Stríðið gegn menguninni er rétt svo að byrja og ungu kynslóðirnar skrá sig í umhverfisverndarherinn

Í kvöldfréttum RÚV var frétt sem gladdi mig. 6 ungmenni, 11 til 24 ára og búa í Portúgal hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum vegna aðgerðarleysis í loftslagsmálum fyrir mannréttindadómstóli Evrópu. Þau vilja skylda yfirvöld til aðgerða í loftslagsmálum en krefjast ekki peninga. Ég styð þau fullkomlega og mér finnst þetta frábært. Þetta eru alvöru hetjur og til fyrirmyndar fyrir alla.

Lögmenn ríkjanna reyna að vísa málinu frá og segja það ódómtækt, en góðu fréttirnar eru þær að málstaðurinn sem þau standa fyrir er svo vel kynntur að hér er komin skriða af stað sem er ekkert að fara að hverfa eða víkja.

Gróðureldar, hitabylgjur og þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir þau og heimasvæði þeirra. Það eru ESB ríkin 27 sem eru stefndu ríkin og fleiri. Málareksturinn af þeirra hálfu gengur útá að þessi ríki hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum þeirra, réttindum til lífs og heilsusamlegs umhverfis og möguleikum í heimalandi þeirra eigin.

Á móti kemur að von þeirra til að vinna málið er kannski ekki mikil í ljósi hversu voldug þessi ríki eru. Þó er aldrei að vita og þetta mál vekur heimsathygli, vegna þess að hér er heimsfrægur málstaður á ferðinni og eiginlega sífellt háværari kröfur um baráttuna gegn hamfarahlýnuninni.

87 lögfræðingar ríkjanna eru sem herdeild gegn lögfræðingum ungmennanna. Þrátt fyrir að manni finnist ótrúlegt að sigur geti unnizt í þessu máli gegn þessum ríkjum mun þetta mál vekja heimsathygli, og að öllum líkindum er hér skriða komin af stað sem ekki hættir í bráð.

Meðal hægrimanna er á brattann að sækja við að vekja athygli á þessu eða sannfæra fólk. Hvað sem því líður er þetta stórmerkilegt og greinilegt að sumt er ágætt við ungt fólk og þeirra menningu, hjá þeim hefur vaknað skilningur og áhugi á þessu máli.

Gréta Thunberg er ekki lengur eins áberandi eftir að hafa orðið skotspónn háðfugla og andstæðinga umhverfissinna um allan heim. Þessi hreyfing sem ungmennin eru hluti af verður þó að teljast afkvæmi Grétu, eða hluti af hennar hreyfingu jafnvel.

Þessi ungmenni standa ekki ein. Áhugi og stuðningur finnst í öllum löndum jarðarinnar og ekki sízt meðal unglinga og skólakrakka sem loksins sjá og skilja að þetta er þeirra framtíð sem um er að ræða og okkar allra hinna líka raunar.

Hér er að byrja stríð á milli ungs fólks og þeirra sem völdin hafa. Þetta stríð er ekki að hætta eða enda, langt frá því. Þetta bætist við aðrar deilur kynslóðanna og hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Þarna styð ég ungu kynslóðirnar 100% og finnst þær vera á réttri leið. Auðvitað eru ekki allir á þeirra aldri sammála þeim, en væntanlega frekar en meðal ráðsettra kapítalista sem vilja ekki trúa því að þeir hafi verið á rangri leið allt sitt líf.

Þarna stendur RÚV sig vel og aðrir fjölmiðlar að fjalla af dugnaði um umhverfismál, því þau eru mikilvæg og brýn.

 


mbl.is Mál ungmenna gegn 32 þjóðum hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 127192

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband