Sortnar sentrúm (myrkvast miðbær) eftir Megas, af plötunni:"Far þinn veg" frá 2001, ljóðagagnrýni.

Þetta ljóð fjallar um miðbæ Reykjavíkur, eða skemmtanalífið þar í gegnum nokkrar kynslóðir og áratugi tuttugustu aldarinnar, og jafnvel enn lengra aftur, en ljóðmyndirnar eru eins og svipmyndir frá mörgum tímaskeiðum og búa til nokkurskonar heimildamynd í ljóði eða söngtexta.

Ljóðið sýnir vel að Megas var enn að vaxa sem skáld og listamaður þegar hann samdi þetta, sem hefur sennilega verið á 10. áratugnum, eða nálægt útgáfu plötunnar.

Hér má segja að gagnrýni skáldsins sé beittari en fyrr og sumt í þessu ljóði vakti hneykslun þegar það kom út, því hér þótti sumum heldri borgurum að skáldið væri að fara enn alltof ómjúkum höndum um "heilaga" menn og ósnertanlega í fortíð og nútíð, en annað kom á daginn, að skáldið Megas vissi um hvað hann var að syngja og kveða.

Egill Helgason er nú orðinn pólitískur sem fyrr og sýndi Kiljan hans í gær það, þegar hann fjallaði um eitt af því sem Megas kom inná í þessu ljóði, fyrir meira en 20 árum, og var meistari Megas því enn langt á undan samtíma sínum þá.

 

Fyrst í ljóðinu er fjallað um drykkfelldan sjómann  (skipper), Grjótaþorpið og fulla Grænlendinga sem venja komur sínar í Duus húsið.

Þannig að athyglinni er beint að því venjulega og síðan zúmmað inn á hið sértæka, sem er viðtekin venja við heimildamyndagerð.

Hér er það einkenni mannlífsins komið fram sem enn er nokkuð áberandi á okkar landi nú um stundir að "Tægálur" hafa skipt út norrænu kvenfólki að nokkru og aðrar innfluttar kvenverur, (eða kvár eða hvaðeina).

Þannig að svipmyndirnar eru eins og ljósmyndavélin, þær fegra ekki mannlífið heldur segja frá því eins og það er.

Ljóðið kallast á við miðbæjarrómantík fyrri skálda, sérstaklega Tómasar Guðmundssonar, og skapar skemmtilegar andstæður og merkilegar, hvernig miðbær Reykjavíkur hefur þróazt.

Í ljóðinu er ekki mikið fjallað um fyrirbæri Mammons og Satans, þénin, en þén er mitt nýyrði yfir "stofur", "listastofur, tattústofur, menntastofur, gróðastofur, verkfræðistofur,", þetta eru listaþén, tattúþén, menntaþén, gróðaþén, verkfræðiþén. Þén er hvorugkynsorð og beygist eins og lén, þén er staður þar sem musteri Mammons er staðsett, og allt er gert til að þjóna Honum. (Eða ef Kristur væri meðal okkar myndi hann brjóta þar allt og mölva til grunna sennilega, en flestir Kristnir eru skurðgoðadýrkendur í dag sem dýrka MammonsKrist í skurðgoðalíki). Ég bjó til orðið þén fyrir meira en 20 árum því mér þótti fráleitt og móðgun að svona væri orðið stofa saurgað, heiðvirðs fólks, sem vill ekkert með Mammon og hans hyski gera. Heldristofa heimilanna á ekkert með Mammon og glæpi hans að gera.

Jæja, næst í ljóðinu er fjallað um Hótel Borg. Ekki er fjallað um ljúfa tóna stríðsáranna, þeirra hljómsveita sem spiluðu þar, heldur er fjallað um "barlóm og væl", en það mun vera raunsönn nútímalýsing.

"Tommi vinurinn alls" er þingmaður Flokks fólksins, Tómas Tómasson úr Tommahamborgurum, að sjálfsögðu. Í kvæði Megasar er ekkert neikvætt um þann mektarmann, nema "vinurinn alls" er frekar tvírætt og hæðið, og bendir á sölumennsku og trixin sem þar eru viðhöfð, að hún gengur útá að blekkja fólk oft og einatt.

Síðan er bent á að Sívertsen "gerði gæl við alla Köben", og mun það vera nokkurnveginn rétt, án slíkra tengsla var fátt hægt á Íslandi þá.

Síðan er athyglinni beint að perra í síðum frakka, og strax á eftir fjallað um síra Friðrik (Fiðrik), sem "situr æ með eitt niðurgirt", þannig að saman fer helgimyndin hræsnaranna og raunveruleikinn á sem merkilegastan hátt, en samkvæmt nýrri ævisögu um séra Friðrik eftir Guðmund Magnússon hafði Megas nákvæmlega rétt fyrir sér í þessu ljóði, þótt þar birtist staðalímynd þar sem allar hliðar séra Friðriks eru sýndar, ekki aðeins sú mynd sem dregin var upp af honum áður. Býst ég við að margir hafi hneykslazt á ljóði Megasar þegar það fyrst kom út, eins og þegar hann fjallaði um Jónas Hallgrímsson áður fyrr.

Uppköst er fjallað um næst af völdum landadrykkju og amfetamínnotkunar, nokkuð sem skáldið hefur þekkt af eigin raun. Mávahlátur kemur að sjálfsögðu við sögu í íslenzka vetrarfrostinu. Tugthúsvistin ekki fjarri, bæði fyrir seka og saklausa, og réttvísin mjög svo fjarri góðu gamni hvað það varðar, og er það víst engin nýlunda.

Nauðgunarmenningin kemur síðan fram í öllu sínu veldi í síðasta erindi ljóðsins, þar sem morgunstjarnan (Venus), stjarna femínismans og Lúsífers er ein vitni að konum og stúlkum sem eru afmeyjaðar dauðadrukknar undir morgunn. Tekið er þó fram að morgunstjarnan sé miður sín yfir örlögum Íslendinga, og þar kemur fram siðferðislegur dómur, en þá má finna víðar í kvæðinu einnig.

Í hinni hreinu og snyrtilegu Reykjavík nútímans og Dags B. Eggertssonar er víst búið að banna hegðun þá sem lýst er í ljóðinu svo til alveg, þótt enn eimi eftir af henni.

Eins og oft áður bendir skáldið Megas á spillingu kristninnar og kirkjunnar, þegar hann fjallar um að Hjálpræðisherinn lifi á eymdinni, "þurfi að spá í nýjar", ef ástandið skánar.


mbl.is Hætti nær við sögu séra Friðriks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 133257

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband