæður fyrir kreppur og vandamál í framtíðinni.
Donald Trump gerði þveröfugt, í hans stjórnartíð efldist hagvöxtur sem aldrei fyrr.
![]() |
Aðgerðapakki sem nemur 65 milljörðum evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2022 | 00:32
Loka klappa helzt, ljóð, 16. maí 2022.
Valdhygli, sérgæzka, vörn þeirra smáu,
veröldin, mannfólk og þjóðin sem ann.
Stéttir berjast, leyfa lygð,
Loka klappa helzt.
Komast áfram ei þeir háu?
Aðeins svívirt bragð af lágu?
Skárri heima skyldur sáu,
skratti í heim þann velst.
Kemur að þeim stjarfi, styggð,
stundum finnur engan mann.
Ranglátir dómar og rökhyggjuskortur,
reynslan ei metin að verðleikum þar.
Öfund, minnimáttarkennd,
mannýg grimmdarnaut.
Ætíð nær á toppinn tortur,
treindur burtu sérhver þortur.
Áður varð af ást hver snortur,
allt hið bezta þraut.
Ókind sú var ekki tennd,
aldrei finnur réttlátt svar.
Önnur er vitundin, eigendur manna
upp þeir nú líta ei stjarnanna til.
Femínistum fjarstýrt enn,
fæstir skilja það.
Þurfa gæði og gæzku að banna,
guðdóm ekki lengur kanna,
hverfur loks í fáleik fanna,
finnur engan stað.
Falla í villur maðkar, menn?
Mengun flónsku varla skil.
Orðskýringar: Tortur, eitthvað stutt, lítið, eða lítilsigld mannvera. Þortur: Kjarkur, þor, áræðni. Snortur: Sá sem verður fyrir áhrifum. Hrifnæmur einstaklingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flestu fólki er alveg skítsama þótt það mengi jörðina í hel. Málamyndaaðgerðir vinstrimanna virðast ekki ætla að duga, því plastframleiðslan eykst, meðalhitinn heldur áfram að hækka, og þannig mætti lengi telja. Þessvegna ER ALLT MANNÚÐARTAL OG MANNRÉTTINDATAL HRÆSNI, UPPGERÐ OG EKKERT ANNAÐ. Aðeins fífl viðurkenna þetta ekki.
Viðbrögð fólks við umhverfisvánni sannar að fólk er gjörsamlega samvizkulaust. Sama hegðun og að ofsækja gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, sama hegðun og að byggja kjarnorkuver, menga jörðina með útblæstri og skella ábyrgðinni á komandi kynslóðir.
Það hversu máttlausar aðgerðir jafnaðarmanna og vinstrimanna eru sýnir og sannar að fyrir þeim vakir einungis dyggðaflöggun. Því er ekki hægt að taka svonefnda samúð þeirra alvarlega í mannréttindaefnum.
Mannúðarhræsnarar eru í grunninn sama manntegund og ofsótti gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Það var nefnilega í tízku að telja aríska kynstofninn æðstan um það leyti, og réttlæta ofsóknir á öðrum, einsog mengun er nú réttlætt af mörgum, alveg eins og það er í tízku nú að vera á öndverðum meiði við Hitler í þeim efnum og vilja kalla aðra hægriöfgamenn.
Hvort haglél af þessu tagi flokkast undir að spádómar rætist, það kann vel að vera, en mörg eru teiknin sem segja að hamfarahlýnun verði að taka alvarlega.
Núna þegar hamfarahlýnunin verður barni að bana fara kannski sumir að taka þetta meira alvarlega, vonandi. Slæmt er að slíka atburði þurfi til þess, og þeir duga þó varla til, enn heldur mengunin áfram að aukast.
![]() |
Risavaxið hagl varð ungbarni að bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2022 | 12:31
Geimverur nauðga þér, ljóð, 22. maí 2022.
Geimverur nauðga þér, menningin féll fljótt.
fallega samleitni skortir í einstaklingsranni.
Þannig kemur niðdimm nótt,
náttúra og líf helzt í banni.
Frávarpið, aðvarpið, feðurnir saklausir,
fáránleg kenningin háskólaþræla.
Í því gamla enn má pæla.
aflið er þverrandi, reyna þó taklausir.
Kenndi kristnin það?
kærleik þurfum enn!
Eflum ástarstað,
allir saman menn!
Fullorðna karlmenn hún fer með sem leikþrær,
fávitar upplausnar, agalaus rangan á sterum.
Rændu völdum rolur þær,
remban er aðeins hjá merum.
Kærleikasamfélag kristninnar víkjandi,
kröfuhart númennið, orkufrek smánin.
Liggur þar á skammarskánin,
skrílmennið huglausa feðurna svíkjandi.
Þór er þreksins guð,
það ei gleymist nú!
Fylkjumst fljótt um stuð
og forna sigurtrú!
Draumórar bernskunnar, Disneymynd, allt tál,
dafnandi gróður og mannlíf í verksmiðjureyknum.
Lyftu glösum loksins, skál,
leifturstríð ósigurs teiknum.
Skilningssnautt mannlífið þyrlast til þjáningar,
þúsundir jarðstjarna deyja út og hverfa.
Mun að þessum svikum sverfa?
svannarnir ríkjandi, ömurðarmáningar.
Hefðir heimta af þér
að hafa réttan sið.
Sízt það upphefð er
að undirmenna nið.
Þér mun ei auðnast sú auðvelda vegferð,
ungfrúin dansar í rökkrinu og forðast að hlýða.
Mannsins mikið skælda gerð,
mörgum nam oft fyrir skríða.
Náungakærleikur, fortíðin fallega,
friðurinn, dásemdin, allt sem við þurfum.
Við sem lifðum vékum, hurfum,
verður ei sigurvís önnur slík stalllega.
Hefð er heilög æ,
herinn vaknar því.
Finnum fornan blæ,
sem frelsar enn á ný.
Orðskýringar: Stalllega: Dvöl við fórnarstall sem leitt hefur til sigurs áður.
Máningar: Ferli eða hugsanir kvenlegar, sbr að tunglið hefur verið kennt við það kvenlega.
Undirmenna: Niðurlægja, gera lítið úr, standa ekki með.
Niður: Sonur, afkomandi eða forfaðir eða formóðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2022 | 15:10
Gorbatsjov er sá eini sem fer í sína eigin jarðarför, för í jörðina, aðrir eru þar viðstaddir.
Þorgils Hlynur vinur minn kenndi mér að maður á að nota orðalagið "að mæta við jarðarför", "fara til jarðarfarar", "vera viðstaddur jarðarför", en ekki að "mæta í jarðarför", hann segir:"Maður getur bara mætt (eða farið) í sína eigin jarðarför". Jú, það er rökrétt, því orðið jarðarför þýðir að fara í jörðina, fara í kistu og samlagast moldinni með tímanum.
Blaðamenn eru eins og aðrir, máltilfinning getur sljóvgazt ef ömmur og afar eða eldri kynslóðir minna ekki á rétt mál. Mín máltilfinning hafði sljóvgazt að þessu leytinu til, en nú hef ég lært þetta og segi yfirleitt "að vera við jarðarför".
En eins og fréttin gefur til kynna eru deilur innan Rússlands um fortíðina alveg eins og á Vesturlöndum.
![]() |
Mætir ekki í jarðarför Gorbatjovs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 20
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 572
- Frá upphafi: 141257
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 421
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar