Trúarbrögð og eftirlögmál (þýðing á metafýsík).

Trúarbrögðin eru fyrir marga að minnsta kosti mannbætandi - svona til að byrja með - en síðan þegar betur er að gáð eru í þeim atriði sem hægt er að gagnrýna.

Það er ekki hægt að mæla með trúarlausum og guðlausum nútímanum endilega umfram annað. Sumt er nefnilega ágætt sem fylgir trúarbrögðunum, eins og ýmiskonar siðfræði sem hjálpar fólki.

Ég mæli með því að fólk kynni sér hugmyndir Guðjóns Hreinberg um trúarbrögð, þó sérstaklega Zíonisma, mjög góður pistill um hvað Zíonisti er nýlegur frá honum.

Hugtakið sem skiptir máli er "frumspekilegur skilningur" á trúarbrögðunum. Það þýðir, ekki bókstaflegur skilningur, ekki taka Biblíuna sem landaafsal eða sagnfræði, það getur leitt til stríða og haturs. Gildafræði, takmarkanafræði, (epistemology), heimsmyndunarfræði, (cosmology), tengslafræði, (ontology), þetta eru nokkur svið sem koma við sögu frumspekinnar.

Metaphysic mun komið úr grísku, "meta ta physika", sem þýðir eftir lögmálum náttúrunnar, ekki hrá túlkun, heldur heimspekileg. Mat á efninu, það er einnig útskýring sem nær grískunni.

Dr. Helgi Pjeturss hefur verið af sumum kallaður frumspekingur en af öðrum heimspekingur. Vegna þess að hann hugsaði grundvöll vísindanna uppá nýtt er kannski réttara að kalla hann frumspeking, eða grundvallarheimspeking.

Hann hafði það sem yfirskrift fyrstu bókar sinnar:"Handan trúarbragðanna, og yfir þau hafin, ekki gegn þeim", og þetta skrifaði hann á grísku, því hann hafði mörg tungumál á valdi sínu, sá snillingur.

Vandamálin byrja oft þegar bókstafstrúin byrjar, deilan um keisarans skegg. Þó er það svo að nútíminn með sinn skort á nákvæmni og bókstafstrú er algjör afneitun á gildum trúarbragðanna, og það er varla rétt heldur. Þar með glatast gildin og upplausn fer að ríkja.

Fólk er hrætt við Elítuna. Þessvegna þorir margir ekki að efast um einu stefnuna. Það má vera að okkar þjóðfélag sé í skárri kantinum, en ég held samt fast við þá skilgreiningu mína að jafnaðarstefnan sem keyrð er áfram sé jafnaðarfasismi.

Nýlegar breytingar og byltingar í íslenzkri pólitík virðast viðurkenning á þessari túlkun minni, ég er að vitna í að flestir flokkar eru komnir nær Miðflokknum og Íslenzku þjóðfylkingunni en áður gerðist. Í því er fólgin viðurkenning á göllunum á hefðbundinni jafnaðarstefnu, þegar hún verður að jafnaðarfasisma.

Í orðinu jafnaðarfasismi felst það að notaðar eru aðferðir fasista Ítalíu á tímum Mússólínis (og Hitlers á Þýzkalandi, Stalíns í Sovétríkjunum og annarra) til að hefta tjáningu, skoðanir, holdafar og hegðun landsmanna, og heimsbyggðarinnar.

Þótt það sé fullt af góðu og vel menntuðu fólki á þessu landi er eins og spilltir einstaklingar komist alltaf til valda, og spillist sífellt meira eftir því sem lengra inní báknið er farið.

Gott þjóðfélag er þar sem fólk er ekki hrætt, þar sem fólk er kærleiksríkt. Ég vil bæta því við, þar sem líkamleg einkenni fá að blómstra, sem tilheyra kynþættinum, en eru ekki kæfð í fjölmenningu. Þetta og miklu fleira á ekki lengur við um vestræn samfélög, sem eru orðin samfélög óttans og kúgunarinnar æ meira, þótt sú kúgun sé misvel falin og lögleidd.

Mér finnst það kostur hjá sjálfum mér að ég reyni að hafa samúð og skilning með sjónarmiðum bæði til hægri og vinstri. Mér finnst það ekki hræsni, því ég tel að sannleikurinn, (eða sannleikur Guðs), sé handan slíkra takmarkana og skilgreininga.

Eftirlögmál er ágætt nýyrði yfir metafýsík, í stað frumspeki. Það orð nær upprunalegu grískunni eiginlega betur. Íslenzka nýyrðið mitt, eftirlögmál, það lýsir því að búa til skilning eftirá, að heimspekinga þurfi til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 717
  • Frá upphafi: 107179

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband