Vinnuaðferðir tónlistarmanna fyrir 1965 miðað við daginn í dag.

Eitt sinn var lenzkan sú í tónlistarbransanum að breiðskífur, LP plötur voru teknar upp á einu síðdegi og hvert lag varla oftar en einu sinni eða tvisvar. Þá voru tónlistarmennirnir að vísu búnir að æfa sig vel fyrirfram jafnan og hljóðritunin endurspeglaði sama flutning og þeir gáfu á tónleikum eða í útvarpssal.

Þetta fór að breytast á hippatímanum, þegar sýrutónlistin spratt fram, sækódelíska tónlistin ásamt rokksynfónísku plötunum og þeim framúrstefnulegu.

Bob Dylan og Bítlarnir áttu sinn þátt í þessari þróun. Árið 1966 gaf Bob Dylan út "Blonde on Blonde", og hún er með alfyrstu tvöföldu hljómplötunum sem voru gefnar út á heimsvísu, og áreiðanlega sú fyrsta sem náði metsölusölu hjá heimsfrægum tónlistarmanni, að minnsta kosti.

Þetta var fyrsta platan sem Bob Dylan vann að þegar hann tók sér langan stúdíótíma og lögin voru samin í hljóðverinu að miklu leyti. Reyndar var hann farinn að þreifa sig áfram með að taka lengri hljóðverstíma á "Highway 61 Revisisted" 1965, en þó ekki í eins miklum mæli eins og á "Blonde on Blonde".

Á Bootleg series Volume 12, The Cutting Edge 1965 til 1966 er hægt að heyra þetta vel. Þá var gefinn út risastór kassi með mörgum diskum eða vinýlplötum, og mest plássið fór í Blonde on Blonde upptökurnar, sem byrjuðu seinni hluta ársins 1965, en kláraðist í febrúar og marz 1966.

Árið 1964 tók Bob Dylan aðeins upp eina plötu og hún var öll hljóðrituð á einum degi:9. júní 1964. Þar að auki er það haft eftir áreiðanlegum heimildum að Bob Dylan hafi verið undir áhrifum Bósjóleivínanda á þeim degi og kannski enn fleiri efna.

Fyrstu plötuna tóku Bítlarnir upp á einum degi þegar John Lennon var hálfkvefaður eins og heyrist á söng hans, var platan tekin upp á þeim eina degi að mestu leyti fyrir utan nokkur lög sem voru hljóðrituð fyrr, árið 1962.

Þegar ég tók upp "Jafnréttið er eina svarið" 2001 notaði ég tökurnar frá ágústmánuði 2001, frá 1. til 6. þess mánaðar að mestu leyti, á sama tíma tekin upp nákvæmlega jafn löng lög með jazzgítar annarsvegar og skemmtara hinsvegar. Skeiðklukkan var notuð og upptökutækið sem var með nákvæmum teljara.

Betri lög voru hinsvegar tekin upp 3. janúar 2001 í demóupptöku, og svo 3. júní 2001 og loks í desember, 1. desember 2001, 16. desember og 22. desember 2001.

Þessi lög sem ég nota kannski í endurútgáfur voru nær þessari RÚV útgáfu af heimsmálunum, þar sem flóttafólki er fagnað og öllu því dæmi, en í upptökunum frá upphafi ágústmánaðar 2001 var ég að prófa mig áfram með hljóm, og notaði gömul lög frá 1996 til þess að mestu, og því endurspegluðu þau lög ekki þróun mína sem lagahöfundar nema að litlu leyti. Raunar finnst mér ég oft hafa verið dómgreindarlaus við val á lögum sem ég gaf út á þessum árum.

Nokkur skemmtileg spunalög eru til frá þessum tíma. Á upptökunum frá 22. desember 2001 heyrist ég kvarta yfir vinnuþreytu og að jólin séu á næsta leyti og Þorláksmessa að renna upp, daginn eftir, og efasemdum um að þetta slái í gegn. Í einu lagi mismæli ég mig, en breyti því í textanum sjálfum.

Þessi spunalög gefa oft þessum sessionum aukið gildi og gera þær skemmtilegri, en hvort þau lög séu þau lífseigustu og beztu til útgáfu er aftur ágæt spurning.

Vikan með Gísla Marteini hefur göngu sína aftur í kvöld. Þótt maður hafi óbeit á vinnuaðferðum RÚV, að leyfa ekki öllum að tjá sig, og aðeins þeim sem hafa skoðanir þeim að skapi, þá er það vilji allra tónlistarmanna að komast að þarna til að kynna sig, fyrst þetta er stærsta sjónvarpsstöðin.

Helzt myndi ég vilja að almenningur myndi þroskast þannig að tónlist myndi seljast ekki bara þaðsem er matreitt og skipulagt ofaní fjöldann heldur það sem er raunverulega gott á fleiri forsendum, einsog útfrá gæðum textanna ekki sízt.

Því miður er tónlistarbransinn sjóbissness að miklu leyti og auglýsingamennska. Peninga þarf til að verða frægur, ríkidæmi og kynningu þarf, og sambönd. Auk þess ef maður er með öðruvísi boðskap en RÚV boðar, þá er erfiðara að koma því áfram og stundum ekki hægt, sérstaklega ekki á tímum slaufunarmenningar, Metoo, kommaritskoðunar og þannig kjaftæðis.

En jafnvel þótt ég myndi finna upptökur með mér með boðskap sem er meginstraumnum að skapi, þá þarf miklu meira til svo að frægð geti skapazt, og svo þegar maður er orðinn frekar gamall þá er þetta erfiðara.

Bubbi Morthens er þó góð fyrirmynd að sumu leyti, að leggjast í tónleikaferðir um landið og spila í hverju krummaskuði. Ég hef nú varla valið hvaða lög mér finnst bezt eftir sjálfan mig. Oft var það hrein tilviljun sem réð því hvað kom út á lítt seldum útgáfum. Þau lög kann ég yfirleitt ekki, lögin kannski en síður textana.

Ég er hrifinn af demóupptökunum mínum, þegar ég kann varla lögin og þau eru splunkuný.

Það eru vinnuaðferðirnar gömlu góðu, eins og menn notuðu hér áður fyrr. Nema þá voru lögin meira æfð en hjá mér. Beztu upptökurnar hjá mér eru demóupptökurnar þegar lagið er nokkurra mínútna nýtt og aðeins tekið upp tvisvar eða þrisvar. Þá heyrist lagið breytast áður en það er búið og laglínan er ekki fullmótuð.

Síðan lærir maður þetta og mótar á tónleikum. Þá koma endurtekningarnar. Þannig á þetta að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 600
  • Frá upphafi: 107258

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband