Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2022

Afi hafði það markmið að halda sér ungum, enda náði hann 98 ára aldri.

Fréttin um níræða íþróttagarpinn minnir mig á afa. Þegar hann var níræður fór hann á verkstæðið að vinna daglega og synti og fór í göngutúra nokkrum sinnum í viku. Eftir 95 ára aldurinn fór heilsunni að hraka hjá honum, en hann var 98 ára þegar hann lézt.


mbl.is Níræður og æfir alla virka daga vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að reynt er að berjast gegn hamfarahlýnuninni í Bandaríkjunum

Loksins fréttast einhverjir sigrar á ferli Joe Bidens. Þrátt fyrir að hið samþykkta frumvarp sé útvatnaðra en ætlunin var er þetta í samræmi við stefnumál Demókrataflokksins, umhverfismál og jöfnuður, hjálp til handa þeim fátækari, skattar á þá ríku.

Allir forsetar eru misjafnir og Biden þar með. Sumt tekst honum og annað ekki. Heiftarlegar árásirnar á Donald Trump eru þeim ekki til sóma, vinstrimönnunum þar vestra.

Ég held að það sé ljóst að einungis miklir hæfileikamenn fá á sig aðrar eins árásir og Donald Trump, menn sem geta breytt heiminum, sem skipta virkilegu máli fyrir pólitíkina og mannkynið.

Bæði áhlaupið á þinghúsið og að hafa ekki skilað öllum skjölum embættisferils síns á skjalasöfnin eru nokkurskonar formsatriðabrot, að hafa ekki fylgt hefðum í hvívetna og að hafa farið frjálslega með vald sitt, og nokkuð útfyrir valdsvið forsetaembættisins. En stundum er sagt er að mikilmenni fari frjálslega með hefðir til góðs. Það þýðir þó ekki að alltaf eigi að fara gegn hefðum, en slík tilvik geta fundizt. Um það er deilt og um það má deila í hvaða tilfellum það er, í pólitískum tilgangi einatt. Á sama tíma hafa öfgafullir fylgismenn Demókrata verið að brjóta niður styttur og minnismerki af virðulegum mönnum sögunnar, og hvað er það annað en að fara gegn hefðum og að svívirða söguna? Bara af því að Trump var forseti og ekki Demókrati er honum allt fundið til foráttu af þessu hatursfulla öfgaliði Wokehreyfingarinnar.

En ég held að Joe Biden sé ágætismaður þótt hann sé innanum hýenur. Allavega styð ég hann og áherzlur Demókrata í umhverfismálum og gegn hamfarahlýnuninni. 


mbl.is Frumvarp gegn loftslagsvánni samykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggingaframkvæmdir, rask á álfabyggðum kemur líka af stað náttúruhamförum og stríðum. Mannkynið er sinn eigin tortímandi.

Ef maður veit um staði á landinu sem ætti að friða geta verið ýmsar ástæður fyrir því að maður láti ekkert uppi um það. Sumir af þessum stöðum eru enn svo ginnheilagir að jafnvel enginn núlifandi maður kann að virkja þá eða nýta til fulls og það er ekki bara slæmt heldur afleitt.

Magnús Sigurðsson bloggari er einn af fáum sem botna í svona færslum.

Þekkingin á hugtakinu hörgur er svo til engin í nútímanum, hvorki hér né utanlands. Ekki nóg með að enginn viti með vissu hvað fór þarna fram heldur veit enginn hvað orðið merkir nema að hluta til eða merkti eða hvaðan það er komið. Samkvæmt orðsifjabók Blöndals að minnsta kosti. Ég get þó sagt með fullri vissu að opinber skýring á þessu orði nær ekki nema til um það bil eins prósents að merkingunni og uppruna orðsins. Enda er það hluti af leyndardómnum.

Nú skal það athugað að orðið hörgur er skylt orðinu hörgull, eða skortur á upplýsingum, því allt í sambandið við hörgana var leyndardómur, jafnvel fyrir rúmlega 1000 árum á okkar landi og annarsstaðar.

Fyrsti misskilningurinn sem verður á vegi manns í sambandi við Ásatrú og forn fræði af þessu tagi er sá að hér var ekki um trúarbrögð að ræða, ekki í nákvæmlega sama skilningi og þegar nútímatrúarbrögð eru skilgreind og undirgefni við guðdóminn er undirstöðuatriði hjá hinum trúaða sem tilheyrir trúfélaginu.

Það er vegna þess að einungis lítill hópur manna hafði þekkingu á viðfangsefninu og  var undirgefinn, meiri kröfur voru gerðar til þessa hóps en til presta nútímans jafnvel og vald þeirra var meira yfir náttúru, forlögum og mannfélaginu.

Engu að síður hélzt samfélagið heiðna saman með skýrum reglum og margt í okkar menningu þangað sótt.

Það sem fræðimenn hafa flaskað á er þetta að leita ekki fanga nógu langt aftur í fortíðinni til að skilja þessa menningu.

Drúíðarnir keltnesku og valvarnir íslenzku og völvurnar tilheyra sömu hefð og skyldleikinn mjög mikill á milli, þarna er óslitin lína þekkingar og hefða.

Það væri til bóta ef staðir væru friðaðir þar sem hörgar og hof voru. Í sambandi við nytsamlega og hagnýta beitingu þeirra afla sem þarna eru er þó ekki hægt að lofa fullkomnum árangri.

Ég er þó hneigður til hagnýtra skilgreininga, hvernig það er Íslendingum og öðrum til hagsbóta að friða svona staði, eða jafnvel nýta þá með beizlun kraftanna.

Álfar sem verða fyrir röskunum af brölti okkar mannanna hafa mismunandi tækifæri og völd til að hefna sín eða leita réttar síns alveg eins og við mennirnir.

Það er einungis þar sem hörgar og hof voru, eða mikilvægar álfabyggðir sem það gerist að raskanir á álfabyggðum valda meiriháttar breytingum og skaða í mannheimum, eins og stríðum eða náttúruhamförum, breytingum á stjórnmálum eða aukningu í skilnuðum, og fleira.

En þetta er ekki svona einfalt samt. Það er ekki hægt að lofa því að jafnvel þótt allar álfabyggðir landsins yrðu friðaðar myndi allt fara vel, stríð hætta og náttúruhamfarir einnig. Bæði er um að ræða krafta sem verða að hafa sinn gang og svo er um að ræða hegðun okkar mannanna, þroska okkar og þróun, örlög okkar og innsæi, hæfileika og samskipti okkar við æðri og óæðri verur, góðar og vondar. Þetta er mjög flókin mynd, en of mikil einföldun er ekki til bóta.

Það var haldin ráðstefna álfa á Íslandi í sumar. Hún var mjög fjölmenn. Tók innan við mánuð á okkar mælikvarða, en tíminn líður öðruvísi þar. Stóratburður raunar sem fór framhjá langflestum, og sjaldgæfur atburður að auki, en tilefnin voru næg til að af þessu yrði.

Eins og mig grunaði varð útkoman ekkert sérstök. Minnir á það sem gerist á jörðinni, mikið talað, minna ákveðið. Þó er ég ekki frá því að eitthvað hafi orðið skárra á sumum sviðum, en slæma stöðu er ekki hægt að bæta, ef okkur mönnunum er um að kenna, okkar vandræði í umhverfismálum, til dæmis.

En eins og ég segi, það væri til bóta ef ákveðnir staðir yrðu friðaðir.

Það er eitt í þessu sem er ekki til bóta. Að byggja kirkjur þar sem hörgar voru áður er ekki öllum að skapi, bæði þessa heims og annars. Þó skal það að vísu tekið fram að mjög skemmtilegar undantekningar eru á þessu þar sem slíkt hefur verið til hagsbóta fyrir flesta aðila. Þá finnst þeim jafnvel skárra að fá íbúðarhús og venjulegt fólk stundum þar sem þeirra hús eru og svæði, en ekki ef verið er að eyðileggja álfabyggðir eða trufla starfsemi þeirra með of miklum framkvæmdum.

Orkulínurnar og allt það koma mjög við þetta mál. Það er sérlega truflandi fyrir álfa að búa þar sem fólk með truflandi orku eða starfsemi er á ferðinni. Ég veit að fólk getur ekkert að þessu gert og við það sjálft er ekki að sakast, en svona er þetta bara. Það eru of fáir sem sjá og skynja álfa nú til dags og það er ekki til bóta fyrir þessi samskipti.

Þessi orka er lausn á öllum orkuvandamálum mannkynsins. Þetta er andleg kærleiksorka en það þarf einnig að virða landið, álfa, landvætti, huldufólk og framliðna til að fá aðgang að þessari kærleiksorku.

Að hafa ekki skoðanafordóma er lykillinn fyrsti, að gagnrýna eigin flokka eins og aðra flokka, Jesús kom til að sameina en ekki til að sundra, það gerði ég líka.

Að vita að stríð nú til dags snúast um annað og meira en pólitíska hagsmuni, að lyfta sér yfir það. Að viðurkenna réttindi árásaraðilanna, nálgast óvinina í kærleika, sjá þeirra hlið á málunum, komast að samkomulagi og semja um frið, þetta er hægt og þetta er mögulegt.

 


mbl.is Umbrot gætu fylgt aukinni virkni nærri borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bangladesh tónleikarnir 1971

DVD mynddiskar geta verið skemmtilegri en sjónvarpsdagskráin. Tónleikarnir vegna hungursneyðar í Bangladesh sem George Harrison og félagar héldu árið 1971 eru sígildir og hægt að hlusta og horfa á þá aftur og aftur. Þar kemur margt til. Þetta voru sennilega fyrstu góðgerðartónleikarnir í tónlistarsögunni, og þarna komu saman tveir af fjórum Bítlum ásamt Bob Dylan og fleiri frægum tónlistarmönnum þess tíma.

Fyrir Bob Dylan aðdáendur eru þessir tónleikar sérstakir. Þetta eru fyrstu endurkomutónleikar Bobs Dylans sem heppnuðust vel, eftir að hann tók sér frí frá skipulögðu tónleikahaldi árið 1966 og gerðist fjölskyldufaðir að aðalstarfi en tónlistarmaður þar á eftir, fram til ársins 1974.

Það er áhugavert að bera saman frammistöðu ólíkra tónlistarmanna á þessum tónleikum. Þannig er merkilegt að lagið sem Ringo Starr syngur þarna er tilþrifalítið og flatt, en trommuleikur hans prýðilegur eins og venjulega. Hann syngur um leið og hann trommar og lítið heyrist í söngnum. Það bendir til þess að þegar honum tókst vel upp í hljóðverinu og á plötum sínum hafi það verið lagfært með tæknivinnu og mörgum upptökum af sama laginu.

Leon Russell er í stuði en lögin eftir hann sjálfan eru ekkert sérlega spennandi, frekar þegar hann syngur staðlaða rokkslagara sem þetta hljómar vel hjá honum.

Aðalstjörnur þessara tónleika eru vinirnir Bob Dylan og George Harrison, enda um tvo frábæra tónlistarmenn að ræða.

Ég hef séð Bítlana á tónleikum á sjöunda áratugnum, og frammistaða sólógítarleikarans þeirra á þessum tónleikum stendur þeim tónleikum að baki. Kemur þar margt til. Bítlarnir voru bæði skemmtilegir á tónleikum og á plötum, söngurinn innlifaður, tilþrifamikill og hljóðfæraleikurinn samstilltur, en þarna er þetta faglegt en ekki gert af sérlegum áhuga.

Þar fyrir utan voru Bítlarnir misjafnir sem söngvarar. John Lennon og Paul McCartney höfðu langmesta sjarmann sem söngvarar, bæði frábærlega raddtækni, háar raddir og með vítt raddsvið en auk þess þetta óútskýranlega, stjörnutaktana, stórstjörnusjarmann sem aðeins örfáir hafa. Á tónleikum Bítlanna nær George Harrison að komast vel frá flutningi laga sinna, vegna hjálpar hinna Bítlanna, en þarna eru lögin ekki jafn áhugaverð, en samt nokkuð góð. Sérstaklega er áhugavert að sjá og heyra samspil vinanna Erics Claptons og George Harrisons, frábærlega fimi og ítarlega þjálfun og reynslu þeirra beggja þannig að engin feilnóta er slegin og lögin hljóma næstum alveg eins og á plötunum, en söngurinn er ekki alveg eins lifandi og þar.

En ég held að John Lennon og Bob Dylan hafi báðir haft sömu hæfileikana í söng, að vera færir um að blása nýju lífi í flutninginn, jafnvel uppi á sviði, og láta göml lögin hljóma á nýjan og ferskan hátt í hvert skipti.

Það verður að segjast að ákveðnir yfirburðir Bobs Dylans í flutningi á tónleikum koma þarna nokkuð vel í ljós. Ekki að rödd hans sé þýð, eða fullkomin tæknilega, heldur sjálfsöryggið og hann virkar eins og kennari, sem syngur löng lög sem allir hlusta dáleiddir á. Sú tilvitnun mun víst vera komin frá Allen Ginsberg sem hann vann með um tíma að flutningur Dylans hafi þegar bezt lét verið eins og einn samhangandi andardráttur, og meinti hann þar heilagur andardráttur, eða andardráttur Guðs, í þeirri merkingu að hann hafi verið eins og spámaður Guðs þegar hann sló í gegn, talaði máli fjöldans, kom með friðarboðskap og annað slíkt.

Einnig átti hann við þetta, að lög Dylans minna oft á langar þulur, sem meistarinn man orðrétt og flytur eins og boðorðin tíu af fjallinu í Gamla testamenintu eða Fjallræðu Krists, eitthvað slíkt sem hefur alltaf áhrif, eins og góð ræða prests sem allir hlusta á.

Þetta kann að vera tengt vinnuaðferðum Bobs Dylans. Hann er eins og Bubbi Morthens með það að vinna og semja oft lög sín og texta samhliða og læra utanað með því að þylja upp. Þannig lýsti Joan Baez vinnuaðferðum hans í viðtali árið 1973.

En þrátt fyrir allt er eins og þessir tónlistarmenn séu heima hjá sér að spila fyrir sjálfa sig þar sem þeir eru uppi á sviði. Þeir horfa hverjir á aðra frekar en áheyrendur, og flutningurinn miðast við hið tæknilega frekar en hið útblásna og innlifaða eða víxlverkaða við áheyrendur og áhorfendur.

Hljómur er þó góður og mynd. Og það er sögulegt að sjá þessa heimsfrægu tónlistarmenn á þessum yfirlætislausu tónleikum, en vel er klappað og fjölmenni í salnum.

Ringo Starr og George Harrison virðast venjulegir menn og ekki stórstjörnur. Þarna er ekki æpandi ungmeyjaskarinn sem fylgdi Bítlunum heldur er hljóð í salnum á meðan lögin eru flutt, en vel klappað á eftir.

Ef maður ætti að skilgreina stórstjörnueiginleika Bobs Dylans frekar þá tekur maður eftir því að hann er lagviss, og jafnvel þótt hann sé alltaf að breyta útsetningum á eigin lögum þá veit hann hvað hann er að gera og syngur ekki falskt, þótt brestir komi í röddina stundum.

Hann náði yfirleitt alltaf að ljá textum sínum sérstaka áherzlu á þessum árum. Á endalausa túrnum sem byrjaði 1988 og stendur enn yfir hefur hann þó að margra áliti oft sungið gjörsamlega tilbreytingarlaust, en það er annað mál, eins og gróðahyggjan sé orðin listrænum metnaði ofursterkari hjá honum, því miður.

Þessir tónleikar geta kennt tónlistarmönnum margt. Eric Clapton og George Harrison sýna snilldarlegan gítarleik, og mörg lög eftir Bítilinn George Harrison eru auk þess í hæsta gæðaflokki, eins og Bítlalögin sem hann þarna flytur. Textarnir hans Dylans eru hins vegar á við beztu ljóð sem samin hafa verið á ensku og flutningur hans einnig mjög góður.

Ef allir Bítlarnir hefðu mætt og komið saman hefðu þetta orðið enn merkilegri og betri tónleikar, þannig að fullkomnunina vantar, en skemmtilegir eru þeir samt.


Að eigna guðunum í Valhöll (eða Ásgarði) heiðurinn

Ingvar frændi kenndi mér það að sannur skáldskapur og kveðskapur kemur alltaf frá öðrum sem yrkja í gegnum mann, íbúum annarra stjarna. Eins er það með andlega hæfileika eins og að sjá fram í tímann, eða skynja látna, álfa, huldufólk, framandverur, hliðstæða veruleika, það kemur frá guðunum og gyðjunum í Valhöll, eða Ásgarði.

Þessvegna lærði ég það snemma að höfundarétturinn á manns eigin kveðskap og annarra er hæpinn. Maður jú sættir sig við þessa mannlegu skilgreiningu og gott er þegar hægt er að lifa af höfundarlaunum, en maður tekur þetta nú samt misalvarlega miðað við skýringar afabróður míns á höfundaréttinum og eðli innblástursins, sem komi alltaf frá öðrum stjörnum og einstaklingum annarra hnatta.

Um tíma kaus ég Pírata því mér fannst þeir ferskir og hélt jafnvel að þeir væru hægriflokkur. Annað kom í ljós. Þórhildur Sunna og fleiri hafa dregið þann flokk langt til vinstri, en upphaflega var hann jafnvel stofnaður sem hægriflokkur, flokkur frelsis og nýrra skilgreininga.


Árangur í loftslagsmálum ómögulegur án samvinnu Kínverja og Bandaríkjanna. Demókratar, mesti umhverfisverndarflokkurinn ber ábyrgð á að Kína slítur samstarfi við Bandaríkin, og Nancy Pelosi.

Einhver bloggari fyrr í vetur hérna skrifaði á þá leið að Nancy Pelosi væri ásamt Hillary Clinton ein hættulegasta kona í heimi, og árásirnar á Trump frá þessum öfgakvendum væru ekki til sóma, hitt þó heldur, úr takti við afrek Trumps en í samræmi við mistök Demókrata.

Þegar þau orð voru skrifuð var þetta mál ekki komið í hámæli, deila Kínverja og Bandaríkjamanna. Eins og menn vafalaust muna var Nancy Pelosi ein sú allra hvassasta gegn Trump í kjölfar áhlaupsins á þinghúsið bandaríska, og ákærurnar á hann frá henni komnar trúlega að einhverju leyti.

Þá var mikið talað um skaðann fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina að svona ólýðræðislegur forseti eins og Trump hefði verið við völd, sem ekki færi eftir baneitruðum spillingahefðum jafnaðarfasismans sem allt er að drepa.

En hvað gerist nú? Kom það ekki fram í kvöldfréttum RÚV í gær frá áreiðanlegum heimildum vinstrimanna að án samvinnu Kína og Bandaríkjanna yrði ómögulegt að ná árangri í umhverfismálum, mannréttindamálum og mörgum öðrum veigamiklum málum sem vinstrimenn og jafnaðarmenn setja á oddinn sem sín ALLRA BRÝNUSTU MÁL?

Margir hefðu nú sagt af sér af minna tilefni en þetta, Nancy Pelosi. Viljandi klúður eða ekki klúður, klaufaskapur, heimska eða vanthugsun, þetta setur loftslagsmálin í heiminum í algert uppnám og mannréttindamálin einnig, og fleiri mál.

Hversvegna eru Demókratar, vinstrimenn og jafnaðarmenn að skjóta sig svona í fótinn? Hvernig væri að hætta að standa í deilum við Donald Trump og fá hæft fólk í stjórnunarstöður í staðinn fyrir Nancy Pelosi eða aðra sem klúðra málunum svona rosalega?

Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, lætur sín öfgabaráttumál yfirskyggja dómgreind og rökvísi eða stjórnvizku hóflega samkvæmt hefðunum.

En eins og venjulega eru femínistar ekki ávíttir, bara Trump og þannig fólk.

Þessar orrustuþotur Kína nálægt Taiwan eru mjög áþekkar stríðinu í Úkraínu og afskiptum vesturlanda af Rússum og Úkraínustríðinu. Það er vissulega hægt að leiða að því líkum að Kínverjar hyggi á innrás í Taiwan, hvort sem þeir láta af því verða eða ekki.

Heimurinn er miklu, miklu, miklu hættulegri staður nú en fyrir örfáum árum. Mistök á mistök ofan, endalaus röð af mistökum og heimskulegum ákvörðunum. Dómgreindin horfin.

Það er hægt að hafa skoðun á frelsi, lýðræði og mannréttindum í Taiwan eða Úkraínu. Svo er annað mál hvort raunhæft er að stjórna Rússlandi eða Kína þegar kemur að íhlutun á þessum svæðum.

Viðbrögð Vesturlanda við Úkraínustríðinu hafa ýtt Rússum enn þéttar í fang Kínverja og einræðisríkja annarra. Það hefur sennilega ekki verið upphaflega ætlunin, enda ekki talið æskilegt yfirleitt.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hættuna á því að Pútín haldi áfram hernaði sínum og muni eins og Hitler reyna að ná allri Evrópu. En endurtekur sagan sig endilega nákvæmlega eins alltaf?

Menn hafa fært rök fyrir því að með því að gera Pútín erfiðara fyrir verði friðsamlegra í heiminum, að hann sé eina raunverulega friðarógnin í Evrópu nú um stundir. Þetta er hæpið.

Það sem mér finnst augljóst af heimsmálunum í dag er að allt er að gliðna í sundur meira og minna, Pútín er ekki undantekning heldur regla í því.

Á meðan Kínverjar sjá að Bandaríkin og Evrópa eru með Pútínþráhyggju gæla þeir við að innlima Taiwan, sennilega, en voga sér tæplega, en fylgjast vel með vandræðaganginum í vestrænum löndum, þar sem orkukreppa skekur Evrópu og stjórnmálakreppa er nokkuð augljós í Bandaríkjunum, með harðvítugum deilum flokkanna og ellihrumum forseta sem femínistar stjórna með mishyggilegum hætti eins og dæmið um Nancy Pelosi sýnir.

Öll þessi margháttuðu vandræði í Vesturlöndum sem aðeins aukast með því að senda hergögn til Úkraínu, auka þar mannfallið og eyðilegginguna af sprengiregni, þau segja Kínverjum eitthvað svipað og þau sögðu Pútín áður en hann réðist á Úkraínu og sá hinn hikandi forseta Joe Biden og femínistana í kringum hann, að kannski sé núna ekki verri tími en annar til að ráðast á Taiwan.

Þeir sem þekkja kínverska sögu og menningu vita að Kínverjar hafa litið stórt á sig frá fornu fari. Þeir eru ekki að fara að láta segja sér fyrir verkum, en hafa sýnt þó að þeir hafa mikla hæfileika til að vera í samvinnu við aðrar þjóðir þrátt fyrir ólíka menningu.

Sú samvinna er nú í sögulegu og skelfilegu uppnámi og ástæðan er Nancy Pelosi, sem einna mest hefur ráðist á Donald Trump fyrir "árásina" á þinghúsið.

 


mbl.is Kína slítur samstarfi við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV ætti að ráða þulurnar aftur til starfa og endursýna Derrick, Ráðgátur og fleiri góðar þáttaraðir úr fortíðinni.

Ég tek undir með Ómari Ragnarssyni og Þorbirni Þórðarsyni að framvindan í þessu gosi gæti farið að minna á Kröflueldana frá 1975 til 1984. Það sem hann minnist af hógværð ekki á í sínum pistlum um þetta er að hann flaug sinni vél yfir gosstöðvarnar þá einatt og maður man eftir því úr fréttatímunum þegar maður var barn og unglingur. Það voru jafnvel enn glæsilegri myndir en þessar, teknar frá mörgum sjónarhólum, en alltaf er þetta mikið sjónarspil.

Þegar maður með reynslu eins og hann fjallar um þetta er kannski óhætt að taka eitthvað mark á honum.

Pistillinn hans sem kom nýlega og heitir "Kröflugosin urðu níu og fóru stækkandi" er merkilegur, hann var skrifaður áður en gosið byrjaði, en þar var hann sannspár.

Að þessu sinni ætla ég að hrósa ungri konu þótt ég hafi oft gagnrýnt femínismann. DV segir frá henni, fyrrverandi þingmanni Pírata, Söru Oskarsson, sem hneykslast á fólkinu sem gætir sín ekki við að skoða gosið.

Hún spyr:"Hver ól þau upp?", og á til dæmis við mann sem ökklabrotnaði við gosið. Svo er talað um Ísland sem skrípasker. Margt til í þessu.

Það er bara aukið álag á læknastéttina þegar svona gerist, en hún er of fámenn fyrir. Síðan ef banaslys verða mun það kasta ljótum bletti á Ísland.

Annars fyrst ég var að tala um RÚV fortíðarinnar vil ég halda því áfram. Ég man hvað ég hlakkaði til þegar Ráðgátur byrjuðu 1993 á RÚV, hvað það voru skemmtilegir þættir, sem síðan fóru á Stöð 2, eða hvað Derrick var framúrskarandi góður, Dallas sem allir fylgdust með, Húsið á sléttunni og margt fleira.

Ég man hvernig þetta var í þá tíð, þá voru líka svarthvítar kvikmyndir sýndar frá 1940 - 1960, eins og Hitchcock meistaraverkin. Sjónvarpsefnið var vandaðra og þulurnar urðu heimilisvinir, ef svo má segja, fólk hafði mismunandi skoðanir á hver var uppáhalds þulan þeirra í sjónvarpinu og svoleiðis.

Í dag er þetta allt einhver flatneskja. Sama hvaða stöð er valin, þetta er eiginlega allt eins. Versnandi íslenzka og óspennandi enska.

Það ætti að endursýna Derrick þættina í frábærum þýðingum Veturliða Guðnasonar, Ráðgátur og einnig ætti að hefja sýningar á gömlum og nýjum þáttum úr Star-Trek seríunni, eða Star-Gate seríunni.

Það er nú eitt sem er óskiljanlegt. Nú er búið að hefja aftur framleiðslu á Star-Trek þáttum í Bandaríkjunum og þeir fá frábæra dóma. Af hverju sýnir ekki RÚV þessa þætti? RÚV sýndi allar fyrri Star-Trek þáttaraðir frá 1993 til 2006, ég er ekki viss um fyrstu þáttaröðina frá 1966, ég var ekki fæddur þá. Þetta er alveg ótrúlega lélegt af RÚV, að sýna ekki nýju þáttaraðirnar bandarísku af Star-Trek, þetta er mikið menningarefni sem víkkar sjóndeildarhringinn svo fólk fari að hugsa eitthvað út fyrir hnöttinn, að það sé mögulega til líf á fleiri plánetum en þessari.

Auk þess þarf að fá þulurnar aftur á skjáinn.

 


Alls staðar er eymdin, (Blús, taktur og tregi), ljóð frá 6. ágúst 1996.

G6

Alls staðar er böl,

G6

alls staðar er böl,

G6

og alls staðar er eymdin.

 

Okkar líf er böl,

okkar líf er böl

og alls staðar er eymdin.

 

Okkar líf er kvöl,

okkar líf er kvöl

og alls staðar er eymdin.

 

Mennirnir velja það ranga,

mennirnir velja það ranga

og alls staðar er eymdin.

 

Mennirnir kunna ekki að lifa,

mennirnir kunna ekki að lifa

og alls staðar er eymdin.

 

Mennirnir kunna ekki að hugsa,

mennirnir kunna ekki að hugsa

og alls staðar er eymdin.

 

Mennirnir gera aðeins það sem er rangt,

mennirnir gera aðeins það sem er rangt

og alls staðar er eymdin.

 

Mennirnir geta ekki stjórnað sér,

mennirnir geta ekki stjórnað sér

og alls staðar er eymdin.

 

Mennirnir kunna ekki fótum sínum forráð,

mennirnir kunna ekki fótum sínum forráð

og alls staðar er eymdin.

 

Alls staðar er sársaukinn,

alls staðar er sársaukinn

og alls staðar er eymdin.

 

Alls staðar er ranglætið,

alls staðar er ranglætið

og alls staðar er eymdin.

 

Þetta ljóð er dægurlagatexti og birtist á hljómdisknum:"Hið mikla samband" eftir mig frá 1999. Ég býst við að hann hafi selzt einna bezt af mínum tóndiskum.

Blúsinn er talinn uppistaða rokksins og poppsins og þessvegna þurfa allir tónlistarmenn að kynna sér hann.

Boðskapur textans eða ljóðsins er eitthvað á þá leið að fólkið sem mest stundar erlend hjálparstörf ætti að sjá eymdina á Íslandi einnig, allskyns óhamingju, vímuefnaneyzlu, þunglyndi, sjálfsmorð, sjúkdóma, örorku, elli, einmanaleika, skilningsleysi, ástleysi, barnleysi, lélegt uppeldi, rifrildi á milli fólks og samskiptaleysi, þannig mætti lengi telja.

Í þessum texta eða í þessu ljóði eru einnig heimspekilegar spurningar um hinn frjálsa vilja, hvort fólk stjórni sér sjálft eða láti stjórnast af tízkunni eða öðrum eða hvort fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum, öndum eða fólki á okkar eigin jörð.

Í þessum einföldu en djúpu setningum er allskyns speki sé vel að gætt.

Grunnspekin er þó hluti af Nýalsspekinni, að helstefna ríki á jörðinni, samkvæmt dr. Helga Pjeturss, en hljómdiskurinn er allur um þau fræði.

Líf okkar er böl á meðan kærleikurinn gæti verið meiri, nándin meiri milli fólks og samstillingin. Í því ljósi er rétt að skoða þessar setningar.

Að velja það ranga er einnig vísun í stjórnmálin. Að Guðmundur Franklín skyldi hvorki kosinn forseti né inná þing er alveg til vitnisburðar um þetta.

Að kunna ekki fótum sínum forráð, þetta á við um svo margt í fortíð, nútíð og framtíð, hægt er að vísa í nýjustu fréttir, fólk þarf að gæta sín á gosstöðvunum nýju, gasmengun er þarna hættuleg, og hraunið nálægt ásamt sprungum.

Alls staðar er ranglætið, jafnvel í okkar réttarfarskerfi er hægt að benda á ranglæti, þegar einum hópi er hampað tapar annar hópur, aukin völd femínista minnka völd karla og drengja, og þar er víða óréttlæti sem afleiðing.

Alls staðar er sársaukinn. Ekki er auðvelt að mæla sársaukann. Fullyrt er að fólk án tæknivæðingar og nútímaþæginda hafi það verra en við, barnadauði, tíðar barnsfæðingar, hungur og slíkt, hjá býsna mörgum. Samt er notkun þunglyndislyfja gríðarleg á Íslandi og í Vestrinu.

Það bendir til þess að sársaukinn sé jafnvel meiri í Vestrinu en hann var fyrr, ekki minni að minnsta kosti.

Svona ljóð eins og þetta eða söngtexti er ekki ætlaður sem þunglyndislegt innlegg, heldur sem vísun í það sem mælir gegn ýmsu sem talið er bezt og rétt í okkar heimshluta, áminning um hinar hliðarnar á málunum.

Og þessvegna er ekki hægt að telja það allt upp. Gott ljóð er opið fyrir sem víðtækustu túlkunum. Vonandi að þetta sé þannig.


Reiðin í athugasemdakerfum DV

Það opinberar skuggahliðar mannanna að lesa athugasemdir í DV oft. Þar er algengt að fólk helli úr skálum reiði sinnar yfir Trump, þótt hann sé ekki lengur forseti. Það vaknar sá grunur að ekki sé þetta fólk ánægt með sitt eigið líf og hafi því þörf fyrir að ráðast á Trump eða að það sé á einhverju, eins og sagt er.

Til dæmis þegar Trump er kallaður trúður eða hann hafi framið glæpi gegn mannkyninu. Eða þegar hann er sagður vera með elliglöp þannig að hann muni varla neitt. Þarna er nefnilega verið að snúa flestöllu sem andstæðingar Joe Bidens segja um hann uppá Trump og það er sérlega lélegt.

Til dæmis er það næstum útilokað að Trump eða Repúblikanar hafi fundið upp Covid-19. Og vel að merkja, þessi frétt sem kom nýlega um að vísindamenn "teldu sig loksins  vita" hvaðan Covid-19 kom, úr leðurblökum en ekki tilraunastofum, hún ætti að sannfæra alla um að veiran er manngerð, annars væri ekki reynt að hrekja það, þarna er sannleikur sem elítan á erfitt með að reyna ekki að hrekja.

Ef venjulegur lesandi notar rökhyggjuna og spyr sig hverjir séu líklegastir til að hafa fundið upp Covid-19, þá er það strax ljóst. Hvaða hópar hafa mest talað um þörfina á því að fækka mannkyninu? Jú, Demókratar, jafnaðarmenn, vinstrimenn, ofstækisumhverfisverndarsinnar en ekki Repúblikanar og hægrimenn. Bill Gates er meðal þeirra, og hann er með þeim ríkustu í þeirra hópi, og hluti af lyfjabransanum.

Ef Donald Trump er sekur um eitthvað þá er það gagnvart sinni eigin þjóð, að hann hefði mátt bregðast hraðar við þegar faraldurinn var að brjótast út, með einhverjum aðgerðum, sem ég veit ekki hverjar hefðu átt að vera, því ekki dugðu bóluefnin neitt, eða sáralítið, eða gerðu skaða, að margra áliti. Annars er það næstum ómögulegt að hemja svona faraldur í risastóru landi eins og Ameríku, nema með kínverskum aðferðum, loka fólk inni, sjóða fyrir dyrnar og eitthvað slíkt, en Bandaríkjamenn þola ekki slík mannréttindabrot á sér. Ekki enn að minnsta kosti, hvað sem síðar verður, ef vinstristefnan heldur áfram að eflast í heiminum.

Trúðshugtakið hefur verið notað um Joe Biden ekki síður en um Trump, og oftast held ég að Biden hafi verið talinn með elliglöp en Trump, en slíkt er erfitt að meta, hægt er að kalla margt því nafni í hegðun og útliti og það er næstum smekksatriði.

Nýaldarhreyfingin kennir fólki að fyrirgefa sjálfu sér og setja sjálft sig í fyrsta sæti, eða sumt innan þeirrar hreyfingar. Femínistar hafa margir tekið þann boðskap uppá sína arma, og konur yfirleitt.

Þessvegna spyr maður sig, hvernig stendur á því að margir femínistar og jafnaðarmenn lifa ekki samkvæmt því, heldur finna óvini í náunganum, forseta Bandaríkjanna og ýmsum öðrum? Getur verið að þetta fólk sé óhamingjusamt og geti ekki fyrirgefið sjálfu sér, og geti þar af leiðandi ekki fyrirgefið öðrum, Donald Trump og fjölmörgum öðrum sem tilheyra feðraveldinu, að þeirra áliti?

Annars fór ég að virða og skilja kristna trú alveg á dýpri hátt þegar ég las bókina Himinn og Hel eftir Emanuel Swedenborg. Hann var uppi á endurreisnartímanum, en mjög kristinn maður.

Hann leggur áherzlu á allt annað en húmanistar og jafnaðarmenn. Hans boðskapur er að maður eigi ekki að setja sjálfan sig í fyrsta sæti, heldur náungann og Guð. Það held ég að sé sígilt kristileg túlkun á tilverunni. Það var sú kristna trú sem ég fékk að kynnast í bernsku. Sá kærleikur nær dýpra en húmanisminn, því auðvitað þarf maður að fyrirgefa sjálfum sér til að geta elskað aðra. Sagði ekki Kristur að maður ætti að elska náungann eins og sjálfan sig? Það þýðir að maður verður að virða og elska sjálfan sig upp að einhverju marki til að geta elskað aðra.

Það er staðreynd en ekki samsæriskenning að það flýtur allt í dópi á Íslandi nú um stundir. Fer dópið vel með fólk? Nei. Ætli það séu ekki margir "á einhverju" sem hatast útí Trump og fleiri sem reyna að fletta ofanaf spillingu?

Jú það er rétt að Trump er mjög langt frá því að vera fullkominn. Samt þurfti mann eins og hann til að koma samsæriskenningum fram í dagsljósið, og koma virkilegri gagnrýni á vinstriöflin og glóbalismann uppá yfirborðið.

Jafnvel þótt óvinir hans ráðist á hann af fullum þunga og komi honum í tugthúsið verður ekki hægt að afsanna allt sem fólk hefur lært á vegferðinni síðan hann varð forseti.

Gleymum því ekki að menn geta risið upp eftir fangavist aftur, sterkari en nokkrusinni fyrr. Þó efast maður um að Trump endist aldur til að til að eignast annað pólitískt líf eftir slíkt, eða verða fjörgamall maður og halda bæði andlegum og líkamlegum styrk eftir slíkar þrekraunir, ef það verður.

En hitt er þó alveg víst, "Orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getur", og hatur óvinanna getur ekki eyðilagt góðan orðstír Trumps eða annarra.


mbl.is Segir Trump hafa reynt að taka í stýrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hægt að búast við ýmsu

Í sambandi við þessa jarðskjálfta, mögulegt gos og jarðhræringar er nauðsynlegt að það komi fram að sumir vísindamenn hafa sagt að vel megi búast við talsvert stærri skjálftum, sérstaklega á Bláfjallasvæðinu. Þar verða víst suðurlandsskjálftar uppá 7 jafnvel, og byggðin hefur aldrei verið svona þétt þegar það hefur gerzt. Að vísu eru húsin sterkari nú en áður. Samt þola þau ekki hvað sem er, og hætta er á að vatnslagnir springi og þá þarf vatnsveitan að loka fyrir í götum um leið, og fólk þarf að hringja í neyðarlínu eða yfirvöld ef það lendir í slíku, sem gæti orðið í mjög stórum skjálfta.

Eins og komið hefur fram eru stærstu skjálftarnir ekki tengdir gosinu heldur vegna spennunnar í jarðskorpunni sem er fyrir hendi og á eftir að losna. Helzt myndi ég vilja búa hjá ættingjum mínum í Trékyllisvík fyrir norðan eða á austarlega á landinu þegar hrinurnar eru svona skarpar og hægt er að búast við enn stærri skjálftum eða eldgosum nærri byggð.

Vert er að líta á þetta þannig að skjálftar sem tengjast gosum geta komið af stað virkilega stórum skjálftum, sérstaklega núna þegar mjög langt er síðan stór suðurlandsskjálfti varð. Þessi sem varð árið 2000 mun ekki hafa dekkað nema brot af kraftinum, þannig að hægt er að búast við ýmsu.

Svo er einnig mögulegt að þessi hrina deyi út eða endi með gosi, en þeir telja að þessi umbrot muni þó standa yfir í langan tíma, þetta óróatímabil.


mbl.is Jarðskjálftahrina – sá stærsti 4,8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 780
  • Frá upphafi: 127476

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband