16.9.2023 | 00:30
Vildi þessa vart, ljóð frá 17. maí 2019.
Hallast árið hart,
hef ei nokkuð ennþá reynt.
Klausturbarinn kemur nær,
kynjaleysi, hatur villa þín.
Vildi þessa vart...
verður önnur betri loksins mín.
Telja þær að smjúga smart
ef smjörið mjakast fjær?
Tapað málið, ljóst og leynt,
líka vissir hvað er meint.
Andlit er svo frítt,
ógeð leynist, skoðun röng.
Fylgir tímans frenjuslóð,
fer að barma sér og hygla kvon.
Annars ekkert nýtt,
ekki jafnvel kveikir sanna von.
Trúi hennar löngun lítt,
samt leynist víða glóð.
Týndir fara gegnum göng,
gleðisvipan, villan ströng.
Stilling segir:Stopp!
Strákar bíða líka þar.
Okkar tími er aðeins ró,
æskan horfin, vinskap samt ég finn.
Kannski slíkan kropp...
kann að lofa... verð að fara inn.
Veltum burtu, hí og hopp,
höfum gefið nóg.
Elska það sem áður var
allra manna réttlátt svar.
Heljardaman hýr
hefur ekki vit á því.
Eftir dauðann allt loks séð,
ekki þaðsem birtir vítistíð.
Hann í honum býr,
hefst svo jafnvel annað, meira stríð...
Stundum verður réttur rýr
ef rolur stjórna, geð.
Verð að prófa píu á ný,
partýstand og þrumugný.
Fyrrum var hann fús,
fannst svo heilagt stúlkna mas.
Allar eru skreyttar nú,
ef ekki hamur, að minnsta kosti sál.
Ásta, rjómi og rús,
rosalegt var unglinganna bál.
Man ég það svo mildur, krús,
en mjög til vinstri ert þú.
Ekki snerti annað glas,
yndi vekur samt þitt fas.
Orðaskýringar: Kvon: Kona, eiginkona.
Stilling: Samstilling fjöldans eða þjóðfélagsins.
Smjúga: Reyna að gera lítið úr ágreiningi og misklíð, forðast hreinskiptin orðaskipti.
Smjör: Það sem er eftirsóknarvert í samskiptum.
"Hallast árið hart"...:Orðaleikur sem merkir hallæri. Eitthvað gengur verr en ætlað er eða vonazt er til.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 701
- Frá upphafi: 133247
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.