Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Yfirborðið annað, ljóð frá 29. júní 2022.

Ekki inn þau komast,

aðeins talin smá.

Rostungar að rotast,

reynslu vart þó fá.

Lýðnum stjórnað, líttu á,

lýðræðið er horfið.

Skólar þrælka þjóðir, sjá

því að öllum sorfið.

 

Yfirborðið annað,

andleg vídd hjá þér.

Hinir líka í hömum,

horfnir, því er ver.

Böðlum fyrir krjúpa í kröm,

keppast slíka að hylla.

Lygaþvælan líka töm,

Loka vilja gylla.

 

Konur ekki kvarta,

karlar ei heldur, nei,

nema góðverk geri

glatað, sokkið fley.

Ef hann vildi elska í raun,

eitrið guðdóm myrti.

Öfug fékk hann alltaf laun,

efinn hana firrti.

 

Ekki er hægt að harma

þá Helja gleypir allt.

Tækifærin fengu,

frægist geð ei kalt.

Þar sem frelsið flýgur eitt

frekar kraftar stælast.

Kvennaréttur, mannorð meitt,

morðvargsdólgar hælast.

 

Saklaus varð að víkja,

vininn ekki fékk.

Úrelt undirstaða,

ekkert vel því gekk.

Fyrrum var þar friður þó,

fallið vilja ei skynja.

Af eyðingunni ei fá nóg,

ekki er því að kynja.

 

Milda meginstúlka,

muntu segja já?

Annars myrkrið magnast,

mörgum kemst ei frá.

Amma þín var einkar fróð,

ótalmargt þér kenndi,

en, vargsins hyggja villt og óð

vonarþráðinn brenndi.

 

Kónginn þarf að krýna

svo komist hér að von.

Djöflar allt í öllu,

yfirskyggja tron.

Hamlet þolir harða raun,

hann er enn á lífi.

Ömurleg fær aðeins laun,

og ekki lof frá vífi.

 

Vonir víkja, deyja

vaknar tómið eitt.

Ekkert framlíf aftur,

engum finnst það leitt.

Eins og fortíð framtíð rís,

fellir allt það góða.

Maður aðeins mengun kýs,

og myrðist faldatróða.

 

 

Orðskýringar: Tronn eða trónn: Hásæti, valdastóll.


Um fjölmargar skotárásir sem einkenna nýlegar fréttir

Sjónvarpsstöðin Hringbraut hefur verið með umfjöllun um þetta alla síðustu viku nokkuð ítarlega og betri en hjá RÚV og Stöð 2. Eins og kemur fram í umfjöllun flestra sérfræðinga er það jaðarsetningin og einangrunin sem eykur líkur á svona árásum - það sem gerendur upplifa sem einelti gegn sér og er það jafnvel, að gerendurnir upplifa sig sem fórnarlömb, enda er vel hægt að vera bæði fórnarlamb og gerandi í senn, kannski er það jafnvel nokkuð algilt.

Segja má að Vesturlönd framleiði þessa ofbeldismenn sem koma margir úr röðum ungra manna með lítinn stuðning vina og kunningja eða tilheyrandi minnihlutahópum. Framleiðslan á svona einstaklingum fer fram með því að búa til hataðar staðalímyndir sem valda einstaklingunum sem falla inní þær ómældum sársauka, og þegar við bætist lélegt uppeldi, eða eitthvað annað lætur eitthvað undan síga.

Annars er það einnig ljóst að þessar skotárásir bera það með sér að ofbeldiskvikmyndaiðnaðurinn frá Bandaríkjunum hefur mikil áhrif. Sú umræða var virkari á árum og áratugum áður að ofbeldiskvikmyndir og tölvuleikir slíkir byggju til unga ofbeldismenn. Sérfræðingar fundu ekki tengsl þar á milli.

Því má segja að það taki langan tíma fyrir menninguna að mettast af svona áhrifum, en nú er menning okkar orðin fullmettuð af þessum neikvæðu Hollywoodáhrifum, og þetta hefði verið óhugsandi áður en allir ólust upp við svona kvikmyndir í stað menningarbætandi bókmennta sem höfðu miklu fjölskrúðugri og uppbyggilegri áhrif þegar á heildina er litið, að öllum líkindum.

Þegar elítan í löndunum ákveður að ofsækja innlenda karlmenn í stað minnihlutahópa sem áður fengu litla vernd, þá gerast þessar hamfarir, að fjölgun verður í hópi innlendra ofbeldismanna sem skjóta í skólum og víðar, drepa og særa, en fækkun verður í hópi útlendinga sem slíkt fremja.

Minnumst þess sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði í Kastljósinu fyrir nokkrum árum, að "nauðsynlegt væri að faðma ungu innflytjendurna", til að minnka líkur á ofbeldisverkum frá þeim, veita þeim kærleika og hlýju. En á sama tíma talaði hún ekki þannig um karlmenn almennt, hvað þá fólk sem er ekki sammála henni í skoðunum.

Eins og sérfræðingar hafa sagt er talið að geðröskun eða geðveiki auki ekki líkurnar á ofbeldisverkum, heldur séu þar aðrir þættir til grundvallar, eins og ofsóknarbrjálæði, vænisýki, sem vaknar vegna óhamingju og félagslegrar einangrunar, að viðkomandi upplifi sig sem fórnarlamb, lagðan í einelti, vinalausan og slíkt.

Það vill bara þannig til að það eru miklir fordómar gegn geðröskun og geðveiki alveg eins og fordómar gegn útlendingum og minnihlutahópum, þótt minnkandi fari gegn ýmsum hópum án efa. Þannig að á meðan ákveðinn minnihlutahópur ýtist upp félagslega fer annar niður, og sá hópur sem mest hefur farið niður félagslega í Metoobyltingunni er ungir karlmenn sem verða útundan í námi, mjög oft vegna geðraskana eða geðveiki.

Ef fjölmiðlar ætla allir að nota einföldu skilgreininguna, að allir afbrotamenn séu geðveikir, þá er verið að búa til svipaðan hóp og gyðingar voru í gegnum aldirnar, sem endaði með Helförinni í seinni heimsstyrjöldinni, en það gyðingahatur var ekki fundið upp þar heldur hafði það grasserað mjög lengi, það þótti sem sagt fínt og í lagi að þessum hópi væri kennt um allt.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson virðist fjalla um þetta af skynsemi og þekkingu, og vonandi á hann eftir að vinna þrekvirki í þessu ráðuneyti eins og því sem hann var í áður, að þessu sinni fyrir félagslega bágstadda Íslendinga.

Hegðunin af þessu tagi er oft endapunktur á langri þrautagöngu og þrautagöngu óæskilegrar hegðunar í langan tíma, eins og sérfræðingarnir segja. Konurnar sem hata karlmenn, femínistarnir, þær eru ekki að bæta ástandið heldur búa til fleiri ofbeldismenn.

Það þýðir lítið að banna byssur og skotvopn. Það er helstefna sem er ríkjandi í okkar menningu og hún versnar bara en lagast ekki.

Umfjöllunin um þessi mál er á ýmsa kanta eins og gengur og gerist, en ef útskúfunarmenningin heldur áfram, slaufunarmenningin og slíkt, þá er augljóst að ofbeldið eykst en minnkar ekki.

Þá verður fullkomið samfélagslegt rof sem endar með borgarastyrjöld, en þessar skotárásir eru eiginlega byrjunin á því samfélagslega rofi, sem er í boði öfgafemínista, sem nóg er af, því miður.

Almennur þroski er ekki alltaf mikill, eða þá að notuð sé menntun í félagsfræði, sálfræði eða öðrum fögum, þegar fólk er blindað af pólitískri rétthugsun, hvort sem hún er nazísk, rasísk, femínísk eða eitthvað annað, stalínísk ef því er að skipta.

Jafnvel má segja að gjáin á milli kvenna og karla sé að breikka á Vesturlöndum og á milli vinstrisinna og hægrisinna. Varla getur það talizt gæfulegt. Hið hörmulega Úkraínustríð endurspeglar þetta nokkuð, og andúð Pútíns á Vesturlöndum hefur verið mögnuð upp með stríði femínista gegn honum og hans stjórn.

Þannig að stríð femínista gegn karlkyninu, kvenkyninu og feðraveldinu hefur orðið orsakavaldur að Úkraínustríðinu og þessum skotárásum án vafa.

Joe Biden virðist mun betri forseti en margir héldu, en samt finnst manni hann eins og gæfur og gamall maður í klónum á miklum hagsmunahópum sem víla ekkert fyrir sér að skíta út dugmikinn forseta eins og Donald Trump, og finna honum allt til foráttu, þótt hann hafi sýnt af sér að vera sannur friðarleiðtogi í viðsjárverðum heimi, þrátt fyrir að vera kjaftfor og ruddalegur á köflum.


mbl.is Skotárásir „risastórt“ samfélagslegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standa samskiptarisarnir veikari fótum en haldið er?

Nú hefur maður heyrt að miklar sviptingar séu á verðbréfamörkuðum þar ytra og fjármálamörkuðum um allan heim. Elon Musk áttaði sig kannski á því að tími einokunarfyrirtækja í fjölmiðlarekstri er liðinn, Twitter, Google, Facebook, það þarf að skipta þessum fyrirtækjum upp og viðurkenna að fólk getur ekki allt verið inná sömu miðlunum þar með ólíkar skoðanir, og gróðinn getur ekki þar aukizt endalaust, það þarf að finna sér eigin vettvang, einsog samfélags fyrirtækið hans Trumps, sem of lítið er í fréttum.

Elon Musk hefur sennilega látið sig dreyma um gróða og ekki bara paradís tjáningarfrelsisins. Eitthvað hefur látið undan, hvað svo sem veldur því.

Að minnsta kosti breytist allt í heiminum. Blómatími svona fyrirtækja líður undir lok fyrr eða seinna og eitthvað annað tekur við, hvað sem það gæti orðið.


mbl.is Twitter hyggst lögsækja Elon Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju tók ég mér frí frá tónleikum og að gefa út hljómdiska 2003?

Ég hætti ekki að semja tónlist árið 2003, en þá hætti ég í bili að koma fram opinberlega og gefa út hljómdiska. Eins og svo oft áður var það gremja út af skorti á vinsældum og sölu hljómdiska sem hafði mikið að segja. Þó held ég einnig að ég hafi verið óánægður með sjálfan mig fyrir að vera orðinn hluti af femínistum og vinstrimönnum á þeim tíma, á meðan áhugi minn á þjóðrækni og hægriöfgum var að aukast og ég vildi gefa eitthvað slíkt út, sem varð ekki fyrr en 2009, með hljómdisknum "Ísland skal aría griðland".

Ef ég hefði slegið í gegn almennilega á þessum tíma, þá hefði hvatningin verið meiri fyrir mig að semja fleiri lög um jafnréttið og ég hefði sannfærzt meira um þau gildi, en það varð ekki. Þannig að viðbrögð annarra skipta mann alltaf miklu máli.

Annars er það merkilegt að hljómdiskurinn "Ísland skal aría griðland" árið 2009, fékk miklu betri viðtökur en hljómdiskurinn "Ísland fyrir útlendinga" árið 2010, sem er sá nýjasti sem ég hef gefið út.

Þeir Máni og Frosti á X-inu tóku ástfóstri við nokkur lög á disknum "Ísland skal aría griðland", og þótt þau hafi ekki orðið fræg urðu þau sæmilega þekkt. Ekkert lag fékk spilun af disknum "Ísland fyrir útlendinga", þar sem greinilegt var að það hentaði mér ekki sem miðaldra manni að reyna að yngja mig upp með því að semja rapplög, það var bara hlægilegt og hallærislegt, hentaði ekki mínum stíl, en þarna er þó eitt þungarokkslag, á disknum "Ísland fyrir útlendinga" sem mér finnst enn gott, og sum önnur sæmileg, en ekki meira en það.

Mér finnst það ekki gott þegar þöggun ríkir og bannhelgi í textagerð eða annarri menningu. Mér finnst nauðsynlegt að fjalla um allt, en ég reyni að gera það þannig að það særi helzt engan, en það er auðvitað ekki hægt, ef maður ætlar að vera gagnrýninn. Þá felst listin og kúnstin í því að reyna samt að vera hóflegur í því sem maður gagnrýnir eða fjallar um.

Það er engin hræsni að hafa áhuga á mörgum stjórnmálastefnum og að geta fellt sig við margar stjórnmálastefnur upp að vissu marki, vegna þess að þetta er allt mennska. Öll sú hugmyndafræði sem liggur til grundvallar ólíkri pólitík á sér einhverskonar réttlætingu, það fer eftir uppeldi manns og geðslagi hvar maður helzt finnur sig, og sumir eru eins og ég, flakka á milli flokka og finna sér samsvörun í mörgum flokkum eftir því hvernig maður er stemmdur og þjóðfélagið allt.

Ég ólst þó upp við það hjá ömmu og afa að rétt væri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, og það hefur auðvitað haft mikil áhrif á mig, þrátt fyrir allt, innræting slíkra þjóðernislegra og frjálshyggjulegra gilda, og frjálslyndra eiginlega líka, að vilja síður höftin.

 


Ánægjuleg frétt á Stöð 2 í gær, andstaðan við umdeilda auglýsingu Áslaugar Örnu er mjög mikil, einnig meðal ráðherra

Í gær var Stöð 2 með þá ánægjulegu frétt að bæði Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru ósáttar við Áslaugu Örnu og hennar auglýsingu um að ekki sé lengur gerð íslenzkukrafa í talnafræðingsstarfi. Sumum kann að þykja það saklaust, en þar sem byrjað er á litlu endar það með stóru einatt, því nógu margir hafa betra vald á ensku en íslenzku, enda ekki skrýtið eftir mikinn innflutning erlends vinnuafls lengi, og margir sem þessvegna grípa slík tækifæri, og þá er skriðan farin að stað, gegn íslenzkunni, með enskunni.

Ég ætla að vona að þetta kenni Áslaugu Örnu og öðrum ráðherrum af hennar tagi að hætta að láta undan öfgalýðskrumshópum og standa með hefðum, sem eru undirstaða sjálfstæðisins.

Þegar allt kemur til alls stendur Katrín forsætisráðherra sig vel, því hennar ábyrgð er miklu meiri en Áslaugar Örnu, og það sem ég er ósáttur við, að hleypa Svíum og Finnum í Nató, það er stærra mál en hún fái við það ráðið, og ég hef fullan skilning á því reyndar, þótt ég hafi skrifað pistil síðast sem sýndi fram á að það er hægt að fara gegn stórþjóðunum í Nató með því að vera á móti slíkri Natóaðild, en þá myndi líka fara af stað baktjaldamakk og þrýstingur, sem aftur myndi að öllum líkindum enda með að hún (Katrín) myndi aftur skipta um skoðun og hleypa Svíþjóð og Finnlandi í Nató. Með pistli mínum sýndi ég fram á við hvað er að etja, bjóst aldrei við að hún myndi ekki skrifa undir slíkt.

Félagsfærnin hefur alltaf verið mín veikasta hlið, en þar er Katrín Jakobsdóttir mjög sterk, á því sviði, enda hefur hún sýnt það með því að halda einni og hálfri ríkisstjórn saman, hún er tæplega hálfnuð með vegferð þessarar.

Þetta segi ég svo það sé ljóst að þrátt fyrir gagnrýni mína í fáeinum pistlum á hana viðurkenni ég styrkleika hennar, og að henni hefur tekizt það sem fáum hefði tekizt, að halda þessum ólíku flokkum saman og láta flesta eða alla vinna vel saman, nokkuð sem Jóhönnu Sigurðardóttir gekk ekki eins vel með, enda sýndist það vera meira hark, og það meira rekið saman á hörkunni.

En ég er hrifinn af sterkum leiðtogum eins og Boris Johnson, jafnvel þótt hans tími kunni að vera liðinn í brezkri pólitík. Auðvitað er hann sterkur leiðtogi, þótt hann sé gamansamur og breyzkur á margan hátt.

Hann hefur augun á veginum framundan eins og góðum bílstjóra sæmir en ekki hvort samferðarmennirnir haga sér vel. Þeir sem gagnrýna hann eru allir á femínísku nótunum, með Metoorökin á hreinu.

En aftur að íslenzkunni. Katrín talaði um það í þessi góða og innihaldsríka örviðtali á Stöð 2 að slæmt væri að íslenzk fyrirtæki notuðu ensk heiti. Heyr, heyr! Þetta hefur oft verið sagt, en þegar forsætisráðherra landsins segir þessi orð hefur það miklu meira vægi en ella.

Það er vonandi að þessi orð hennar verði herhvöt til allra sem vilja hefja endurreisnarstarf eins og Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn hófu á sínum tíma, til að viðhalda menningu landsins og sjálfstæði.


Hitabylgja í Evrópu, spár hafa ræzt

Hvernig er hægt að efast um hamfarahlýnunina eftir svona fréttir? Jafnvel þótt gripið yrði til harkalegra aðgerða nú þegar er vafasamt að það bjargaði málunum, svo illa er mannkynið statt. Útlitið er ekki bjart og þetta sýnir betur en margt annað að "menningin er hrunin", eins og Guðjón Hreinberg hefur fjallað um, jafnvel þótt hann sé ósammála mér í loftslagsmálum eru þessi orð hans mjög fleyg og eiga vel við um margt.

Ég er vinstrimaður að svo mörgu leyti, eins og hvað þetta varðar, en auðvitað er þetta mál sem næstum allir láta til sín taka núorðið. Ég ætti að fá meiri viðurkenningu fyrir að hafa fjallað um náttúruvernd í mörgum dægurlögum eftir mig, eins og á hljómdisknum "Blóm, friður og ást", frá 2000.

Enn langar mig að gefa út bók sem heitir "Engar umbúðir", en grunndrögin að henni voru gerð 1984, þegar ég gerði lag með því nafni í Digranesskóla. Slíkt þarf þó að endurrita, en þetta frekar en annað ætti erindi við nútímalesendur og ætti eitthvað að seljast.

Plastpokabannið var merkilegt hér á Íslandi og nauðsynlegt, en hvernig er hægt að fá stórþjóðirnar til að stórdraga úr plastframleiðslu og hætta því næstum alveg?


mbl.is Hitabylgja í Evrópu „háalvarlegt mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum þjónar innganga í NATÓ? Elítu eða löndunum?

Ytri kröfur eða innri sannfæring? Eru ekki kennisetningar VG á þá leið að berjast eigi gegn hernaðarbandalögum þótt þau séu kölluð varnarbandalög? Eykst ekki spennan á milli austurs og vesturs með inngöngu Finna og Svía í NATÓ? Getur yfirlýstur friðarsinni eins og Katrín Jakobsdóttir verið sátt við sjálfa sig að hafa hleypt þessum þjóðum í NATÓ, sem gæti haft skaðvænlegar afleiðingar? Hvernig verður mannorð hennar ef stríðið dregst á langinn, verður heimsstyrjöld, eða afleiðingarnar slæmar á annan hátt?

Er stjórnarsamstarfið og völdin sem forsætisráðherra meira vert en að standa við fyrri sannfæringu og stefnu VG, og staldra við?


mbl.is Reiðubúin að fullgilda NATO-samninga um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það veðraða bákn, ljóð, 26. september 2015.

Þar sem hann þjónaði öðrum af lyst,

þrautsterkum höndum gat lagfært svo margt,

bjó í hans siðfræði sannlega styrkur,

sífrandi móðirin, ofdekrið hart.

Oft er í mannlífi myrkur,

mérgæðzkan, barnaskap hlupum í þyrst.

 

Höllin enn stendur en herdeildir þó

héðan af munu ekki tapa svo glatt.

Lærdómur ekki kemst inn í þær skeljar,

eiginheims tiginfólk fjarvetna statt.

Uppgötvun eftirá Heljar,

aðeins að krjúpa svo, fyrirheit dró.

 

Herdeildir hugans og alveröld þín,

heimþráin, minningar efnislauss fengs!

Kastalinn getur ei kennt þessum meira,

kominn er tíminn, þess hataða drengs.

Veröldin vill þangað keyra.

Veiðum svo hvert okkar skynjun næst fín.

 

Allt verður harðara í brotinni borg.

Blessunin varir ei lengur en tákn.

Satan er andinn en ekki hvað sérðu!

Yndisleg gjöf er það veðraða bákn.

Inn í heim annan þó ferðu,

með öllu sem gerir, og skapar þér sorg.


Ætli Dagur B. Eggertsson sé eina von Samfylkingarinnar um að ná yfir 20% í landsmálunum?

Samfylkingin var stofnuð til að verða flokkur með yfir 20 prósenta fylgi og stofnaður til að útrýma litlum miðjuframboðum og vinstriframboðum. Það hefur ekki tekizt, þvert á móti hefur þeim framboðum fjölgað og flokkarnir eru minni fyrir vikið.

Ef Dagur nær sama árangri sem formaður Samfylkingarinnar og sem borgarstjóri kann að vera að ýmsir flokkar smækki og verði óþarfir sem fiska á svipuðum miðum.

Þrátt fyrir öll þessi framboð gæti fjórflokkurinn lifnað við að nýju. Allir flokkar á Íslandi í dag eru vinstriflokkar eða jafnaðarstefnuflokkar - eða Framsóknarflokkar, eins og Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins hefur sagt, að stefna annarra flokka sé orðin svipuð stefnu Framsóknarflokksins.

Ef Samfylkingin nær yfir 20% fylgi má búast við að Viðreisn og Píratar geti farið undir 5 prósentin. Þrátt fyrir muninn á flokkunum snýst þetta um blæbrigði frekar en innihald.

Píratar hafa yfirbragð sakleysis en Viðreisn er kapítalismaútgáfan af Samfylkingunni.

Ef Dagur verður formaður Samfylkingarinnar og nær að byggja brú þarna á milli, til dæmis með góðum ræðum, þá fer fylgi væntalega til Samfylkingarinnar.

Annars gæti þróunin í átt að enn meira smáflokkakerfi haldið áfram.


Loksins er hinum frjálslynda íslenzkufræðingi misboðið, Eiríki Rögnvaldssyni, og gagnrýnir ungan ráðherra fyrir að krefjast ekki íslenzkukunnáttu.

Það má draga ýmsar ályktanir af Íslendingasögunum og sömuleiðis ýmsum öðrum gömlum heimildum. Þá á ég við ályktanir um skyldur og stöðu kynjanna, hlutverk og annað slíkt, nokkuð sem nú til dags tilheyrir kynjafræði, félagsfræði, sálfræði og slíkum húmanískum greinum.

Allir sem láta sig þetta varða, og það eru margir, enda er þetta tízkumálefni í dag, umdeilt en á sér margar hliðar, hljóta að sperra eyrun þegar komið er með innlegg í þessa umræðu.

Það sem ég er sérstaklega að fiska eftir og spá í hvenær þessi svonefnda eitraða karlmennska varð til, ef hún er þá eitruð, eða eitraður kvenleiki, en stjórnunarhættir kvenna felast talsvert í því í dag að líta framhjá kostum feðraveldsins og hæfileikum karlmanna, þannig að slíkt réttlætir að kalla þesskonar kvennamenningu eitraða, eða kvenmennsku.

Þó tel ég að meginbreyting hafi orðið á forritinu sem konur og karlar virka eftir, ef svo má segja, bleikt og blátt og allt það. Mér virðist sem hlutverk kvenna hafi verið fyrr á öldum að viðhalda hefðum mun frekar en karlar, en ekki brjóta þær niður, eins og gerzt hefur á allra síðustu árum og áratugum.

Það er þetta sem mér finnst athygliverðast í þessu máli öllu.

Sem sagt, hugmyndin um ábyrgðarlausu konuna sem er smástelpa til æviloka, til dæmis Katrín forsætisráðherra, sem flissar mikið yfir alvarlegum málum eins og sést í viðtölum, þetta er lærð hegðun en ekki endilega eðlilæg. Eða, maður ætti öllu heldur að segja, að ákveðnir þættir í menningunni ýti undir að konur þroskist ekki til fulls vitsmunalega heldur telji sér það til tekna að vera óábyrgar, það tel ég frekar skýringuna, því ég trúi því að kynin hafi sömu hæfileika, en eins og kynjafræðingar halda fram, hvatningin er mismunandi fyrir stráka og stelpur, karla og konur að virkja og beita ákveðnum hæfileikum, eða þróa þá með sér.

Ég varpa sem sagt ekki alfarið frá mér öllum pælingum eða skoðunum femínista og kynjafræðinga, heldur er ég sérlega andvígur því að karlar séu taldir gerendur almennt og þá í einhverjum neikvæðum skilningi, því ég tel að samskipti kynjanna, hvort sem þau eru kynferðisleg eða ekki, byggist á víxlmögnun og gagnvirkni, bæði ofbeldi og blíða er þannig nokkuð sem kemur fram í tilfinningalífinu vegna margskonar atriða sem eru báðum að kenna eða enn fleirum en tveimur aðilum þar sem slíkt gerist. Samfélagið allt hefur áhrif.

Nú má sjá þá jákvæðu breytingu á umræðu í þjóðfélaginu öllu eins og birtist í kommentakerfum DV að fólk er farið að tala um fjárkúganir kvenna og að þær séu gerendur í þessum kynferðisbrotamálum, ekkert síður en karlmennirnir, að sumu, einhverju eða öllu leyti, mismikið, en stundum karlarnir mestmegnis eða aðeins sekir. Það hreinlega opnar stórar og miklar dyr til skilnings á því hversu flókin og umfangsmikil þessi tilfinninga og samskiptamál eru. Sérstaklega í sambandi við Vítalíu, Arnar Grant og það mál allt sem mikið hefur verið til umræðu í hálft ár eða svo.

En aftur að Íslendingasögunum. Þar eru frásagnir af því að konurnar ýti á eiginmenn sína að viðhalda heiðri ættarinnar eða fjölskyldunnar og drepa óvini sína.

Þetta er mjög áhugavert útaf fyrir sig sem samfélagslegt rannsóknarefni.

Sérstaklega í þessu ljósi:

 

1) Íslendingasögurnar eru skrifaðar á kristnum tíma, þegar þjóðin hafði verið kristin í um það bil 200 - 300 ár. Hefndarskyldan er arfleifð frá heiðnum tíma, samanborið við orðin heimsfrægu í Hávamálum:"Orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getur".

2) 200 - 300 árum eftir að kristni er lögtekin í landinu halda konur landsins oft rígfast í heiðna siði, heiðna menningu og hefndarskyldu, þegar sumir karlmenn vilja slaka á í þeim efnum, kannski til að stofna lífi sínu síður í hættu með mannvígum og áframhaldandi hefndum og blóðsúthellingum.

3) Til eru kenningar um það og studdar með rannsóknum að konur hafi frekar en karlmenn geymt bókmenntir heiðinna manna í minni sínu, með því að læra utanað heilu helgikvæðin, nokkurskonar þulur, jafnvel án þess að skilja, og að orðrétt nám hafi verið mikilvægt, að jafnvel heilu ættirnar hafi þurft að læra orðrétt þessu heiðnu kvæði, þar sem völvustarfið í kvenleggnum var hlutastarf ásamt heimilisstörfunum, sem þær vissulega sluppu yfirleitt ekki undan í þessu feðraveldissamfélagi.

4) Nornir voru í heiðinni trú mjög mikilvægar og heilagar, því norn þýðir sú sem nærir og græðir, læknar og er kærleiksrík, samkvæmt skýringum dr. Helga Pjeturss, sem ég tek mark á og tel vera réttar. Þetta útskýrir hversvegna nornahlutverkið lifði fram á kristnu aldirnar, en fékk þá á sig neikvæða mynd, eins og ævinlega gerist með trúskiptum, að þá er reynt að koma óorði á þau trúarbrögð sem reynt er að sigra og yfirtaka, það gerðist með kristninni.

5) Frigg, ein æðsta gyðjan í Ásatrú er gyðja mikils vísdóms og mikillar ábyrgðar. Hún er ekki flissandi fábjáni eins og nútímakonur ábyrgðarlausar, sem trúa á Mammon og telja ekkert heilagt við þjóð sína, hefðir eða menningu lands síns.

6) María mey er að vísu ímynd móðurástarinnar og kærleikans í kaþólskri trú, en engu að síður hvílir á henni mikil ábyrgð, sem sú sem bar frelsarann litla inní heiminn, ung að árum, þannig að hún er ekki ábyrgðarlaus sem slík, heldur hluti af guðdómnum, og því hvílir á henni mikill ábyrgðarþungi, en ekki léttlyndi hinnar flissandi og ábyrgðarlausu valdakonu nútímans.

7) Mjög fróðlegar eru lýsingar á Keltum, Rómverjum, Grikkjum, Gaulverjum og fleiri þjóðum frá samtímahöfundum eða öðrum fornum rithöfundum og skrásetjurum. Þar er því oft lýst að karlmennirnir séu léttlyndir bardagamenn en konurnar sinni jurtaþekkingu, galdranámi, andlegri mennt, bóknámi og öðru slíku sem myndi teljast mun meiri ábyrgðarstörf heldur en að púla með líkamanum og vinna fyrir fjölskyldunni, eins og var hlutverk karlmannanna og drengjanna á þessum tíma, því börn byrjuðu oft snemma að vinna, vel að merkja. Þó ber þess að geta að næstum í öllum tilfellum sinna karlmenn þessum trúarstörfum, eins og seiðmenn, galdramenn, kvæðamenn og annað slíkt. En lýsingarnar íslenzku um að völvur eigi helzt að vera kvenkyns, því körlum sé hættara við ergi sem stundi þau störf, þær segja að konur báru mikla samfélagslega ábyrgð sem viðhaldendur hefðanna og menningarinnar fyrr á öldum.

 

Athugum aftur hefndarskylduna heiðnu. Í henni er fólgið kynþáttaskyn og meðvitund um að hver ætt beri sín sérkenni, en einnig fylgir henni meðvitund um stéttarstöðu og vilji til að missa ekki félagsleg völd. Raunar virðist það enn í dag einkenni á konum að þeim er einna helzt umhugað um sín félagslegu völd, og geta þær gengið langt í því efni, stundum og oft á rétt karlmanna, þegar það er samfélagslega samþykkt, eins og á þessum "jafnaðarstefnu" tímum. Þá á ég við þetta sem nú er komið í umræðuna, að dæmi þekkist um að konur haldi körlum frá því að fá vinnu, til að þær sjálfar drottni yfir atvinnulífinu. Einnig eru til dæmi um að konur hunzi karlamenninguna og upphefji kvennamenninguna, án tillits til þess hvort sú kvennamenning réttlæti þá athygli eða ekki. Þetta er raunar að blasa við allsstaðar í dag, sérlega áberandi í vikuviðtölum í Fréttablaðinu, Vikunni og víðar, konur eru drottnandi þarna og vilja veita öðrum konum athygli, ekki körlum, sem þó hafa stundum meira að segja, eða ekki síður mikið og merkilegt en konurnar.

Síðan er annar flötur á þessu í nútímanum, sem eru samsæriskenningar. Það er mjög lýsandi og áhugavert að samsæriskenningar eru aðallega áhugamál stráka og karlmanna í nútímanum, en síður kvenna, þótt undantekningar séu á þeirri reglu einnig. Svona hefur kvennamenningin breyzt. Fyrir 1000 árum og þar á undan hefðu konur meira látið sig samsæriskenningar varða frekar en karlmenn sennilega, því þær snúast einatt um jaðarþekkingu, eða öðruvísi veruleika, fræði sem örva ímyndunaraflið, sumt af því er rétt og annað rangt, sumt sannast síðar og annað ekki, en almennt séð þarf miklar gáfur til að pæla í samsæriskenningum til að vinza úr það nothæfa í þeim. Svo eru líka þeir yfirborðskenndu í samsæriskenningunum, sem trúa þeim öllum eða ekki neinni þeirra, eða fjalla um þær eins og léttvæg og lítilsgild málefni.

Forritin sem við hlýðum bera meiri ábyrgð en við sjálf í mörgum tilfellum. Þessvegna skil ég ekki femínista og kynjafræðinga sem draga þá ályktun og hegða sér eins og illmennska karlmanna sé ástæðan fyrir hegðun þeirra og drottnun í gegnum aldirnar. Ég held að þetta hljóti að vera flóknara en svo.

Sannleikurinn er sá að kynjahlutverkin eru sjálfstæðir drifkraftar og sökudólgar fyrir hegðun, og ekki endilega þannig að kvennahegðunin sé betri samfélagslega, enda margt nauðsynlegt í karlamenningunni og hún allrasízt eitruð, þrátt fyrir slíkt bull.

En það sem ég held er að geimverur stjórni okkur og séu að spilla kynjahlutverkunum til að útrýma okkur. Það er augljóst af þeirri staðreynd að frjósemi fer minnkandi og mjög hratt í sumum samfélögum, sérstaklega þar sem femínisminn er mestur og kvenréttindin.

Þessi pæling er ekki útí loftið heldur vísindaleg ályktun sem er dregin af mörgum gögnum og allskyns atriðum.

Deila Áslaugar Örnu og Eiríks Rögnvaldssonar er lýsandi í sambandi við þetta. Hún er aðeins ein af mörgum ungum stúlkum sem vilja varpa menningunni fyrir róða en krjúpa fyrir Mammon í staðinn. Eiríkur Rögnvaldsson hefur verið talinn frjálslyndur hingað til, þannig að mikið hefur þurft til að hneyksla hann í þessu efni, en ég styð hann, og tel að ekki eigi að slaka á kröfum í menningarlegu tilliti, og allir geti lært íslenzku, slíkar kröfur séu sjálfsagðar.

Lilja Alfreðsdóttir hefur aftur á móti áunnið sér ævinlega meiri virðingu og aðdáun mína eftir því sem ég hlusta á fleiri viðtöl við hana. Hún liggur ekki marflöt fyrir Mammoni eða gelgjumenningunni alþjóðlegu, heldur tekur tillit til fjölmargra þátta, ekki sízt hefða og menningar þjóðarinnar frá fornu fari, sem er einmitt það sem maður krefst af ráðherrum og ráðfrúm, að þau komu fram sem foreldri gagnvart misvitrum einstaklingum þjóðarinnar og misgáfulegum kröfum og upphrópunum, en ekki ábyrgðarleysingjar sem láta undan öllum öskrum og kröfum.

Það eru sumir ráðherrar sem eiga foreldra sem hafa átt alltof mikla peninga og völd, og komizt þannig til valda, en hafa ekki hugsjónir eða áhuga á starfinu, nema fyrir fordildarsakir og lýðskumssakir.

Þeir sem hafa kafað ofaní Úkraínustríðið eða þekkja menningu þessara fyrrum austantjaldslanda vita líka að mikill munur er á slavneskri og norrænni menningu, því vestræna, germanska og norræna menningin hefur öll úrkynjazt á yfirborðinu meðan sú slavneska hefur haldið í meiri forneskju og hefðir. Þetta sést bezt í ákafa Úkraínumanna til að verja sitt land, þjóðerniskenndin í sinni tærustu mynd, ásamt illa ígrundaðri dýrkun á Vesturlöndum, því ekki er allt gull sem glóir í því efni.

Börn eru þannig að þau hafa ekki áhuga á hefðum og menningu meðfæddan, það verður að tilheyra uppeldinu í flestum tilfellum. Femínistar og kynjafræðingar hafa unnið þau hryðjuverk að rífa upp með rótum það sem nauðsynlegt er í þessum efnum til að þjóðir geti viðhaldið sjálfstæði sínu.

Eftir þá eyðileggingu stendur eftir Mammonsdýrkun og þjónkun við erlent vald, ESB, NATÓ og margt fleira af því taginu.

Ef léttúðarkvendi ætla að yfirtaka pólitíkina má spyrja sig hvort ekki sé rétt að spyrja þjóðina hvort hún vilji frekar þýzku eða ensku sem opinbert tungumál fyrir íslenzkuna sem unga liðið vill leggja niður. Persónulega tel ég þýzkuna hafa forskot á enskuna, því þar eru föll og önnur málfræðiatriði líkt og í okkar máli, sem léttúðarkvendin vilja leggja niður fyrir Mammon.

Ég bið fólk að íhuga hefndarskylduna að lokum. Sá sem trúir ekki á neitt er rusl, telur sig rusl, telur þjóð sína rusl. Hefndarskyldan felur það í sér að eitthvað sé heilagt og að eitthvað þurfi að trúa á, heiðurinn sem sagt, að trúa á sjálfan sig og útlit sitt, menningu og hefðir. Hefndarskyldan getur leitt til blóðsúthellinga, en sé enginn heiður fyrir hendi er viðkomandi að þjóna annarra hagsmunum.

Það hefur verið sagt að án íslenzkunnar séum við ekki lengur sjálfstæð þjóð heldur nýlenda Bandaríkjanna. Skref sem virðast lítil, eins og að hætta að leggja áherzlu á að íslenzkan sé opinbert mál, þau opna dyrnar fyrir fleiri slík skref, unz málið er hvergi talað, nema af gamla fólkinu sem smám saman deyr út.

Ábyrgð ráðherranna er gífurlega mikil. Þegar einstaklingur verður ráðherra þýðir ekki að vera sama sjálfhverfa manneskjan og áður. Þá verða öll orð að vera ígrunduð sem maður segir, og sérstaklega verkin í þinginu, og lúta að almannahag en ekki persónulegum skoðunum og léttúð.

Ég er sammála mörgu sem kynjafræðingar og femínistar halda fram, hvað varðar innrætingu og að kynjahlutverkin séu mótuð af menningunni. Nema hvað, að ályktanir þeirra og stefna þeirra er nokkuð sem er ekki hoggið í stein, heldur nokkuð sem þarf að ræða um og efast um.

Þjóðin forheimskaðist mikið í síðustu kreppu og eftir hana. Mun það sama gerast í næstu kreppu sem sést á sjóndeildarhringnum núna þegar þjóðirnar keppast um að kljúfa heiminn í tvennt, Vestrið og allir hinir?

Annars er bara bezt að taka ensku upp strax sem opinbert tungumál á Íslandi. Við græðum ábyggilega eitthvað á því. Sumir ráðherrar vilja það ábyggilega, samkvæmt verkum þeirra.

 


mbl.is „Dæmigert kerfissvar“ Eiríks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 108430

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband