Sjötta og síðasta erindið af "Too Late/Foot of Pride", eftir Bob Dylan frá 1983.

Upphaflega var þetta erindi ekki til. Það varð til þó sennilega fyrsta daginn sem upptökur á því hófust, 22. apríl 1983 og breyttist lítið eftir það.

Einnig þetta erindi ber það með sér að vera sennilega spuni, samið fyrir framan hljóðnemann. Það er sundurlaust og ekki eins auðvelt að finna boðskap í því og öðrum erindum.

Þó er ljóst að Dylan hafði einhverjar setningar að styðjast við og einhverja óljósa laglínu þegar hann byrjaði upptökurnar. Stílabækur sem fundust í Tulsa safninu sýna og sanna þetta, með uppkasti að línum.

Hugmyndafræðilega er þetta einnig nokkuð í stíl við "Caribbean Wind" frá 1980, og því eðlilegt að telja þetta í hópi með lögunum sem hann setti saman á þeim tíma, eða byrjaði að fá innblástur fyrir.

Þetta er sennilega hugmynd að lagi sem hann kláraði ekki endanlega fyrr en 1983, í apríl.

Svona er einföld þýðing á þeirri útgáfu sem fyrst er þekkt:

"Já, ætli ég dýrki hann ekki líka? Ég sé hann enn í huga mínum klifrandi upp þá hæð. Eða var það veggur? Ég man það ekki. Það skiptir ekki máli elskan og mun aldrei skipta máli. Hér er ekkert eftir félagi, bara ryk bjána sem hafa skilið eftir menjar sínar með spöðum. Héðan af, þetta verður þinn upphafsstaður. Látum þá dauðu grafa þá dauðu. Þinn tími mun koma. Finndu heita járnið glóa núna um leið og þú lyftir sólgleraugunum."

Er hann að gera grín að fornleifafræðingum í þessu erindi og fornri sögu þjóðar sinnar? Er hann kannski að lýsa efasemdum á þeim fullyrðingum að Palestínumenn eigi tilkall til svæðisins einnig og hafi verið þarna frá upphafi? Það held ég einna helzt, sé miðað við boðskap kvæðisins í heild, sem er réttlæting á kröfum hans fólks, og niðurfelling á þeim hópum sem hann er í nöp við.

Ryk eftir bjána? Hvað dettur fólki í hug? Menjar og spaðar? Að láta þá dauðu grafa þá dauðu? Það er Biblíutilvitnun, en þessar lýsingar eiga helzt við fornminjarannsóknir og uppgröft á fornminjum, fornleifauppgröft og slíkt, og þá á þessu svæði, Ísrael, Palestínu.

Ég skil ekki andúð hans á þessari fræðigrein, sem má lesa útúr þessu erindi. Nema ef það er vegna þess að hann þoli ekki að Palestínumenn geti réttlætt heimtingu á landinu þannig.

Hver er þessi "hann" sem hann segist líka dýrka? Er það fornleifafræðingur? Er það Jesús Kristur? Einhver maður sem fáir vita deili á? Eða skáldsagnapersóna, ímynduð persóna kannski? Ekki gott að segja. Fátt er óljósara en einmitt þetta í kvæðinu öllu.

Helzt mætti lesa útúr þessu erindi að hann telji að trúin eigi að nægja og að vísindi og þekking eigi ekki að vera marktæk fyrirbæri þegar kemur að kröfunum um þetta landsvæði, að túlkun Zíonista eigi að ráða þar öllu.

Þótt fjölmargir séu ósammála einhverju í fyrri erindum eru sennilega flestir ósammála því, miðað við boðskapinn sem er þar.

Fyndnara og beittara er þetta erindi í þeirri útgáfu sem er í Bootleg series 1-3 sem kom út 1991. Svona er erindið í laginu "Foot of Pride", sem er þar:

"Já, ég gizka á að ég elski hann líka. Ég sé hann enn í huga mér staulast upp þá hæð. Komst hann á toppinn? Sennilega gerði hann það og datt jafnskjótt niður aftur! Hann var barinn niður af viljastyrknum einum saman! Hér er ekkert eftir félagi, aðeins ryk plágu sem skildi allan bæinn eftir fullan af skelfingu. Héðan af verður þetta þinn upphafsreitur, láttu þá dauðu grafa þá dauðu, þinn tími mun koma. Láttu heita járnið blása um leið og þú lyftir sólgleraugunum."

Þetta erindi er miklu betra.

Það sem meira er, þetta minnir á Covid-19, meira en lítið, eins og þetta hafi verið spádómur um þau þrjú ár sem heimurinn upplifði frá 2020 til 2023, og enn koma fram fleiri afbrigði og bólusetningar halda áfram, þótt sífellt færri hafi trú á þeim, og fleiri sannfærist um að bólusetningarnar hafi verið skaðlegar eða gagnslausar.

"Ryk plágu sem skildi allan bæinn eftir fullan af skelfingu."

Já, þetta er nákvæmlega það sem bólusetningarandstæðingar sögðu frá upphafi og lokunarandstæðingar þjóðfélaganna. "Skelfing" er lykilorð í þessari túlkun, og "ekkert"... (nema skelfing). Sem sé, móðursýki, ástæðulaus ótti við drepsótt sem var ný kvefpest, skæðari en venjulega að vísu, og kannski framleidd af mönnum, jafnvel sennilega.

"Ryk plágu" getur verið túlkað sem eftirstöðvar hennar. Þær geta verið efnahagslegar og heilsufarslegar, hvort sem það er veirunni að kenna, manngerðri eða ekki, eða bóluefnunum.

"Að komast uppá topp og detta jafnskjótt niður aftur" er til dæmis lýsing á þenslu í hagkerfinu sem veldur kreppu. Að vísu er ekki enn komin heimskreppa eins og var á millistríðsárunum, 1929 - 1935, eða 2008 - 2010, en getum við túlkað þetta lag Bob Dylans sem spádóm um að hún komi? Kannski.

"Að vera barinn niður af viljastyrknum einum saman" er útúrsnúningur á boðskap sjálfshjálparbóka og samtaka af því tagi, og einstaklinga sem vinna þannig vinnu, og frá kristilegum sjónarhól.

"Upphafsreiturinn" gæti verið það sem Guðjón Hreinberg hefur fjallað um, hvað gerist þegar dauð menning lifnar við aftur? Hversu margar kynslóðir tekur það að endurreisa menninguna og heimsbyggðina? Svo virðist sem Bob Dylan hafi hitt á þessar pælingar löngu fyrr, árið 1983, og því má vissulega segja að þetta sé spádómskvæði merkilegt.

Fátt er merkilegt í öðrum útgáfum textans.

"Vona að hann komist á toppinn".

"Sennilega komst hann ekki og varð að stoppa".

"Aðeins ryk sem skildi eftir menjar í geimnum".

Út úr síðustu setningunni gæti verið hægt að lesa að hann telji sköpun alls okkar mannkyns mistök, að geimfararnir, guðirnir sem hingað komu hafi komið erindaleysu, að við séum öll vonlaust, glötuð, einskisverð, vegna syndarinnar.

Eins og hægt er að lesa út úr viðlaginu gæti verið að hann hafi einnig misst trúna á kristnina, endurkomu Jesú Krists og það allt, en að beizkjan sitji þó eftir í honum, og samsæriskenningarnar kristilegu, allt þetta sem hann lærði, og hann sé fullur af reiði og vonleysi, en hafi misst trúna.

Já, ég held að það sé lokaniðurstaða þessa ljóðs, vonleysi yfir allri sköpuninni, að allt mannkynið sé vonlaust. Að engrar framtíðar sé að vænta, einskis framhaldslífs.

Í ljóðinu er bölsýni og fyrirlitning, skortur á trú og von. Svolítið eins og margt veraldlegt fólk er talið vera af sumum heittrúuðum kristnum mönnum ennþá.

Þannig að jafnvel þótt ljóðið sé kristilegt er það um leið veraldlegt, því vonin í því er ósköp rýr, ef hún er nokkursstaðar. Ljóðið er troðfullt af kaldhæðni, bölsýni, en einnig kristilegum og biblíulegum tilvitnunum, og samsæriskenningum sem eru ættaðar úr kristilegum sértrúarsöfnuðum og þannig hugmyndaheimi, en einnig alþjóðlegum hugmyndaheimi samsærisnörda allra trúarbragða og költa, eða flestra, og költa trúleysingja.

Þetta ljóð mætti kalla útrás og spennulosun Bob Dylans. Hann sjálfur kallaði þetta alltaf óklárað lag og ókláraðan texta, þótt hann ynni meira við verkið en flest önnur lög plötunnar.

Ég held mikið uppá þetta verk, því þarna lýsir Bob Dylan samsæriskenningum sem hann gerir ekki í öðrum lögum, eða miklu minna.

Almennt er þetta einnig talið með hans betri verkum, bæði lag og texti. Torskilinn texti og sérstök laglína. Snilldarverk meistarans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 86
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 660
  • Frá upphafi: 107318

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 500
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband