14.10.2023 | 00:23
Vandamál sem söluvarningur
Oft er það svo að fólki sem líður verst lætur á engu bera og segir ekki frá því. Hinn greiði aðgangur sem Sölvi þessi hefur að fjölmiðlum sýnir ósköp vel að þeir sem eru óvinnufærir vegna andlegra sjúkdóma eða lítt vinnufærir vegna þeirra eru flokkaðir í margar stéttir þeirra sem merkilegir teljast og þeir sem lítt merkilegir teljast. Sem sagt, langflestir sem hafa einhverjar svona sársaukafullar sögur að segja vilja það ekki eða fá það ekki, eða fá ekki tækifæri til þess.
Það má í sjálfu sér þó gleðjast yfir því að hann opnar þennan málaflokk sem hefur verið fullur af skömm og fordómum, geðsjúkdómar og geðraskanir af margvíslegu tagi.
Hér er maður sem er áberandi í fjölmiðlum, og hann ætti að veita þeim sjálfstraust sem burðast með þennan sama kross eða svipaðan kross.
Annars getur þetta stundum orðið yfirborðskennt eins og hjá Bubba Morthens, þegar fólk fer að lýsa erfiðleikum sínum. Athyglisýki getur verið til grundvallar, en þó ekki alltaf, stundum spilar hún einhverja rullu. Fjölmiðlarnir eru allavega orðnir þannig að þeir ýta undir þannig hvatir og að eitthvað sé blásið upp sem áður var dílað við í leynum.
Engu að síður þarf virkilega að fjalla um sjálfsvígsvandann, eiturlyfjavandann, geðraskanavandann og margt þessu tengt.
Geðveikir eða þroskahamlaðir geta unnið mismikið, en algjör óvinnufærni er kannski undantekningin.
Nýleg rannsókn sýndi að Íslendingar hafa ekki eins mikla fordóma gagnvart útlendingum eða hinseginfólki og bólusetningarandstæðingum, geðveikum og öfgafólki í stjórnmálum.
Það kann mögulega að stjórnast af því að RÚV og aðrir fjölmiðlar hafa keyrt á þeirri stefnu að útrýma sumum fordómum en ekki öðrum. Sölvi Tryggvason gerir þó góða hlaðvarpsþætti þar sem hann einmitt leyfir fólki að tjá sig sem er ekki að tjá sig alla jafna eða fær lítil tækifæri til þess, og þar koma oft fram öðruvísi sögur sem koma á óvart. Það er prýðilegt hjá honum.
En bókin fjallar um óréttlætið í öfgaliði Metookvenna og femínista, og hvernig mistök eru þar gerð og ranglæti á sér stað og finnst mér einnig mikilvægt að fjalla um það.
Sölvi fagnaði með ástinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 49
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 829
- Frá upphafi: 130001
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 628
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.