Bók sem varpar ljósi á plötuna "Infidels" eftir Bob Dylan frá 1983.

Um Bob Dylan hafa komið út margar bækur. "Surviving in a ruthless world", er ein slík bók, frá 2020. Hún fjallar um plötuna "Infidels" frá 1983.

Mér þykir vænt um að hún upplýsir að nokkru hvenær lögin á þeirri plötu voru samin. Dylanfræðingar vita að hann gaf ekki út hljómplötu árið 1982.

Höfundur bókarinnar er ekki mikið fyrir fullyrðingar. Hann hefur kannað Tulsa arkívið, eða Tulsa safnið, í Oklahoma, sem er eins og Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ, nema aðeins helgað safngripum og dóti sem Dylan sankaði að sér og skrifaði, og seldi svo. Það er öfundsvert hlutskipti fyrir mann sem haldinn er söfnunaráráttu að geta selt safngripina fyrir morð fjár eins og Dylan gerði, en þetta eru hlunnindi þess manns sem er heimsfrægur eins og Bob Dylan.

Bókin umrædda gefur þó vísbendingar sem svara spurningum hvenær ákveðin lög voru samin.

"Jokerman", fyrsta lag plötunnar var að öllum líkindum samið 1982 eða jafnvel enn fyrr, og svo umritað 1983 alveg þangað til lokaútgáfan var hljóðrituð.

Það kemur fram í þessari bók að Bob Dylan spilaði 10 lög eða fleiri fyrir vini sína og kunningja árið 1982, sem voru grunnurinn að því sem kom út 1983 sem Infidels. Þó munu einhver lög hafa verið skilin eftir og önnur komið í staðinn.

"Sweetheart Like You" virðist hafa verið samið í hljóðverinu 1983, en samt eru línur í stílabók frá janúar 1983 sem gefa til kynna að hann hafi verið byrjaður að pæla í þessu lagi talsvert fyrr.

"Neighborhood Bully" er að finna í stílabókum Dylans frá 1982 og 1983, eða uppkast að því með breytingum á textanum. Því er ljóst að þarna var viðfangsefni sem var honum mikilvægt á þessum tíma, og alveg frá því hann afkristnaðist 1981 og gaf út "Shot of Love".

Því má ljóst vera að hann var byrjaður að berja saman þetta lag árið 1982, þegar engin hljómplata kom út með honum.

Sumir segja að Dylan hafi gefizt Satan á vald á þeim tíma, en það eru bara ágizkanir og túlkanir þeirra bókstafstrúuðu sem túlka þannig hvernig hann hætti að vera "frelsaður", eins og það er kallað.

"License to Kill" var hljóðritað í einni töku. Pár og uppkast að textanum í Tulsa safninu benda til að hann hafi byrjað á þessu 1982 eða fyrr.

Enn fremur má álykta að lag sem var tilbúið í hljóðverinu og þurfti aðeins eina upptöku hafi verið samið talsvert fyrr. Þess má geta að áður en upptökur hófust 11. apríl 1983 höfðu hljóðfæraleikararnir æft einhver lög sem Dylan kenndi þeim, og þetta hefur sennilega verið eitt þeirra laga, úr því að upptakan gekk svo vel.

"Man of Peace" var einnig hljóðritað hratt og í fáum tökum. Það bendir líka til að það hafi verið samið 1982 og spilað nokkrum sinnum og hljóðfæraleikararnir hafi þekkt það vel þegar það loks var hljóðritað 1983.

Einnig þetta lag virðist hafa verið tilbúið áður en það var hljóðritað, og þá sennilega samið 1982, meðal laganna sem Dylan spilaði fyrir vini og kunningja, og hann hefur þekkt vel þegar upptökur fóru fram. Til eru brot út textanum í Tulsa safninu, og því líklegt að þau drög hafi verið samin talsvert áður en lagið var endanlega hljóðritað.

"I and I" er Caribbean lag, eins og Dylan lýsti því. Það er umlukið sömu dulúð og "Caribbean Wind" frá 1981. Bob Dylan keypti sér bát og sigldi víða, en um Karíbahafið kannski mest á þessum árum.

Þetta lag á sér rætur frá árunum 1981 og 1982, en var endanlega unnið 1983.

"Don't fall apart on me tonight", var síðasta lagið á Infidels. Safngripir í Tulsa gefa til kynna að Dylan hafi byrjað á því snemma, allavega 1982 og kannski enn fyrr.

Lagið lýsir sjálfskoðun og innri leit í kjölfar afneitunar á þeirri kristni sem hann aðhylltist 1979 til 1981. Það lýsir kannski betur en önnur lög efanum, sem tók við af trúarvissunni hjá honum.

Þannig að einungis "Sweetheart Like You" er næstum pottþétt samið 1983 og varla fyrr. Hin lögin eru sennilega frá 1982, þó textarnir hafi breyzt og jafnvel laglínurnar eitthvað, gripin og slíkt.

Ég verð nú að segja að vinnubrögð Dylans koma mér á óvart. Mér hefur aldrei fundizt þessi plata fullkláruð, frekar eins og á henni séu demó, þókt hljómurinn sé fínn.

Þannig eru margar plötur Dylans og kannski flestar.

"Blonde on Blonde" frá 1966 virkar þó fullkláruð, kannski af því að hún var næstum öll samin í hljóðverinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 673
  • Frá upphafi: 108429

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband