Virkni náttúrunnar er stundum ekkert grín

Nú liggur það fyrir að nýtt virknitímabil er hafið á Reykjarnesskaganum eins og fræðimenn segja og það getur staðið yfir í tugi ára og það innifelur fjölmörg eldgos og jarðskjálfta, þar á meðal stóra suðurlandsskjálfta og einhverja svo stóra að nauðsynlegt verður að fara kannski meira en 100 ár aftur í tímann til að fá samanburð. Þó er verið að hefja framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu einmitt þar sem búast má við mjög sterkum jarðskjálftum. Fyrirhyggjan virðist ekki sterkasta hliðin hjá nútíma Íslendingum.

Virknin þessi allra síðustu ár bendir eindregið til þess að stórra atburða sé að vænta bæði hvað varðar eldgos og jarðskjálfta og jafnvel víða á landinu.

Það er mín skoðun að þessir 300 milljarðar í Borgarlínuna eigi að nota til að flytja fólk frá þessum virknisvæðum sem þéttbýlust eru og leggja áherzlu á byggð annarsstaðar á landinu.

En það er ekki bara á einu svæði sem rökvísi fólks er gufuð upp heldur á flestum sviðum. Á sama tíma og fólk virðist steinhætt að trúa á æðri máttarvöld, hvort sem það er guð Þjóðkirkjunnar eða heiðnir guðir þá virðist fólk trúa svo blint á að ekkert slæmt hendi að sú trú verður að teljast algjör og gagnrýnilaus.

En það hefur nú verið efni teiknimyndasagna að gera grín að þannig fólki og boðskapur sjónvarpsefnis og kvikmynda, bóka líka.

Nú má segja að nútímamaðurinn sé vanur léttum túristagosum eins og landið bjóði ekki uppá eitthvað hrikalegra en það. Ef einhverjir eru eftir sem trúa því að Guð reiðist syndinni og framferði mannanna, þá ættu menn að gera ráð fyrir því versta, og að í framtíðinni þurfi fólk að hætta fyrirhyggjuleysi. Það á einnig við um flóð og ofsastorma og ýmislegt sem fylgir hamfarahlýnuninni.

Menn geta gert grín að slíkum áhyggjum og að veðurfarið sé manngert, en hvort sem það er manngert eða ekki er það staðreynd að það er orðið öfgafyllra.


mbl.is Tveir skjálftar yfir þremur stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 656
  • Frá upphafi: 107314

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 497
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband