19.11.2023 | 17:02
Er getur tíu stykki, ljóð frá 17. september 2018.
Í þessu ljóði kemur fram víða viðtengingarhátturinn, sem lýsir möguleikum, "hvað ef", sem er undirstaða æðri menningar en ekki þrælamenningar.
Þegar saman koma eins og einhver býður,
ekki þó með sniði er getur tíu stykki.
Tíminn þar við mas og meginegó líður,
manndómsviljinn gríðar þó til stúlku hrykki.
Ef hún bara ein hér sæti,
eitthvað segði gæti ég frekar reynt...
Hér ei margir líða læti,
lægjum við þó... fengjum sælu greint...
Okkar tími er bann og böl með réttu,
börnin sitja eftir föl með grettu.
Uppá þínar ermar loksins brettu,
óljóst nú er hvað sú hefur meint.
Nú má segja að barinn dragi dætur hægar,
dettur mér í hug að reyna? - Bíð svo hljóður...
Gagnslaust... sitja oft þær öðrum með svo nægar...
aðeins var mjög kyrr og þægur, jafnvel góður.
Höllin ekki er mín að morgni,
myndi skvísan hrósa öllu þar?
Oft er líf í einu korni
aðeins þar sem finnst hið rétta svar.
Sumir kunna að reyna og snerta rjóðir,
rétta hendur, káfa, varla fróðir.
Seg mér hverjir sýnast alveg góðir?
í sálum oft er spurn ef rétt ei bar...
Haustið, laufin... finnst mér eins og fýsnin minnki,
fjasið þreytir, samt er skvísan málið núna.
Ekki finnst mér betra þókt hún smettið sminnki,
smaragðsglitið ljómar hvort sem er við brúna.
Nálægt mér í aldri er hún,
ætti ég að þykjast lofa snót?
Aðeins vinur, andlit ber hún
yndisfrítt, nei mér ei þykir ljót.
Telur mig samt bara vin í vindi,
vandinn þar, í leit að meira yndi.
Ef ég bara orðin réttu fyndi
ætti að koma restsins skapablót.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 1
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 419
- Frá upphafi: 132332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.