Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
17.4.2021 | 02:01
Þú verður að þjóna einhverjum eftir Bob Dylan, túlkun á fyrsta erindinu.
Nú sný ég mér að lagi á plötunni "Slow Train Coming" frá 1979 með Bob Dylan, fyrstu kristilegu plötunni hans í þríleiknum frá þessum árum. Þetta er fyrsta lagið á þeirri plötu sem heitir "Þú verður að þjóna einhverjum", og er annaðhvort samið rétt í byrjun ársins 1979 eða rétt fyrir upptökurnar undir lok apríl það ár og til 11. maí 1979.
Það er skemmst frá því að segja að bókmenntafræðingar segja að þetta sé eitt lélegasta ljóð Dylans eða texti og ein versta platan hans, ófrumlegasta og óskáldlegasta, ásamt öðru kristilegu efni frá honum. Engu að síður vil ég taka þetta til umfjöllunar hér.
Þetta lag var valið næstversta lag og texti eftir Bob Dylan árið 2013 af lesendum hins virta og útbreidda Rolling Stone tímarits, en það er engu að síður uppáhald margra kristinna áhangenda hans.
Það lítur helzt út fyrir að hann hafi annaðhvort samið textann fyrir framan hljóðnemann, spunnið hann upp, eða párað hann í flýti niður á blað án umhugsunar, þannig virkar þessi texti á mann, hvort sem maður hlustar á hann sjaldan eða oft. Undarlegt, miðað við hversu miklu minni afköst hans voru á þessum áratug en á milli tvítugs og þrítugs, þegar hann samdi miklu betri ljóð, að flestra mati. Honum fór mikið aftur, sem er hin viðtekna túlkun og skoðun.
Það mætti jafnvel segja að þetta sé með alverstu dægurlagatextum sem hafa verið samdir, því barn gæti hafa samið þetta. Það mætti segja að þessi texti sé verri en froðan sem vall uppúr Britney Spears, en var raunar samið af öðrum jafnan. Það mætti nefna ýmsa rappara eða nútímatónlistarmenn í sömu mund, en Britney er oft tákn um léttvægt popp.
Engu að síður er þessi texti eftir stórskáldið Bob Dylan, og sé maður aðdáandi hans vill maður fjalla um öll verk hans, ekki bara þau beztu.
Svo hér er íslenzka þýðingin, yfir á óbundið mál:
"Þú mátt vera sendiherra Englands eða Frakklands. Þú mátt vera fíkinn í fjárhættuspil, þú mátt sækjast eftir dansi. Þú mátt vera þungavigtarheimsmeistarinn í heiminum. Þú mátt vera áhrifavaldur og eitt af fína fólkinu með langa perlufesti. En þú verður að þjóna einhverjum. Já, vissulega verður þú að þjóna einhverjum. Það má vera Djöfullinn og það má vera Drottinn, en þú verður að þjóna einhverjum."
Hvers vegna fjallar hann í fyrsta erindinu um sendiherra, ef maður tekur þennan texta alvarlega sem eitthvað bókmenntaþrekvirki?, sem ég ætla að reyna að gera í þessari pistlaröð, eins og venjulega.
Guðfræðingar og trúaðir menn hafa í gegnum aldirnar talað um að menn séu annaðhvort sendiboðar eða erindrekar Djöfulsins eða Drottins, þetta er því í þeirri hefð. Þetta er þessi alræmda tvíhyggja, sem enn gegnsýrir menninguna að allmiklu leyti, og hófst kannski með áhrifum Zaraþústratrúarinnar á Gyðingdóminn fyrir margt löngu, fyrir Krists burð.
Hvers vegna minnist hann á England og Frakkland sérstaklega? Kannski vegna þess að þessi tvö lönd voru mest bundin bandarískri sögu áður en Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði.
Svo minnist hann á fíknina og fjárhættuspilin. Hvers vegna skyldi það nú vera? Allt gert í hálfkæringi, en kannski býr eitthvað annað og meira undir. Skoðum það og athugum hvort svo gæti verið, og hvort það sé mögulegt. Er hægt að finna dýpri merkingu í þessum almennu orðum?
Hann var sjálfur að koma úr ári fíknarinnar hjá honum sjálfum, en það er almennt talið að kókaínneyzla hans og hassreykingar hafi farið talsvert úr böndunum árið 1978, í tónleikaferðalaginu langa og erfiða allt það ár. Þannig að þetta er honum nærtækt og hugleikið, eitthvað sem hann er að kljást við þegar hann semur lagið.
Hvers vegna minnist hann þá á fjárhættuspilin og hvernig koma þau við líf hans á þessum tíma? Þess ber að geta að langflestum ber saman um það að öll lögin á plötunni "Slow Train Coming" séu sjálfsævisöguleg, að hann sé að semja um sjálfan sig og sínar tilfinningar, að ljóðmælandinn sé hann sjálfur, en ekki neinn annar. Ég tek þann pól í hæðina einnig í umfjöllun minni.
Það er talið af Dylanfræðingum, en þeirra verk hef ég talsvert lesið, að Dylan sé fjárhættuspilari sjálfur, þannig að raunar er hann ekki að tala eða syngja um sjálfan sig þarna.
Hann er þarna sennilega að dæma líferni sem honum finnst syndsamlegt. Svo einfalt er nú það.
Síðan fer hann að tala um fólk sem nýtur þess að dansa. Gleymum því ekki að þetta var búið til á miðju diskótímabilinu, snemma árs 1979, svo þetta er honum nærtækt í menningunni. Hann er að draga upp mynd af því sem er í tízku þegar hann yrkir þetta, lýsa sínum eigin nútíma mjög nákvæmlega.
Það er ekkert skáldlegt við þetta í raun, þetta er bara framvarp veruleikans.
Næst segir hann að hlustandinn megi hans vegna vera þungavigtarheimsmeistarinn í hnefaleikum og að boðskapurinn eigi við slíkan mann líka. Hann tekur sem sagt ólík dæmi og segir að það sama eigi við um alla.
Næst tekur hann fyrir fína og ríka fólkið, og að það sé ekkert undanskilið þessum kristilega boðskap, sem var og er bundinn við fríkirkjurnar og sértrúarsöfnuðina frekar en þjóðkirkjurnar, eða þannig var þetta enn frekar þegar hann samdi þetta, því slík mörk hafa máðst út í dag, með kvenprestum og femínisma í kirkjunum, Kölski allsráðandi í kirkjunum eins og annars staðar.
Næst kemur viðlagið sem er sáraeinfalt, boðskapurinn er þessi tvíhyggja, bókstafstrúin, það eru bara til tveir litir, svartur og hvítur, gott og illt og ekkert þar á milli, Djöfullinn eða Drottinn. Sumir túlka kristnina svona, ekki allir. Það er fremur sjaldgæft á okkar tímum, þegar kristin trú er orðin léttvægari hjá flestum kvenprestum, eiginlega eins og létt smurálegg ofaná brauð, ekki Alfa og Omega eins og áður var algengt, á miðöldum, til dæmis.
Ástæðan fyrir því að þessi kveðskapur er svona lítils metinn af mörgum er kannski einmitt þessi, að þetta er svona sáraeinfalt og skýrt, ekkert reynt til að gera þetta torræðara, bara sagt berum orðum, hrátt og einfalt. Allar líkingar og orðskrúð Biblíunnar horfið og í staðinn kominn eins einfaldur boðskapur og hægt er.
Svo til að kóróna ástæðuna fyrir að margir hneykslast á því hversu lélegt lag þetta sé er eintóna söngurinn og laglínan, en aðeins tvö grip er hægt að nota í laginu, tvo mollhljóma, það er allt og sumt, og söngurinn er sérlega eintóna í ofanálag, og lagið tekur fimm mínútur rúmlega í flutningi, sem er talið frekar langt miðað við mörg dægurlög, en er þó stutt miðað við mörg lög Dylans, raunar.
Barnslega einföld lög eiga það þó til að ná dýpra inní sálir fólks en það sem flóknara er. Þannig mætti fullyrða að þetta sé velheppnað lag, en það fer eftir smekk hvers og eins. Þetta lag á sér marga aðdáendur, og fleiri en harðir bókstafstrúarmenn kristnir kunna að meta það, svo sem.
Dylan fékk Grammy verðlaunin fyrir bezta sönginn sem karlsöngvari með þessu lagi, þetta árið, sem veitt voru árið eftir, árið 1980. Þannig að eitthvað þykir sannfærandi við þetta einfalda lag, að minnsta kosti, og heillandi.
Það má vera ljóst að öll bókstafstrú byggist á þessu, þessari hörðu og miskunnarlausu túlkun. Léttúðin er dæmd ógild, og hluti af Satans klækjabrögðum. Margir innan kristninnar taka þann pól í hæðina raunar, sem sökkt sér hafa ofaní sína trú, eða trúarbrögð almennt.
Það er eiginlega ekkert meira hægt að segja um þetta fyrsta erindi. Fátækleg verður umfjöllunin um næstu erindi líka, en áfram held ég sennilega með þessa umfjöllun síðar. Það er fátt hægt að segja um svona einfaldan kveðskap, en boðskapurinn er að minnsta kosti ljós. Fleiri túlkunarmöguleikar koma varla til greina, nema menn fari að búa til einhverja nýja merkingu í löngu þvæld og útjöskuð klisjuorðin sem notuð eru aftur og aftur í textanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2021 | 12:21
Samherjamálið og RÚV
Maður fyllist af skömm yfir Samherja og það hvernig Færeyingar sjá hvers konar andstyggðarkapítalismi hefur verið þar á ferðinni, samkvæmt Helga Seljan og RÚV. Ég veit að Færeyingar eru hið bezta fólk, þeir eru vel kristnir upp til hópa og heiðarlegir, indælir viðkynningar, það er sú mynd sem ég hef fengið af þeim Færeyingum sem ég hef kynnzt.
Þrátt fyrir að sennilega stærstur hluti okkar Íslendinga sé heiðarlegt og guðhrætt fólk, upp að einhverju marki, þá eru hér inn á milli hákarlar sem gefa lítið eftir hákörlunum á Wall Street. Við tökum það versta úr bandarísku samfélagi, en erum hluti af evrópskri menningu að hluta til á sama tíma. Ég held að kominn sé tími á að gera upp hernámsárin af meiri heiðarleika en áður, og þau áhrif sem komu inní landið þá. Ísland hefði getað þróazt á marga vegu.
Hrunið á bandarísku bönkunum 2008 og hrunið á Íslandi á sér alveg sömu rætur, sami óheiðarleikinn var þar á ferðinni. Þar vildi menn græða úr hófi fram og gættu ekki að sér þannig að aðrir sátu í súpunni í kjölfarið. Goldman-Sachs og Lehman brothers, siðferðisgildi þeirra hjá Samherja virðast ekki skárri, ef Helgi Seljan og hans fólk á rannsóknarblaðadeildinni hjá RÚV hafa rétt fyrir sér. Það versta er kannski að það er eins og sumir forstjórar og valdhafar hafi ekkert lært af hruninu. Sumir segja að það sama eigi við annarsstaðar líka.
Önnur siðferðisgildi voru ríkjandi á Íslandi fyrir miðja síðustu öld. Þau voru alkristileg.
Þá var það lenzka að vinna sem mest fyrir lítið kaup, nú er það lenzka að vinna sem minnst fyrir sem hæst kaup. Margt mætti læra af fyrri kynslóðum, margt gott og þarflegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2021 | 13:39
Aukin völd og áhrif Svíþjóðardemókrata gera Ísland og Noreg einmana í úreltri innflytjendastefnu No borders baráttufólks.
Nú líður brátt að kosningum og einhverjar nýjungar eða breytingar þarf að fjalla um. Stórmerkileg og í hæsta máta gleðileg frétt var í DV nýlega með þessu heiti: "Svíþjóðardemókratarnir komast til áhrifa á sænska þinginu" Þar með er útskúfun á þeim flokki lokið, og barátta þeirra ber sýnilegan árangur. Moderaterne, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafa loks sýnt áhuga á að starfa með þeim, læra af þeim og njóta stuðnings þeirra. Ulf Bjereld, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla kemur með þá yfirlýsingu að þetta marki tímamót í sænskri stjórnmálasögu. Þar með færist Svíþjóð á sömu braut og Danir hafa verið, með aukinni hörku í innflytjendamálum, og skynsamlegri stefnu þar. Eftir verða Noregur og Ísland, ekki veit ég hvernig þessu er háttað í Færeyjum.
Þetta hlýtur óhjákvæmilega að verða hluti af umræðunni fyrir kosningar, og breytingum á vinstriflokkunum á Íslandi. Sama hvernig lýðskrumsbarnaskapurinn í Loga í Samfylkingunni, Sunnu í Pírötum eða Þorgerði í Viðreisn eða þeirra undirmönnum verður þess efnis að ótakmarkað pláss og fjármagn sé fyrir hjálparstarf og aðstoð við flóttafólk á Íslandi hlýtur þetta að berja á þeirra dyr og koma af stað breytingum í þeirra flokkum.
Miðflokkurinn og ýmsir smáflokkar hafa verið ábyrgir, en varla aðrir.
Ég kalla eftir umræðum um þetta á Íslandi, bæði í fjölmiðlum og meðal almennings. Þetta er heitt umræðuefni útum allan heim og varla getur Ísland verið undanskilið í þeim efnum, og varla getum við Íslendingar verið svo úreltir að við séum 20 - 30 árum á eftir tímanum í þessari umræðu, eins og oft hefur gerzt í fortíðinni.
Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram sem hver annar miðjusækinn og kapítalískur jafnaðarmannaflokkur, og ekki veit ég hvort menn þar á bæ hafi áhuga á að leita í þessar ævafornu rætur sem til voru við stofnun flokksins og kemur fram í nafninu á flokknum.
Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn á þinginu sem ég held að verði alveg ósnortinn af þessu, hann virðist hreinn og ómengaður kommúnistaflokkur af gamla skólanum.
Við lifum á spennandi tímum. Kannski verða næstu alþingiskosningar spennandi eftir allt saman, ef þróunin hér á landi verður á sömu lund og annarsstaðar á Norðurlöndunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í DV kom nýlega frétt sem fjallar um að dauðsföllum hefur fjölgað með aukinni bólusetningu, þvert á það sem Þórólfur hér á Íslandi heldur fram og aðrir spekingar í þessum fræðum.
Fréttin hefur þessa yfirskrift:"Mikil aukning dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum".
Hér á blogginu eru nokkrir sem halda þessu fram, að þetta sé allt stórt samsæri, að bólusetningarnar séu hættulegri en veikin sjálf, sem sumir draga í efa að sé til, svo sem líka.
Ég hef líka lesið um þetta á erlendum spjallsíðum og öðrum fréttaveitum en ekki tekið mjög mikið mark á því, þetta er of ótrúlegt. Ég ætla ekki að leggja dóm á þetta, en Kristján Kristjánsson sem skrifar þessa frétt á DV hefur yfirleitt einhverjar heimildir fyrir fréttum sínum, en hann er af sumum talinn bullukollur og samsæriskenningasmiður, en kannski er það ekki rétt, kannski er hann bara svona athugull og vel upplýstur, sem vel getur verið frekar.
Mér finnst þetta vel þess virði að vekja á þessu athygli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2021 | 09:37
Hin raunverulega helför er jafnaðarstefnan sem unga fólkið trúir eins og nýju neti
Við erum að deyja út. Jónas frá Hriflu skrifaði í bókinni "Gamalt og gott", að allt sem væri gert á Íslandi yrði að vera til að efla og stækka íslenzka kynstofninn. Ég hef þetta ekki í gæsalöppum því þetta er ekki orðrétt tilvitnun, en samt rétta merkingin og setningin, og hugtakið "íslenzki kynstofninn" er frá honum komið, hann bjó það til og ég lærði það af honum og þessari bók hans. Sú hugsun verður aftur að verða ríkjandi, hún ein getur bjargað okkur. Það er það sem þessar tölur segja okkur, sem einstaklingar, kynstofn og þjóð. Eru nú fræðimenn orðnir svo lélegir að þeir kunni ekki að lesa í tölur eða leggja út af þeim?
Á bak við svona frétt og svona tölfræði er heill heimur og heil menning, og útrýming þjóða og þjóðfélagi, helför sannkölluð. Frjósemi þarf að vera 2.1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda, en er 1.72 nú og fer lækkandi. Augljóst hvað er að gerast.
Það er merkilegt að Þjóðverjar Þriðja Ríkisins voru sakfelldir fyrir glæp gegn mannkyninu. Samt fjölgaði Þjóðverjum mikið eftir seinni heimsstyrjöldina, "baby boom" kynslóðin og allt það. Ekki útrýmdu þeir Gyðingum heldur drápu með svívirðilegum hætti fjölmarga af þeim, en hefur vegur Gyðinga aukizt stöðugt eftir seinni heimsstyrjöldina og gæfusólin skinið á þá sem aldrei fyrr. Að ofsækja núverandi eða fyrrverandi nazista er því ekki aðeins smekklaust, tímaskekkja og rangt, heldur glæpsamlegt. Þeir geta hjálpað frekar en greyin meðvirku sem taka þátt í þjóðernishreinsunum með femínískum aðferðum og jafnaðarstefnunni.
Hvaða mannlífi er verið að lýsa á bakvið þessar tölur? Jú, menningu þar sem ástin er dáin eða í dauðateygjunum en þar sem hatrið hefur sigrað, hatrið á milli kynjanna, það er að segja, en sýndarástin á milli kynþáttanna, þykjustuástin, hræsnifulla ástin lafir ennþá, veldur skaða sem aldrei fyrr. Sýkt eru flest blómin í þessum garði og deyjandi, helstefna ríkjandi sannarleg. Það er ástin helvízka sem lifir, hverri er þröngvað uppá fólk með helvízkri alþjóðamenningunni sem hefur það eitt að markmiði að útrýma öllum.
Þetta mál er það eina mál sem er markvert fyrir mannkynið, en því er ekki sinnt þeim skyldi. Það sannar í eitt skipti fyrir öll erindisleysu hinna villuráfandi húmanista sem gráta yfir sérhverju mannréttindabroti, en útrýma sjálfum sér og öðrum með jafnaðarstefnu og femínisma.
Kvikmyndir og sjónvarpsefni frá Hollywood er þvílíkur sori að jafnvel þótt maður sé með slíkar stöðvar í heimi þar sem lítið er um aðra afþreyingu, þá tekur maður ekkert mark á því sjónvarpsþáttarusli lengur.
Í "Sonartorreki" eftir Egil Skallagrímsson standa þessar kröftugu línur sem geyma í sér sannleik allra alda og allrar mennsku:
"Því að ætt mín á enda stendur"... og er þetta einn helzti harmur mannskepnunnar, að geta ekki afkvæmi og þegar ættartrén eru af höggvin með einhverjum hætti. Með frekar mikilli léttúð er þetta afgreitt nú til dags, þetta er ekki talið aðalmál, og ættleiðingar taldar geta komið í staðinn fyrir eigin börn.
Ég tel að þetta sanni að meira en helmingur mannkynsins er dáleiddur eða andsettur, púkar tala í gegnum þetta fólk, það talar ekki af eigin rammleik, sál þess er dauð eða í dvala og svörin sem koma eru ekki þeirra svör heldur eigenda þeirra sem tala í gegnum það.
Að lífga þetta fólk við andlega er því maklegt og stórkostlegt verkefni sem þarf að sinna, að vekja sálir þessa fólks til lífsins.
Þegar búið er að telja ungum kynslóðum trú um eitthvað sem er þeim ekki sjálfum fyrir beztu, þá er illt í efni, þá hefur glæpur verið framinn mun stærri en sá sem einræðisherrar fyrri alda frömdu. Það andlega hefur nefnilega dýpri fótspor og meiri afleiðingar.
Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn hefur færzt frá upprunalegri stefnu sinni. Allt hefur þetta mjakazt að bjargbrúninni. Í mér er minni harmur en oft út af þessu, því mér finnst þjóðin hafa brugðizt mér, að ég skuli ekki hafa tekið við af Bubba Morthens sem vinsælasti tónlistarmaður og trúbador landsins. Það er auðvitað of seint núna að ætla að væla yfir því fyrir einn eða neinn, því ég er hættur í tónlist, hættur að reyna eitthvað sem ekkert gefur af sér.
Já, fólk fær það sem það á skilið. Kjósi það yfir sig jafnaðarmenn þá er afleiðingin þessi. Ég held að allir aríar þessarar jarðar séu geðveikir og gallaðir fyrir þær sakir. Þeir góðu og réttlátu hurfu, dóu um miðja síðustu öld. Eftir er aðeins ruslið.
Það er nú ekki meiri þjóðernishrokinn í mér en þetta, þessi þjóð er dauðadæmd, búin að vera. Það er aðeins raunsæi. Því sem maður getur ekki breytt verður maður að sætta sig við, en maður hlýtur að fjalla um það samt, þetta augljósa, það kemur fram í dagsljósið.
Fleiri börn og eldri mæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2021 | 11:15
Ástralska og asíska leiðin, að harðlæsa landamærum, brazilíska leiðin, að láta alla deyja.
Silfur Egils var fremur gott að þessu sinni og Egill Helgason í essinu sínu og fékk til sín ágæta viðmælendur. Ástralski prófessorinn Páll Þórðarson vakti sérstaka athygli mína enda var hann ekkert að skafa af því, og minnti á Ómar Geirsson hér á blogginu á köflum
Þar var dæmið sett upp með einföldum hætti, gríðarlega mörgum mannslífum hefur verið bjargað í Asíu og Ástralíu með hörðum reglum, lokuðum landamærum og miklu eftirliti, andstæðan er Svíþjóð og Brazilía, þar sem gríðarlegur fjöldi hefur látizt út af pestinni.
Ísland er svona mitt á milli, ágætt þríeyki og Þórólfur hæfur sem slíkur, en tvístígandi yfirvöld og ruglingslegar reglur, dregið í og úr til skiptis og misjafnar áherzlur eftir ráðherrum og ráðfrúm.
Það var raunar annað sem kom fram í þessu viðtali við hinn íslenzka prófessor sem starfar í Ástralíu sem hafði fengið litla athygli og umfjöllun hér innanlands þar til núna nýlega. Nú er það orðið heitt umræðuefni og deiluefni, en það eru nýju sóttvarnarlögin sem virðast taka réttindi af Þórólfi til að skylda fólk í sóttkví. Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvort Vinstri grænir og Svandís beri ábyrgð á klúðrinu og mistökunum eða lögfræðingateymið þar í kringum sem sumt er tengt Sjálfstæðisflokknum eða hluti af honum.
Ómar Geirsson vakti athygli á þessu í færslu hjá sér í vetur, en hann fékk andmæli og lítinn stuðning, ég skrifaði athugasemd við hans færslu og var sammála um að eitthvað væri undarlegt við þessar nýju reglur, og hversu flókið lögfræðingamál var á plagginu og því erfitt að túlka það og skilja fyrir venjulegt fólk. Prófessorinn í Ástralíu kallar slíkt klúður og lélega stjórnsýslu, nokkuð sem ekki myndi líðast í Ástralíu, því fjölmenna landi. Nú eru sumir farnir að kalla á afsögn Svandísar fóstureyðingardrottningar, og ekki seinna vænna raunar.
Ég held að það sé smám saman að renna upp fyrir fleirum og fleirum að það leysir engin vandamál að fá femínista í ríkisstjórn, heldur þvert á móti, þar er ekki endilega meiri stjórnvizka en hjá karlrembusvínum og feðraveldungunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2021 | 06:33
Vertu sælt verðleikasamfélag eftir Bob Dylan, túlkun á sjöunda erindinu.
Þessi umfjöllun mín er nú orðin býsna ýtarleg, enda hafa verk Dylans verið háskólaverkefni um víða veröld síðan hann varð frægur.
Hér mun ég túlka og fara yfir sjöunda og síðasta erindi kvæðisins, og hvað það kann að merkja, að öllum líkindum.
Þeir sem hafa lesið umfjöllun mína um fyrri erindi vita að þetta er mjög torrætt kvæði, ort á djúpu ljóðmáli líkinga og ljóðmynda, gnægð þeirra er yfirþyrmandi. Það eitt og sér sýnir snilld Bob Dylans, þótt ekki komi fleira til, eins og tónlistarhæfileikar. Margir hafa reynt að túlka kvæði hans og finna merkingu í þeim, og eru þau toguð í ýmsar áttir til þess. Hef ég reynt að rökstyðja þessa túlkun mína á þessu kvæði, og hef ég séð suma aðra á ensku fjalla um kvæðið nokkuð svipað, fara í þessa átt.
Finnst mér flest rök hníga til þess að Dylan sé að fjalla um brotthvarf sitt úr vinstrikreðsum og mannúðarkreðslum þess tíma sem hann gerði "Blowing In The Wind" og svipuð mannréttindalög í upphafi ferilsins, 1962 - 1963, jafnvel eitthvað 1964.
Einnig er hann að fjalla um þær róttæku og gagngeru breytingar sem verða á samfélögum þegar feðraveldið víkur fyrir jafnaðarstefnu, fjölmenningu og femínisma. Þeim breytingum er lýst sem heimsendi og gjöreyðileggingu, ef menn eru sammála þessum túlkunum, að minnsta kosti, sem ekki er sjálfgefið, en augljóst er að svona er vel hægt að túlka boðskapinn, boðskap þessa mikla skálds, sem vissi vel hvað var að gerast í kringum hann í samfélaginu á þessum tíma, svo hví skyldi hann ekki hafa fjallað um það með þessum hætti?
Þýðingin á sjöunda erindinu yfir á óbundna íslenzku er svona:
"Vélbyssurnar eru geltandi, (strengja)brúðurnar lyfta (eða varpa) björgum. Óvinirnir (djöflarnir, púkarnir, fíklarnir) negla tímasprengjur á vísa klukknanna. Kallaðu mig hvað sem þig lystir, ég mun aldrei afneita þeim nafngiftum, en vertu sæl Angelína, það gýs úr himninum og verð að fara þangað sem er hljóðlegt".
Þetta eru sterk orð og kröftugar lýsingar. Sumt af þessu eru náttúrulýsingar Vítis eða svipaðra staða, þar sem hrikalegar náttúruhamfarir verða, eins og til dæmis á okkar jörð. Lýsingarnar eru svo sundurlausar að ekki er hægt að taka þær bókstaflega sem lýsingu á einum stað, eða tæplega. Ljóst er að þetta er ljóðmál og líkingamál eins og annars staðar í kvæðinu.
Fyrsta spurningin sem verður fyrir okkur við túlkun á þessu erindi er, hvað eru vélbyssurnar, hvað merkja þær og hvað standa þær fyrir? Er hægt að taka orðið bókstaflega eða er það feluorð yfir eitthvað annað?
Vélbyssurnar eru ekki vélbyssur í venjulegum skilningi, alls ekki. Vélbyssurnar eru aðferðirnar sem eru notaðar til að útrýma mannkyninu á okkar tímum, mannúð, velmegun, leti, mannréttindi, jöfnuður, femínismi, þroskaleysi, ofdekur, agaleysi, upplausn, húmanismi, (sú sataníska stefna að setja manninn í öndvegi óháð öllu öðru, kallað mannhyggja á íslenzku yfirleitt), kapítalismi, kommúnismi, allt þetta sem er notað til að leggja náttúruna í rúst, sköpunarverkið og manninn, jörðina.
Vélbyssurnar eru sem sagt þetta sem er áberandi og vinsælt og veldur skaða, ekki aðeins eyðileggingu heldur gjöreyðileggingu. Hér er um að ræða viðurkennd fyrirbæri en ekki hötuð, eitthvað sem 99% allra berjast ekki gegn, þótt misjafnir hópar berjist gegn einhverjum fyrirbærum innan heildarinnar sem upp var nefnd, og flokkast undir þessar vélbyssur, eða það sem þær standa fyrir.
"Strengjabrúðurnar henda björgum" kemur næst. Væri þessi setning tekin bókstaflega stæðist hún engin rök, því strengjabrúður eru bókstaflega í hefðbundinni merkingu tuskudúkkur í barnaleikritum eða fullorðinnaleikritum sem eru mjög léttar og eru sízt færar um líkamleg þrekvirki.
Þetta er því ekki aðeins vísbending heldur sönnun þess að allt kvæðið er ort á dulmáli og þarf að túlka það eins og ég geri í þessari pistlaröð minni um það.
Strengjabrúða er orð sem hefur aðra viðurkennda merkingu, það er að segja manneskja sem hlýðir öðrum, ósjálfstæð manneskja sem hefur lítinn eða engan sjálfstæðan vilja, tízkuþræll eða tízkuambátt eða eitthvað slíkt.
Orðið er í fleirtölu og því er augljóslega verið að fjalla um alla þá sem taka þátt í samfélagsins hryðjuverkum gegn náttúrunni og feðraveldinu, þessu sem Guð hefur skapað, sköpunarverkinu. Einnig má telja að orðið vísi til 99% alls mannkynsins, syndarana, eða forhertu syndarana er réttara að orða þetta. Við erum nefnilega öll syndarar, en verst er með forhertu syndarana, sem vita um sannleikann, hlusta og sjá og skilja hvað er rangt, en hafa ekki kjark til að berjast gegn spillingunni, eða láta mútast eða eitthvað slíkt. Enginn er fullkominn, en munurinn er hvort maður reyni eða reyni ekki að berjast gegn syndinni og samsærisöflum í samfélaginu.
Guðjón E. Hreinberg hefur skrifað ágæta pistla um þetta efni og endurtekið þema hjá honum sem ég tel að sé alveg rétt túlkun hjá honum er að menningin sé hrunin, og siðmenningin í frjálsu falli. Hann skilur þetta og fjallar rétt um þetta, en mjög margir aðrir vita þetta einnig en þora ekki að tjá sig af ótta við að vera álitnir sérvitringar eða eitthvað svoleiðis.
Ég vil einnig staldra lengur við orðalagið að "lyfta björgum" eða "varpa björgum" (heave á ensku getur þýtt hvort tveggja).
Hér er greinilega átt við það sem tröll voru talin fær um í fornsögunum, kraftaverk, að vinna gegn lögmálum náttúrunnar. Er hér bæði átt við að nota gröfur og aðrar stórvirkar vinnuvélar til að mölva hús eða kletta, eða færa eitthvað þungt úr stað, en einnig um erfðafræðilegar breytingar á mönnum, jurtum og dýrum, og annað sem tilheyrir tækni og vísindum, sem áður var aðeins talið tilheyra mætti guða og djöfla.
Einnig skulum við skoða þversögnina í þessu orðalagi. Stengjabrúður eru máttlausar í eðli sínu, og þær hlýða. Að þær skuli hlýða Satan en ekki Guði er önnur þversögn, strengjabrúðurnar eru húmanistar, femínistar, vinstrisinnar og jafnaðarmenn, flokkaðar á pólitísku litrófi nútímans.
Hvaðan kemur þeirra mikli máttur? Frá Satan, ekki frá Guði, eða frá vísindum og tækni, öllu þessu sem táknað var með syndafallinu, þegar Adam og Eva bitu af ávexti Skilningstrés góðs og ills, og "urðu eins og Guð", en urðu dauðleg sannlega, þau og þeirra afkvæmi urðu ekki eldri en 100 ára í mesta lagi eftir nokkrar kynslóðir.
Næst kemur "óvinirnir negla tímasprengjur á vísa klukknanna".
Orðið "fiend" á ensku er norræna orðinn fíandi, eða fjandi á íslenzku. Það getur einnig merkt púka eða djöfla, eða fíkniefnaneytanda. Orðið hefur því mjög andlega merkingu, vilji maður túlka það þannig, og er vísbending í kvæðinu og merkingu þess.
Það er nákvæmlega þetta sem hefur verið að gerast síðustu áratugina eftir að kvenréttindi og mannréttindi hafa gegnsýrt okkar vestrænu samfélög í síauknum mæli. Tíminn hefur verið óvinur okkar, og ósýnilegar hættur birzt í tímans rás, eyðileggingaröfl og sundrunaröfl, hatursöfl, sem kölluð eru mannréttindi, framfarir, kvenréttindi, jafnrétti, góðmennska, og hitt er kallað hatur sem er íhaldssamt en hefur samt virkað og gengið upp í gegnum aldirnar.
Varla er betur hægt að lýsa lúmskum aðferðum Satans, því orð eins og mannréttindi, húmanismi og annað slíkt hljómar vel, eins og eitthvað sem nauðsynlegt sé að sækjast eftir og berjast fyrir. Með tímanum verða þessi fyrirbæri þó tímasprengjur sem valda engu nema eyðileggingu. Snilldarleg orðanotkun og lýsing í kvæðinu hjá Bob Dylans, eins og svo oft áður.
Metoobyltingin er sú tímasprengja sem var undanfari Covid-19 tímasprengjunnar, og rökréttur undanfari. Þannig kemur þetta í keðju heimskunnar og eyðileggingarstarfseminnar, helstefnunnar. Finna má tugi ef ekki hundruði annarra tímasprengja fyrr á öldum og áratugum, hvernig eyðileggingarstarfsemin hefur lengi átt sér stað undir öfugum formerkjum, að sjálfsögðu, eins og Satan vinnur alltaf.
Næst í kvæðinu kemur: "Kallaðu mig hvað sem þig lystir, ég mun aldrei afneita þeim nafngiftum".
Enskumælandi túlkandi taldi að kvæðið fjallaði um hermennsku og ókosti hennar. Sá túlkandi sagði að hér væri hermaðurinn að segja við unnustu sína að hann viðurkenndi að vera drápari, stríðsmaður, á erlendri grund, og að hann iðraðist gjörða sinna, og að hafa farið í herinn.
Þessi túlkun er ekki alröng eða úr lausu lofti gripin, en þó ekki nákvæmlega rétt, eins og ég vil túlka kvæðið.
Öllu heldur ætti að segja að hér sé húmanistinn og jafnaðarmaðurinn að viðurkenna að vera á valdi Satans, og hér er hann að viðurkenna þá eyðileggingu sem fylgir í kjölfar femínismans og jafnaðarstefnunnar.
Að lokum kveður hann "Englalínu" í síðasta sinn, sem gæti verið kirkjan, trúin, eða tákn fyrir eitthvað sem hann virðir og elskar í raun, ekki þetta syndum spillta samfélag sem hann neyðist til að taka þátt í og hlýða, til að vera eins og hinir.
Hann segir að himininn "gjósi" og að hann verði að fara á hljóðlátan stað.
Það gos er tákn um reiði Guðs, og sannleikann sem frá honum spýtist, iðrun sköpunarverksins yfir falli sínu. Hinn hljóðláti staður kann að vera limbóið eða hreinsunareldurinn, forgarður Helvítis, í kaþólskum fræðum.
Þannig er rétt að túlka þessar lokalínur kvæðisins. Í kjölfar ömurlegs lífernis, mistaka og synda er komið að sjálfskoðun og endurnýjun fyrri gilda, afturhvarfs til náttúrunnar, einfaldara lífs, hreinni trúar og trúarbragða.
Í hljóðlátum kringumstæðum fer þetta afturhvarf fram, þegar tími gefst til iðrunar, kannski í þessari innilokun sem heimsbyggðin hefur nú þurft að þola lengi og kvartað mikið undan.
Þetta er mikið kvæði og stórt, stórkostlegt, hvort sem maður er kristinnar trúar eða ekki, því boðskapur þess er sameiginlegur með eiginlega öllum þróuðum trúarbrögðum, siðfræðilegur boðskapur, og eitthvað slíkt.
Ég býst við að ég haldi áfram að fjalla um kvæði Bob Dylans, en fá þeirra eru svona safarík og innihaldsrík, því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2021 | 00:29
Ef VG stæði utan ríkisstjórnar væru mótmæli núna
Ófærir ráðherrar fá að sitja áfram ef þeir eru kvenkyns og í réttum flokki, það er að segja vinstriflokki. Þau lög þarf að setja í landinu að taka kosningarétt af öllum konum, rétt til að læra og vinna úti, koma þeim aftur inná heimilin.
Ekki er gott að hryðjuverk séu unnin með löglegum hætti af femínistum og jafnaðarmönnum. Ekki er gott að landsmenn skuli þurfa að lenda í vandræðum vegna ráðherra sem ekki standa sig nógu vel.
Það er ekki sama hvaða ráðherra er með einræðistilburði eða stjórni án samráðs við aðra. Þetta er snilldin við samvinnu ólíkra flokka. Gagnrýni og mótmæli stokkast upp, fólk veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.
Þessa stjórnarsamstarfs verður lengi minnzt, og hvernig mótherjar standa saman.
Rauði krossinn ósáttur við nýja reglugerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2021 | 00:44
Hvað eru ástarfordómar?
Þetta samfélag okkar er fullt af aldursfordómum og ástarfordómum. Kynþáttafordómar og útlitsfordómar eru liðin tíð, einungis gömul og úldin hræ, leifar liðinna áratuga sem hverfa eins og aska í vindinum þess sem brunnið er til grunna og kemur kannski aldrei aftur.
Ég harma ekki að fitufordómar deyja og hverfa. Kynþáttafordómarnir tel ég að gegni hlutverki, að vernda kynþættina, sem mér finnst mikilvægt og nauðsynlegt. Til að halda útlitseinkennum þarf að flokka fólk eftir útliti og setja reglur um hjónabönd á þeim grundvelli og ganga hart eftir því að slíkum reglum sé fylgt, eins og öðrum landslögum.
Ástarfordómar eru þó til, að ekki er talið æskilegt að öll sambönd þróist, dafni og verði til. Sérstaklega lenda þeir í aldursfordómum sem vilja brúa aldursbilið í parasamböndum um meira en 30 ár eða svo. Á öfgafemínismatímum eins og þessum þykir það jafnvel skárra að fimmtugar konur séu með tvítugum körlum en fimmtugir karlmenn með tvítugum skvísum - svona í mörgum kreðslum að minnsta kosti, sem mengaðar eru af öfgafemínisma, og þær eru margar, þetta er opinber og eitruð stefna svo sem.
Mikið er það sorglegt hvað fólk fer mikils á mis ef það lærir ekki af persónulegum samskiptum. Það er á margan hátt eðlilegt að ástin eða áhuginn vakni þar sem fólk er ekki alveg á sama aldri og eitthvað nýtt og framandi er hægt að læra af makanum eða hinum aðilanum. Það eru nefnilega nógu mörg ljón í veginum í svona ástarsamböndum til að maður sé ekki að gera sér erfiðara fyrir með því að búa til ennþá fleiri hindranir með því að útiloka sjálfan sig eða aðilann sem maður hrífst af og hefur áhuga á, eða búa til afsakanir til að samböndin gangi ekki upp.
Enda er sorglega staðreyndin sú að við nútímamenn hér á vesturlöndum höfum rána svo hátt stillta að flest sambönd lenda í erfiðleikum og fólk skilur oftar en ekki, um lengri eða skemmri tíma. Kröfurnar eru svona miklar, væntingarnar, fullkomnunaráráttan og allt það, og eiginlega er það komið úr hófi fram.
Sumir eru draslfengnir, aðrir eru fíklar, eða glíma við andlega eða líkamlega kvilla eða vandamál af einhverju tagi.
Búið er að flokka samskipti svo í hel að fullkomið jafnræði á milli para er sjaldan eða aldrei til, eiginlega alltaf kúgar annar aðilinn hinn aðilann, þótt ekki sé nema örlítið. Því er það rangt að segja að eitthvað sé óðlilegt við það, fyrst mannskepnan sækir alltaf í þetta sama far, ef maður er hreinskilinn við sjálfan sig og aðra.
Karlmaður sem er karlremba getur fengið samvizkubit ef hann þekkir sjálfan sig og karlrembutilhneigingar sínar, og þetta samvizkubit getur staðið í vegi fyrir því að hann leiti á náðir konunnar eða sýni henni áhuga, hann getur dæmt sjálfan sig úr leik fyrirfram sem of mikinn gallagrip til að vera í sambandi. Svoleiðis fullkomnunarárátta er mjög skyld þeirri fullkomnunaráráttu sem langflestar konur þekkja, að þær telja sig mega grennast eitthvað, mikið eða lítið, eða vilja breyta útliti sínu á annan hátt, eða innræti.
Þar með missir fólk af miklu skemmtilegra lífi því það setur hindranir fram fyrir sig og aðra. Jú, væntanlega geta allir bætt sig, en hversu mikla þolinmæði hefur maður, er ekki stundum betra að bæta sig í sambandi en í einsemd?
Að vísu komum við þá að öðrum algengum öfgum, að reyna að breyta hinum aðilanum, og að setja endalausa þolinmæði í það verk. Þá er maður kominn í fórnarlambshlutverkið, og nauðsynlegt að þekkja meðalhófið, kunna að segja við sig hvenær nóg er komið af þolinmæði gagnvart hinum aðilanum sem reynir ekki sitt ýtrasta til að bæta sig.
Já, þetta er að þræða hinn gullna meðalveg.
Að vissu leyti ætti maður að vera feginn að kynnast göllum fólks snemma. Það sýnir ákveðna hreinskilni ef fólk reynir ekki að leyna göllum sínum, og ef fólk jafnvel segir frá þeim að fyrra bragði, eða talar út um eitthvað sem kannski mætti betur fara.
Algengt er að lúmskasta ofbeldið vaxi og dafni og verði óviðráðanlegt þegar bleiku fílarnir í stofunni eru faldir og eru bannorð.
Þessi fallegu blóm sem ástin skapar þau gefa lífinu gildi. Án þeirra yrði allt kalt og snautt, tilgangslaust. Þau geta verið börn, afkvæmi, gleðistundir, þroski, jafnvel grátur og sársauki, því allt svoleiðis kennir manni eitthvað líka. Það er þó skárra en flatneskja tilfinningalífsins, að þora ekki að taka áhættu og kynnast öðrum.
Femínisminn á ekki að vera refsivöndur frekar en bókstafstrúin var refsivöndur í gegnum aldirnar. Af hverju er femínisminn svona heilög kú að ekki megi hrófla við henni?
Jæja, þjóðfélagið þróast einhvernveginn, og það er lítið mark tekið á okkur sem ekki erum meðfæddir femínistar frá uppeldinu, því miður. Að minnsta kosti af vinstrisinnuðu elítunni sem svo miklu ræður á vesturlöndum.
Ég reyni hins vegar að skoða málin frá mörgum hliðum, og ekki alltaf það sama sem ég hef áhuga á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líður nú brátt að lokum yfirferðarinnar á þessu kvæði og túlkuninni á því, þetta er næsthinzta erindið, en allt er það stórmerkilegt og umfjöllunarvert, vel að merkja.
Þetta er erindið sem aðeins er til í útgáfu Bob Dylans, frá upptökunum á plötunni "Bringing It All Back Home" frá 1965, en þeim lauk á fáeinum dögum í janúar 1965. Að öllum líkindum hefur hann verið með allt efnið tilbúið þá, og hefur hann þá samið lögin seinni hluta ársins 1964, eins og aðrir hafa rakið, en sumt af þessu var frumflutt á tónleikum á þeim tíma.
Svona er þýðingin á erindinu yfir á óbundið mál, íslenzku:
"Hinn feluliti páfagaukur blakar vængjunum hratt af skelfingu, þegar eitthvað sem hann veit ekki um birtist skyndilega. Það sem er fullkomið og verður ekki hermt eftir verður að deyja. Vertu sælt verðleikasamfélag, það flýtur yfir himininn og ég þarf að fara þangað sem er þurrt."
Ég sannfærist æ betur um að þetta sé innblásið spádómskvæði, sem lýsi nútímanum, þeim tíma sem ekki var kominn þegar hann setti saman söngtextann, kvæðið. Svo margt eða eiginlega hefur ræzt í textanum og er skiljanlegt núna, liggur eiginlega beint við, en var óskiljanlegt að mestu þegar hann setti saman verkið. Það bendir til sýngjafa á öðrum hnetti, eða að annað skáld hafi ort í gegnum hann, framliðið stórskáld er rétt að taka fram, eins og algengt er þegar vönduð verk koma fram af þessu tagi, íbúi annarrar jarðstjörnu, að sjálfsögðu, samkvæmt kenningum dr. Helga Pjeturss, sem rétt er að taka mark á.
Hér kemur enn ein sögupersónan, og er kynnt, felulitur páfagaukur. Einn erlendur ljóðaskýrandi telur felulit ljóðmál yfir hermannsklæði. Ekki er ég viss um að það sé rétt skýring, en þetta er góð tilraun.
Páfagaukur hugsar ekki sjálfstætt heldur hlýðir því sem honum er sagt að gera, en hann kann að hræðast, samkvæmt þessum sama ljóðatúlkanda. Undir það má líka allt taka.
Hver er þá þessi feluliti páfagaukur, sérstaklega í ljósi þeirra útskýringa sem ég hef boðið uppá nú þegar?
Alla vega er páfagaukur sá sem endurtekur eitthvað með ófrumlegum hætti, og það er þá mannlýsing, samkvæmt því að fyrirbærin í kvæðinu séu lýsingar á einhverju öðru í raun.
Allt kvæðið er lýsing á þjóðfélagsbreytingum, afleiðingum af auknum kommúnisma og mannréttindabaráttu, femínisma og öðru þessháttar, alþjóðavæðingu, húmanisma, sjálfhyggju, trúleysi, efahyggju, týndu mannfólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér eða hverju það á að treysta. Kvæðið lýsir upplausn og hryðjuverkum, menningarlegum hryðjuverkum femínista og jafnaðarmanna, og eyðileggingu í kjölfarið, niðurbroti og eyðileggingu á þjóðfélagi innanfrá, vegna femínisma og jafnaðarstefnu aðallega.
Hver er þá hinn feluliti páfagaukur eiginlega? Jú, þetta er hinn almenni maður, sem er sekur um að láta teyma sig til óhæfuverka vegna trúgirni sinnar og galla, dauðasyndirnar sjö koma hér allar við sögu, hroki, öfund, reiði, leti (uppgjöf andleg), peningaágirnd, græðgi og makræði.
Páfagaukurinn er í felulitum vegna þess að hinn almenni maður sýnir yfirleitt aldrei sitt rétta andlit, hann er alltaf að hlýða tízkunni og fara eftir því sem er nýjast og tíðast í menningunni, efst á baugi hverju sinni.
Hvað merkir þá þegar því er lýst hvernig páfagaukurinn blakar vængjunum ótt og títt af skelfingu?
Jú, það eru mistökin sem uppgötvast, að vera sífellt að hlaupa eftir duttlungum í vindinum, það er syndin, en að syndga merkti upphaflega að hitta ekki í mark. Það er þessi verknaður að blaka vængjunum, að fljúga ekki í burtu heldur að gera vantmáttuga tilraun til þess og gagnslitla eða gagnslausa.
Páfagaukurinn sem sagt blakar vængjunum ótt og títt þegar eitthvað sem hann veit ekki um birtist skyndilega.
Já, þekkingin, hversu djúpt nær hún, og er það raunveruleg þekking eða blekking? Er menningin blekking sem nefnd er þekking? Heimsspekingur hlýtur að spyrja sig einmitt þessarar spurningar eða svipaðra spurninga að minnsta kosti.
Það er sennilega hinn andlegi og trúarlegi sannleikur sem þarna er verið að vísa í, það sem almenningur hunzar eða hefur ekki áhuga á, telur ekki verðmætt í hvunndagnum.
Eða, það getur verið að það sé feðraveldissannleikurinn, hvernig hefðirnar sýna að mannlífið hefur þrifizt og dafnað í þúsundir ára undir feðraveldislögunum, að konan eigi að vera inni á heimilinu, ómenntuð, að hún eigi hvorki að leita sér menntunar utan heimilisins né vinna úti.
Kvæðið gagnrýnir femínismann og jafnaðarstefnuna ef vel er að gáð, og þessi túlkun virðist alveg í samræmi við innihald kvæðisins að öðru leyti.
Að minnsta kosti er hér eitthvað stórt á ferðinni. Ákveðinn heimsendaboðskapur kemur fram í kvæðinu öllu og það verður ekki hunzað, vilji maður túlka það af alvöru og vel, vanda sig.
Við höfum farið í gegnum það í fyrri erindum kvæðisins hvernig sjóræningjar og aðrir glæpamenn ráða öllu í þessu framtíðarsamfélagi, dystópíu eða útópíu, eftir því hvernig á það er litið. Þessi skelfing sem hér er minnzt á er þá þessi stund þegar arðræningjar mannhyggjunnar gera sér grein fyrir því að þeir hafa lagt náttúruna í rúst, náttúru mannsins og jörðina alla, sama hvað allri sýndarhræsni í þeim efnum líður. Það er alla vega ein aðferð til að túlka kvæðið, þótt fleiri komi til greina.
Þessi skelfing páfagauksins sem hér er minnzt á er mikilvægt lykilatriði. Hér koma fram afleiðingar syndanna, afleiðingar mistakanna, eigingirninnar, sjálfhverfu mannsins sem hefur drottnað yfir jörðinni með augljóslega skelfilegum afleiðingum.
Í fyrri erindum mætti halda að syndin hefði engar afleiðingar, að guð sé horfinn úr sköpunarverkinu og láti sitja við orðin tóm, að hann sé búinn að missa áhugann á því að refsa syndugu fólki, syndugu mannkyni.
Þess vegna er þetta lykilatriði í kvæðinu, þessi skelfing páfagauksins, sem er líking, við erum öll þessi páfagaukur, að öllum líkindum, en mismikið. Sum okkar eru hann lítið, önnur okkar eru hann næstum alveg, að öllu leyti.
Næst í kvæðinu kemur: "Það sem er fullkomið og verður ekki hermt eftir verður að deyja." Þetta er kannski skrýtin og torskiljanleg setning, en hún er stórmerkileg samt og geymir í sér mikinn sannleika, þegar maður er búinn að útskýra hana betur.
Dylan var frægur fyrir að herma eftir Woody Guthrie á þessum tíma. Woody Guthrie var hans átrúnaðargoð, og einhverskonar tákngervingur fyrir fullkomleikann, og eftir að hann lézt árið 1967 breyttist list Dylans talsvert mikið, og þögnin eða ritstíflan sem Dylan varð fyrir árið 1968 kann að vera afleiðing af andláti Woody Guthries, eða það er mögulegt, og öðrum samverkandi þáttum einnig raunar.
Hvað merkir þessi setning annars? Ef hún er tekin bókstaflega segir hún okkur að einungis fullkomnar eftirlíkingar séu lífvænlegar, fullkomnar eftirmyndir. Það leiðir okkur að frummyndakenningu Platóns.
Þetta kann að vera merkingin, en fleira getur komið til greina og það þarf að skoða einnig.
Hvers vegna kemur þessi mikilvæga setning einmitt þarna?
Jú, þetta er trúarleg setning, sé hún vel skoðuð. "Verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum", sagði Kristur. (Matteus 5,48). Ég tel að Dylan sé að vísa í þetta, eða það er mjög líklegt, en fleira kemur þó til, að öllum líkindum.
Hvers vegna kemur hún einmitt þarna í kvæðinu, þegar plágur og refsingar eru byrjaðar að dynja á syndugu mannkyni og syndugum einstaklingum?
Með himneskum og trúarlegum hætti er rétt að líta á þetta, eða í ljósi stjörnulíffræðinnar, eins og einnig mætti réttilega orða þetta.
Sem sagt, hinn almenni maður er alltaf að herma eftir guðdómnum, býr til helvíti sem hann kallar himnaríki, það er hin stóra blekking helstefnujarðanna, vítanna, og næstum allra sem þar búa, hér á þessari jörð, meðal annars.
Það er hið fullkomna sem hermt er eftir með ófullkomnum hætti í sífellu.
Enn kveður hann það sem hann virðir, hvaða guðdóm sem lesendur vilja leggja í orðið Angelína, eða Kvenengill, eða Englalína, kvenmannsnafn á ensku, sem er fullt af merkingu, og sú merking er hluti af merkingu kvæðisins alls, textans alls.
Síðustu línur erindisins eru svona: "Það flýtur yfir himininn og ég verð að fara þangað sem er þurrt".
Guðirnir gráta yfir okkur, það er merkingin þarna. Yfirfullir augnahvarmar af tárum er líkingin, sennilega. Hann vill fara þangað sem sorgin ríkir ekki, en hvort það verður eftir eina endurlíkömnun eða 1000 er ekki gott að segja í framtíðinni.
Allt kvæðið er skýrt, greinilegt, rökrétt og vel skiljanlegt standi maður á réttum, nýölskum þekkingargrundvelli, sem útskýrir allt. Einnig er gott að hafa þekkingu á öðrum sviðum einnig. Heildarmynd kvæðisins er nokkuð skýr og auðskiljanleg, þegar allt kemur til alls. Þetta er frábært kvæði, spádómskvæði.
Hætt er við að margir fari á mis við það, sem ekki hafa pælt í því sem skyldi, eða svipuðum spádómsverkum.
Nú er aðeins eitt erindi eftir af þessu kvæði. Vona ég að sem flestir hafi eitthvað skilið af þessari ljóðaskýringu, eða söngtextaskýringu. Þessi texti fjallar nefnilega um atburði sem gerast í nútímanum, sem eru enn að gerast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 40
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 609
- Frá upphafi: 127045
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 473
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar