Um þversagnir í stríðshrjáðum heimi og erfiðleikana, ef ekki ómöguleikann að standa með einum eða neinum

Tjaldreisendur og mótmælendur á Austurvelli fordæma árásir Ísraelsmanna og kristnir menn fordæma árásir Hamasfólksins. Næstum allir, hvort sem það eru Rússar, Úkraínumenn, Ísraelsmenn, Palestínumenn eða vestrænungar líkja óvinum sínum við nazista og foringjunum við Hitler, en á sama tíma og stríðsæsingurinn magnast er verið að færast nær því sem gerðist í annarri heimsstyrjöldinni, með fordæmingu, stríðsæsingu og reiði.

Eða svo þetta sé orðað á annan hátt: Þú breytist í það sem þú hatar og sakar óvin þinn um að vera, því þú veizt ekki um þau andlegu áhrif sem stjórna þér.

Stokkhólmsheilkennið má færa yfir á trúarbrögðin og kristna menn og aðra sem kyssa á vöndinn. Útrýming á gyðingum tryggði að þeir fengu land eftir stríðið, og villumenningin eftir 1945 hefur byggzt á rangfærslum og pólitískri innrætingu sem byggist á fréttamyndum til að byggja upp hatur á aríum og feðraveldinu, kirkjunni eins og hún var í gegnum aldirnar og þeim valdastrúktúr.

Ýmislegt í málflutningi foringja islamskra ríkja minnir á Þriðja Ríkið. Því má segja að hrifningin á því sé mikil, og allur áróðurinn gegn því á Vesturlöndum sé aðdáun og dýrkun, lítt dulin undir því sem virðist hreint hatur á þeim sem þar stjórnuðu.

En andstæðingar þeirra, zíonistarnir beita hörku svo þeim hefur ekki sjaldan verið líkt við nazista, og að hlutskipti Palestínumanna á Gaza minni á hlutskipti gyðinga í gettóunum í Þýzkalandi fyrir stríðið og útrýmingarnar miklu á þeim í annarri heimsstyrjöldinni.

Þetta sýnir hræsnina, að allir keppast við að líkjast Hitler og nazistunum í hegðun á meðan keppzt er við að fordæma þá í orðum. Já, rétt eins og þegar við krakkarnir í æsku minni sögðum:"Djöfullinn" þegar við reiddumst, sagði amma að nú værum við að ákalla hann til að fá hann nær okkur. Hún meinti að slík blótsyrði og hatur í garð Djöfulsins væru aðeins til þess ætluð að magna hann og hans veldi.

"Ekki veit ég hvort er meiri synd að fordæma eða fylgja kristnidómnum, alla vega forðast hvort tveggja", skrifaði meistari Sverrir Stormsker á plötuumslag plötu sinnar: "Stormskersguðspjöll", sem mér finnst enn stórgóð eins og þegar hún kom út 1987.

Hrottalegt er það sem gerist á Gaza, ekki sízt atferli Hamashrottanna, rétt er það hjá Ómari Geirssyni og fleirum.

"Lærdómurinn af seinna stríði orðinn að engu", skrifar hann.

En er ekki mannfólkið orðið dofið fyrir ofbeldi og glæpum gegn því sjálfu? Er þetta ekki afleiðing af sjónvarpsglápi þar sem ofbeldi er tignað sem afþreying? Virðist nú mörgum sem skilin milli frétta og ofbeldiskvikmynda séu gufuð upp?

Ég er hræddur um að við stöðvum ekki hrottaskapinn með fordæmingu.

Ég tel að fyrir Hamasliðum vaki að ná betri stöðu með hrottaskapnum.

Það er gömul regla í galdri að með því að brjóta reglur og gera það svo yfirgengilega sé verið að færa leikinn uppá annað borð og skrifa nýjar reglur, reglur sigurvegaranna.

Múslimar fjölga sér meira en kristnir menn. Það sem fyrir Hamas vakir er að skapa ógn og að fá völd með óttanum og hryllingnum. Það er gamalþekkt aðferð í stríði.

Vestræn menning er úrkynjuð og okkar vestrænu samfélög.

Ísraelsmenn ráða yfir gereyðingarvopnum og Bandaríkjamenn, helztu stuðningsaðilar þeirra eru eigendur fleiri og stærri vopna en allir aðrir.

Engu að síður síga Rússar og múslimar á, hægt og bítandi, fá meiri athygli í heimspressunni sem er jákvæð frekar en neikvæð, þeir fá frekar samúð en hatur og reiði. Kristilegir og gyðinglegir pistlahöfundar eins og á þessu bloggsvæði sem eru algengir eru í minnihluta ef marka má fréttirnar á RÚV, því múslimaheimurinn er fjölmennur og nokkuð samheldinn í hatri á vestrænum lifnaðarháttum, og þar að auki er æskufólkið talsvert mikið inni á þessari línu mótmælendanna á Austurvelli. Ef marka má viðtölin sem tekin eru við almenning og sýnd á RÚV eða Stöð 2 er þar meiri stuðningur við Palestínumenn en Ísraelsmenn, og sést það greinilega á því hversu margir vilja að Ísland dragi sig útúr Júróvisjón til að mótmæla stríðinu, og þátttöku Ísraelsmanna í keppninni.

Þessvegna má vel segja að voðaverk Hamas skili þeim árangri. Vond athygli er skárri en engin athygli er orðið að málshætti með speki, sannleika sem margsinnis sannar sig.

En hvað sem því líður færist mannkynið nær hengifluginu sem er Þriðja heimsstyrjöldin. Vestræn vígatól eru mörg og hershöfðingjarnir þar vilja ráðast á Rússa og múslimaheiminn. Þar er ekki mikill skilningur á friði eða sigri við samningaborðið og með friðsamlegum leiðum.

En boðskapur þessi pistill er einfaldur. Steinrunnið vald molnar með tímanum. Kjarnorkuvopnin eru merki um veikleika en mannfórnir Rússa og Palestínumanna er merki um æsku og styrkleika. Sú þjóð sem fórnar eigin fólki hefur sjálfstraust og trú að því að hún rísi úr rústunum. Þær þjóðir sem skýla veikleikum sínum með kjarnorkuvopnum og öðrum gereyðingarvopnum eru komnar að fótum fram og minna á Rómverja sem sigruðu á vígvellinum en úrkynjuðust og urðu sigraðar af æskufólkinu, Gotum og öðrum germönskum þjóðum að lokum.

Þessvegna verð ég að segja að ég hef meiri trú á endanlegum sigri Rússa og múslima en sigri kristinna manna og okkar vestrænna manna.

Sagan kennir þetta bara. Það eru ekki vopnin sem sigra. Þau eru veikleikamerki hins tapaða, þótt hinn tapaði geti valdið heimsendi og valdi kannski heimsendi að lokum. Það er þversögnin í þessu, en þær eru margar.

 


mbl.is Tyrkir samþykkja aðild Svía að NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 104
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 678
  • Frá upphafi: 107336

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband