António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur rétt fyrir sér, allt er að fara til fjandans og núverandi kynslóðir bera þyngsta ábyrgð.

Menn spyrja sig að því hvernig fyrri kynslóðir Íslendinga lifðu af þegar sjúkdómar herjuðu og lítil þekking var í læknavísindum, kuldinn mikill og húshitun léleg, ekki nema af búfénaði og kannski einni eldavél í bæjunum, og mataræðið bæði rýrt og einhæft hjá langflestum. Þegar vetrar finnst manni það útilokað að lifa af í torfkofa án ofna og nútímamataræðis.

Eftir að amma dó árið 1985, þegar ég var 15 ára, bjó ég með afa þar til hann lézt 2015, þá á 99. aldursári. Hann sagði mér ýmsar sögur frá fyrri tíð, og þó var hann aldrei málgefinn, en það var dýrmætt sem hann sagði manni frá.

Þau bjuggu í torfkofa í nokkur ár, en bærinn Hraun, sem nú er hruninn, var að hálfu leyti úr timbri þó einnig. Nema það var algengt að sofa við vegginn þar sem skepnurnar voru. Þegar kaldast var þá reyndi fólk að hafa eld á hlóðum, en ein eldavél hitaði upp bæinn og þannig var þetta líka á æskuheimili ömmu, en hún bjó mun lengur í torfbæ en afi sem stelpa, og þau voru fleiri systkini hennar. Þetta gerðist snemma á 20. öldinni, þannig að breytingarnar eru miklar sem orðið hafa á Íslandi. Sjálfstæðsmenn eigna sér heiðurinn af því, fyrir að hafa rekið erindi Nató og Kanans. Það er auðvitað flóknara en svo, þótt það sé án efa hluti af skýringunni.

Ég var 3 ára þegar langafi minn lézt, sem var faðir afa míns, en hann var kappi sem fór á hákarlaveiðar þótt snemma hafi hann orðið sjóndapur, og alveg blindur seinni hluta ævinnar.

Þegar ég skrifaði handrit að ævisögu ömmu og afa þá myndaði ég mér þroskaða skoðun á þessu fólki, svolítið utanfrá og vísindalega skoðun, þegar ég gat skoðað efnið í fjarska, ekki aðeins af sögum sem ég heyrði sem barn og unglingur.

Ég myndaði mér þá skoðun að kynslóð langafa minna og langamma hafi verið sú kynslóð sem var langsamlega virðingarverðust og duglegust, en næstduglegust hafi verið kynslóð afa minna og amma. (Ömmur til amma í fleirtölu, býst ég við).

Allt þetta virðingarverða í fari þessa fólks kom bæði vegna menningarinnar sem þá ríkti og svo einnig vegna uppeldisins.

Það þarf sem sagt erfiðleika til að skapa gott og heiðarlegt fólk, virðingarvert.

Þessi sannleikur er nær 100% fjarri Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og hennar fólki, öðrum í ríkisstjórninni, til dæmis. Nútímakynslóðir eru svo til 100% firrtar og úr tengslum við veruleikann. (Eða annan veruleika en auðrónar Evrópusambandsins og manngerðra tröllasmiðja tilheyra og telja að sé almáttugur).

Langafi minn kunni Íslendingasögurnar utanbókar. Svo var sagt að minnsta kosti. Hann hafði frábæra námshæfileika og var með svo gott sjónminni að hann mundi það sem hann las ótrúlega vel. Því var það mjög sorglegt að hann skyldi missa sjónina og snemma verða sjóndapur.

Þegar hann var ungur maður las hann allt sem hann komst í. Þá var lestrarfélag í sveitinni, og menn fóru með bækur á milli bæja. Menn ræddu um innihald bókanna, ekki sízt börnin og unga fólkið.

Seinni hluti 19. aldarinnar og fyrri hluti 20. aldarinnar voru stórkostlegir uppgangstímar menningarinnar á alla mælikvarða. Þá voru gerðar uppgötvanir sem nútíminn stendur á.

Í dag fer lestrarkunnáttu hnignandi. Aðallega konur fara í háskólana og stór hluti þeirra endar í útlöndum á meðan við fáum erlenda verkamenn í stórum stíl sem eru lengi að tileinka sér málið.

Stjórnvöld gefa loforð, en ráða ekki við neitt, og sumir segja að stjórnvöld vinni meiri skaða en það litla sem reynt er að laga og færa til betri vegar. Ég fullyrði það enn að stærstu glæpasamtök nútímans eru yfirvöldin, bæði hér á þessu landi og annarsstaðar. Slíkt er hægt að styðja með tölum og rökum, hvað Vesturlönd varðar.

Fólk er almennt fullt af vonleysi og þunglyndi í okkar vestræna heimi. Skotárásir í Bandaríkjunum má rekja til þess að hluta til, þótt það mál sé flóknara. Áhugaleysið er allsráðandi, og ástin sjálf er lögzt í dvala og dá, eins og segir í Síðasta blóminu. Búið er að koma höftum og böndum á þau svið þjóðlífsins sem áður sköpuðu gróanda og gleði.

Ef fram kemur fólk sem getur hjálpað er nóg af öfundarröddum eða öfgaliði sem skýtur það niður og ómerkir með allskonar aðferðum, níði og rógi sem styðst yfirleitt við ekkert nema orðhengilshátt og útútsnúning.

Þetta níðslið sem er duglegt að skrifa athugasemdir, til dæmis í DV, það er oft hið nýja vinstralið og hið nýja jafnaðarlið, sem dýrkar Evrópusambandið og femínismann. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fullkominn, en þetta lið hefur unun af því að gera sem minnst úr öllu sem kemur frá hægrimönnum.

Ég þekkti vinstrimenn, kommúnista og jafnaðarmenn, sem ég bar mikla virðingu fyrir þegar ég var yngri. Það hafði mikla lífsreynslu og mannkærleika, og talaði jafnvel sæmilega vel um pólitíska andstæðinga stundum.

Kærleikurinn er ekki kristileg uppfinning. Jafnvel heiðnir menn áttu nóg af náungakærleika. Samkvæmt frásögnum voru þeir þó skjótir að grípa til vopna ef ágreiningur reis sem ekki varð útkljáður auðveldlega.

Það mikla mannfall sem varð það fækkaði ekki fólkinu samt, því frjósemin var svo mikil að bera þurfti út börn.

Jafnvel á þeim kristilegu tímum þegar konum var drekkt fyrir að eigna lausaleikskróga, þá kann ástæðan að hafa verið að hluta til sú að þannig var spornað gegn offjölgun og fólki sem erfitt var að sjá fyrir.

Mesti glæpurinn gegn mannkyninu er að leyfa menningunni að hnigna svo mjög að fólk verður sjálfdautt, að frjósemin nægir ekki til að viðhalda þjóðinni.

Jafnvel eru okkar kynslóðir sekar um að drepa jörðina sjálfa úr mengun, og önnur dýr sem deila jörðinni með okkur. Nútímakynslóðir falla sem sé á öllum prófum tilverunnar.

Þetta er svo margslungið að þetta er nóg að sinni.

Ég vil bara að þetta komi fram, að ég tek ekki undir þær ranghugmyndir hægrimanna fyrir fimm aura að mannkynið beri enga ábyrgð á hamfarahlýnun, ózoneyðingu, skógareyðingu, mengun sjávarins og öðru af því taginu.

Ég tek sumt úr hægristefnu og er sammála því, en sumt í vinstristefnunni finnst mér réttara á sama tíma.

Stjórnvöld og almenningur minna æ meira á fólkið sem þóttist ekki sjá að keisarinn var nakinn, í "Nýju fötum keisarans" eftir H.C. Andersen. Það er svo margt sem hægt er að gera betur, og sýndarmennskan er svo gífurleg, og að taka þátt í leikriti sem liggur til Heljar, sem hægt er að reikna út að gengur ekki upp.

 


mbl.is Ríkisstjórnarsamstarfið var undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bandaríkin eru að sprengja Sýrland, í þeirri von að Rússar svari, og ef það gerist, fer allt til fjandans. Íran, Jórdanía og Tyrkjaland hafa þegar lýst því yfir að þau eru tilbúin að stroka zíonistaríkið út - samtaka - ef árás verður gerð á Gaza. Kína hefur lýst því yfir að verja Íran verði á það ráðist ... og þá er Taivan farið, og þá er Suður Kórea farin ...

Washington virðist vilja þetta, og trúa að þeir geti sigrað 10 ára langa heimsstyrjöld.

Velkomin til heljar.

Guðjón E. Hreinberg, 27.10.2023 kl. 19:15

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... gleymdi að setja inn "10 ára langa heimsstyrjöld, ásamt Evrópsku leppríkjunum."

Guðjón E. Hreinberg, 27.10.2023 kl. 19:16

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir góðar athugasemdir. Þú ert oft góður að fjalla um erlendar fréttir. Það er rétt að Bandaríkjunum stjórnar ekki aðeins ellihrumur forseti, það er ekki aðeins mistök og mismæli sem þaðan koma, heldur furðuleg stjórnsýsla í svona stórum málum.

Svo er talað um að Trump sé hættulegur heimsfriðinum! Hvílíkt rugl!

Takk fyrir, beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 28.10.2023 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 656
  • Frá upphafi: 107314

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 497
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband