Last í stað listar. Last í merkingunni ómenning, til háðungar list. Last í merkingunni vandræðakveðskapur og vandræðalist, léleg list.

Í nútímanum er last í stað listar eins og ég hef skrifað um áður. Tónlast í stað tónlistar. Ritlast í stað ritlistar, myndlast í stað myndlistar.

Jónas frá Hriflu hélt myndlistarsýningu með úrkynjaðri list (háðungarsýningin hans).

Sumir tala um fall hans sem stjórnmálamanns eftir það. Það er mikil einföldun, því hann átti eftir að vera áhrifamaður í íslenzku þjóðfélagi allt til dauðadags árið 1968. Frekar mætti segja að hann hafi orðið umdeildari eftir þetta og hataðri af sumum. Meistari Megas varð einnig goðsögn í lifanda lífi.

Jónas frá Hriflu var mikilmenni, og einmitt vegna þess að hann lagði til atlögu við snobbara síns tíma, klessumálarana.

Jónasi frá Hriflu var slaufað af vinstrimannamenntaelítunni á þeim tíma, en hélt þó áfram að vera elskaður og dáður af fjölmörgum.

Þetta var á þeim tíma þegar nútímalistin var ekki virt eða viðurkennd af öllum. Átökin voru hörð. Abstraktlist, afstæð, Dada, kúbismi og fleira, þetta stóð í mörgum.

Mér finnst Lilja ágæt að hjálpa listamönnum.

Ég er listamaður sjálfur - en fæ hvorki stuðning frá hægrimönnum né vinstrimönnum að því er virðist. Hægrimenn hafa ekki hundsvit á list og ekki einusinni áhuga. Grilla á kvöldin, græða á daginn, er það ekki tilvitnun í Hannes Hólmstein? Passar vel.

Ég hef þá skoðun að listamannalaun og annað sem kemur frá ríkinu sé ágætt að sumu leyti en gagnrýnivert þó. Ég held að beztu listamennirnir séu ekki ríkislistamennirnir, heldur þeir sem berjast áfram í gegnum mesta sársaukann og mesta mótlætið. Þannig var þetta með Halldór Laxness. Hann var talinn letihaugur og ónytjungur af þeim sem þekktu hann þegar hann var að brjótast áfram sem ungur maður. Það heyrði ég hjá fólki af hans kynslóð, eins og ömmum mínum sem þekktu allskonar kjaftasögur og fróðleik um fólk.

Þó efast enginn um að hann var snillingur. Hann var bara ekki talinn merkilegur pappír af mörgum fyrr en hann fékk Nóbelsverðlaunin, og hætti þá að mestu að skrifa meistaraverkin sín, sem er alveg dæmigert.

Það er eðlilegt að aðeins beztu listamennirnir nái í gegn og nái árangri. En í dag eru það þó oft verstu listamennirnir sem ná í gegn, því ömurleikinn er í tízku, að syngja í gegnum vókóder, og hljóma gervilega, eða að fylgja erlendum tízkusveiflum sem skila ekki skapandi list heldur fjöldaframleiddri.

Nútíminn er innihaldslaus og froðusnakkaralegur. Það á við um listamenn eins og aðra.

Ég vil líta til fortíðarinnar, þegar auðugir menn héldu uppi listamönnum og þeir sungu við hirðina, á tímum riddaranna og ballöðusöngvaranna, trúbadoranna frönsku, um 1100.

Björgólfur Guðmundsson var ágætur þegar hann studdi listir. Það var fínt hér áður og er enn, og að ríkir menn gerðu það.

Við fáum varla verri listamenn þannig. Við þurfum færri listamenn og betri.

List á að þjóna þjóðfélagslegu markmiði. Ekki kommúnísku samt endilega. List á að þjóna öllum stjórnmálastefnum og fjalla um öll þjóðfélagsmálefni á opinn hátt. Okkar þjóðfélag er þó ekki lengur opið og frjálst, og nóg er að sjá Vikuna hjá Gísla Marteini á RÚV til þess. Þar er aðeins vinstristefnan ríkjandi og fjölmenningin, annað fær háð og spott frá honum.

 


mbl.is Aldrei rétti tíminn til að hækka listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Listamannalaun eru borgarlaun eins og Píratar vildu. Hjálpa fólki að hafa tíma til að gera ekkert. Þeir sem helst fá listamannalaun þurfa að vera í klíkunni og helst þurft að standa í þessu til fjölda ára og skapa sér nafn. Hefur afskaplega lítið með að gera að hjálpa ungum listamönnum að fóta sig

Heldurðu að götulistamenn eins og Banksy (sem ég reyndar held að sé hópur fólks) fengi listamannalaun?

Rúnar Már Bragason, 22.3.2024 kl. 10:55

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Góður punktur Rúnar. Held að þetta sé mikið til rétt. En samt gæti vel verið að þetta hjálpi einhverjum listamönnum. En meginreglan er samt eins og þú segir, lítið verður úr afrekum en mikið um upphafningu á engu.

Ingólfur Sigurðsson, 22.3.2024 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 90
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 107211

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 570
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband