Friðinn þráir fjöldinn, ljóð frá 26. maí 2018.

Friðinn þráir fjöldinn,

fæstir skilja, reyna að hlaupa á bretti keyptu.

Úti er veðrið annarskonar,

en það stolt og bara af sniði hleyptu!

Ólánshærri gerast gjöldin,

grimmdin vex og tapast völdin...

sigur annars sonar,

síðan jafnast allt.

Heimsins geð er hart og kalt.

 

Ef þú værir yngri,

okkar hrifning myndi nægja, barnið fæðast,

þú vilt ekki þannig venju,

því er von að margir hverfandi ræðast...

mætti vera meyjan þyngri,

missa skraut og slatta af glingri.

Enda oft í kenju,

ef slíkt tízkan bauð.

Var hún kannski veik og rauð?

 

Vildi allar virða,

varð að breytast, hafna því sem lokað malar...

Félagssigur flestra dalar,

finnst á þig og hina, einungis talar...

Ætlar svo það eina að myrða,

eftir tál, og mörk skal girða...

firru stærri falar,

fjasar inní sig.

Ekki vilja elska þig.

 

Friður gefst í fljótum,

fjarri vinstrisinna er rægir hetur þínar.

Stríðsins dís ei starfið virðir,

stundum verða hærri og breiðari mínar.

Vonin skýzt úr grimmum gjótum,

góða Ásta, leggst að fótum...

um það eina hirðir,

alheims tærða höll...

heyrum ekki hennar köll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 89
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 107321

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband