26.2.2024 | 16:27
Þetta eru myrkir, kolsvartir tímar í mannkynssögunni
Þegar einræðisherrar drepa pólitíska andstæðinga í eigin landi er farið að styttast í endalok ríkja þeirra. Þó má vera að Pútín verði talsvert lengur við völd, ekkert er útilokað í því efni. Þótt uppreisn verði gerð gegn honum er ekki sjálfkrafa víst að hún takist.
Síðan er hitt að ef honum verður steypt af stóli með byltingu innanlands og borgarastyrjöld, þarf ekki betra að taka við. Það er ekki hægt að firra Vesturlönd ábyrgðinni á því að hafa klúðrað sambandinu við Rússa á löngum tíma. Ekki er heldur hægt að segja að Vesturlönd séu í blússandi siglingu uppgangs og velmektar, öðru nær.
Sennilegast er að Úkraínustríðið dragist á langinn, því miður, með óþörfu mannfalli. Í RÚV er sýnt fram á mannslífin sem hafa tapazt í Úkraínu. Því er haldið fram að Pútín sé einn sekur. Þar er sýnt myndskeið af úkraínskum hermönnum sem segja að líf þeirra sé gjaldið fyrir frið í Evrópu???
Friður í Evrópu myndi ríkja ef Pútín hefði náð Úkraínu strax, það er 100% víst, því hann er ekki slíkur vitfirringur að ráðast á Evrópulönd og Natóríki, þótt örvæntingarfullur einræðisherra einsog hann sem hefur verið espaður með mótspyrnunni sé miklu líklegri til þess, hræddur um að missa eigin völd. Nató og Vesturlönd hafa gert mikil mistök með þessu stríði sem er á þeirra ábyrgð, framlenging á óþörfu stríði, eyðileggingu á landsvæði, stigmögnun á stríði sem eykur hættu á gereyðingarstríði, og hrikalegt mannfall í báðum herjum, til einskis.
Friður í Evrópu er EKKI tryggður með stríði í Úkraínu. Það er sjálfsblekking.
Þvert á móti er þar verið að tryggja STRÍÐ í Evrópu, og auka hættuna á heimsstyrjöld, OG það er búið að magna átökin á Gazasvæðinu, og Joe Biden er sekur um það og Stoltenberg og allir þessir brjáluðu og snarklikkuðu stríðshaukar og fjöldamorðingjar, sem Bob Dylan söng um í Masters of War, að væru ekki merkilegir pappírar.
Það hefur ALDREI verið ávísun á frið að ÆSA upp brjálaða einræðisherra. Rökin fyrir innlimun Úkraínu í Rússland eru sögulegs eðlis, en árás á Svíþjóð eða Natólönd, það er allt annað og langsótt mál, sem helzt er verið að æsa Rússa uppí núna, því heimsvaldastefnan er ekki síðri hjá Vesturlöndum.
Segja Navalní hafa verið á leið í fangaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 187
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 127192
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.