Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022
2.12.2022 | 05:19
Gæðaverkið "Fláa veröld" eftir Megas frá 1997.
"Fláa veröld" frá 1997 finnst mér ein bezta hljómplata Megasar, ef ekki sú albezta. Hún hafði mikil áhrif á mig er hún fyrst kom út og enn finnst mér hún framúrskarandi. Loksins fór hann aftur að nota hefðbundin hljóðfæri og sleppti hljóðgervlum þarna og á plötunni frá 1996. Ekki bara það heldur voru tónsmíðarnar flóknari en nokkrusinni fyrr og ljóðagerðin jafnvel líka, að minnsta kosti í beztu lögunum.
Megas var gagnrýndur fyrir margt á þessari plötu, meðal annars neikvætt viðhorf til kvenna. Þeir sem líta bara á þá hlið á honum missa af mörgu merkilegu sem hann hefur fram að færa, sem einn lærðasti og snjallasti höfundur söngtexta og ljóða í samtímanum.
Í raun er síðasta lagið á þessari hljómplötu einstakt í hans höfundarverki og eitt jákvæðasta ljóð sem hann hefur ort til konu. Það er ort um söngkonuna Heru Hjartardóttir og heitir Hera, sem Megas þekkir vel, og þar er ekki að finna neina neikvæðni heldur skilning og vinskap í garð draumóra og hugaróraheims stúlku á mörkum unglingsaldurs og bernskuskeiðs. Þar fyrir utan er lagið eitt flóknasta og flottasta lag sem Megas hefur nokkrusinni samið, einskonar synfónía í dægurlagaformi, um 8 mínútur að lengd, og flókið í byggingu.
Lagið Hera á þessari plötu sýnir að Megas á margar hliðar og lítur á konur ekki bara sem kynverur. Auk þess eru á þessari plötu lög sem eru gagnrýni á nútímann, eins og "Tíu fötin keisarans", beitt ádeila á skinhelgi og yfirborðskennd nútímans og fylgjenda hans, augljós vísun í "Nýju fötin keisarans" eftir Hans Christian Andersen, "Skiptimynd í buddunni þinni" sem er ádeila á að meta allt til fjár, "Ungfrú Plís", sem er ádeila á áhrifavalda löngu áður en þeir náðu eins miklum völdum og frægð og nú er, "Á barnum" er ádeila á skemmtanamenninguna, "Naðran" er ádeila á nútímalist og upplausn listforma, "Samsæri" er bæði hylling og háð í garð fólks sem fjallar um samsæri, og þannig mætti lengi telja. Platan er full af hressilegum rokklögum og rólegum balllöðum, tónlistin er bæði framúrstefnuleg og í anda rokktímans, frá 1957 til 1977, þegar diskóið sigraði rokkið endanlega, þótt það hafi aldrei dáið alveg, bara orðið minna áberandi.
Það sem ég heillaðist mest af tónlistarlega við þessa plötu er hvernig meistarinn blandar djasshljómum við hina hefðbundnu rokkhljóma og býr þannig til flóknari laglínur en eru til dæmis á "Millilendingu" frá 1975, sem er kannski hans frægasta hljómplata.
Að lokum má geta þess að nafnið er að sjálfsögðu vísun í ljóðabók Tómasar Guðmundssonar, "Fagra veröld". Megas sagði mér það sjálfur að ljóð Tómasar Guðmundssonar hefðu gefið honum mörg tilefni til háðskra umyrðinga, en jafnvel hafi hann borið virðingu fyrir stílsnilldinni að einhverju leyti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2022 | 14:43
Enn margir sem vilja krjúpa fyrir Mammoni og fórna fullveldinu
104 ára fullveldi er fagnað á þessum degi. Hætturnar eru þó víða. Þótt áhuginn á hreinni og beinni inngöngu í ESB sé lítill meðal þjóðarinnar er búið að höggva skörð í fullveldið, ekki sízt með breytingum á mannréttindakaflanum frá 1995, sem veldur því að ekki er hægt að hafa fulla stjórn á landamærum og flóttamannastraumi, en ástæðurnar eru fleiri, eins og Schengen samstarfið alræmda. Það er rétt sem skrifað er á heimasíðu Heimssýnar í dag að þjóðinni hefur vegnað betur eftir að fullveldið fékkst. Við erum svo heppin að eiga ekki landamæri að voldugu og risastóru grannríki eins og Rússlandi eða Bandaríkjunum, við erum eyja lengst úti í ballarhafi og ættum að hafa alla möguleika á að setja okkur lög og reglur eftir eigin geðþótta en ekki eftir alþjóðasamfélaginu. Þá vegferð í átt að auknu sjálfstæði er þó aðeins hægt að feta með varfærnum hætti þannig að viðskipti skaðist ekki eða sem minnst.
ESB mætti hæglega flokka sem glæpasamtök. Der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB vill koma á dómstól til að sækja ráðamenn Rússlands til saka. Minnir þetta á seinni heimsstyrjöldina, eins og henni sé ekki lokið enn í hugum þessa fólks.
Ekki fjallar ESB um eigin glæpi gegn mannkyni, sem eru verstir, að stuðla að femínisma og hruni í barneignum, útrýmingu þjóðanna. Enda er það einatt svo að slíkt er reynt að fela með því að benda á misgjörðir annarra.
Einnig hefur þarna komið fram sú þjófnaðarhugmynd að frystar eignir Rússa, 1100 milljarðar að minnsta kosti, eigi að renna í uppbyggingu eftir Úkraínustríðið, eins og ESB sé heimilt að fara þannig með fjármagn Rússa.
Þeir sem hafa horft á Stjörnustríðsmyndirnar vita að hinn vondi Palpatine í keisaraveldinu minnir mjög á ráðamenn ESB, og skipulagið og sviðsmyndin ekki ósvipuð í þeim myndum.
Einnig er rétt að minna á að Palpatine keisari í Stjörnustríðsmyndunum komst til valda einmitt til að stuðla að friði, sameiningu og gróða, þannig að vegurinn til Vítis er varðaður góðum ásetningi, eins og sagt er og er alkunna.
![]() |
Vill að sérstakur dómstóll rétti yfir Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 32
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 584
- Frá upphafi: 141269
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 432
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar