28.9.2023 | 00:59
Stríđiđ gegn menguninni er rétt svo ađ byrja og ungu kynslóđirnar skrá sig í umhverfisverndarherinn
Í kvöldfréttum RÚV var frétt sem gladdi mig. 6 ungmenni, 11 til 24 ára og búa í Portúgal hafa höfđađ mál gegn 32 ríkjum vegna ađgerđarleysis í loftslagsmálum fyrir mannréttindadómstóli Evrópu. Ţau vilja skylda yfirvöld til ađgerđa í loftslagsmálum en krefjast ekki peninga. Ég styđ ţau fullkomlega og mér finnst ţetta frábćrt. Ţetta eru alvöru hetjur og til fyrirmyndar fyrir alla.
Lögmenn ríkjanna reyna ađ vísa málinu frá og segja ţađ ódómtćkt, en góđu fréttirnar eru ţćr ađ málstađurinn sem ţau standa fyrir er svo vel kynntur ađ hér er komin skriđa af stađ sem er ekkert ađ fara ađ hverfa eđa víkja.
Gróđureldar, hitabylgjur og ţurrkar hafa haft skelfilegar afleiđingar fyrir ţau og heimasvćđi ţeirra. Ţađ eru ESB ríkin 27 sem eru stefndu ríkin og fleiri. Málareksturinn af ţeirra hálfu gengur útá ađ ţessi ríki hafi brotiđ gegn grundvallarmannréttindum ţeirra, réttindum til lífs og heilsusamlegs umhverfis og möguleikum í heimalandi ţeirra eigin.
Á móti kemur ađ von ţeirra til ađ vinna máliđ er kannski ekki mikil í ljósi hversu voldug ţessi ríki eru. Ţó er aldrei ađ vita og ţetta mál vekur heimsathygli, vegna ţess ađ hér er heimsfrćgur málstađur á ferđinni og eiginlega sífellt hávćrari kröfur um baráttuna gegn hamfarahlýnuninni.
87 lögfrćđingar ríkjanna eru sem herdeild gegn lögfrćđingum ungmennanna. Ţrátt fyrir ađ manni finnist ótrúlegt ađ sigur geti unnizt í ţessu máli gegn ţessum ríkjum mun ţetta mál vekja heimsathygli, og ađ öllum líkindum er hér skriđa komin af stađ sem ekki hćttir í bráđ.
Međal hćgrimanna er á brattann ađ sćkja viđ ađ vekja athygli á ţessu eđa sannfćra fólk. Hvađ sem ţví líđur er ţetta stórmerkilegt og greinilegt ađ sumt er ágćtt viđ ungt fólk og ţeirra menningu, hjá ţeim hefur vaknađ skilningur og áhugi á ţessu máli.
Gréta Thunberg er ekki lengur eins áberandi eftir ađ hafa orđiđ skotspónn háđfugla og andstćđinga umhverfissinna um allan heim. Ţessi hreyfing sem ungmennin eru hluti af verđur ţó ađ teljast afkvćmi Grétu, eđa hluti af hennar hreyfingu jafnvel.
Ţessi ungmenni standa ekki ein. Áhugi og stuđningur finnst í öllum löndum jarđarinnar og ekki sízt međal unglinga og skólakrakka sem loksins sjá og skilja ađ ţetta er ţeirra framtíđ sem um er ađ rćđa og okkar allra hinna líka raunar.
Hér er ađ byrja stríđ á milli ungs fólks og ţeirra sem völdin hafa. Ţetta stríđ er ekki ađ hćtta eđa enda, langt frá ţví. Ţetta bćtist viđ ađrar deilur kynslóđanna og hinna ýmsu ţjóđfélagshópa. Ţarna styđ ég ungu kynslóđirnar 100% og finnst ţćr vera á réttri leiđ. Auđvitađ eru ekki allir á ţeirra aldri sammála ţeim, en vćntanlega frekar en međal ráđsettra kapítalista sem vilja ekki trúa ţví ađ ţeir hafi veriđ á rangri leiđ allt sitt líf.
Ţarna stendur RÚV sig vel og ađrir fjölmiđlar ađ fjalla af dugnađi um umhverfismál, ţví ţau eru mikilvćg og brýn.
![]() |
Mál ungmenna gegn 32 ţjóđum hafiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 22
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 715
- Frá upphafi: 153071
Annađ
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.