Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022
30.6.2022 | 00:15
Nató-Kata og segulstöðin.
Þórarinn Eldjárn orti ljóðið "Segulstöðvarblús" einhverntímann seint á áttunda áratugnum, það er ekki í bókum hans, held ég, en hefur sennilega komið út í tímariti og þar hafa tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og fleiri náð í það, nema þeir hafi beðið hann að yrkja þetta fyrir sig, hvort sem það var Bubbi eða Diddi fiðla sem varð fyrri til, en báðir eiga þeir lag við þetta ljóð. Nema til er upptaka frá tónleikum með Bubba árið 1979 þar sem hann flytur það, svo kannski varð hann á undan, en það er samt ekki fullljóst því ekki liggur fyrir hvenær Sigurður Rúnar, Diddi fiðla, gerði sitt lag, en það kom út 1982, á plötunni "Hvað tefur þig bróðir", með Heimavarnarliðinu, samtökum herstöðvarandstæðinga, en lag Bubba Morthens á plötunni "Plágan" frá 1981, en þess má geta að einnig hann var fasttengdur við vinstrihreyfingar og herstöðvarandstæðinga, og flutti lög sín á þeirra vettvangi oft.
En allavega, svona er ljóðið, það á vel við núna þegar Nató-Kata er í fréttum, sem segist þó herstöðvaandstæðingur ennþá og sömu skoðunar og fyrrum, en grátt er hún leikin að þurfa að tala þá gegn sannfæringu sinni, ef það er rétt hjá henni.
"Sit hér á seglinum, ungbarn,
sötrandi minn djús.
Ég sit hér og söngla
segulstöðvarblús.
Á segulinn
segulmagnaða
leita úr lofti
leikföng stórvelda.
Til hvers þá segullinn sé hér
veit sá er ekki spyr.
Til að vinir mínir í vestrinu
viti um dauðann fyrr.
Og þegar logarnir ljósu
leika um mitt hús,
skal ég sitja og söngla
segulstöðvar-blús."
Þórarinn Eldjárn orti, Bubbi Morthens gerði lag við ljóðið og Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla.
Menn deila um hvort hafið sé nýtt kalt stríð eða hvort þetta sé heitt stríð, taugastríð, áróðursstríð eða eitthvað enn annað. Allavega, styrjaldahryllingurinn í Evrópu er enn endurvakinn eins og menn vita. Þetta kvæði á því við, því hættan á kjarnorkustríði hefur kannski aldrei verið meiri, eins og einn bloggari sagði, minnir að það hafi verið Gunnar Rögnvaldsson.
Þetta kvæði á sennilega mun betur við núna en þegar það var ort, því mikið er talað um Nató nú á dögum og ekki allir sammála, þótt opinbera stefnan sé að það veiti vernd.
En skáldið Þórarinn setur hér fram þessa skoðun sem þá hafði gengið manna á milli og valdið þrotlausri skelfingu að herstöð Bandaríkjamanna í Keflavík yki hættuna á að Ísland yrði skotmark í heimsstyrjöld, hvernig svo sem vopnum yrði þá beitt.
Nú vaknar spurningin, hvernig er þetta með Svíþjóð og Finnland? Guðjón Hreinberg hefur að minnsta kosti haldið því fram að innganga þeirra í NATÓ auki líkur á kjarnorkustyrjöld, gereyðingarstyrjöld, eða einhverskonar átökum á milli stórveldanna að minnsta kosti, og það er ekki útilokað að hann hafi rétt fyrir sér.
En þarf að túlka þetta ljóð? Skilja það ekki allir?
Það er margt snilldarlegt við þessi fáu og hnitmiðuðu orð.
Í fyrsta lagi notar Þórarinn orðfæri svartra blússöngvara, eða Bandaríkjamanna almennt, "baby" - "ungbarn", "að sötra djús", er hans túlkun á bjórmenningu þar vestra, býst ég við. Orðalagið "Leikföng stórvelda" er einnig snilldarlegt, sýnir hversu barnalegt það er og heimskulegt að standa í styrjöldum þegar gereyðingarvopn eru í vopnabúrum stórveldanna, þá má segja að styrjaldir séu orðnar úreltar, og nauðsynlegt sé að berjast öðruvísi og með andlegri eða félagslegri hætti, sem einnig er gert, að vísu, í dag, og mestmegnis, svo sem, skiljanlega.
En það bezta við ljóðið er samt hin stóíska ró sem hvílir yfir því. Skáldið segir "þegar heimsendir verður," ("þegar logarnir ljósu leika um mitt hús") ekki "hvort".
Það er bezt að skilja þetta eftir í lausu lofti til að pæla í, hvort ógnin aukist eða minnki við inngöngu í NATÓ og slíkt. Hversu líklegt er að Rússar ráðist á Ísland, til dæmis, eða Svíþjóð eða Finnland. Ég tel það ekki líklegt, því Úkraína er allt annað fyrirbæri, sem fyrrum hluti Sovétríkjanna, en það eru einhverjar líkur á að hann girnist Svíþjóð og Finnland, en ekki tel ég sennilegt að hann leggi í slíkt, vitandi að það gæti endað með heimsendi.
Því efast ég um nauðsyn þess að Svíar og Finnar gangi í NATÓ.
En, gott er að velta ljóðinu fyrir sér, eftir Þórarin Eldjárn, það er lýsir þessari skelfilegu styrjaldaógn vel, gereyðingarógn í rauninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2022 | 01:58
Yfir skýjunum, ljóð frá 25. febrúar 2022.
Þegar þau hættu saman...
eins og draumurinn eða martröðin
yfir skýjunum og skipið sem er mitt á meðal ykkar,
eins og andinn sem yfirtók vinstrið.
Aldrei yfirgefur valdið...
Hún talar við myrkrið,
og hann hætti með henni.
Hversu margir hafa afvegaleittðzt?
Kjarrskógar aldinríkir
geyma leyndardóma um gleymda tíma
sem hafa áhrif enn.
Undarlegir atburðir gerast?
Eru stríð að byrja enn
sem minna á fyrri aldir?
Það er mjög furðulegt.
Ef gæfusporin hefðu verið stigin...
þau þrá hamingjuna...
en fjarlægðin var of mikil...
þetta fer allt einhvernveginn,
en þau reyna samt.
Enginn árangur... eða hvað?
Verður þetta úrslitaárið?
Spádómarnir... maður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2022 | 02:01
Yngsti aldurshópurinn á von, dvínandi hrifning á slaufunarmenningu og Metoomálefnum þar, samkvæmt K100 frétt.
Það vakti athygli mína að K100 var með frétt daginn eftir sem heitir "Skiptar skoðanir ungmenna á slaufunarmenningu", þar sem niðurstöðurnar voru á þann veg að femínismi og Metoo sé úrelt fyrirbæri sem muni deyja drottni sínum með þeirri kynslóð sem mest aðhyllist fyrirbærið. Í þeirri frétt kemur fram að Z-kynslóðin (Gen-Z) sé mest fylgjandi slaufunarmenningunni, fólk á aldrinum 20-25 ára, en yngra fólkið síður fylgjandi henni, 16-19 ára. Þó koma aðeins tölur um Z-kynslóðina, 43% fylgjandi, sem þýðir að hlutfallið er mun lægra hjá yngri kynslóðum, þótt sú tala sé ekki gefin upp í fréttinni, sennilega vegna þess að femínismi og Metoo er elítugæluverkefni, örlítils minnihluta sem hefur neytt þessu uppá fjöldann útum næstum allan heim.
Eitt af því merkilega sem kom út úr könnuninni á K100 var að "slaufunarmenningin hefur áhrif á málfrelsi - að fólk hræðist það að vera slaufað ef það fer á móti straumnum". Margt annað gott kemur fram í þessari frétt.
Síðan er það þessi frétt, þar sem voldug fyrirtæki eins og Empower, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Maskína og Háskóli Íslands, gera könnun sem gefur þveröfuga niðurstöðu, að meirihlutinn telji Metooumræðuna jákvæða.
Hvort skyldi nú vera trúverðugra og hvað má lesa í niðurstöðurnar?
Þessar tvær fréttir sýna til dæmis að þetta femínismamál og Metoomál er elítumál á heimsvísu á Vesturlöndum. Þetta eru Nýju fötin keisarans, þetta er hinn nýi fasismi sem allir verða að meðtaka til að verða teknir alvarlega, fá brautargengi, osfv. Þetta eru hin nýju svipbrigðafræði og hauskúpuútlitsfræði, sem verður að viðurkenna til að fá viðurkenningu frá fólkinu sem hefur hertekið skólana og alla menninguna á Vesturlöndum, atvinnulífið að hluta til og sérfræðingageirann og fleira til. Þetta er elítan sem heldur á lofti hamfarahlýnun og fjölmörgu öðru, sumt af því á rétt á sér, annað ekki.
Annars tek ég ekkert mark á þessum tölum, 60% telji Metooumræðuna jákvæða. Það er vegna þess að fólk er hræsnarar upp til hópa.
Það vita allir að í einræðisríkjum fær einræðisherrann yfirgnæfandi stuðning, yfir 60% alltaf. Þannig er þetta til dæmis með Norður-Kóreu og einræðisherrann þar, Kim Jong-un. Þannig var þetta í Þýzkalandi seinni heimsstyrjaldarinnar, á Stalínstímanum, og þannig mætti lengi telja.
Þessar tölur, 60% fylgjandi Metoo, þær eru til að réttlæta og sannfæra, en þær sannfæra bara suma. Fólk sem hefur gengið í gegnum skólakerfið hefur samræmda skoðun á ýmsum málum, því þannig virkar hið samræmda skólakerfi vesturlanda, það er stalínískt eins og komið hefur fram hjá til dæmis þeim ágæta þjóðfélagsrýni, Guðjóni Hreinberg.
Eins er það með atvinnulífið. Jafnvel heimilislífið er sama marki brennt. Konur vilja ekki styggja vinkonur sínar og þykjast því sammála, eiginmenn vilja ekki gerast óvinsælir, börnin pæla ekki djúpt í þessu og eru flest sammála foreldrum sínum eins og hefur verið í gegnum aldirnar. Ein skoðun er keyrð í gegn, öfgaskoðun eða ekki.
Í raun býst ég við að þeir sem fylgi femínisma og skyldum málum séu 0.1% til 10%, svona svipað og Frjálslyndi flokkurinn fékk, eða aðrir flokkar sem elítan telur of langt til hægri.
Þegar kommúnisminn hrundi um 1990 myndaðist tómarúm í hugmyndafræði vinstrisins og jafnaðarmiðjunnar. Það tóm var fyllt með því að normalísera, eða venjugera það sem áður var talið til vinstriöfga, harður femínismi og hörð mannréttindi, mikil veruleikastjórnun og annað slíkt.
Þetta gengur útá það að með því að kalla sem flesta rasista, öfgakapítalista, kynferðisglæpamenn, feðraveldissvín og allt annað sem hægt er að gera neikvætt eða finna, er hægt að kasta ryki í augu flestra. Valdið sem kúgar og lýgur leiðir athyglina frá málefnafátækt sinni og hruni hugmyndakerfis síns, jafnaðarstefnunnar og vinstristefnunnar í senn. Valdinu er aðeins haldið með stöðugu áreiti og samfélagslegu ofbeldi í gegnum fjölmiðla og menningu. Prestar og aðrir sem eru of íhaldssamir eru ofsóttir, látnir missa embætti og annað slíkt.
Hversu margir aðhyllast svipafræðina núna? 0.001% eða minna?
Þeir sem lifa af femínismann, það verða sennilega bara íbúar Asíu og Afríku, þar er yngsta fólkið með mesta frjósemina, nokkuð sem búið er að eyðileggja á Vesturlöndum, þeir munu líta svo á að femínisminn hafi verið hið fullkomna útrýmingatól, sem bæði tók til huga og anda og líkama og félagslífs, allra þátta þjóðfélagsins.
En aldrei að segja aldrei. Ef yngri kynslóðirnar verða ónæmar er von fyrir þær, nema svo margt annað er hrunið að það er mjög hæpið.
En burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á svona málum ætti það að vera ljóst af mismunandi gengi flokka í kosningum og könnunum að kannanir eru ómarktækar. Fólk setur sig oft í stellingar þegar það tekur þátt í könnunum, segir það sem telur að það eigi að segja. Því miður er þannig hegðun líka býsna algeng í kosningum, en minna samt.
Ég tel víst að stuðningurinn við slaufunarmenningu sé nær því sem sagt var frá í ungmennakönnuninni, mikið innan við helming, í hjarta fólks að minnsta kosti, því þetta snýst ekki um ímyndað óréttlæti og að karlkynið sé vont en kvenkynið gott, þetta snýst um sköpunina, að karlar voru skapaðir til að vera ágengir og yfirgangssamir frekar en konur. Þannig er þetta í náttúrunni, og þetta er innprentað í lífið.
Meirihluti telur #metoo-umræðu jákvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2022 | 16:29
Skerðu niður skuggavera, ljóð frá 23. júní 2019
Bakstungur? Heyri ég halelúja?
Helvíti er varla hjá mönnum!
Bakstungur? - Lyddur sem ljúga
Lífsháskans stræti við könnum.
Viðlag:Skerðu niður skuggavera,
skjálfandi gamalmenni?
Nístu greyin niðurskornu,
notarðu aðeins sem brenni?
Bakstungur? - Græn er þó grundin
sem getur ei svikið meira.
Bakstungur? - Uppdópuð undin
ekki mun sannleikann heyra. (Viðlag).
Bakstungur? - Vinstrið hið villta
varla þó málunum breytir.
Bakstungur? - Talið þitt tryllta
trúgjarna kjósendur þreytir. (Viðlag).
Bakstungur? - Vinstrið fékk valdið,
varla það áttu að níða.
Bakstungur? - Guðlausra gjaldið
í gættinni má ekki bíða. (Viðlag).
Bakstungur? - Feiman þér fórnar,
en fasistar gagnrýna konur.
Bakstungur? - Stefnan þér stjórnar,
þú stríðaldi heimskunnar sonur. (Viðlag).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2022 | 21:06
Hver er ástæðan fyrir voðaverkum og fjölgun þeirra?
Í fréttum um helgina kom fram þetta sem fólk hefur tilfinningu fyrir, að skotárásum hafi fjölgað á Íslandi. Það er mjög eftirtektarvert að sama orðalagið er notað ár eftir ár... "þurfum að fylgjast með þróuninni vel", eða "höfum áhyggjur af þróuninni í þessum málum", eitthvað slíkt.
Sem sagt á mannamáli: Þeir sem ættu að geta eitthvað til að sporna gegn þessu viðurkenna að hafa engin tök á ástandinu eða þróuninni. Það segir býsna margt um það að aðferðafræðin sé ekki að virka.
Einnig kom fram í fréttum um helgina að almennt eru skotárásir og önnur voðaverk að verða algengari í öðrum löndum. Vel má tengja skotárásina í Noregi við þetta allt.
Er það ekki nokkuð ljóst að fjölmenningarstefnan hefur breytt þjóðfélaginu hér á landi? Jafnvel þótt árásarmaðurinn í Noregi sé frá Íran og með tengsl við múslimska öfgamenn er ég ekki viss um að múslimar séu verri en kristnir menn almennt, en hitt finnst mér alveg ljóst að það er ekki sniðugt að telja að samfélög margra hópa gangi upp. Einsleit samfélög eru friðsamari, eins og Ísland var. Það ætti því að vera dyggð að vilja halda Íslandi einsleitnu og friðsömu, og það er rökvís stefna, eins og Frelsisflokkurinn hefur á stefnuskrá, til dæmis.
Það þýðir ekki að yppta bara öxlum og neita að taka afstöðu. Ábyrgir stjórnmálamenn eiga að vera kosnir, ekki óábyrgir lýðskrumarar.
Ekki þýðir heldur að skella skuldinni á vopnaeign almennt. Ekki þýðir heldur að skella skuldinni á geðveika, eða innflytjendur, heldur er ástæðan aukin spenna af ýmsum ástæðum, og uppúr sýður þannig að viðkvæmir einstaklingar fara yfir strikið, af erlendum eða innlendum uppruna.
Almennt séð tel ég það mjög skynsamlega stefnu sem Frelsisflokkurinn er með og Íslenzka þjóðfylkingin. Það er mjög óréttlátt að tengja þessa flokka við öfga, sem er ekki málið.
Taka þurfi fjölgun skotárása mjög alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2022 | 14:01
Flækjuendir til handa þeim, ljóð frá 15. maí 2022.
Þegar hætt er, hitt er ljóst
heldur fátt um varnir.
Eftir vanda sífellt sóttzt,
suða valdagjarnir.
Aðeins fyrir auðmagnsstétt,
aðrir klakann bíta.
Flæktu allt með fésið grett,
fjarlægt ráð má líta.
Græða þjófar þitt svo fé,
þessi börn fá stöður.
Á illskuverkum aldrei hlé,
áfram streyma vöður.
Þögn nú kýs ég, hirtu heim,
hann er alveg dauður.
Ræflar vilja þóknast þeim,
því er andinn snauður.
Yfirstéttir eignast tól,
aðrir mola þiggja.
Náðardrottinn fauti og fól,
fallin nytsöm bryggja.
Afturfarir allsstaðar,
ekkert rétt hvað sagt er.
Bölvað ráðið bogið þar
beint til Heljar lagt er.
Stingdu þróun þinn í gump,
þrælar minna vita.
Illa ferð með stapa og stump,
starfið bakhliðslita.
Uppreisn gera ættum nú,
ekki fyrir böðla.
Rotin orðin ríkistrú,
ríktu ei fyrir vöðla.
Valdið þitt er bláa barn,
bara ef viltu skilja,
hætta að vera Heljarskarn,
Hrungni til að ylja.
Sjálf þitt horfið, viljinn vék,
víst það brot gegn anda.
Áður gleðin um þig lék,
allt nú fullt af vanda.
Gerðu ungan gamlan mann!
Gefst upp heldur, fellur?
Setur aldrei böl í bann,
Baldurs lúður gellur.
Sáttur þegar ferst það flest,
firn af púkum kveljast.
Seint þó mun ég sættast, rest,
syndakostir veljast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hitti Jón Ársæl 2020, þegar við biðum í röð í kófinu eftir að verða hleypt inní Góða hirðinn. Þá spurði ég hann hvort hann vildi ekki fjalla um það einstaka sem afi bjó til í þætti hjá sér, tala við eftirlifendur afa, Agnar son hans og okkur hin, sem hefðum getað sagt frá verkfræðilegum afrekum afa sem voru einstök, eins og að breyta benzínvél í díselvél árið 1961, og að búa til kappaskurðavélina risastóru um sama leyti, 1960, eða allar sérsmíðuðu vélarnar sem hann bjó til.
Hann spurði hvenær afi hafi dáið, og ég sagði honum það, 2015. Mér skildist á honum að ekki væru þættir í framleiðslu einmitt um það leyti hjá honum, en hann sýndi þessu vissulega áhuga, en fannst það verra að afi sjálfur væri fallinn frá, maðurinn sem áhugaverðast væri að gera svona þátt um. Ég sagði honum að til stæði að rífa húsið og verkstæðið þannig að tækifærið gengi úr greipum. En ég vissi svo sem ekki að hann væri í þessum dómsmálum út af Paradísarheimti og skorts á samþykki konu vegna þess sem kom fram í þeim þætti, þeim nýju þáttum sem voru sýndir eftir hann, og hann var ekki að tala um það í þessu spjalli okkar í biðröðinni. Það hefur verið eitt af því sem hindraði að úr þessu gat orðið.
Já, Agnar sonur hans afa hefði gefið fullt samþykki fyrir viðtali eins og við hin, en afi sjálfur vildi hins vegar ekkert með fjölmiðlamenn hafa, og því voru ekki tekin stór viðtöl við hann á meðan hann var á lífi, en þessi afstaða afa er eitt af því sem ég vil fjalla um í þessum pistli, hann var merkilegur heimspekingur og sérstakur að þessu leyti.
Það er sjaldgæft að vilja ekki fá athygli eða aðdáun, en svona var vissulega afi, og þetta var óhagganleg ákvörðun hjá honum, og hann minnti á heimsfrægar poppstjörnur að þessu leytinu til, sem neita blaðaviðtölum, en þannig hefur til dæmis Bob Dylan hagað sér um áratugaskeið, aðeins veitt blaðaviðtöl og önnur fjölmiðlaviðtöl einstaka sinnum þegar honum hentar, eins og þegar hann gefur út plötur og diska, og þá einungis fáeinum sem hann samþykkir.
Ég reyndar skildi aldrei þessi viðbrögð hans, en ég held að þetta hafi verið hógværð svona mikil að óvenjuleg getur talizt, byggð á kristilegu viðhorfi, að maður eigi aldrei að þiggja neina athygli sem mikil getur talizt.
Undantekningarnar voru blaðamenn sem hann hitti þar sem hann lagði bílnum á bílastæðum fyrir framan banka, sparisjóði, verzlanir og annað slíkt. Þeir tóku myndir af bílnum stundum í óleyfi og tóku smáviðtöl við hann, og þá talaði hann við þá af kurteisi, og nokkrar slíkar myndir birtust og smáviðtöl, en amma klippti það út og safnaði því saman. Afa hefði þó aldrei dottið í hug að fara í dómsmál, því það var eins fjarri honum og að veita stór viðtöl út af sínum afrekum í að smíða hluti. Hann var of mikill friðsemdarmaður til þess, en hann fussaði og sveiaði yfir athyglinni og að þannig var verið að plata hann til að segja frá sjálfum sér í fjölmiðlum.
Hversu mikið er til af hógværum mönnum eins og afa nú til dags? Þeir voru sennilega nokkuð margir á hans æviskeiði, en þessi hógværð er orðin sorglega sjaldgæf nú til dags.
Afi var heimspekingur ásamt öðru, maður áttaði sig ekki á því fyrr en eftir á. En það hafa hinsvegar aðrir verkfræðingar sagt og vélvirkjar að það geti verið að enginn í heiminum hafi breytt benzínvél í díselvél eins og hann gerði á sínum tíma, og notaði í Oldsmobílnum frá 1962 til 1967. Að hann skyldi vinna þetta afrek við lélegar aðstæður gerir þetta enn sérstakara.
Jón Ársæll og RÚV sýknuð í máli vegna Paradísarheimtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2022 | 01:11
Hvenær verða öll þýdd ljóð Steingríms Thorsteinssonar endurútgefin?
Af öllum þeim þjóðskáldum sem Ísland á finnst mér Steingrímur Thorsteinsson hafa nokkra sérstöðu. Hann er talinn mitt á milli nýrómantíkurinnar og klassísku stefnunnar og er það sennilega rétt flokkun á skáldskap hans.
Sígilda stefnan eða fornfræðistefnan spratt beint uppúr Endurreisninni, en það sem einkennir hana er vandvirknin í vinnubrögðum, og ekki eins mikil tilfinningasemi og í rómantísku stefnunni, eða þeim liststefnum sem komu á eftir og boðuðu upplausn og uppreisn, óreiðu í formi og óhefta tjáningu hinna einföldu tilfinninga.
Bjarni Thorarensen finnst mér einnig bera einkenni fornfræðistefnunnar og yrkja margt vel.
En þótt Steingrímur Thorsteinsson hafi verið prýðilegt skáld liggur ekki svo mikið eftir hann, af frumsömdu efni. Engu að síður eru þau verk dýrmæt og sérstök.
Hinsvegar finnst mér þýddu ljóðin hans einstaklega góð, og get ég varla hrósað þeim nægilega. Það er þetta sem ég vil fá á prent.
Þegar ég var unglingur gerði ég tónlist við mörg ljóða hans en þýðingar kannski helzt. Ég held að ég hafi lært mikið af því hvernig hann setti saman verk sín. Hann fyrnti mál sitt mikið, var ósmeykur við að nota fornar beygingar, gömul orð, gamalt skáldamál og slíkt. Þetta gerði hann svo smekklega að beztu ljóð hans virka tímalaus, og ljóðaþýðingar hans.
Tvær litlar en efnisríkar bækur komu út með ljóðaþýðingum hans í upphafi 20. aldarinnar, löngu ófáanlegar. Mig minnir að í formálanum hafi verið sagt frá því að þó hafi eitthvað verið óprentað til.
Nokkrum sinnum hafa komið út söfn þar sem hans helztu ljóð eru og þá aðallega eigin verk. En því miður er gríðarlega miklu sleppt í þeim bókum. Ég held að aldrei hafi heildarsafn þýðinga hans og frumsaminna verka komið út. Ég hef lengi beðið eftir þessu, en áhuginn á þessum forna og vandaða kveðskap er ekki í hámarki í nútímanum, þar sem allt hið nýja er fyrirferðarmeira. En með því að miða við svona snillinga lærir maður og vandar verk sín.
Þessir menningarfjársjóðir liggja hjá ættingjum eða í söfnum, og ættu útgefendur virkilega að taka sig á í þessum efnum. Til þess að listir og menning dafni vel þarf að huga að stórskáldunum.
Lórelei eftir Heinrich Heine er dæmi um gjörsamlega snilldarþýðingu eftir Steingrím Thorsteinsson. Létt og leikandi, auðvelt mál, en gríðarlega meitlað og myndþrungið, dulúðugt og fullt af fornum goðsögnum.
Eitt sinn var þetta lag sungið af landsmönnum öllum, en þennan arf þarf að endurvekja, rifja upp þennan evrópska arf, en kvæði byggð á svona goðsögnum eru þekkt víða um Evrópu, en hverfast mjög í kringum Þýzkaland, rétt eins og Grimms ævintýrin, sem eru af sama tagi.
Steingrímur Thorsteinsson var þannig skáld að það er nauðsynlegt að lesa allt sem hann lét eftir sig, því jafnvel þar sem yrkisefnið er hversdagslegt kemur hann á óvart og kennir manni með fornu og snjöllu orðalagi, knöppu og hnitmiðuðu.
Þessvegna er ekki nóg að þekkja Öxar við ána eða Svanasöng á heiði. Sem mikilvirkur kennari og fræðimaður auðgaði hann verk sín og þýðingar með ýmsu áhugaverðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2022 | 13:48
Nýr sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, mun hún hlusta á gagnrýni?
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sóttvarnalækni í haust, samkvæmt nýrri DV frétt. Maður sér alveg til hvers þetta er gert, konur eru síður gagnrýndar en karlkyns einstaklingur eins og Þórólfur sem ekki er lengur á tvítugsaldri eða þrítugsaldri, "hvítur, miðaldra karlmaður", nýjasti minnihlutahópurinn sem þarf sérvernd alþjóðlega vegna fordóma útaf fyrrverandi forréttindastöðu, sem nú er öll liðin undir lok.
Ef tölur væru skoðaðar alþjóðlega kæmi í ljós að jafnrétti er annaðhvort alveg eða næstumþví náð allsstaðar. Fordómarnir gegn karlmönnum verða þó áfram rótgrónir lengi, af því að einusinni voru þeir ráðandi.
Geimverur eru að yfirtaka jörðina, yfirtaka sálirnar og fólk veit ekki af því. X-2000 stýriefnið er þess valdandi, sem kemur með líkamsskrauti. Konur hafa borið eyrnalokka í gegnum aldirnar og eru því móttækilegri fyrir þessari stjórnun að utan, frá öðrum mannkynjum sem hér vilja ná algjörum völdum.
Guðrún Aspelund mun sennilega svara gagnrýni vélrænt á bóluefnin frá risafyrirtækjunum. Þessu verður líklega sópað undir teppið einsog venjulega. Samstaða kvenna er alþekkt, sérstaklega gegn viðhorfum gamla kerfisins, því þær hafa næstum allar drukkið í sig eitraða kvenleikann, kvennamenninguna eitruðu, femínismann.
Með þessu er auðveldara að þagga niður gagnrýni, maður sér það hvernig samstaða kvenna nær að snúa umræðunni þannig að öll gagnrýni á þær sé karlremba og leifar frá feðraveldinu, og þannig verður umræðan óskynsamleg og ómálefnaleg. Spilling mæðraveldisins og ekkert annað.
Það þarf jafnvel ekki að orða þetta beint, fólk hugsar þetta án þess að segja neitt:"Æ, þessi er nú bara gamaldags vesalingur, lítið mark takandi á viðkomandi."
Þetta er hin nýja spilling. Konur eru orðnar meira áberandi í fjölmiðlum og sennilega í yfirmannsstöðum víða. Samstaða þeirra er að minnsta kosti meiri en karla, og flestar eru þær mengaðar af eyðileggingaröflunum, femínima og slíku.
Ef ávextir kvenréttinda og femínisma eru skoðaðir kemur spillt stjórnsýsla í ljós, samtrygging valdsins og kynsins umfram kynþáttarins, bylting gegn boðskap Biblíunnar að stórum hluta, bylting gegn rótgróinni menningu aldanna, fámennur valdahópur eflist á kostnað fjöldans.
Engu að síður er rétt að leyfa henni að njóta vafans. Mun hún kynna sér aukaverkanir bóluefna betur en Þórólfur? Mun hún svara gagnrýni af þekkingu en ekki áhugaleysi? Mun hún taka afstöðu með fórnarlömbum alvarlegra aukaverkana og koma því til fjölmiðla sem á erindi þangað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2022 | 21:59
Hrungnir hrín, ljóð frá 22. maí 2022.
Niðar flóðið neðri tíma,
nýtist einum félagsgildi.
Áttu saman eitthvað tvö,
allt það virðist búið.
Viðkvæmt strá og varhygð grimm,
veidd af hveli flestra.
Stödd í stríði vestra.
Strax hver viljagríma.
Þannig koma syndug sjö
og sýna hvað einn vildi.
Þarf við klær hinn góði að glíma,
að geta dafnað snúið.
Mikla veran mun því híma...
myrkvast veröld dimm.
Hrædd er unga hindin barða,
hefur þolað valdsins lygar.
Ástin bönnuð, ekkert gott
er í boði lengur.
Í kerfum þeirra Hrungnir hrín,
hefur tök á mönnum.
Rís ei rétt gegn bönnum.
Rekst í mánann skarða.
Löngun fer svo loks á brott,
leiddir þaðan stigar.
Aldrei trúin, aðeins varða
ekki maður, drengur.
Grætur blekkt hin bljúga, marða
bjánans sigur skín.
Spyr sig: Er það vert að vona?
Verður hitt ei mengað líka?
Eitruð leyfð er ástin þó,
eins og göngin lokast.
Andinn svífur einnig frá,
óskir munu ei rætast.
Kvaldir púkar kætast.
Kælist veröld svona?
Þokast burt hin þráða ró,
þekking milli tíka?
Hann er milli máttarkvona,
megind burtu þokast.
Ekki er reglan alheimssona,
eins og dýrin sjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 42
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 726
- Frá upphafi: 129841
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 549
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar