Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Almannatengillinn Friðjón, lækfíknin, netmiðlarnir og vinsældir streymisveitna

"Vinsældir streymisveitna margfaldast" er heitið á frétt á RÚV sem vakið hefur athygli mína, og vil tengja hana við ritdeilu Friðþjóns og Brynjars sem fræg er orðin.

 

Samkvæmt fréttinni fjölgaði áskrifendum að Netflix um 10% frá 2016 til 2018, en um 16% frá 2018 til 2019.

 

Spotify er notað af helmingi landsmanna að minnsta kosti einu sinni í viku. 80% Íslendinga nota Facebook daglega, og 91% minnst einu sinni í viku. Helztu notendur Fésbókarinnar eru konur frá 25-44 ára.

 

Sömu sögu má segja um Podcast, Youtube og fleiri svona fyrirbæri utan úr heimi.

 

Slæmt er það hvernig þetta hefur komið niður á sölu geisladiskanna, en hljómplatan hefur að vísu styrktzt og sótt í sig veðrið allhressilega, ekki síður á Íslandi.

 

Þessi frétt frá RÚV finnst mér skýra viðbrögð Friðjóns R. Friðjónssonar almannatengils sem hjólar í suma í flokknum sínum fyrir að vera ekki nógu nútímalegir að hans mati.

 

Ekki er það útaf árásunum á Trump sem ég er orðinn leiður á Facebook og kann sífellt verr við þessa risanetmiðla, heldur vegna þess hvernig maður finnur fyrir því sem ég kalla "lækfíkn" á þessum risanetmiðlum, þörfinni fyrir að þóknast öðrum og fá þumla, eða "læktákn" fyrir skoðanir sínar og innfærslur. Mér finnst það alveg afleitt að láta aðra stjórna skoðunum sínum, og að þessir risanetmiðlar skuli stuðla að hjarðhegðun og forheimskun. Þessvegna nota ég þá lítið sem ekkert og skrái mig sjaldan og ekki víða þar. Allt er þetta verið að safna upplýsingum um þig og þú ert varan, ekki neytandinn, nema að hluta til.

 

Nú grunar mig fastlega að Friðjón R. Friðjónsson hafi ánetjazt þeim sem gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og hafi því af ósjálfstæði skrifað grein sína. Maður á nefnilega marga vini inná Facebook sem eru á öðru máli í pólitík, og maður gerir stundum ýmislegt til að þykjast þóknast öðrum.

 

María Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV skrifar þessa frétt og hún er merkileg, hún fær hrós fyrir að vekja athygli á þessari ömurlegu þróun, að sífellt fleiri ánetjist þessum streymisveitum. Hjarðhegðun er ekkert grín. Hún kom einræðisherrum til valda í mannkynssögunni. Gagnrýnin hugsun og kjarkur til að mótmæla er nokkuð sem er dýrmætt. Ekki held ég að slík hegðun eflist á markaðstorgi Twitter eða Fésbókarinnar.

 

Brynjar skrifar og talar skýrt og greinilega, hann ætti að vera formaður Sjálfstæðisflokksins frekar en Bjarni Benediktsson.


Angelína eftir Bob Dylan, umfjöllun um sjötta erindið.

Tímabært er að hefja umfjöllun um sjötta erindi kvæðisins Angelína eftir Bob Dylan. Frá kristilega tímabilinu á hans ferli, frá 1979 - 1981, þetta var að öllum líkindum samið vorið 1981, eða seinni hluta ársins 1980. Það hafa menn fundið út með samanburði við önnur verk hans, og hvernig hann gerðist fráhverfur kristninni smám saman á þessum tíma, og fór aftur að nota litríkt myndmál og ljóðmál, eins og þetta kvæði ber vitni um, en árið 1979 og fyrri hluta ársins 1980 var hann fastur í hefðbundnu kristilegu ljóðmáli að langmestu leyti, eins og aðrir túlkendur hafa orðið sammála um.

 

Íslenzk þýðing þessa erindis er eitthvað á þessa leið:

 

"Þegar þú hættir að vera til, þá hverjum muntu kenna um það? Ég hef reynt mitt bezta að elska þig, en ég get ekki leikið þennan leik. Þinn bezti vinur og minn versti óvinur er einn og hinn sami, Angelína."

 

Þegar maður hefur ráðið í þær rúnir sem birtast í öðrum erindum kvæðisins og komizt að niðurstöðu um hvað þetta fjallar og hverjar persónurnar eru þá er ekki svo erfitt að skýra og túlka þetta erindi. Þó verður enn að taka það fram þegar þessi ljóðatúlkun er borin á borð og framreidd að hún er ekki algild, hægt er að túlka verkið á aðra vegu sömuleiðis, en rök hef ég leitt að þessu og mín túlkun er nokkurnveginn í samræmi við almenna og viðtekna túlkun á þessu kvæði í öllum meginatriðum.

 

Þegar svona frásagnarkvæði er túlkað sem hefur boðskap og ekki kemur í ljós í verkinu sjálfu hverjar persónurnar eru, þá er býsna mikilvægt að komast að því um hvaða persónur er verið að fjalla og hvert sögusviðið er.

 

Við höfum um tvær meginleiðir að velja í túlkun á verkinu sem lita framhaldið. Annaðhvort er þetta innihaldslaust bull frá uppphafi til enda eða þá spádómskvæði eða leiðslukvæði með innihald og boðskap. Ég tek seinni kostinn og hef fylgt honum, þeirri túlkun.

 

Myndirnar sem eru dregnar upp eru dramatískar og atburðarásin sömuleiðis. Angelína er mannkynið, en sögumaðurinn er engill, kannski Mikael erkiengill, eða Gabríel, eða heiðinn guð, til dæmis Lýtir, sem gegnir hlutverki í sköpunarsögunni, eða þá að þetta er málaliði í rómverska hernum sennilega á tímum frumkristninnar frá Evrópu og Norðurlöndum, því þannig er honum lýst, sem ljóshærðum manni og það þrengir hringinn og túlkunarmöguleikana.

 

Þessi setning er óskiljanleg án samhengisins: "Þegar þú hættir að vera til..."

 

Fólk verður að rifja upp það sem fjallað var um í sambandi við önnur erindi kvæðisins, því ekki ætla ég að endurtaka það allt hér. Sumt þarf þó að taka skýrt fram fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér hin erindin eða túlkun á þeim.

 

Það er auðvitað mannkynið sem hættir að vera til vegna syndarinnar. Laun syndarinnar eru dauðinn. Sumar hugmyndir Abrahamstrúarbragðanna í upphafi, sérstaklega gamla gyðingdómsins áður en kristni og islam komu til sögunnar voru á þá leið að dauðinn væri útslokknun og myrkur, eða eilífur svefn. Það voru hugmyndir Zaraþústratrúarbragðanna, Egypta og Grikkja sem breyttu þessu, komu með tvíhyggjuna, Himnaríki og Helvíti og það allt saman inní þessi trúarbrögð með tímanum, en þó aðallega í kringum árið 0, Krists burð, því það var mikill gerjunartími í trúarbragðasögu mannkynsins eins og menn þekkja og vita sem hafa kynnt sér það.

 

Þessi lína og setning vísar því til þessara fornu hugmynda, sem enn lifa góðu lífi, og eru kannski vinsælli en tvíhyggjan, því þær eru svo líkar vísindabölsýninni og vísindakaldhæðninni sem segir að ekkert líf sé eftir dauðann, ekkert nema útslokknun og myrkur, tómið eitt.

 

Alla vega er óhjákvæmilegt að túlka þetta þannig. Mannkynið er að útrýma sér, og ljóðmælandinn hefur gert sér fulla grein fyrir því. Hér er enn ein sönnunin fyrir lífi á öðrum hnöttum, því Bob Dylan var ekki á þessari skoðun eftr því sem ég bezt veit þegar hann samdi þetta, hann var enginn sérstakur umhverfisverndarsinni, eða á þeirri skoðun að mannkynið væri að útrýma sér, nema kannski vegna kjarnorkuógnarinnar, en spíritúalísk heimssýn hans kom í veg fyrir að hann færi mikið útí slíkt, nema kannski árið 1963 á plötunni "Freewheeling", í "Talking World War 3 Blues", þar sem hann gerði að vísu grín að öllu saman, en öllu gamni fylgir nokkur alvara, eins og menn vita.

 

Bara þessi eina lína sannar tilvist fólks á öðrum hnöttum og draumakenningu dr. Helga Pjeturss, því þetta er tekið fram með svo mikilli fullvissu að búizt er við meiri þekkingu á þessu sviði en ríkir á okkar jarðstjörnu. Enginn tæki þetta fram án útskýringa nema búast við þekkingu, sem varla er til á okkar jörð. Ljóðmælandinn er þar af leiðandi íbúi annarrar stjörnu.

 

"Hverjum muntu kenna um það?" Hér er einnig lykilsetning og lykilspurning. Þetta er leikur mannkynsins, leikur andherja í stjórnmálum og lífinu almennt. Gefið er í skyn að mannkynið muni kenna þeim um sem vilja hjálpa, eins og títt er meðal tapara. Það er hinn heiðni frelsari, leiðbeinandi og hjálpandi, eða engillinn kristni, eftir því hvernig við túlkum þetta, sem fær hinar ómaklegu skammir mannkynsins og sakbendingu, eins og búast má við á helstefnujörðum.

 

"Ég hef reynt mitt bezta til að elska þig"... þetta gætu allt eins verið orð Drottins almáttugs, en engillinn eða spámaðurinn gæti mælt þetta í orðastað hans, eða sem erindreki hans og stríðsmaður.

 

"Ég get ekki leikið þennan leik". Hann getur ekki tekið þátt í mannlegu samfélagi, ómenningunni, helstefnuhryllingnum og öllu sem honum fylgir.

 

"Þinn bezti vinur og minn versti óvinur er einn og hinn sami, Angelína". Satan, að sjálfsögðu. Þeir sem vilja túlka þetta sem ástarkvæði og að um sé að ræða hefðbundinn ástarþríhyrning túlka þetta þannig að þarna sé kominn þriðji maðurinn, hjónadjöfullinn, sá sem kemur upp á milli Angelínu og sögumannsins, ljóðmælandans. Slíkt túlkun er einnig möguleg, eins og ég hef fjallað um áður.

 

Í þessu erindi kemur ekkert á óvart sem þekkja þessa túlkunarfræði kristilegu og þetta myndmál. Allt er þetta samkvæmt hefðinni. Það eru helzt smáatriðin sem eru athygliverð, eins og ég hef bent á, fullvissan í því sem ekki er þekkt, sem sannar eða bendir til lífs á öðrum hnöttum.

 

Aftur vil ég benda á orðið "þegar" í setningunni "þegar þú hættir að vera til", ekki "ef þú hættir að vera til. Hér er aðili með vald sem mælir þessi orð, sem þekkir hvað verður, óhjákvæmilega niðurstöðu, sem ekki er sagt frá hvenær verður, útrýming mannkynsins á jörðinni.

 

Í öðrum erindum sem á eftir fylgja er rétt að vekja upp spurningar um þessar persónur, þegar kannski koma fleiri persónur við sögu, eftir því hvernig þau erindi eru túlkuð.


Ljóð frá 21. október 2020

ljúft er að lofa og elska:

 

þarsem draumurinn mætir manni

enginn of gamall, enginn of ungur,

en sálirnar mætast í öðruvísi dansi

 

hún er allt sem hugurinn girnist, sálin & líkaminn

en maður talar ekki í samfélagi helstefnunnar

nema maður sé í réttum kassa

litlir kassar á lækjarbakka...

en á maður að tjá sig?

á maður að segja eitthvað

eða biðja hana um það?

 

gott er að elska

það er bezt af öllu...

& það er alltaf kostur að elska

það getur aldrei verið neikvætt að elska

& elska jafnvel meira en góðu hófi gegnir...

 

21. október 2020.


Við erum hluti af alþjóðlegri þróun, meira þarf en orð til að stöðva hana

Maður spyr sig hvort það breyti nokkru þótt margir fordæmi skotárásirnar á bíl Dags borgarstjóra. Við verðum að átta okkur á því að þetta er þróun sem Samfylkingin á þátt í frekar en flestir flokkar, alþjóðavæðingin, við fáum gallana með kostunum. Þetta sama hefur verið að gerast í Svíþjóð síðustu 20-40 ár, og að einhverju leyti annarsstaðar á norðurlöndum einnig. Enginn þarf að vera hissa þótt svona gerist, og það er ekki bara viðbúið að staðan versni, heldur eðlilegt miðað við að haldið er áfram á sömu braut og gefið í en ekki slakað á. Þetta er bara óhjákvæmilegt, og ekkert land grípur til raunhæfra aðgerða, ekki frekar en í lofstlagsmálum, en nóg er um hræsnina, sýndarmennskuna og uppgerðina.

 

Það er svo óendanlega innantómt að fordæma þetta og halda áfram á sömu braut. Við erum hluti af þessari sömu menningu og býr til hatrammari pólitíska andstæðinga í Bandaríkjunum vegna þess að ekki er hlustað á andstæðinginn heldur búin til harkalegri rök sínum málflutningi til stuðnings. Þannig er þetta bara.

 

Þetta er einsog með umhverfismálin. Orðin tóm, en margt gott gert samt, en í stóra samhenginu heldur orkuþörfin áfram að aukast, dýrategundum að fækka, skógar minnka, höfin mengast... 

 

Samfélagslegt ofbeldi vill Samfylkingin bæta með öðru samfélagslegu ofbeldi. Samfylkingarfólk hefur breyzt í sérfræðinga í samfélagslegu einelti og telur það ekki bara réttlætanlegt heldur siðferðislega skyldu sína að tala illa um stjórnmálamenn í útlöndum sem þeim eru ekki að skapi en hinn mikli stjórnandi í Reykjavík á ekki að finna smjörþefinn af neinu slíku. Gísli Marteinn Baldursson hefur alltaf verið svona. Þetta er hans stíll. Það er hægt að brosa að bröndurunum hans í RÚV, en sem stjórnmálamaður er hann hinn auðsveipasti liðsmaður þeirra sem þola ekki hægrimenn, þótt hann telji sig í þeirra hópi. Undarlegt.

 

Auðvitað hefur maður samúð með Degi borgarstjóra. Samt, við erum hluti af alþjóðlegri þróun. Orðin tóm nægja ekki til að berjast gegn henni. Ekki þýðir að önnur höndin styðji hana á meðan hin fordæmir hana. Vilji Dagur og annað Samfylkingarfólk byggja hér óendanleg háhýsi, borgarlínu og annað sem líkist útlöndum er ekki undarlegt að eitthvað af göllum útlanda fylgi með.

 

Hætt er við að ekki nægi að skamma, dæma af dómstólum og fordæma ofbeldishneigða eða taka af þeim vopnin. Af hverju ætti þetta ekki að gerast á Íslandi fyrst þetta gerist í öðrum löndum?

 

Ég vil fá mitt saklausa Ísland aftur, en það þarf þá að grípa til annarra aðgerða en máttleysislegra orða og hneykslunar.

 

Hættir fólk að grípa til aðgerða ef því er refsað ef það fær meira og meira nóg af aðstæðunum sem það býr við?


Hollywood er dautt

Löngu fyrir kófið var Hollywood á fallanda fæti vegna pólitískrar rétthugsunar (ranghugsunar í raun auðvitað). Búið var að drepa eiginlega alla sjónvarpsþætti úr leiðindum vegna stalínskrar hreintrúarstefnu, og boðskapurinn alltaf sá sami, að miðaldra karlmenn væru vandamál mannkynsins frá upphafi til enda, og að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir, og að enginn söguþráður eða sköpunarkraftur mætti þrífast nema til að þjóna alþjóðavæðingu, húmanisma og jafnaðarstefnu. Það sama gilti og gildir um kvimyndirnar, allt er þetta undir sömu sök selt og meginstraumsfjölmiðlarnir, leiðindin ein allsráðandi og sköpunarkrafturinn dauður, því aðeins má segja einn boðskap og hann verður að vera rammpólitískur þannig að ógeði veldur.

 

Menningin er dauð, segja spakir menn, og það er rétt.

 

Nákvæmlega sami vandi blasir við Hollywood og menningu og listum í Sovétríkjunum undir kommúnismanum áður en Sovétríkin féllu endanlega á eigin heimsku. Endurræsing er öfugmæli, nema hún verði á forsendum Repúblikana, trumpista og þeirra sem hafna gerræði Sorosar og hans líka.

 

Við erum að sjá fram á algjöran klofning. Það verður að stofna nýja Hollywoodverksmiðju sem framleiðir kvikmyndir og sjónvarppsþætti eins og um 1950 - 2000, áður en pólitískt ofstæki varð allsráðandi í menningu og listum vesturlanda.

 

Þetta eru sóknarfæri fyrir önnur lönd. Hætt er við að þau grípi það tækifæri, og Baltasar Kormákur hefur staðið sig vel hér á okkar landi.


Lífaldur og þroski

Oft eru ráðherrarnir að geysast fram með breytingar og ný lög eða breytingar á því sem fyrir er. Maður hefur jafnvel á tilfinningunni að oft sé verið að breyta bara til að breyta, til að sýna fram á að það gamla sé nú örugglega úrelt og það nýja betra, bara til að hafa eitthvað að gera, til að sýna fram á einhver afrek og einhverjar dáðir, sem eru svo annað þegar betur er að gáð.

 

Ég vil ekki vera með aldursfordóma eða að telja að gamalt fólk sé endilega betri stjórnendur og alþingismenn en ungir ráðherrar, en léleg og gagnrýniverð stjórnsýsla er hinsvegar augljós fylgist maður vel með og hana má spotta ef viljinn er fyrir hendi. Slanguryrðið spotta nota ég hér meðvitað og í margþættum tilgangi; enska orðið er oft notað um að gera sér grein fyrir eða taka eftir, en íslenzka orðið að gera grín að, en um gagnrýniverða stjórnsýslu á hvort tveggja við, nauðsynlegt er að taka eftir henni og einnig að gera grín að henni. Slanguryrði eru oft ekkert svo slæm, þetta fellur að beygingakerfinu, en ekki er gott að taka við öllu, sumt fellur ekki að málinu.

 

Sum börn sem spyrja gagnrýnna spurninga og skynsamlegra, geta verið þroskaðri en sprenglærðir einstaklingar á öllum aldri, á tvítugsaldri eða nálægt tíræðu, þessvegna. Steingrímur J. Sigfússon virtist mér ekki þroskaður í Silfrinu þegar rætt var við hann um hans starfslok á Alþingi. Ekki gerði hann sér grein fyrir öllu því gagnrýniverða við femínisma, kommúnisma eða hitt og þetta sem hefur breyzt á Alþingi og í þjóðfélaginu undanfarin 50 ár, og margt út af mistökum og óstjórn ráðherranna og ráðfrúnna.

 

Ég er ekki að ætlast til þess að allir ráðherrarnir á alþingi séu aldraðir einstaklingar. En hvaða ákvarðanir eru yfirborðskenndar og lög á alþingi sem ætti að endurskoða? Til dæmis fóstureyðingalögin, Jón Valur Jensson kom með mjög góð rök fyrir því, hvernig fóstur á þessum aldri hafa myndað lífvænlegan líkama og eru annað en "vefur" utan móður.

 

Núna á okkar tímum þarf að verja okkar germanska kynstofn, sem vegna þverrandi fæðingartíðni er að deyja út, meðal annars. Svona ólög á alþingi eru ekki í takt við tímann, þau eru afleit og verður að afnema þau og taka upp skárri í staðinn.

 

Svo er af mörgu að taka. Nefna mætti brottfall zetunnar sem afleit lög árið 1973, og nýlega vitleysu um að leggja niður mannanafnanefnd, eins og þörf sé ekki á því að styðja við íslenzkuna, sem á nóg í vök að verjast í þessu tölvuvædda alþjóðaumhverfi sem við öll þekkjum. Ekki er nú sjálfstæðið stórt í sniðum ef við missum Íslenzkuna alveg.

 

Ég segi, sókn er bezta vörnin. Tökum aftur upp zetuna sem lögbundna stafsetningu, hana geta allir lært, og setjum reglur um notkun á netinu og hvernig umgangast eigi Facebook, Google, Twitter og þessa risanetfyrirtæki. Það á að nálgast þetta eins og hverja aðra samskiptamiðlafíkn sem getur farið útí ógöngur og öfga.

 

Stjórnmál eru ekki fegurðarsamkeppni eða vinsældakeppni. Lýðskrum er að gera bara það sem lægsta samnefnaranum er að skapi. Þannig eru vond stjórnmál og hræðileg.

Á tímum Grikkja sem bjuggu til lýðræðishugtakið, var það hugsað sem stjórn margra, viturra manna, en ekki allra sem gætu öskrað hæst og komið sér saman um hvaða vitleysu sem er.

 

Lýðræðiðishugtakið varð til í feðraveldisþjóðfélagi, en þar fengu aðeins þeir inngöngu sem þóttu sýna hæfileika til skynsamlegrar ákvarðanatöku.

 

Gott er að rifja þetta upp og hvort ekki hafi eitthvað gleymzt og týnzt á leiðinni í skilgreiningu okkar og skilningi á hugtakinu lýðræði.

 

Ég hef alveg trú á því að ungir ráðherrar geti þroskazt og lært. Þeir þurfa bara að hafa kjark og þor, nota rökhyggju sína, þora að taka umræðuna, stilla sig inná réttar bylgjulengdir. Málið er ekki að vera alltaf vinsæll ráðherra, heldur að taka gagnrýnar og meðvitaðar ákvarðanir, fara jafnvel á móti því sem vinsælt er, ef það er þjóðinni til góðs. 

 


Ekki lengur hægt að taka mark á mótmælendum - órökvís mótmæli algeng

Vísir lýsir "mótmælunum" í Hollandi, sem eftir fréttum þeirra að dæma eru frekar óeirðir en mótmæli. Ásthildur Hjaltadóttir sem býr í Hollandi lýsir mótmælunum þar sem "útrás fyrir hooliganisma", en íslenzka orðið yfir hooliganisma er auðvitað skemmdarfýsn, óþroski, barnaskapur.

 

Hún telur eitthvað annað búa að baki en reiði út af útgöngubanni eða mótmæli vegna þess. Það tel ég spaklega mælt af henni. Við lifum í agalausu og ofdekruðu samfélagi, þar sem fólk þolir ekki minnstu breytingar á þeim hefðum sem upp eru komnar.

 

Ég verð að vera sammála Ómari Geirssyni bloggara sem hefur tjáð sig um þetta og svipuð efni. Mér finnst rangt að mótmæla útgöngubanni þegar heilsa og líf er í veði.

 

Ég hef að vísu áhuga á samsæriskenningum, en þær snúast um eitthvað allt annað en nákvæmlega þetta.

 

Eins og ég hef sagt og skrifað, fólki er ekki sjálfrátt. Fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum af eigendum sínum sem ýta þar á takka. Fólk er andsetið upp til hópa. Gegn því þarf að berjast.

 

Óttinn við fasismann á að beinast í aðrar áttir. Þegar verið er að verja líf og heilsu er ekki ástæða til að mótmæla.


Er Rósa Björk að búa til vandamál sem ekki er til staðar?

Allir vita hvernig jafnaðarmenn eru. Þeir vilja flytja útlendar aðstæður til lítilla landa og gera alla eins. Þeir vilja búa til vandamál á klakanum ef þau eru ekki til staðar, svo allir séu nú eins, að kljást við sömu vandamálin, hvort sem það er nú atvinnuleysi Evrópusambandsins eða gyðingahatur stóru landanna.

 

Ég brosti að þessu máli fyrst þegar ég las um það. Hver getur tekið þetta alvarlega? Hvaða skaði er að því þótt út komi bók um afneitun Helfararinnar á íslenzku og hversu margir sýna þessu máli áhuga? Það eru ekki margir á þessu landi, svo mikið er víst. Það er allt áhugavert sem er skrýtið og öðruvísi en fjöldinn heldur það vera, þetta er engin undantekning frá þeirri reglu, og bezta auglýsingin er að vera sem mest á móti þessu, að efast um það sem opinberlega er haldið fram. Það er alveg pottþétt að ef svona tjáningar og skoðanir verða bannaðar þá munu þær verða vinsælar meðal einhverra hópa, því allt sem er bannað hlýtur að vera satt, segir tilfinning almennings.

 

Svo kemur þetta í Silfrinu og Rósa Björk er látin svara fyrir þetta, sem hún gerir að vísu klaufalega og bendir á útlendar aðstæður og telur að þetta hljóti nú að vera til á Íslandi líka, þessi afneitun á Helförinni.

 

Þessi auglýsingaherferð Rósu Bjarkar á málstað þeirra sem afneita Helförinni getur ekki annað en heppnazt vel, hvort sem frumvarpið hennar verður samþykkt eða ekki, því málflutningur hennar getur aðeins auglýst þetta málefni, sem svo ótrúlega fáir hafa áhuga á eða trú á nú þegar. Undarlegt að vera að standa í þessu samt.

 

Það sem liggur í láginni getur aðeins farið uppávið með svona hræðslukenndri umfjöllun eins og í Silfrinu og mjög víða.

 

Það er eitt sem vantar í þessa umfjöllun. Hún er ekki svarthvítt heldur í öllum regnbogans litum. Fólk er ekki annaðhvort mótfallið eða samþykkt afneitun Helfararinnar heldur hefur fólk eins misjafnar skoðanir á þessu og það er margt. Er hægt að banna alla tjáningu um eitt tiltekið mál, og hversu gáfulegt eða heimskulegt er nú það? Eru ekki almenn hegningalög til um þetta, og var ekki settur inn mannréttindakafli árið 1995 um hatursboðskap? Ætti það ekki að nægja? Hverskonar ofstopi er þetta í þeim sem hræðast eitthvað sem aldrei hefur verið vandamál á Íslandi?

 

Þetta heitir að vekja upp gamlan draug, þegar umfjöllun af þessu tagi kemur upp á yfirborðið. Sagt er að Trump hafi aldrei verið vinsælli en eftir árásirnar á hann. Getur þessu vinstrisinnaða fólki aldrei í eilífðinni dottið í hug að eitthvað sannleikskorn sé í málflutningi hans og stuðningsmanna hans?

 

Ef svo skyldi vera að eitthvað sé rangt við opinberar tölur um Helförina eða annað sem þessu tengist (sem ég veit ekkert um og en segi að sífellt eru að koma nákvæmari uppplýsingar um það) þá er ekki lausnin í því fólgin að banna alla umfjöllun. Pottlokin lyftast undan þrýstingnum.


Undan jöfnuði sínum (ljóð frá 2015)

Undan jöfnuði sínum

 

Það eru ýkt viðbrögð,

& blómin smá.

 

ef þau ganga meðfram grálagðri samvitzkunni

og taka uppá því

 

krossfestir frelsarar meðfram vegbrúninni

fá ekki sagt mikið meira

 

en þaðsem ég hef misst & þaðsem við höfum öll misst

- sennilega eitthvað annað en í gær

& tárin sem féllu á malbikið...

of seint að skilja þann fortíma & þátíðina sem aldrei varð

& við skríðum inní annan heim

með öðrum reglum, litum

 

þær koma aldrei í heimsókn eftir þetta

& þeir alheimar of stórir fyrir hræddar dömur

en andans fangelsi & samfélagsins reglur

ef frelsið er of mikið kemur öfundin & refsar þér

þær vilja takmarka aðra

ef þær hafa ekki frelsaðzt undan jöfnuði sínum

 

24. október 2015.

 

Ljóðið sýna margt í nýju ljósi - gömul eða ný. Hér er eitt slíkt ljóð, sem hægt er að túlka á þann hátt sem hverjum og einum líkar.

 


Google veldur valdatilfærslu

Þegar valdatilfærsla á sér stað vekur það upp átök. Netfyrirtæki hafa hrifsað til sín fjármuni sem áður voru annarsstaðar. Staðbundnir fjölmiðlar tapa á því. Ég hef minnzt á þennan hagsmunaárekstur í pistlum mínum. Greinilegt er að ríkisstjórnir aðrar en sú íslenzka hafa byrjað að grípa til aðgerða gegn netfyrirtækjunum risastóru.

 

Þessi frétt frá Ástralíu greinir frá óhjákvæmilegum árekstrum á milli fjölþjóðafyrirtækja og staðbundinna fjölmiðla og ríkisstjórna þar sem þeir starfa.

 

Þetta er eitt af því fjölmarga sem þarf að ræða þegar kemur að því að viðhalda lýðræði og frelsi þegnanna, og fjárhagslegu sjálfstæði innan landamæra ríkjanna, svo þeir ríku verði ekki ríkari endalaust. Það getur ekki endað vel.


mbl.is Google hótar að loka fyrir aðgang í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 599
  • Frá upphafi: 132930

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband