Bashar Murad: Sigurmöguleiki Íslendinga í JÚRÓVISJÓN í ár.

Bashar Murad komst áfram í gær í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eins og ég skrifaði um þegar ég frétti fyrst að hann myndi keppa býst ég við að hann sé sigurstranglegur, því keppnin er rammpólitísk. Það sem kom mér þó á óvart þegar ég hlustaði á lagið í gær var að mér skyldi líka það svona vel.

Alvarlegir tónlistarmenn og lagahöfundar komast ekki lengur áfram í forkeppninni hér á Íslandi. Magnús Eiríksson er og verður góður lagahöfundur og textahöfundur. Gleðibankinn sem sigraði 1986 er í raun ekki hans alvarlegasta lagasmíð, en samt er það lag ekki flatneskja og yfirborðslegt, það er perla. Sókrates eftir Stormsker er heldur ekki hans dýpsta lag, en perla samt, leikandi létt og fullt af háði og gagnrýni, ef vel er að gáð.

En þetta lag er alvarlegt og skemmtilegt í senn. Snilld, ekkert annað.

Lagið Vestrið villt er gott.

Mér finnst MJÖG heillandi að Palestínumaður frá Jerúsalem, einu stríðshrjáðasta svæði í heimi syngi á skemmtilega bjagaðri og krúttlegri íslenzku! Hann syngur mjög vel og lagið er fullt af háði en er samt grípandi og flott en ekki þungt. Textinn er gagnrýni á Vesturlönd, og þetta er svo snjallt að senda svona boðskap.

Höfundur textans er snillingur. Þetta er það sama og ég hef reynt að gera í mínum textum, að gagnrýna með tvíræðni og samt að hafa textana skemmtilega. Textinn lýsir einnig vel hlutskipti Palestínumanna, "að veði legg mína sál", "svo er bara að taka sénsinn", (sem hlýtur að vera mikilvægt þegar maður er alltaf í lífshættu), "vestrið villt þar sem mild og tryllt eru kaup og skipti", (svo rétt og satt), "í vestrið villt þar sem illt og spillt er besta fólkið", (snilldarleg gagnrýni og rétt), "er ég aldrei hólpinn", (einnig gott að fá svona alvöru pólitík í froðukeppnina Júróvisjón). "Hamra járnið, þarna er það - tækifærið" (beitt háð í svona keppni), "þú færð einn séns" (já einnig rétt, því fólki sem er slaufað fær ekki aftur tækifæri).

Textinn virðist sérsaminn fyrir Bashar, en ég er bæði hrifinn af lagi, flutningi og texta. Ferskur og lifandi flutningur, lagið er grípandi og textinn einstaklega beittur miðað við svona væmna keppni og slepjulega.

En eins og alltaf finnst mér hin lögin líka skemmtileg. Þau eru bara án brodds og gagnrýni, og hafa ekki sama boðskap og lagið sem Bashar flytur.

Í alvöru, þá er ég viss um að Ísland á loksins möguleika á AÐ SIGRA JÚRÓVISJÓN úti í löndum!!!!!!!!


mbl.is Myndasyrpa: Gleði og glimmer í Söngvakeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu sæll Ingólfur!  Þakka þér fyrir góðan pistil, en því miður get ég ekki alveg tekið undir með þér, kannski er það vegna afstöðu minnar til þessa gervi-Palestínumanns alveg frá upphafi (nú hefur fréttin.is birt upplýsingar um manninn, sem hann hefur ekki haft mikið í frammi: Bashar Murad fæddur og uppalinn í Austur-Jerúsalem: fékk ísraelskan tónlistarstyrk - Frettin.is) en aftur á móti fannst mér bæði Hera Björk og Sigga Ózk eiga það fullkomlega skilið ð komast áfram en Bashar Murad gat ég ekki séð að ætti nokkurt erindi áfram.  Talandi um PÓLITÍSKAN texta er ekki verið að TÉKKA á texta Ísraelsmanna vegna pólitísks innihalds um áframhald þeirra í keppninni ÆTLI PALESTÍNUMENN (ÍSLENDINGAR) SÉU UNDANÞEGNIR ÞEIRRI REGLU????????

Jóhann Elíasson, 25.2.2024 kl. 09:57

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þetta er nú allt orðið mjög skrýtið þegar þetta er svona fjölþjóðlegt. En þetta er landkynning, að við séum að hjálpa Palestínumönnum að koma sér á framfæri!

Er samt sammála að Ísraelsmenn ættu þá líka að vera pólitískir í textum.

Ingólfur Sigurðsson, 25.2.2024 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 678
  • Frá upphafi: 107140

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband