Ánægjuleg frétt á Stöð 2 í gær, andstaðan við umdeilda auglýsingu Áslaugar Örnu er mjög mikil, einnig meðal ráðherra

Í gær var Stöð 2 með þá ánægjulegu frétt að bæði Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru ósáttar við Áslaugu Örnu og hennar auglýsingu um að ekki sé lengur gerð íslenzkukrafa í talnafræðingsstarfi. Sumum kann að þykja það saklaust, en þar sem byrjað er á litlu endar það með stóru einatt, því nógu margir hafa betra vald á ensku en íslenzku, enda ekki skrýtið eftir mikinn innflutning erlends vinnuafls lengi, og margir sem þessvegna grípa slík tækifæri, og þá er skriðan farin að stað, gegn íslenzkunni, með enskunni.

Ég ætla að vona að þetta kenni Áslaugu Örnu og öðrum ráðherrum af hennar tagi að hætta að láta undan öfgalýðskrumshópum og standa með hefðum, sem eru undirstaða sjálfstæðisins.

Þegar allt kemur til alls stendur Katrín forsætisráðherra sig vel, því hennar ábyrgð er miklu meiri en Áslaugar Örnu, og það sem ég er ósáttur við, að hleypa Svíum og Finnum í Nató, það er stærra mál en hún fái við það ráðið, og ég hef fullan skilning á því reyndar, þótt ég hafi skrifað pistil síðast sem sýndi fram á að það er hægt að fara gegn stórþjóðunum í Nató með því að vera á móti slíkri Natóaðild, en þá myndi líka fara af stað baktjaldamakk og þrýstingur, sem aftur myndi að öllum líkindum enda með að hún (Katrín) myndi aftur skipta um skoðun og hleypa Svíþjóð og Finnlandi í Nató. Með pistli mínum sýndi ég fram á við hvað er að etja, bjóst aldrei við að hún myndi ekki skrifa undir slíkt.

Félagsfærnin hefur alltaf verið mín veikasta hlið, en þar er Katrín Jakobsdóttir mjög sterk, á því sviði, enda hefur hún sýnt það með því að halda einni og hálfri ríkisstjórn saman, hún er tæplega hálfnuð með vegferð þessarar.

Þetta segi ég svo það sé ljóst að þrátt fyrir gagnrýni mína í fáeinum pistlum á hana viðurkenni ég styrkleika hennar, og að henni hefur tekizt það sem fáum hefði tekizt, að halda þessum ólíku flokkum saman og láta flesta eða alla vinna vel saman, nokkuð sem Jóhönnu Sigurðardóttir gekk ekki eins vel með, enda sýndist það vera meira hark, og það meira rekið saman á hörkunni.

En ég er hrifinn af sterkum leiðtogum eins og Boris Johnson, jafnvel þótt hans tími kunni að vera liðinn í brezkri pólitík. Auðvitað er hann sterkur leiðtogi, þótt hann sé gamansamur og breyzkur á margan hátt.

Hann hefur augun á veginum framundan eins og góðum bílstjóra sæmir en ekki hvort samferðarmennirnir haga sér vel. Þeir sem gagnrýna hann eru allir á femínísku nótunum, með Metoorökin á hreinu.

En aftur að íslenzkunni. Katrín talaði um það í þessi góða og innihaldsríka örviðtali á Stöð 2 að slæmt væri að íslenzk fyrirtæki notuðu ensk heiti. Heyr, heyr! Þetta hefur oft verið sagt, en þegar forsætisráðherra landsins segir þessi orð hefur það miklu meira vægi en ella.

Það er vonandi að þessi orð hennar verði herhvöt til allra sem vilja hefja endurreisnarstarf eins og Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn hófu á sínum tíma, til að viðhalda menningu landsins og sjálfstæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 490
  • Frá upphafi: 106473

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband