Kúgaðu allar konur, umfjöllun um ljóð mitt og söngtexta frá 1996.

Eitt sinn skammaðist ég mín fyrir að hafa búið til svona "ljót" ljóð eða kvæði eða söngtexta og gefið út, en það geri ég ekki lengur. Ég er sérlega stoltur af öllu þessu sem er öðruvísi, eitthvað sem krafðist meira kjarks. Eitthvað sem Megas kenndi mér og Sverrir Stormsker.

Þegar ég var unglingur og barn leit ég stundum frekar jákvæðum augum á kvenréttindi og femínisma - en þó ekki alveg, því ljóðið "Misskilin mær" frá 1984 er einnig fullt af háði, en samúð í bland að vísu. Ég hafði einfaldlega ekki þroska eða reynslu. Síðan komu tímapunktar þegar ég fékk nóg. Í bland útaf persónulegri reynslu af stelpum og kvenfólki og þegar samskiptin ganga misvel. Einnig útaf ofstæki femínismans, alhæfingum sem fóru yfir strikið.

Þegar maður er alveg kominn uppí kok og að því kominn að æla útaf femínisma í fjölmiðlum, þá býr maður til svona ljóð, eins og "Kúgaðu allar konur". Þegar alhæfingar og sannfæring fer saman um einhverja svona þvælu fær maður nóg.

Þegar ég gaf út jafnréttishljómdiskana mína frá 2001 til 2003, "Jafnréttið er eina svarið", 2001, "Við viljum jafnrétti", 2002, og "Jafnréttið er framtíðin", 2003, þá voru þeir mjög margt í einu.

Þeir voru til dæmis með fyrirmynd, Stuðmannakvikmyndin "Með allt á hreinu", þar sem Grýlur og Stuðmenn börðust.

Ég gaf út svona lög eins og "Kúgaðu allar konur", þarna. Ég bætti við sérsaumuðum lögum fullum af hræsni og sýndarmennsku, a la tíðarandann. Ég trúi ekki á femínisma karlmanna, og jafnvel ekki femínisma kvenna, en ég trúi 100% á hræsni og helgislepju, sýndarmennsku, gervimennsku, heimsku og allt þetta.

Titillag plötunnar "Við viljum jafnrétti" er gott dæmi um þetta.

Upphaflega gleðiríkur og háðskur blús sem var saminn 1997, snemma árs. Fyrirmyndin voru blúsar Megasar á "Í góðri trú" frá 1986 sem ég hafði hneykslazt á upphaflega, en skildi svo djókinn með tímanum, og skildi hann betur og betur, og skil hann enn betur og betur, Megas er alltaf ljósár á undan tímanum, ekki sízt þegar hann er mest misskilinn.

Fyrstu blúsarnir af þessu tagi voru frá 1996, og jafnvel enn fyrr. En í febrúar 1997 komu margir svona jafnréttisblúsar, jafnvel spunnir á staðnum fyrir framan hljóðnemann án þess að neitt væri samið fyrirfram, hvorki lög né textar. Þeir gátu orðið 50 erindi og 20 mínútur þeir lengstu.

Síðan breytti ég textunum og teygði þá út og suður til að ná áhrifum, sem ég leitaði að, en vissi ekki hvað ég vildi. Ég var farinn að skipuleggja þessar plötur, en vissi ekki hvað ég vildi samt með þeim.

Það endaði með því að ég skar niður þessa texta, og eftir stóðu aðeins örfáar setningar, sem voru hreinar og tærar klisjur, eins og "Við trúum á jafnréttið".

Þetta gerði ég vegna þess að klisjurnar í karlrembuáttina voru komnar í lögum eins og "Aldrei skaltu elska hana", "Allar konur elska ofbeldi", og fleiri slíkum. Ég vildi fá fullkomið mótvægi, til að sýna andstæður.

Ég var að glugga í bókina "Bylting Bítlanna" eftir nafna minn, Ingólf Margeirsson. Þar kemur fram að John Lennon beitti þessu stílbragði margsinnis, einsog í laginu "I Feel Fine", sem er blúslag í grunninn, en fjallar þó um gleði og hamingju. John Lennon skildi mikilvægi andstæðnanna.

Ég er auðvitað uppi á kolröngum tíma og kolröngu landi. List nútímans snýst um pólitík og sýndarmennsku. Sú lest er farin sem snérist um raunverulega list.

Ég bjó til lag árið 2022 sem hét "Rússar mega ráðast hingað inn". Pælingin var sú að við erum þegar hernumin af Bandaríkjunum, og Rússar skapa aðeins hlutleysi, eða annarskonar yfirgang.

Svona til að sýna að ég elska ennþá að vera uppreisnarunglingur þótt æskuárin séu löngu liðin.

Ég samdi þetta lag og nokkur fleiri einmitt af sömu ástæðu og "Kúgaðu allar konur".

Þegar 99% í kringum mann af fólki segir það sama, þá veit maður að það er rangt.

En þegar Pútín lét drepa Navalný fékk ég nóg.

Maður getur haft ógeð á femínisma Vesturlanda, en það gerir ekki ruglaða einræðisherra að englum. Það gerir þá ekki skárri.

Semsé, eftir því sem Pútín hegðar sér verr fær maður meira ógeð á honum. Og, Vesturlönd eru kannski ennþá skást, þrátt fyrir gallana.

Til að elska konur þarf einnig að tjá kvenhatur, finnst mér. Án þess ríkir fasismi.

Að hneyksla er leið til að minnka alvarleika og helgislepju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 90
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 107211

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 570
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband