Er getur tíu stykki, ljóđ frá 17. september 2018.

Í ţessu ljóđi kemur fram víđa viđtengingarhátturinn, sem lýsir möguleikum, "hvađ ef", sem er undirstađa ćđri menningar en ekki ţrćlamenningar.

 

Ţegar saman koma eins og einhver býđur,

ekki ţó međ sniđi er getur tíu stykki.

Tíminn ţar viđ mas og meginegó líđur,

manndómsviljinn gríđar ţó til stúlku hrykki.

Ef hún bara ein hér sćti,

eitthvađ segđi gćti ég frekar reynt...

Hér ei margir líđa lćti,

lćgjum viđ ţó... fengjum sćlu greint...

Okkar tími er bann og böl međ réttu,

börnin sitja eftir föl međ grettu.

Uppá ţínar ermar loksins brettu,

óljóst nú er hvađ sú hefur meint.

 

Nú má segja ađ barinn dragi dćtur hćgar,

dettur mér í hug ađ reyna? - Bíđ svo hljóđur...

Gagnslaust... sitja oft ţćr öđrum međ svo nćgar...

ađeins var mjög kyrr og ţćgur, jafnvel góđur.

Höllin ekki er mín ađ morgni,

myndi skvísan hrósa öllu ţar?

Oft er líf í einu korni

ađeins ţar sem finnst hiđ rétta svar.

Sumir kunna ađ reyna og snerta rjóđir,

rétta hendur, káfa, varla fróđir.

Seg mér hverjir sýnast alveg góđir?

í sálum oft er spurn ef rétt ei bar...

 

Haustiđ, laufin... finnst mér eins og fýsnin minnki,

fjasiđ ţreytir, samt er skvísan máliđ núna.

Ekki finnst mér betra ţókt hún smettiđ sminnki,

smaragđsglitiđ ljómar hvort sem er viđ brúna.

Nálćgt mér í aldri er hún,

ćtti ég ađ ţykjast lofa snót?

Ađeins vinur, andlit ber hún

yndisfrítt, nei mér ei ţykir ljót.

Telur mig samt bara vin í vindi,

vandinn ţar, í leit ađ meira yndi.

Ef ég bara orđin réttu fyndi

ćtti ađ koma restsins skapablót.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 108413

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband