Spotify drepur hljómplötuútgáfu, eins og sagt var að afritun á tónsnældur gerði á áttunda og níunda áratugnum.

Uppgangur streymisveitunnar Spotify er bæði á kostnað minni streymisveitna, innanlands og utanlands, og hljómplötuútgáfu á efnislegu formi, sem ég er hlynntur.

Mitt uppáhaldstímabil í tónlistarsögunni er 1965 til 1985, þegar vinýlplötur voru allsráðandi og tónsnældur. Það sem mér finnst þó mest heillandi við þetta tímabil er að á þeim tíma voru til stórstjörnur sem græddu mikið fé á list sinni, og algengt var að grúpppíur héngu utaní tónlistarmönnum. Þetta var tími glamrokksins, synfónískra rokksins, sýrurokksins og þjóðlagatónlistarinnar, en einnig gæðapopps og diskós og margra annarra stefna.

Fólk hlustar á Spotify meira af skyldurækni en lyst, áhuga, því það að fylgja hljómsveit eða tónlistarmanni er hluti af því að vera í költi, eða smátrúarhópi, til dæmis ertu goth eða hiphop eða eitthvað annað, þau nöfn eru aðeins hluti af flórunni.

Bítlarnir breyttu heiminum og það gerði Bob Dylan einnig. Bítlarnir ruddu brautina fyrir áttunda og níunda áratuginn, fyrir þann tíma sömdu tónlistarmenn yfirleitt ekki sitt efni. Einnig settu þeir standardinn hærra, eða gæðastaðalinn, svo notuð sé betri íslenzka.

Góð popptónlist er eins góð og sígild tónlist, hana má hlusta á aftur og aftur til að finna eitthvað nýtt, til dæmis Sgt. Pepper með Bítlunum, eða Stormskersguðspjöll Sverris Stormskers eða Á bleikum náttkjólum með Megasi.

Sérstaklega á þetta þó við sýrutónlist af beztu gerð og þungarokk af beztu gerð, Moody Blues, Led Zeppelin, og fjölmargar hljómsveitir frá þessum tíma. Framsækið rokk var þetta stundum kallað af poppskríbentum á íslenzku.

Litskrúðug umslög voru mjög til bóta, og sömuleiðis menningin í kringum þetta, dulúðin, hvernig tónlistarmennirnir voru hafnir upp til skýjanna og dýrkaðir. Sérstök upplifun var að fara á rokktónleika á þeim tíma. Þannig var stemmning á nokkrum tónleikum sem ég fór á með Megasi á unglingsárunum.

Spotify hefur beizlað tónlistina og dregið úr henni máttinn. Góð rokktónlist nýtur sín bezt í stórum hátölurum og kraftmiklum græjum sem voru framleiddar fyrir 40 árum eða svo. Í dag eru græjurnar yfirleitt litlar og hátalararnir líka, ef þetta er ekki spilað úr tölvum og símum beint.

Já, ungt og eldra fólk hlustar á tónlist núna sem hluta af samfélagslegri skyldu, rétt eins og tónlistarmennirnir sem spila í þætti Gísla Marteins á RÚV, Vikunni, eru kerfistónlistarmenn, það er að segja þeir syngja ekki boðskap sem ruggar spillingarbátnum, rétt eins og sovézk list um 1950 varð að vera hliðholl einræðisherranum mikla, Jósep Stalín.

Ennfremur verða tónlistarmenn ekki vinsælir nema þeir hafi sérstakt útlit, séu á ákveðnum aldri og tilheyri helzt kvenkyninu, eða hluti af útlendingum, því allt skal lúta pólitískri rétthugsun sem er á yfirborðinu, það á að heita hin rétta þróun, þótt hún þurfi ekki að vera rétt í raun, þegar betur er að gáð.

Þó eru þessar vinsældir sem eru í boði ekki krassandi fyrirbæri, þær eru tempraðar og dúðaðar í reglur, deyfðar og dópaðar. Sýndarmennska, með örlítið af tilfinningum með.

Almenningur á Íslandi getur gert uppreisn eins og almenningur í útlöndum. Það getur almenningur gert með því að hætta að nota Spotify, kaupa plötur uppá gamla mátann og gera það aftur að trúarlegri upplifun að hlusta á nýja eða gamla tónlist, tengjast tónlistarmönnunum þannig.

Betra er að hafa fáa og góða tónlistarmenn en marga slæma eða meðalgóða. Því aðeins þegar fáir mjög góðir tónlistarmenn lifa á list sinni myndast dáleiðandi og heillandi stemmning í kringum tónlistina, sérstök aðdáendamenning, sem er mjög heillandi.

Rokktónlist var áður fyrr hluti af kynfræðslu unglinganna. Með því að fara á rokktónleika fengu margir í eftirpartýjum sín fyrstu nánu og kynferðislegu kynni af hinu kyninu.

Það er betra að fá þannig persónulega kynfræðslu þar sem könnuð eru ný og ókunnug mið og allir upplifa persónulega upplifun heldur en staðlaða kynfræðslu nútímans sem er mjög umdeild, þar sem þeir eru kallaðir fávitar sem ekki eru samkvæmt femínistunum.

Rokktónlistin er eitt af því sem vantar í menningu nútímans, eitt af því sem hefur verið tekið úr menningu nútímans og þarf að koma aftur.


mbl.is Spotify í syngjandi sveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er ekki full einfalt að kenna Spotify um þetta, þeir eru bara dreifingaaðilar sem reyndar borga ekki mikið fyrir dreifinguna. Getur alveg eins kennt um Bandcamp (sem reyndar hefur lagst af) um þetta.

á 10 áratug síðustu aldar var hápunktur í sölu rokk og popptónlistar. Segja má að græðgi útgefanda hafi komið í bakið á þeim með að hætta vinil framleiðslu og leggja áherslu á CD. Þá áttu bönd að koma með meira efni en við það minnkuðu gæðin, of mikið að miðlungslögum á diskum. Auk þess var blóðmjólkað út í eitt með smáskífum.

Ég vil kenna einu um og það eru stafrænar lausnir. Við það missti rokkið, meira en poppið, ákveðinn sjarma og tilraunir urðu sjaldgæfari. Eitt af því sem gerði 9 áratug síðustu aldar svo skemmtilega voru tilraunir í gegnum óháðar útgáfur t.d. Purrkur Pillnik, Kukl og Sykurmolarnir. Nú er eitthvað sett upp og síðan dauðhreinsað með stafrænum lausnum þannig að eftir verður útþynnt útgáfa af því sem gæti verið ef hráleikinn fengi að njóta sín. Þarf varla að nefna að varla er lengur leyfilegt að skrifa texta um hvað sem er. Heldurðu að lag eins The Queen is Dead með The Smiths fengi að vera útgefið í dag?

Segi eins og Billy Bragg að lokum: Back to basic.

E.S. Vinyll er besta formið til að hlusta á rokktónlist.

Rúnar Már Bragason, 25.10.2023 kl. 12:20

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir athugasemd þína Rúnar. Þú bætir ýmsu við þessar pælingar sem á eins mikinn rétt á sér og það sem ég skrifaði. Já, gott er að benda á stærsta aðilann í stafrænni dreifingu en málið er auðvitað flóknara þegar betur er að gáð.

Við erum sammála í grunnatriðum.

Fyrir nokkrum árum þegar vinýllinn átti endurkomu þá áttuðu margir unglingar á þessu sama og foreldrarnir vissu, að það er skemmtilegra að hlusta á rokktónlist af hljómplötum og í feitu sándi, eins og sagt er, með miklum bassa og trukki.

Nei, ég held The Queen is Dead væri annaðhvort ekki útgefið í dag eða yrði ekki vinsælt.

Takk fyrir athugasemdir og innlitið. Back to basic. Með því að benda á þetta er verið að hvetja fólk að láta sér ekki nægja stafrænar lausnir.

Ingólfur Sigurðsson, 25.10.2023 kl. 15:55

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég held að allt útgefið efni s.s. bækur og tónlist eigi að vera frítt til niðurhals. Að bókin og platan eru báðar að verða úreldar, held ég að sé fínt. Í gegnum aldirnar mætti fólk á krárnar til að hlusta eða samkomuhúsin, eftir því hvort það væri tónlist eða upplsetur höfunda, sem var menning.

Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2023 kl. 17:34

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og sértaklega á allt Hollywood efni að vera frítt, eða helst borgað með.

Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2023 kl. 17:35

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Í einum kosningum kaus ég Pírata og var sammála þér. Það var 2016. Síðan ákvað ég að kjósa þann flokk ekki aftur því í ljós kom að í honum eru gamaldags kommúnistar, úlfar í sauðagæru. Þetta sjónarmið um frítt niðurhal hefur ákveðna kosti, en fólk sem vill vera listamenn, rithöfundar, eða tónlistarmenn eða slíkt, sem lifa á útgefnu efni, er sennilega flest á móti því. Nú ef listafólk á ekki að fá greitt fyrir vinnu sína frá útgefendum eða almenningi verður það að fá greitt með öðrum hætti til að lifa af og njóta fjárhagslegs sjálfstæðis. 

Ölmusa og bætur er niðurstaða fyrir mjög marga í dag, en áður fyrr voru það trúðar og hirðskáld sem kóngar eða ríkir aðalsmenn héldu uppi fjárhagslega.

Rétt er að vísu með Hollywood, að það er orðið arðránsverksmiðja lista, áróðursvél, kúgunarmaskína og ætti að vera öftust af því sem fólk sækist eftir.

Netið hefur kosti, en hefur þann galla að hægt er að loka því með því að loka lénum og höbbum. Bækur lifa lengur nema þær séu brenndar. Um þetta mætti lengi deila svosem, en gott að fá mótrök.

Já, fólk mætti á krárnar til að hlusta á söng og upplestur. Þá var fátt annað í boði. Netið tekur athyglina frá svo mörgu öðru.

Eftir stendur vandamálið: Við þurfum listamenn, heimspekinga og allskonar þannig andspyrnufólk. Hvernig borgum við þeim? Hvernig fær það fólk réttlæti og jafn mikla velmegun og spilltir kapítalistar?

Frítt niðurhal kallar þá á lausnir sem vantar við þeim vandamálum.

Takk fyrir innlitið og beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 25.10.2023 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 91
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 107323

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband