13.11.2023 | 02:17
Trúarfordómar, menningarfordómar
Það er til múslimahatur á Íslandi. Meira en það, það er allt grasserandi í múslimahatri á Íslandi undir niðri, sérstaklega meðal kristinna manna og hluti af eldri kynslóðum. Þeir sem vilja réttlæta fordóma sína gegn múslimum eru meðal þeirra sem kalla það gyðingahatur að standa með Palestínumönnum en ekki Gyðingum í þeim hörmunum sem eiga sér stað á Gaza og bæði Hamas er um að kenna og vafalaust hægriöfgastjórn eins og Netanyahu stendur fyrir, en sú skilgreining er komin úr RÚV og kvöldfréttum þar og er ekki mín. Meðal annars var sýnt frá mótmælum í Ísrael þar sem Netanyahu var mótmælt og hans stjórnarháttum og breytingum á lögum þar í landi. Því er það ekki uppfinning mín að kalla hans stjórn hægriöfgastjórn, það er skilgreining beint úr kvöldfréttum RÚV. Það er lítið um gamaldags fordóma gegn gyðingum í nútímanum á Íslandi held ég, og það verður frekar meira um þá þegar átök magnast á Gazasvæðinu eða fólk er sakað um slíka háttsemi að óþörfu. Gyðingahatur var hinsvegar normið í gegnum aldirnar á Íslandi og á Vesturlöndum öllum, fram að seinni heimsstyrjöldinni. Það sést bezt á orðinu júði, ekki í merkingunni af ættkvísl Júdeu, (af ætt júda samkvæmt Ásgeir Blöndal og hans bók), Abrahams eða hvernig sem það orð er útskýrt með tilvísun í Biblíuna og Gamla testamentið, heldur í merkingunni útslitinn og lélegur skór, eða "lélegur, slitinn hlutur (einkum skór)," "skeggjaður gamall maður, nirfill, grasloðna, mikið og úfið skegg, ullarflóki, þéttvaxin ull, svörgulslegt tóbak."
Samkvæmt Ásgeiri Blöndal er orðið tökuorð að öllum líkindum og ekki af norrænum eða germönskum uppruna heldur úr Biblíunni og þeim menningarsamfélögum í miðausturlöndum, og orð sem sprottið er úr menningu fyrri alda, eins og Passíusálmunum og þeim tímum þegar gyðingum var kennt um allt sem miður fór í Evrópu, drepsóttum, hungri, barnadauða, fátækt og margt fleira.
Eins og sumir hafa bent á þá eru átökin fyrir botni Miðjarðarhafs aðalorsökin fyrir gyðingahatri á okkar tímum. Ég á erfitt með að trúa því að fordæmingar og formælingar á báða bóga og stigmögnun á reiði og ásökunum á hendur þeirra sem eru ósammála sé lausn á þeirri deilu.
Við vitum öll um orðatiltækið að "traðka á einhverjum". Greinilegt er að fólk fyrri tíma á Íslandi kenndi gyðingum um krossfestingu Krists úr því að þeirra heiti var samheiti yfir lélega skó.
Fólk sem er ofurviðkvæmt fyrir málstað Ísraelsmanna getur vakið upp andstæð viðbrögð hjá öðrum og ekki vegna þess að það fólk endilega elski og dýrki Hitler og nazismann forna frá seinni heimsstyrjöldinni, heldur vegna þess að það fólk er vinstrisinnað og hefur lært að standa með Palestínu og Palestínumönnum í þessari erfiðu deilu á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu.
Björn Bjarnason vill að athugað sé hvort heimilt sé að beita Ísraelsmenn viðskiptaþvingunum. Hvers vegna datt honum aldrei í hug hvort heimilt væri að beita Rússland viðskiptaþvingunum, Afganistan, og til dæmis ýmis ríki Afríku?
Hvers vegna þarf þetta að vera svona augljóst, að af því að við erum kristin þjóð (vorum það, erum varla lengur) þarf að standa með þeim sem gerðu Gamla testamentið vinsælt á Vesturlöndum?
Getur þetta gamla fólk ekki skilið að kristnin er á útleið á Íslandi og í öðrum löndum Evrópu og leiðin til að breyta því er ekki gamaldags styrjaldarhyggja gegn Rússland eða öðrum eða að standa gegn múslimum?
Það eru skuggalega margir á þessu landi okkar og víðar sem aldrei hafa komizt útúr kalda stríðinu, og allt er túlkað sem stríðsyfirlýsingar af þeim sem ógna Nató og þeirra innleiðingu á valdi fyrir nokkrum áratugum, via Pax Americana.
Þessir aðilar eru smám saman að átta sig á því að heimsmyndin er flóknari en Sovétríkin og USA, en stríðsleikurinn heldur áfram.
Þessum aðilum finnst sjálfsagt að nota Úkraínumenn sem skóþvengi til að binda saman völd ameríska heimsveldisins.
Var það Donald Trump sem var til að skaða orðspor Bandaríkjanna mest í heiminum eða var það Barack Obama, George Bush feðgarnir, eða Joe Biden?
Ja, svo mikið er víst að valdagræðgi "friðarbandalagsins" Nató er ekki vinsæl í Afríku eða víða annarsstaðar í heiminum.
Ég held að Ísraelsmenn séu ágætisfólk eins og múslimar. Trúaröfgar eru skelfilegir, og þeir eru víða. Ég tel sterk rök fyrir því að þeir búi í Ísrael. Ég er sannfærður um að þeir hafi gert Ísrael gróðursælli en landsvæðið var áður en þeir settust þar að. Bob Dylan kenndi mér það kannski, eða einhver annar. Kannski er tveggja ríkja lausnin rétt, en hvernig sem á þetta er litið er þetta ekki auðleyst mál, því Palestínumenn eiga líka tilkall til svæðisins með rökum.
Árásir á Shifa sjúkrahúsið á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 12
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 671
- Frá upphafi: 127214
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.